Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 46

Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 ✝ Gísli Þór Guð- jónsson jarð- tækniverkfræð- ingur fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1974. Hann lést á fylkissjúkra- húsinu í Tönsberg í Noregi 4. október 2021. Foreldrar hans voru Guðjón El- ísson vélamaður, f. 6. október 1944, d. 18. febrúar 1996, og Arnheiður Gíslína Andrésdóttir þroskaþjálfi, f. 6. nóvember 1950. Gísli giftist Guðrúnu Þóru Guðjónsdóttur ljósmóður, f. 23. apríl 1980, þann 16. ágúst 2008. Foreldrar Guðrúnar eru Guðjón Grétarsson, f. 6. júní 1955, og Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 27. maí 1959. Börn Gísla og Guð- rúnar eru Sara María, f. 8. nóv- ember 2007, Theódór Donni, f. 10. október 2011 og Ólíver egs. Í Noregi fór Gísli í tækni- nám, fyrst við iðnskóla í Töns- berg og síðar í tækniháskólann í Gjövik. Meðfram tæknináminu og milli námslota starfaði Gísli við ýmis störf við mannvirkja- gerð og jarðvegsframkvæmdir. Að loknu grunnnámi lærði Gísli verkfræði í NTNU-háskólanum í Þrándheimi og útskrifaðist sem jarðtækniverkfræðingur árið 2005. Að námi loknu starf- aði hann m.a. hjá norsku vega- gerðinni í Bergen. Gísli fluttist aftur til Íslands haustið 2006 og hóf störf hjá Almennu verkfræðistofunni og síðar hjá Íslenskum aðalverk- tökum. Fljótlega eftir heim- komuna kynntist hann Guðrúnu Þóru. Í lok árs 2009 tóku Gísli, Guðrún og börnin sig til og fluttust til Noregs. Þar starfaði Gísli við hönnun og gerð um- ferðarmannvirkja hjá dóttur- félagi Íslenskra aðalverktaka og Marti Norge AS. Minningarathöfn um Gísla var haldin í Solvang-kapellu í Tönsberg 20. október 2021. Útför Gísla fer fram í Frí- múraraheimilinu í Hafnarfirði í dag, 4. nóvember 2021, klukkan 11. Steinar, f. 20. ágúst 2018. Börn Guðrúnar og stjúp- börn Gísla eru Hrafnhildur Emma, f. 10. des- ember 2000 og Gabríel Gaui, f. 6. janúar 2004. Systkini Gísla eru Elín, f. 30. mars 1971, maki hennar er Helgi Samúel Guðnason og börn þeirra eru Andrea Guðbjörg, Júlía Krista og Emilý Pála, og Þorvaldur Ingi, f. 31. maí 1976, maki hans er Hafdís Ar- inbjörnsdóttur, barn þeirra er Elís Kári og börn Hafdísar eru Anna Lilja, Mikael Aron og Írena Rut. Gísli ólst upp í Fögrukinn í Hafnarfirði og gekk í Öldutúns- skóla og í Iðnskólann í Hafn- arfirði. Vorið 1993 fluttist Gísli ásamt móður og bróður til Nor- Þakklæti er fyrsta orðið sem upp í kemur upp í hugann þegar ég hugsa til sonar míns Gísla sem lést að kvöldi 4. október sl. Þakklæti fyrir að hafa fengið að vera mamma hans, og trún- aðarvinur. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum bæði sem barni, unglingi, fullorðnum manni, fagmanni og fjölskyldu- föður. Okkar samband var einstakt. Guðrún konan hans sagði stund- um að hann væri mikil mömmu- drengur og systkini hans töluðu um „uppáhaldsdrenginn“. Það er ekki mitt að leggja mat á þeirra orð, en á því lék enginn vafi að við mæðginin vorum náin. Við höfðum svo svipaðar skoðan- ir á mörgum hlutum og málefn- um. Við bjuggum lengi tvö saman eftir að við fluttum til Noregs og grínuðumst stundum með það að þá hefðum orðið eins og gömul hjón. Þyrftum ekki að tala saman því við vissum hvað hitt væri að hugsa. Við áttum mörg góð samtöl í gegnum tíðina. Hann hringdi oft í mig á leiðinni heim úr skólanum eða vinnunni, oft bara til að spjalla, en stundum til að ráð- færa sig við „þá gömlu“ eða þá hún leitaði eftir hans skoðunum í einhverjum málum. Enn þá á ég von á þessum samtölum þótt ég viti að þau komi ekki. Gísli var mikill fjölskyldumað- ur. Fjölskyldan í orðsins víðustu merkingu var honum allt. Frænkur hans nutu góðs af því áður en hann eignaðist sjálfur börn og ekki síður eftir það. Mik- il gleði var líka þegar Ingi bróðir hans eignaðist son og náðu þeir frændur vel saman í sumar þegar Gísli var hér á Íslandi. Guðrún og börnin voru þó allt- af í fyrsta sæti. Hún var stóra ástin hans og hann vissi ekkert betra en að geta glatt hana á ýmsan hátt. Eins talaði hann oft um það að hann vildi geta sinnt börnunum meira. En þegar hann var heima þá áttu þau huga hans allan og hann gerði allt sem hann gat fyrir þau. Hann var pabbinn með stóru P. Gísli var vinamargur og hafði mjög stórt tengslanet. Hann hélt góðum tenglum við æskuvini sína þrátt fyrir búsetu erlendis og átti einnig stóran vinahóp í Noregi. Sem yfirmaður var hann vel liðinn. Réttsýn, faglegur og sann- gjarn. Í febrúar fyrir tæpum fjórum árum fékk Gísli blóðtappa í heil- ann. Það var kraftaverk á marg- an hátt að hann lifði þau veikindi af, en hann varð aldrei samur aft- ur. Það var erfitt að sjá þennan félagslynda og virka mann missa getuna til að tala eða tjá sig skrif- lega. Eins að horfa á hann sárk- valinn af verkjum alla daga, sér- staklega núna síðasta árið. Það þrátt fyrir að hann reyndi allt til að fá bata og auka færnina sína og minnka verkina var skaðinn meiri en svo að það tækist að ein- hverju marki. Síðustu árin voru því allri fjöl- skyldunni mjög erfið og að lokum varð ljóst að Gísli hafði ekki þrek til að lifa áfram því lífi sem virtist fyrirsjáanlegt að væri fram und- an. Hjartað gafst upp og ekki tókst að bjarga honum í þetta sinn. Nú yljum við okkur við minn- ingarnar um þennan góða dreng og við vitum að nú líður honum betur í sumarlandinu með öllum þeim honum þótti vænt um. Mamma. Arnheiður Andrésdóttir. Ég man líf mitt ekki án Gísla. Ég var rúmlega þriggja þegar Gísli fæddist. Gísli mætti í lífið tilbúinn að láta að sér kveða. Hann fæddist með horn eins og Anna María frænka mín sem tók á móti honum sagði svo réttilega. Gísli var eiturklár, virkilega ákveðinn, hlýr, fullur réttlætis- kenndar en fyrst og fremst sann- ur og mikill vinur vina sinna og fjölskyldu. Hann var fyrir alla, alltaf tilbúinn að hlusta, gefa ráð og þiggja ráð ef þannig bar und- ir. Í götunni þar sem við bjuggum var hrúga af krökkum, eiginlega ekkert nema strákar. Æskan flaug í bílaleiki, fótbolta og ein- staka skúffukökuáti með Gísla og vinum hans. Gísli var nefnilega vinamargur og oftast sama þótt þessi stóra systir hans þvældist með honum. Ekki það að tímarn- ir breyttust jú þegar leið á grunnskóla og Gísli hélt áfram að vera Gísli og vinir hans, en ég eignaðist nýja vini. Þegar Gísli var á nítjánda ári fluttu hann, mamma og Ingi til Noregs. Gísli nýtti hvert tæki- færi til að kíkja á fjölskyldu sína hér á landi. Hann fékk orð á sig fyrir að vera ríki frændinn í Nor- egi, sá sem kom ætíð með gjafir og fyllti nammiskúffu heimilisins af norsku sælgæti. Fastar voru ferðir á KFC, bíó og ísferðir því það varð jú að bæta í einu upp alla afmælisdagana sem hann hafði misst af. Hann var fram úr hófi rausnarlegur við þessar frænkur sínar, stríddi þeim góð- látlega, kallaði þær litla púka, þær kölluðu hann stóra púka og hann sagði þeim að auðvitað væri hann sannkallaður púki púkason. Þær áttu stóran part í hjarta hans og sá kærleikur var gagn- kvæmur. Gísli stóð sig ekki einungis vel í því að vera frábær frændi, mág- ur og stóri litli bróðir. Hann stóð sig líka vel í vinnu. Hann mennt- aði sig í jarðvegsverkfræði, sér- hæfði sig í jarðgangagerð og hef- ur komið að mörgum stórum verkefnum bæði í Noregi og hér- lendis. Stóra systir var stundum hreint að springa af stolti yfir af- rekum hans. Það eru sko ekki all- ir sem eiga bróður sem á heims- met. Á árunum 2006 – 2009 bjó Gísli á Íslandi. Á þessum árum kynnt- ist hann Guðrúnu sinni. Með Guðrúnu fylgdu Emma og Gabrí- el og tók hann þessu lífi sínu sem fjölskyldufaðir af sömu festu og sannindum sem einkenndu allt hans líf. Hann var PABBI. En hann var líka frændi og bróðir og nutum við þess óspart á þessu tímabili að hafa Gísla nær okkur. Árið 2009 flutti hann með nýju fjölskylduna aftur til Noregs. Gísli var samur við sig og hringdi hann oft bara til að heyra okkur hljóðið. Hann kom áfram reglu- lega í heimsókn og við fórum út. Fyrir þremur og hálfu ári veiktist Gísli skyndilega og var vart hugað líf. Af sömu þrjósku og elju og einkenndu hann kom hann til baka, þó aldrei samur. Í heimsókn hans og fjölskyldunnar nú í sumar var ljóst á atgervi Gísla að líkami og hugur störfuðu lítt saman. Ákveðnin og þessi mikla hlýja sem alltaf einkenndi hann var til staðar en líkaminn var búinn. Gísli eins og við sem elskuðum hann var að hverfa inn í svefn og verkjamók og á end- anum gaf hjartað sig. Eftir sitja minningar um dásamlegan stóra litla bróður sem gaf allt sitt til þeirra sem stóðu honum næst. Elín Guðjónsdóttir. Gísli var svo skemmtilegur, yndislegur og fyndinn og eins og hann sagði alltaf sjálfur „púki“. Samkvæmt honum vorum við systur púkar líka. Gísli gaf And- reu ís á fyrsta afmælinu hennar og passaði upp á það að öll af- mæli síðan myndum við fá ís. Og við minntum á ísinn á afmælinu hans. Ein fyrsta minning hennar Andreu af Gísla var í heimsókn hjá honum í Noregi. Þá var hún um fimm ára gömul og hafði þá misst tönn og ætlaði sér að taka hana til Íslands þar sem tannálf- urinn á Íslandi myndi gefa henni 100 kr. en Gísla leist ekkert á það þar sem tannálfurinn í Noregi gæfi líka 100 kr. nema bara norskar og það væri miklu meiri peningur. Andrea var ekki sann- færð af þessari staðreynd og fór því með tönnina til Íslands og áttaði sig seinna á mistökunum. Gísli fór oft með okkur systur í bakaríið hans Begga þegar hann var á landinu. Beggi bakaði með tröllahveiti og við vorum alveg sannfærðar um að það myndi gera okkur sterkar. Og þegar Gísli flutti til landsins fórum við oft þangað líka. Þegar Gísli kynntist Guðrúnu eignaðist hann sína fjölskyldu. Því með henni fylgdu Emma og Gabríel og urðum við krakkarnir perluvinir og stuttu eftir það, ár- ið 2007, fæddist þriðja systirin, Emilý, og svo Sara María frænka. Þær frænkur hafa alltaf verið góðar saman þó að fjöl- skyldan hafi flutt til Noregs. Brúðkaupið hjá Gísla og Guð- rúnu var fyrsta brúðkaupið sem við fórum í en jafnframt falleg- asta og skemmtilegasta. Við dönsuðum við Pollapönk og hlustuðum á Guðrúnu syngja, tókum myndir á litlu myndavél- arnar, blésum sápukúlur og fór- um í leiki á lóðinni. Svo voru þau flutt til Noregs en voru alltaf með í öllum afmælum og veislum í gegnum Skype. Það var alltaf svo mikill púki í Gísla. Eitt sinn vorum við fjöl- skyldan í sundi og þá upp úr þurru heyrist í kallað úr kallkerf- inu: „Andrea Guðbjörg Helga- dóttir, viltu koma að þjónustu- borðinu.“ Stauluðumst við systur fram að þjónustuborðinu saman alveg skelkaðar með hvatningu frá mömmu og pabba og þar var Gísli kominn óvænt til landsins. Kvöldið áður en hann dó vor- um við elsta og yngsta í pottin- um, hjá mömmu og pabba, með mömmu að tala við Gísla á Mes- senger og mamma sendi honum mynd af okkur í pottinum og sagði honum hvað okkur þætti vænt um hann. Það er enn þá svo ótrúlegt að hann sé farinn ogað hann muni ekki hringja í okkur á afmælinu okkar til að minna okkur á að fá okkur ís. Andrea, Júlía og Emilý, púkar, Helgadætur. Elsku Gísli frændi minn er farinn frá okkur í þessu lífi. Man svo vel þegar við hittumst fyrst heima hjá þeim Guðjóni og Arí í Hafnarfirði. Frændi minn var ekki hár í loftinu þá, eða systkin hans, en mikið sem var tekið vel á móti okkur, mér, Hjölla bróður, mömmu og Valda pabba. Eins var það á Lækjarbakka hjá ömmu Pálínu og afa Elís. Það voru svo hlýjar móttökur þar líka og urðum við Hjölli bróðir minn frá fyrsta degi strax inni í fjöl- skyldunni. Aldrei fann ég að við værum ekki blóðtengd þeim því við vorum þeirra. Margar góðar minningar úr sveitinni á ég með krökkunum öllum og margt sem var brallað þar enda grallaragen í þeim drengjum, Gísla, Inga, Halldóri og Elís. Mest í gegnum síðari ár var samband við elsku Gísla okk- ar, hann var bara þannig, vildi vita af fólkinu sínu og hafði sam- band. Er svo þakklát fyrir tím- ann okkar, elsku frændi minn, en mikið er sárt að kveðja þig núna. Elsku Guðrún og Börn. Arý, Elín, Ingi, mínar dýpstu samúð- arkveðjur og megi gæfan fylgja ykkur alla tíð. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ykkar Júlíana (Júlla frænka). Elsku hjartans Gísli minn, elsku strákurinn minn eins og ég kallaði þig alltaf. Þó svo ég ætti þig ekki þá varst þú alltaf einn af mínum strákum. Ég kom inn í líf þitt þegar ég kynntist Þorvaldi manninum mínum heitnum sem var föðurbróðir þinn. Þá varst þú aðeins fimm ára. Það var mikil vinátta og samgangur milli okkar og foreldra þinna. Þegar ég og Þorvaldur heitinn fluttum í sveit varst þú tíu ára. Þú varst hjá okkur öll sumrin og í flestum þín- um fríum frá skóla. Þú varst fljótur að taka til hendinni þó lít- ill værir þú. Duglegur samvisku- samur, margt gerðist í sveitinni. Margar ótrúlegar sögur um þig sem gott og dásamlegt er að ylja sér við núna. Þú varst fyndinn, skemmtilegur með mikla frá- sagnargleði. Eftir að þú fluttir til Noregs þá hélt þessi dásamlega vinátta sem aldrei slitnaði. Alltaf þegar þú komst heim til Íslands var spurt: Edda mín, verður þú ekki búin að baka skúffuköku? sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú varst dásamlegur pabbi, heimilisfaðir. Þú og Guðrún vor- uð dásamleg saman. Þegar þú varðst fyrir miklum veikindum þá sá maður hvernig fjölskyldan stóð sterk saman. Þú varst best- ur. Ég er svo þakklát fyrir þig og allt sem þú varst mér og hvað ná- in við vorum öll, vináttan allar stundirnar. Það var mikil dá- semdardagur í sumar þegar þú komst til landsins og ég, þú, Júl- íana mín og Ingibergur minn fór- um í dagsferð. Fyrst að Klaust- urhólum, þar voru rifjaðar upp allar minningarnar frá þeim tíma. Síðan að Eystra-Fíflholti, þar voru líka margar minningar, allar góðar og skemmtilegar. Þú varst þreyttur eftir þennan dá- semdardag vegna þinna veik- inda, en sáttur varst þú og það var fyrir mestu að geta gefið þér tíma til að búa til minningar. Minningar sem er svo dásamlegt fyrir okkur að eiga nú þegar þú hefur kvatt þetta líf. Elsku hjart- ans Gísli minn, strákurinn minn. Takk fyrir allt sem þú varst mér og öllum mínum. Ég er svo þakk- lát að hafa haft þig í mínu lífi og minna. Það er svo mikið erfitt að kveðja þig. Elsku Guðrún mín, börnin ykkar, elsku Arnheiður mín, Elín mín, Þorvaldur Ingi og fjölskyldur. Ykkar missir er mik- ill en minningin um hann Gísla okkar lifir í hjörtum okkar. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku Gísli minn. Edda Björk Hjörleifsdóttir. Okkar besti maður er fallinn frá. Fyrsta minning mín af Gísla er úr Fögrukinninni þegar hann fékk sitt fyrsta reiðhjól. Hjólið var rautt, með hrútastýri og gír- um. Hann gætti hjólsins vel og þegar við strákarnir hentum okkar hjólum frá okkur, lagði Gísli sitt frá sér. Það varð svo lýsandi fyrir hans karakter, að ganga vel um hluti og að haga sér skynsamlega. Við æfðum körfu- bolta saman, kláruðum grunn- skóla saman, fermdumst saman, keyptum okkur skellinöðrur, mótorhjól, bíla, við byrjuðum saman að reykja og drekka og unnum heilmikið saman. Við fór- um á Guns and Roses í London á þeim tíma sem það þekktist varla. Hann bar af okkur öllum í því hve hreinskiptinn, heiðarleg- ur og greiðvikinn hann var strax sem barn og unglingur. Gísli var alltaf til í félagsskap og stuð, hann átti fjölmarga vini og kunn- ingja. Allir kunna af honum sög- ur um velvild og umhyggju. Svo flutti hann til Noregs í nám og vinnu og náði frábærum árangri þar og steig hratt og örugglega til metorða sem verkfræðingur við stórar framkvæmdir hjá norska ríkinu og í einkageiran- um. Það var gæfuspor Gísla í líf- inu að finna Guðrúnu og börnin þeirra voru alltaf í forgrunni hjá honum. Þau voru það sem hann talaði um og hans yndi var að taka þau með í vinnuna og sýsla heima við. Ég get bara ekki hugsað um harminn sem hann Gísli hefur borið við að þurfa að fara frá þeim svona snemma en ég hef þá von, að geta rétt börn- um þeirra Gísla og Guðrúnar hjálparhönd í lífinu, fyrr eða seinna. Hann hefði sætt lagi til að gera það sama fyrir mig. Kæra Guðrún, fjölskylda og vinir, inni- legustu samúðarkveðjur. Einar Guðmundsson. Víkingurinn er fallinn. Límið í vinahópnum. Gísli sem vildi öll- um vel og sýndi það í verki. Hug- urinn reikar. Allar þessar góðu minningar. Við kinnadraugarnir sem vörðum öllum stundum sam- an. Margt brallað og langt frá því allt prentvænt. Við vorum báðir hræðilegir í dönsku í grunnskóla. Ég senni- lega aðeins verri. Gísli átti að þýða fyrir allan bekkinn. Ég hvíslaði að honum orði og orði. Þau voru öll vitlaus. Svo hlógum við eins og vitleysingar í frímín- útum að sennilega verstu þýð- ingu danskra orða allra tíma. Svo fórst þú bara og lærðir jarðbor- tækni í norskum háskóla. Enda afburðaklár. Eins og allir vita er sund of- metin skemmtun. Sérstaklega skólasund. Við Gísli höfðum ann- að við tíma okkar að gera en að busla með kolsvarta kúta, herta þéttingsfast um magann. Fórum bara og bleyttum sundfötin í læknum. Það var reyndar smá vesen þegar sundkennarinn hringdi í mömmu og allt komst upp. Einu sinni fórum við saman á Þjóðhátíð í Eyjum. Það er reynd- ar varla hægt að segja að þú haf- ir farið á Þjóðhátíð. Við vorum nýkomnir á þessa fallegu eyju þegar þú ákvaðst að fljúga heim. Þér fannst bara leiðinlegt og nenntir ekki að hanga þarna lengur. Ef þú tókst ákvörðun þá var þér ekkert haggað. Þú átt enn þá Íslandsmetið í stystu dvöl á Þjóðhátíð, 15 mínútur. Það verður ekki slegið í bráð. Gísli sem vildi allt fyrir vini sína gera og var svo stoltur af þeim þegar þeim tókst að gera eitthvað rétt. Þú varst svo miklu betri en við hinir. Alltaf reiðbú- inn að hjálpa og alveg sama hvað leið langur tími á milli þess að við hittumst, alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Fjölskyldan var þér allt. Glampinn í augum þínum þegar þú sagðir mér fyrst frá Guðrúnu þinni. Ég vissi það strax að þið mynduð vera saman til æviloka. Enda varð það raunin. Elsku Guðrún, Hrafnhildur Emma, Gabríel Gaui, Sara María, Theó- dór Donni og Ólíver Steinarr, ykkar missir er mikill. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur og styðja. Ég kveð dásamlegan vin. Sjáumst seinna í paradísar- borginni. Haraldur F. Gíslason. Gísli Þór Guðjónsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.