Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Manchester City – Club Brugge .......... (2:1)
RB Leipzig – París SG .......................... (1:2)
B-RIÐILL:
AC Milan – Porto...................................... 1:1
Liverpool – Atlético Madrid ................. (2:0)
C-RIÐILL:
Borussia Dortmund – Ajax ................... (1:0)
Sporting – Besiktas ............................... (4:0)
D-RIÐILL:
Real Madrid – Shakhtar Donetsk........... 2:1
Sheriff – Inter Mílanó ........................... (0:1)
_ Leikjum innan sviga var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun. Úrslitin er að finna í
umfjöllun á mbl.is/sport/fotbolti.
England
B-deild:
Blackpool – Stoke.................................... 0:1
- Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik-
mannahópi Blackpool.
Staða efstu liða:
Bournemouth 16 11 4 1 27:10 37
Fulham 16 11 2 3 42:14 35
WBA 16 9 4 3 26:14 31
Coventry 16 8 3 5 22:19 27
QPR 16 7 4 5 27:23 25
Stoke City 16 7 4 5 21:19 25
Huddersfield 16 7 4 5 20:18 25
Luton 16 6 6 4 26:21 24
Millwall 16 6 6 4 16:16 24
Blackpool 16 7 3 6 18:19 24
Swansea 16 6 5 5 20:18 23
Blackburn 16 6 5 5 25:24 23
Birmingham 16 6 4 6 17:17 22
Middlesbrough 16 6 3 7 18:18 21
Skotland
Hearts – Celtic ......................................... 0:3
- María Ólafsdóttir Gros lék allan leikinn
með Celtic.
Danmörk
B-deild:
Vendsyssel – Lyngby .............................. 1:1
- Sævar Atli Magnússon kom inn á sem
varamaður hjá Lyngby á 60. mínútu. Fre-
derik Schram var ónotaður varamaður.
Freyr Alexandersson þjálfar liðið.
>;(//24)3;(
Subway-deild kvenna
Valur – Fjölnir ...................................... 74:84
Grindavík – Skallagrímur.................... 88:61
Njarðvík – Keflavík ........................... (40:35)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Staðan fyrir leik Njarðv. og Keflav.:
Njarðvík 6 5 1 424:333 10
Keflavík 6 5 1 501:421 10
Fjölnir 6 4 2 473:447 8
Valur 6 4 2 460:437 8
Haukar 4 3 1 305:208 6
Grindavík 7 2 5 517:569 4
Breiðablik 6 1 5 410:434 2
Skallagrímur 7 0 7 364:605 0
Evrópubikar kvenna
L-RIÐILL:
Villeneuve – Haukar ............................ 82:33
_ Tarbes 8, Villeneuve 7, Brno 5, Haukar 4.
Evrópubikar karla
B-RIÐILL:
Valencia – Gran Canaria .................... 89:90
- Martin Hermannsson skoraði 15 stig
fyrir Valencia, tók eitt frákast, gaf þrjár
stoðsendingar og stal þremur boltum á 24
mínútum.
Evrópubikar FIBA
D-RIÐILL:
Zaragoza – Saratov............................. 86:92
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig,
tók 6 fráköst og varði 3 skot fyrir Zaragoza
á 30 mínútum.
_ Saratov 8, Reggiana 7, Zaragoza 5,
Gilbao Galil 4.
F-RIÐILL:
Sporting Lissabon – Antwerp Giants 77:53
- Elvar Már Friðriksson skoraði 3 stig
fyrir Antwerp Giants, tók tvö fráköst og gaf
eina stoðsendingu á 25 mínútum.
_ Sporting 7, Antwerp Giants 7, Belfius
Mons 5, Ionikos 5.
Danmörk
Aabyhöj – Falcon................................. 66:56
- Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst
hjá Falcon með 18 stig og tók 5 fráköst á 29
mínútum. Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði
4 stig og gaf eina stoðsendingu á 25 mín-
útum.
>73G,&:=/D
Anton Sveinn McKee hafnaði í 16.
sæti í 100 m bringusundi á Evr-
ópumeistaramótinu í sundi í 25
metra laug í Kazan í Rússlandi í
gær. Anton kom í mark á tímanum
58,23 sekúndum sem dugði ekki til
þess að komast áfram í úrslit en
hann synti á tímanum 57,98 sek-
úndum í gærmorgun í undanrásum
þegar hann tryggði sér sæti í und-
anúrslitum. Anton stingur sér næst
til sunds á morgun þegar keppni í
200 m bringusundi hefst en hann
keppir einnig í 50 m bringusundi á
laugardaginn.
Hafnaði í
16. sæti á EM
Ljósmynd/Simone Castrovillari
16 Anton Sveinn komst ekki áfram í
úrslit í 100 m bringusundi í Kazan.
„Það var gott að sjá hann brosa,“
sagði Eirik Bakke, þjálfari norska
knattspyrnufélagsins Sogndal, í
samtali við heimasíðu félagsins í
gær. Bakke fór ásamt aðstoð-
arþjálfara sínum Marius Lenni Böe
að heimsækja Emil Pálsson og fjöl-
skyldu hans á Haukeland-
háskólasjúkrahúsið í Bergen í gær.
Emil dvelur nú í Bergen eftir að
hafa farið í hjartastopp í leik Sogn-
dal og Stjördals-Blink í norsku B-
deildinni mánudagskvöld en hann
mun gangast undir frekari rann-
sóknir á næstu dögum.
Gott að sjá
hann brosa
Ljósmynd/Sarpsborg
Noregur Emil Pálsson dvelur nú á
Haukeland-sjúkrahúsinu í Bergen.
KARATE
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hinn 16 ára gamli Hugi Halldórsson
varð á dögunum Íslandsmeistari í
kumite í fullorðinsflokki í fyrsta sinn
eftir sigur gegn Ólafi Engilbert
Árnasyni í úrslitum í Fylkisseli í
Norðlingaholti. Hugi vann tvöfalt á
mótinu en hann fagnaði einnig sigri í
flokki 16-17 ára pilta.
Hugi á ekki langt að sækja
karatehæfileikana en faðir hans,
Halldór Örvar Stefánsson, er fyrr-
verandi aðstoðarlandsliðsþjálfari í
kumite.
Nýkrýndi Íslandsmeistarinn hef-
ur æft karate frá því hann man eftir
sér en það er rætt um fátt annað við
matarborðið en íþróttina, en báðar
systur Huga, þær Ronja Halldórs-
dóttir og Embla Rebekka Halldórs-
dóttir, fóru einnig mikinn á Íslands-
mótinu á dögunum.
„Ég get ekki sagt að þessi árang-
ur hafi komið mér á óvart enda eitt-
hvað sem ég er búinn að vera að
stefna að lengi,“ sagði Hugi í samtali
við Morgunblaðið.
„Óli [Ólafur Engilbert Árnason]
hefur verið bestur hér á landi und-
anfarin ár og ég lagði upp með það
að mæta honum á Íslandsmótinu.
Ég var mjög þungur í aðdraganda
Íslandsmótsins og ég þurfti því að
létta mig umtalsvert til þess að geta
keppt í -75 kg flokknum.
Ég breytti mataræðinu mikið og
minnkaði matarskammtana. Ég var
duglegur að fara í gufubað nokkrum
dögum fyrir vigtunina sem var hald-
in rétt fyrir mótið. Ég held að ég hafi
misst um tvö kílógrömm síðustu tvo
dagana fyrir Íslandsmótið, en þau
komu fljótt aftur og ég var strax orð-
inn þremur kílógrömmum þyngri á
mótsdegi.
Ég hefði auðvitað getað keppt í
+75 kg flokknum en samkeppnin er
mun meiri í -75 kg flokknum og þess
vegna ákvað ég að létta mig eins og
ég gerði,“ sagði Hugi sem hefur lagt
áherslu á keppni í kata og kumite, þá
sérstaklega kumite undanfarið.
Leikáætlunin gekk eftir
Ólafur Engilbert er margfaldur
Íslandsmeistari í kumite og æfir
með einu sterkasta félagsliði
Norðurlandanna í Álaborg í Dan-
mörku en Ólafur er 24 ára gamall.
„Markmiðið fyrir mótið var að
vinna það og ég æfði mjög vel fyrir
bardagann gegn Óla. Ég var með
ákveðna leikáætlun sem gekk eftir
en þetta var mjög tæpt. Hann byrj-
aði bardagann mun betur og var
með yfirhöndina lengi vel.
Ég missti samt sem áður aldrei
trúna á að ég gæti unnið hann og ég
var aldrei að fara að gefast upp þeg-
ar á hólminn var komið enda búinn
að bíða lengi eftir þessu tækifæri.
Karate er 30% geta og 70% hugar-
ástand og ég var búinn að sjá þetta
ágætlega fyrir mér hvernig væri
best að vinna hann. Það gekk nokk-
urn veginn eftir og mér tókst að lok-
um leggja hann að velli í hörku-
bardaga.“
Hugsar um karate allan daginn
Það kemst fátt annað að en karate
hjá Íslandsmeistaranum unga.
„Ég hef alla tíð verið mjög ein-
beittur á að standa mig vel í íþrótt-
inni og karate er nánast það eina
sem ég hugsa um allan daginn. Ég
æfi af miklum krafti og hef gert það
frá því ég man eftir mér. Í dag er ég
að æfa sirka tíu sinnum í hverri viku
og ég nota sunnudagana til þess að
hvíla mig og safna styrk.
Þegar ég er ekki í karate, sem er
ekki oft, þá reyni ég að eyða tíma
með vinum mínum en ég er með
mjög háleit markmið í íþróttinni. Ég
ætlaði mér að verða Íslandsmeistari
og núna er það markmið í höfn og þá
tekur bara næsta við.
Langtímamarkmiðið er að verða
Evrópueistari árið 2023 og ég er
strax byrjaður að teikna það upp í
hausnum á mér. Næstu mánuðir
fara svo bara í það að halda upp-
teknum hætti og að bæta sig áfram
svo ég verði vel í stakk búinn eftir
tvö ár til að ná markmiðinu.“
Mótin gerast ekki stærri
Það er nóg fram undan hjá Huga
sem er á leið á Norðurlandamótið í
Stavanger í Noregi og þaðan liggur
leiðin til Ítalíu þar sem hann keppir í
Youth League í Feneyjum.
„Ég hef æft mjög stíft fyrir Norð-
urlandamótið og ég ætla mér stóra
hluti þar. Ég er nýbyrjaður í ung-
mennaflokki og það væri auðvitað
frábært að standa uppi sem sigur-
vegari í Noregi, sérstaklega þar sem
ég er tveimur árum yngri en flestir
andstæðingar mínir á Norður-
landamótinu.
Eftir það liggur leiðin til Ítalíu þar
sem ég vonast auðvitað til þess að
gera vel líka. Þetta er stærsta ung-
lingamót í heimi, svo einfalt er það,
og þar mæta allir bestu bardaga-
menn heims. Mótin gerast því ekki
mikið stærri en það fyrir keppendur
í mínum aldursflokki.“
Alltaf mjög gaman
Hugi er ellefufaldur Íslandsmeist-
ari í unglingaflokki í bæði kata og
kumite en hann varð Íslandsmeistari
í fyrsta sinn árið 2013, þá átta ára
gamall.
„Ég var fjögurra ára gamall þegar
ég byrjaði að æfa karate og ég elti í
raun bara pabba minn sem hefur
alltaf æft íþróttina. Ég man að hann
spurði mig hvort ég vildi byrja að
æfa karate og ég svaraði strax ját-
andi, án þess að muna eitthvað sér-
staklega eftir því af hverju mig lang-
aði að prófa að mæta á æfingu.
Ég man hins vegar að mér fannst
strax mjög gaman í íþróttinni og ég
naut mín vel. Árangurinn lét ekki á
sér standa og það kom fljótt í ljós að
íþróttin átti vel við mig. Vissulega
hafa áherslurnar breyst aðeins, frá
því að maður var fjögurra ára, en
þetta er samt sem áður alltaf jafn
gaman.“
Byrjuðu saman í karate
Ronja, eldri systir Huga, fædd
2004, varð Íslandsmeistari í kvenna-
flokki á dögunum og þá fagnaði
yngri systir hans, Embla Rebekka,
fædd 2008, sigri í 13 ára flokki
stúlkna.
„Það er alveg óhætt að segja að
karateíþróttin sé okkur í blóði borin.
Ég og eldri systir mín byrjuðum á
sama tíma í íþróttinni og það er talað
um fátt annað en íþróttina við mat-
arborðið. Saman tókum við systkinin
með okkur fjóra Íslandsmeistara af
síðasta móti sem verður að teljast
ágætis árangur.
Við keppum mikið hvort við annað
á æfingum og eins þá æfum við okk-
ur líka inni á heimilinu. Við erum
dugleg að kýla og sparka hvort í
annað heima fyrir en það er bara
hluti af íþróttinni og þetta eru aldrei
nein slagsmál, bara venjulegar æf-
ingar eins og gengur og gerist í ka-
rate,“ bætti Hugi við í samtali við
Morgunblaðið.
Systkinin dugleg að
sparka hvort í annað
- Hugi Halldórsson varð Íslandsmeistari í kumite í fyrsta sinn á dögunum
Ljósmynd/KAI.is
Íslandsmeistari Hugi Halldórsson, til vinstri, sækir að Ólafi Engilbert Árnasyni í úrslitaeinvíginu á Íslandsmótinu í
kumite sem fram fór í Fylkisseli í Norðlingaholti á dögunum en Hugi hafði að lokum betur eftir harða baráttu.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Garðabær: Stjarnan – Valur................ 18.15
TM-hellirinn: ÍR – Þór Ak. .................. 18.15
Ísafjörður: Vestri – KR........................ 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Þór Þ............... 20.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Berserkir................. 19.30
Í KVÖLD!