Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Snertifletir sem draga úr smitum Kynntu þér nanoSeptic á hreint.is Auðbrekka 8 s: 589 5000 hreint@hreint.is Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Við strákarnir erum svolítið öðru- vísi bara, að eðlisfari. Ekki bara líkamlega. Við erum seinni að sækja hjálp ef við sækjum okkur hjálp,“ segir Gísli Álfgeirsson frá Krafti en stuðningsfélagið Kraftur stendur nú í kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember, frá kl. 20-21:30, fyrir Kraftmikilli strákastund á Kexinu fyrir karlmenn sem hafa verið snertir af krabbameini, hvort sem þeir hafa greinst með krabbamein sjálfir eða eru makar, synir, feður, afar, vinir eða jafnvel samstarfs- félagar. Reynsluboltar munu mæta á svæðið og segja frá reynslu sinni en meðal annars mun Kári Krist- ján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segja frá reynslu sinni af því að greinast með æxli. Þá munu Pétur Helgason, Hjörleifur Stefánsson og Arnar Sveinn Geirs- son segja sína sögu. „Okkur langar bara að hafa ein- hvern svona miðlægan punkt. Þetta er ekki þannig að við séum að fara í einhverjar umræður. Við erum meira að fara að koma og hlusta á aðra karlmenn tala um hvernig þeir urðu fyrir áhrifum krabbameins. Hvernig þeir tókust á við það og hvernig þeim tókst að komast í gegnum það,“ sagði Gísli sem sjálfur er aðstandandi en hann missti eiginkonu sína, Olgu Stef- aníu, eftir langvarandi baráttu við krabbamein. „Ég veit bara sjálfur þar sem ég var aðstandandi að maður prófar allt annað en að biðja um aðstoð,“ sagði Gísli. Hvetur alla karlmenn til að mæta „Það var geðlæknir sem sagði það á sínum tíma að það hjálpar svo ótrúlega að þú ferð og sérð einhvern í svipaðri stöðu og þú eða sömu stöðu. Er jafnvel á svipuðum stað eða kominn lengra og lifði það af. Það gerir bara ótrúlega mikið,“ bætti hann við en hann vill hvetja alla karlmenn til að mæta á kvöld- ið í kvöld og skrá sig á vefsíðu Krafts, kraftur.org. Eru seinni að leita hjálpar Kraftur Gísli Álfgeirsson sér um kröftuga strákastund á Kexinu. Lífið er núna Kraftur stendur fyrir viðburði á Kexinu í kvöld fyrir karlmenn sem hafa verið snertir af krabbameini. Hér má sjá Auke van der Ploeg, Gísla Álfgeirsson og Trausta Thorberg frá Krafti sem hafa reynslu af krabbameini. Kraftur stendur fyrir viðburðinum Kraftmikil strákastund á Kexinu í kvöld fyrir karlmenn sem hafa verið snertir af krabbameini en þar munu reynsluboltar segja frá sinni reynslu. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Ég og Eyþór Kristjánsson vinur minn vorum um mið- bik ársins 2019 að ræða málin. Við vorum vanir að eyða löngum tíma í síma þar sem við ræddum pólitík og sam- félagsmál. Við ákváðum í kjölfarið á því að skapa hlað- varpið Ein pæling ásamt Kristínu Ketilsdóttur. Við töld- um vanta hlaðvarp sem réðist í að ræða erfið málefni og því slógum við til. Fyrst um sinn fengum við nánast eng- ar hlustanir en nú, um tveim árum síðar, gengur betur heldur en mig hefði nokkurn tímann grunað,“ segir Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Inntur eftir því hvað hann hlusti mest á sjálfur segist hann hlusta mikið á bækur og klippur af Youtube frá C-SPAN til þess „að öðlast sögulegt samhengi“ um bandarísk stjórnmál sem hann hef- ur sérstakan áhuga á. Horfir hann að auki mikið á Christopher Hitchens á Youtube sem er að hans mati mikilvægasti hugsuður samtímans en hann lést árið 2011. Hann hlustar þó bæði á íslensk og erlend hlaðvörp og eru eftirfarandi hlaðvörp í uppáhaldi: Making Sense Podcast Hlaðvarp þar sem Sam Harris fjallar um ýmis mál. Harris er taugasálfræðingur og hugsuður en hann er sérstaklega þekktur fyrir að fjalla um eldfim mál sem fæstir aðrir hlaðvarpsstjórnendur myndu snerta með priki. Í ljósi sögunnar Ég tel að þetta sé einn ástsælasti þáttur Íslendinga. Vera Illugadóttir brýtur til mergjar sögulega atburði á ótrú- lega vandaðan máta. Vera á sérstakt hrós skilið fyrir að velja áhugaverð efni. The Glenn Show Glenn Show með Glenn Loury og John McWhorter en Glenn og John eru í sérstöku uppá- haldi í sambandi við samfélagsmál í Bandaríkjunum. Þeir kalla sig The Black Guys at BloggingHeads en þeir ræða rasisma og veruleika þeldökkra í bandarísku sam- félagi á annan máta en telst hefðbundið. Conversation with Coleman Coleman Hughes er ungur hugsuður sem fjallar um ýmis álitaefni og er hvergi banginn að takast á við erfið málefni. Um er að ræða áhugaverðan ungan mann sem verður skemmtilegt að fylgjast með í náinni framtíð. The Fifth Column Kmele Foster er mikill frjálshyggjumaður sem ræðir pólitísk álitaefni. Það er sérstaklega áhugavert að hlusta á Foster ræða málin sökum þess að honum tekst listavel að ræða málin við fólk sem er honum ósammála án þess að umræðurnar verði hatrammar. Vantaði hlaðvarp til að ræða erfið málefni Þórarinn Hjartarson stjórnar vinsæla hlað- varpinu Ein pæling en þar ræðir hann við áhugavert fólk um allt milli himins og jarðar. K100 fékk hann til að ræða um upphaf Einnar pælingar og deila sínum uppáhaldshlaðvörpum. Fimm áhugaverð hlaðvörp frá Þórarni Hlaðvarp Þórarinn Hjartarson stjórnar hlaðvarpinu Ein pæling.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.