Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 40 ÁRA Garðar ólst upp í Hafnarfirði og á Egilsstöðum en býr í Reykjavík. Hann er með BA-gráðu í vöruhönnun frá Cent- ral Saints Martins-hönnunarskólanum í London og MA-gráðu frá Design Aca- demy Eindhoven. Hann er dósent við hönnunardeild Listaháskólans. „Svo er ég að kenna út um allan heim. Ég er líka í ýmsum samstarfsverkefnum við stofnanir og fyrirtæki um tengsl manns við umhverfi og tækni og líka oft á forsendum framtíðarinnar. Nýjasta áhugamálið mitt er að semja raftónlist og nær allur frítíminn fer í það þegar ég er ekki að tala um framtíðina.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Garðars er Eva Dögg Kristjánsdóttir, f. 1984, kennari í Breiðagerðisskóla. Börn eru Saga, f. 2009, og Lukka, f. 2013. For- eldrar Garðars eru Eyjólfur Valgarðsson, f. 1957, byggingatæknifræðingur, og Kristín Þóra Garðarsdóttir, f. 1957, leikskólakennari. Þau eru búsett í Garðabæ. Garðar Eyjólfsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er fallegt að aðstoða aðra, en það má ekki ganga svo langt að þú gleymir sjálfum/sjálfri þér. Notaðu innsæið og spáðu í hvað aðrir eru að reyna að segja þér. 20. apríl - 20. maí + Naut Það skiptir öllu máli að hafa hlutina í jafnvægi og í þínu tilfelli skil milli vinnu og einkalífs. Óöryggi þitt á rætur að rekja til at- burðar sem gott væri að ræða við fagaðila. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Iðkun, agi og endurtekning skila árangri. Gefðu þér tíma til þess að hugsa fyrir hlutunum, ekki ana bara áfram. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú komst þér sjálf/ur í þessar að- stæður og ákveður hvort þú kallar það heppni eða óheppni. Einhver reynir að villa þér sýn. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt auðvelt með að sannfæra við- mælendur þína og átt því að notfæra þér það. Gakktu ekki of nærri þér í skipulagn- ingu fyrir aðra. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú munt líklega skipta um vinnu eða samastað á þessu eða fljótlega á næsta ári. Þú veist að ástarsamband þitt er byggt á sandi. 23. sept. - 22. okt. k Vog Stundum getur smá dirfska borgað sig en samt er sígandi lukka best. Haltu ró þinni þótt allt gangi ekki upp um leið. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þér finnist þú ekki mega slaka á í neinu, skaltu samt taka þér tíma til þess að lyfta þér aðeins upp. Þér eru allir vegir færir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til fram- búðar. Gríptu öll tækifæri til að víkka sjón- deildarhringinn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fólk mun taka drifkraft þinn sér til fyrirmyndar. Þú mátt samt ekki gleypa sólina. Léttu undir með þeim sem þess þurfa. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Samræður við eldri og reyndari manneskjur koma þér að miklu gagni í dag. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangs- röðin sem skiptir öllu máli. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Leggðu þig fram um að auka jafn- vægi í lífi þínu. Það gengur ekki að stinga höfðinu í sandinn - horfstu í augu við það sem er í gangi. flugvéla, þjálfunarmálum og svo eru snertifletir við margar aðrar deildir innan fyrirtækisins. Ég kenni áfram í flugherminum og flýg sjálf þótt mestum tíma sé eytt við skrifborð og tölvu. Það er nauðsynlegt að halda tengslum við hópinn með því að halda áfram að fljúga og vera hluti af framlínunni. Svo er líka í reglugerð- um að maður þurfi að fljúga reglu- stjóri frá 2018. Hún stýrir því flug- mannahópi Icelandair sem fyrir Co- vid taldi hátt í 600 manns. Honum fækkaði mjög í covid en núna er hóp- urinn kominn í 300 manns og fer fjölgandi. „Það sem felst í starfinu mínu er utanumhald um þennan hóp sem og utanumhald um handbækur og verk- ferla. Við tökum þátt í innleiðingu L inda Gunnarsdóttir er fædd 4. nóvember 1971 í Reykjavík og ólst upp í Breiðholti fyrstu árin. Hún var í sveit á bæn- um Jónsnesi í Helgafellssveit. „Ég átti dásamlegar stundir þar við Breiðafjörðinn með frænku minni Snjólaugu, en afi hennar og amma voru sumarbændur í Jónsnesi sem er rétt hjá Bjarnarhöfn. Við fórum á grásleppu og tíndum æðardún öll sumur.“ Linda byrjaði skólagönguna í Hólabrekkuskóla en flutti á Sel- tjarnarnes 9 ára gömul. Hún hóf þá nám í Mýrarhúsaskóla þar sem afi hennar var skólastjóri og amma hennar sérkennari. Síðan gekk hún í Valhúsaskóla og útskrifaðist svo sem stúdent frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1991. Hún fór þá til náms við Arizona State University þar sem hún nam flugrekstrarfræði. Hún skipti þar um kúrs þegar þang- að var komið og kláraði nám til at- vinnuflugs þar í staðinn. Síðar, eða árið 2006, útskrifaðist hún með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Ég fór að vinna á Reykjavíkur- flugvelli sem afgreiðslumaður sum- arið sem ég varð stúdent og þá vaknaði áhuginn á fluginu, tók flug- tíma meðfram vinnunni og kláraði einkaflugmanninn. Ég var búin að skrá mig í hagfræði við HÍ en hætti við það og ákvað að fara til Banda- ríkjanna í flugrekstrarnámið. Ég ætlaði aldrei að verða flugmaður. Á þessum tíma voru svo fáar konur flugmenn að ég hugsaði að það væri ekki raunhæft. En ég skipti svo um skoðun þegar ég var komin út.“ Þegar Linda kom heim úr náminu varð hún flugmaður hjá Íslands- flugi. Þar flaug hún Beechcraft 99, Fairchild Metro og Dornier 228 og þá aðallega í innanlands- og Græn- landsflugi. Hún hóf störf hjá Flug- leiðum 1995 á F-50 í innanlandsflugi en fluttist fljótlega yfir í millilanda- flug á Boeing 737 og síðar Boeing 757 og 767. Hún sinnti bóklegri og síðar verklegri kennslu flugmanna fyrir Icelandair frá 2005. Hún varð síðan flotastjóri 2016 og yfirflug- lega, bæði til að halda sér í formi og viðhalda þekkingunni.“ Helstu áhugamál Lindu eru úti- vera og ferðalög. „Ég er fædd með flakkaraeðli og hef mikla ánægju af því að sjá nýja staði. Við fjölskyldan höfum ferðast víða og þá ekki síður innanlands en erlendis. Farartækin eru allskonar eða allt frá reiðhjólum, skíðum, buggy bílum, bátum, snjó- Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Birna Katrín, Linda, Ólafía Bjarney, Gunnlaugur og Húni Páll um síðustu áramót. Fæddist með flakkaraeðli Í flugvél Linda, foreldrar hennar og Pála systir á leið til Vestmannaeyja. Í Kerlingarfjöllum Linda, Ólafía, dóttir Lindu, og Þóra frænka þeirra. Til hamingju með daginn Mosfellsbær Bjarni Elíasson fæddist 1. desember 2020 kl. 16.45 á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Hann vó 4.200 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Bryndís Bjarnadóttir og Elías Kristjánsson. Eldri systir hans heitir Sóllilja Elíasdóttir, f. 26.11. 2018. Nýr borgari Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Í þínu liði fyrir þína liðheilsu! Glucosamine & Chondroitin Complex Er kuldinn farinn að segja til sín? Allt að 3ja mánaða skammtur í glasi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.