Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 ✝ Jónas Scheving Arnfinnsson fæddist á Vestra- Miðfelli í Hval- fjarðarstrand- arhreppi 16. nóv- ember 1925. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 23. október 2021. Foreldrar hans voru Arnfinnur Scheving Björnsson skipa- smiður, f. 1893, d. 1970, og Ragnheiður Jónasdóttir hús- móðir, f. 1891, d. 1984. Systkini Jónasar voru: Björn Scheving, f. 1918, d. 1990, Guðrún Lára, f. 1919, d. 2013, Guðrún Að- alheiður, f. 1921, d. 2008, Ásdís, f. 1924, d. 2004, Grétar Schev- ing, f. 1927, d. 1927, Arnfinnur, hann dvaldi til dánardags. Hjónin eignuðust tvær dætur, Magneu Sigríði Jónasdóttur, f. 1960, og Ragnheiði Jón- asdóttur, f. 1962, maki Eiríkur Þór Eiríksson, f. 1963. Börn þeirra eru: 1) Ingunn Dögg Ei- ríksdóttir, f. 1986, maki Jón Ingi Þórðarson, f. 1978. Börn þeirra eru: Gabríel, f. 2009, d. 2009, Ilmur, f. 2010, og Eldon, f. 2015. 2) Jónas Kári Eiríksson, f. 1994, sambýliskona Rakel Rósa Þorsteinsdóttir, f. 1996. Þau eiga eina dóttur, Ragnheiði Marey, f. 2019. Jónas lærði múrsmíði við Iðnskólann á Akranesi og lauk sveinsprófi 1953. Hann öðlaðist löggildingu sem meistari í múrsmíði 1957. Jónas starfaði sjálfstætt við fagið alla sína starfsævi. Útför Jónasar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 4. nóv- ember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Athöfninni verður streymt af vef Akraneskirkju. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat f. 1929, d. 2018, Margrét, f. 1930, d. 2015, Ragnar Scheving, f. 1932, d. 1992. Jónas kvæntist 8. nóvember 1958 Ingunni Hjördísi Jónasdóttur, f. 3. desember 1933. Foreldrar hennar voru Jónas Þor- valdsson, skóla- stjóri og oddviti í Ólafsvík, og Magnea Guðrún Böðvarsdóttir, húsfreyja frá Laugarvatni. Jón- as og Ingunn bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, lengst af á Vesturgötu 155, þar til árið 2015 er þau fluttu á Eyrarflöt 4, Akranesi. Í febrúar 2021 flutti Jónas á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða þar sem Nú er hann afi Jói búinn að kveðja okkur eftir nokkuð stutt veikindi en langa ævi. Eftir situr mikill söknuður enda eyddum við systkinin ómældum stundum hjá ömmu og afa en við búum að góð- um minningum og viljum nýta tækifærið og minnast alls þess góða á sama tíma og við sendum hann inn í sumarlandið. Þegar við hugsum yfir farinn veg þá er ekki auðvelt að vita hvar maður á að byrja enda margt minnisstætt um þann eðalmann sem afi hafði að geyma. Afi var múrarameistari og starfaði við það alla sína ævi og munum við helst eftir honum í köflóttri vinnu- skyrtu, með axlabönd og hnéhlífar sem var alltaf mikið sport að fá að prófa þegar við vorum yngri. Afi var einstaklega laghentur, alltaf eitthvað að sansa og það var ekki óalgengt að finna hann í bílskúrn- um heima á Vesturgötunni áður en þau amma fluttu í minna hús- næði. Hann var alltaf tilbúinn að stökkva til og hjálpa ef það vant- aði aðstoð með eitthvað, hvort sem það var hjá okkur systkinum, öðrum fjölskyldumeðlimum eða vinum. Hann afi var einnig mikill græjukarl og vildi alltaf kaupa það nýjasta og flottasta, hvort sem það voru myndbandstæki, myndavélar, sjónvörp, tölvur og ekki síst snjallsímar. Hann topp- aði sig þó alveg þegar hann versl- aði sér “selfie“-stöng, þá 92 ára gamall. Hliðarafurð af þessari tæknifíkn var að hann var iðulega fyrir aftan myndavélina og því ótrúlega duglegur að taka myndir og býr fjölskyldan þar að dýr- mætum fjársjóði. Afi var einnig mjög vanafastur og ekki eins mikið fyrir nýjungar í matargerð eins og í tækninni, vildi helst alltaf það sama þar sem hrossakjöt var í algjöru uppáhaldi og alltaf fékk hann sér kandís með kaffinu og sitt daglega mjólkur- bland. Hann sagði þó eitt sinn að hann væri ekki matvandur, þvert á móti borðaði hann allt sem amma eldaði. Ekkert gaf honum meiri gleði og ánægju en að hitta langafa- börnin sín, Ilmi, Eldon og Ragn- heiði Marey. Hann hafði alltaf góða nærveru og okkur, sem og börnunum okkar, leið ávallt vel í kringum hann og við munum njóta áfram þeirrar nærveru í gegnum ömmu Ingu. Afi átti erfiðar vikur í lokin en við hlýjum okkur við að nú hvílist hann kvalalaus og við njótum minninganna sem hann gaf okkur. Takk fyrir allt elsku afi - hvíl í friði. Elskum þig ávallt. Þín afabörn, Ingunn Dögg Jónas Kári. Vinur minn og mágur, Jónas Arnfinnsson, er fallinn frá tæp- lega 96 ára að aldri. Æðrulaus háði hann, undir það síðasta, snarpa glímu við Elli kerlingu. Lengst af hafði hann undirtökin í þeirri viðureign en lokin vinnur enginn. Jónas bjó við góða heilsu um langan tíma, var ekki kvarts- ár þótt stirðir liðir plöguðu hann á stundum eftir slítandi störf við múrverkin. Árið 1973 fengum við hjónin notið starfa hans við nýreist hús okkar að Vesturbergi í Breið- holti. Hann tók að sér múrsmíð- ina úti og inni. Og þvílíkur happa- fengur. Jónas var framúrskarandi fagmaður, út- sjónarsamur, laginn með afbrigð- um og snyrtimennskan einstök. Hann var stéttarsómi og eftir- sóttur fagmaður starfsævina á enda. Við systkinin ásamt mökum byggðum sumarbústað á Laugar- vatni árið 1980. Við öll verk þar varðandi breytingar og viðhald og þess háttar nutum við forsjár og kunnáttu Jónasar. Samheldn- in hefur ávallt verið einstök og mikið lærðum við, ég og mágar mínir, af Jónasi við margvísleg verkefni í bústaðnum. Inga og Jónas höfðu alla tíð gaman af ferðalögum og fóru vítt og breitt um landið, m.a. stund- um á „heimatilbúnum“ húsbíl. Sögulegur fróðleikur í farteskinu og vídeó- og myndavél á lofti. Jónas tileinkaði sér alla tíð tæknina og nýjungar hverskon- ar. Svo var í eðli hans sambland af söfnunaráráttu og hirðusemi – ekki minnst átti hann fjölda vísna í sarpi sínum. Jónas hafði mikinn og lifandi áhuga á knattspyrnu. ÍA var hans félag alla tíð. Mæðgurnar Ragnheiður og Ingunn Dögg voru afrekskonur í kvennafót- boltanum. Svo var hinn léttleik- andi spánski bolti í hávegum hafður og Barcelona liðið hans. Þá er hann var 90 ára fékk hann bol félagsins með númerið 90 á bakinu og áritaða kveðju frá kónginum sjálfum - Messi! Um líkt leyti keypti hann sér glænýj- an Bens - svona til að varðveita stílinn. Í símtölum okkar vorum við endalaust að fara með vísur og gamanmál. Og þegar fótbolt- inn bættist við fór allt á flug því Jónas hafði smitandi hlátur sem kryddaði símtölin við hann alla tíð. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar systkina og fjöl- skyldna okkar flytja Ingu, dætr- unum Möggu Siggu og Röggu og öllum ástvinum Jónasar samúð- arkveðjur. Við þökkum allar góð- ar stundir og blessum minn- inguna um góðan dreng. Þorvaldur. Jónas Scheving Arnfinnsson Minningarkort fæst á nyra.is eða í síma 561 9244 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi okkar, STEFÁN B. ÓLAFSSON, Stebbi í Crawford, framkvæmdastjóri, varð bráðkvaddur 13. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju 5. nóvember klukkan 15. Athöfninni verður streymt á mbl.is/andlat. Ingunn Magnúsdóttir Valgerður Stefánsdóttir Kristján Þór Hlöðversson Agla Marta Stefánsdóttir Daníel Traustason Róbert Traustason Anna Einarsdóttir og afabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓSTEINSDÓTTIR, Núpalind 6, Kópavogi, sem lést 9. október, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 13. Ingibjörg Björgvinsdóttir Hörður Ingi Jóhannsson Brynja Björgvinsdóttir Vilbergur Magni Óskarsson Svandís B. Björgvinsdóttir Þórir Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og langafi, JÓN FR. SIGVALDASON bifreiðasmiður, Faxatúni 32, Garðabæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 30. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 13. Ragnheiður Edda Jónsdóttir Guðmundur Þór Kristjánsson Líney Rut Guðmundsdóttir Jón Grétar Guðmundsson og langafastrákarnir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA LILJA AÐALSTEINSDÓTTIR frá Hrappsstöðum í Dalabyggð, síðast til heimilis í Gullsmára 9, Kópavogi, lést 31. október. Kveðjustund verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 15. Leifur Steinn Elísson Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Bjarnheiður Elísdóttir Kári Stefánsson Alvilda Þóra Elísdóttir Svavar Jensson Gilbert Hrappur Elísson Guðrún Vala Elísdóttir Arnþór Gylfi Árnason og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HALLDÓRA SVEINSDÓTTIR, Sóltúni 1, Reykjavík, andaðist mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 16. nóvember klukkan 15. Guðný Ásgeirsdóttir Stäuble Markus Stäuble Patrick Julian, Anna Margret og Klemenz Ásgeir Ásgeirsson Ingibjörg Ýr Pálmadóttir Sunna Dögg, Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri, Skúli Thor og langömmubörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SMÁRI GUÐLAUGSSON frá Giljum í Hvolhreppi, Suðurlandsbraut 58, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk aðfaranótt 28. október. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Mörk njóta þess. Ómar Bjarki Smárason Katrina Downs-Rose Edda Sjöfn Smáradóttir Erlendur Árni Hjálmarsson Guðrún Hrönn Smáradóttir barnabörn og barnabarnabörn Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar um útför þína af nærgætni og virðingu – hefjum samtalið. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Hinsta óskin Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIGERÐAR MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Miðtúni. Alúðarþakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir einstaka vináttu og umönnun. Aðstandendur Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæra JÓHANNS SÆVARSSONAR, Sléttahrauni 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E og Heru líknarþjónustu. Ingibjörg G. Björnsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir ástvinir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.