Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Rakel Sara Elvarsdóttir átti frá- bæran leik og skoraði átta mörk fyrir KA/Þór þegar liðið vann öruggan 34:26-sigur gegn Haukum í úrvalsdeild kvenna í handknatt- leik, Olísdeildinni, í KA-heimilinu á Akureyri í frestuðum leik úr þriðju umferð deildarinnar í gær. Akureyringar voru með yf- irhöndina í leiknum allan tímann en Matea Lonac átti stórleik í marki KA/Þórs, varði 14 skot og var með 41% markvörslu. KA/Þór er með 7 stig í þriðja sætinu en Haukar eru í því fjórða með 5 stig. Fór á kostum á Akureyri Ljósmynd/Þórir Tryggvason 4 Martha Hermannsdóttir fagnar vel og innilega á Akureyri í gær. Haukar töpuðu stórt þegar liðið heimsótti Villeneuve D’Ascq í L- riðli Evrópubikars kvenna í körfu- knattleik í Villeneuve í Frakklandi gær. Leiknum lauk með 82:33-sigri Villeneuve en Lovísa Hennings- dóttir var stigahæst í liði Hauka með 9 stig og eitt frákast. Haiden Palmer skoraði 6 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsend- ingar og Briana Gray skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst. Haukar eru í neðsta sæti L-riðils með 4 stig eftir fjóra leiki, stigi minna en Brno sem er með 5 stig. Ljósmynd/FIBA Frakkland Elísabet Ýr Ægisdóttir reynir að verjast Caroline Heriaud. Töpuðu stórt í Frakklandi KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Fjölnir náði í tvö afar mikilvæg stig í Subway-deild kvenna í körfuknatt- leik í gær. Fjölnir heimsótti Íslands- meistara Vals á Hlíðarenda og vann 84:74 eftir skrautlegan leik en fram- lengja þurfti til að knýja fram úrslit. Töluverðar sveiflur voru í leikn- um. Fjölnir var þremur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik, 38:35, og settu gestirnir þá niður nokkrar góðar þriggja stiga körfur. Í upphafi síðari hálfleiks náði Fjölnir sjö stiga forskoti 44:37. Valskonur létu sér hvergi bregða og náðu fínum tökum á leiknum. Þegar nokkrar mínútur voru eftir var Valur með níu stiga forskot, 62:53, en það fór fyrir lítið á lokakaflanum. Þá skoraði Fjölnir sextán stig gegn fjórum. Fjöln- iskonur knúðu fram framlengingu þegar Iva Bosnjak setti niður þriggja stiga skot og jafnaði, 66:66. Í framlengingunni héldu Fjöln- iskonum engin bönd og þær skoruðu nánast að vild og tryggðu sér stigin tvö. Bosnjak skoraði alls 14 stig fyrir Fjölni og hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum. Sanja Orozo- vic var stigahæst með 22 stig og var mjög mikilvæg í framlengingunni. Ameryst Alston sýndi góð tilþrif hjá Val og skoraði 31 stig en gaf einnig sjö stoðsendingar. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 16 stig. Þessi sömu lið áttust við í undan- úrslitum Íslandsmótsins á síðasta tímabili. Þá vann Valur 3:0 en miklar breytingar hafa orðið á liðunum síð- an þá auk þess sem Hildur Björg Kjartansdóttir er ekki leikfær hjá Val fegna höfuðáverka. Fjölnir fór upp að hlið Vals með sigrinum en lið- in eru með átta stig eftir sex leiki í 3. og 4. sæti. Útlit er fyrir hörkubar- áttu um sætin fjögur í úrslitakeppn- inni en Haukar eru með sex stig í 5. sæti og eiga tvo leiki til góða vegna verkefna sinna í Evrópukeppni. Grindavík er með fjögur stig eftir öruggan sigur á botnliði Skallagríms sem skipti um þjálfara á dögunum. Grindavík vann 88:61 og skoraði Hulda Björk Ólafsdóttir 20 stig fyrir Grindavík. Embla Kristínardóttir skoraði einnig 20 fyrir Skallagrím. _ Toppslag Njarðvíkur og Kefla- víkur var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en um hann er fjallað á mbl.is/sport/korfubolti. Upp að hlið Vals með sigri á Hlíðarenda Morgunblaðið/Unnur Karen Á Hlíðarenda Aliyah Mazyck úr Fjölni með boltann í leiknum í gær en Valsarinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir gefur henni lítið svigrúm. - Mikilvægur sigur Fjölnis - Útlit fyrir hörkubaráttu um sætin fjögur tvo kosti. Annars vegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Til þess að leysa málin fór KKÍ þess á leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sankti Pétursborg þann 29. nóv- ember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022,“ sagði í tilkynningu frá Körfu- knattleikssambandi Íslands í gær. Tímabært að bæta aðstöðumál Í tilkynningunni gagnrýndi KKÍ hvernig komið er fyrir aðstöðu- málum hjá fólki sem iðkar inniíþrótt- ir hér á landi. „Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna Covid- ástandsins (leikið í sóttvarna- bubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og ís- lenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjár- hagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostn- aðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á er löngu kominn tími á að bæta aðstöðumál sérsambanda sem stunda inniíþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppn- isaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma.“ Ljósmynd/KKÍ/Jónas Laugardalshöll Íslenska karlalandsliðið í síðasta landsliðsverkefni þar sem liðið spilaði í Laugardalshöll, gegn Slóvakíu í lok febrúar árið 2020. Geta ekki spilað heimaleiki - Fá ekki undanþágu frá undanþágu - Tími kominn á nýjan þjóðarleikvang KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik hefur leik í undankeppni fyrir HM 2023 þegar liðið mætir Hollandi og Rússlandi í lok mán- aðarins. Til stóð að síðari leikurinn gegn Rússlandi færi fram hér á landi en það er ekki mögulegt vegna að- stöðuleysis. Leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er eini löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá Al- þjóðakörfuknattleikssambandinu, FIBA, hvað varðar grunnkröfur sambandsins fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. „Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tilbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ Olísdeild kvenna KA/Þór – Haukar ................................. 34:26 Staðan: Fram 5 4 1 0 142:125 9 Valur 4 4 0 0 117:86 8 KA/Þór 5 3 1 1 138:129 7 Haukar 5 2 1 2 134:134 5 Stjarnan 5 2 0 3 115:123 4 HK 5 1 1 3 106:121 3 ÍBV 4 1 0 3 104:99 2 Afturelding 5 0 0 5 103:142 0 Grill 66 deild kvenna Víkingur – Fram U............................... 32:30 Staðan: FH 5 3 1 1 132:97 7 ÍR 5 3 1 1 130:116 7 Víkingur 5 3 0 2 124:126 6 Selfoss 4 3 0 1 115:106 6 Fram U 5 3 0 2 142:143 6 Grótta 5 2 0 3 122:125 4 Stjarnan U 5 2 0 3 129:153 4 HK U 4 1 1 2 97:101 3 Valur U 3 1 1 1 71:75 3 ÍBV U 4 1 0 3 110:103 2 Fjölnir/Fylkir 5 1 0 4 100:127 2 Þýskaland Bietigheim – Sachsen Zwickau ......... 35:20 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Danmörk Skanderborg – Aarhus United .......... 26:20 - Steinunn Hansdóttir komst ekki á blað hjá Skanderborg. Svíþjóð Bikarkeppnin, undanúrslit: Skara – Kristianstad........................... 32:26 - Andrea Jacobsen skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad. .$0-!)49, _ Knattspyrnukonan Bryndís Arna Níelsdóttir er gengin til liðs við Ís- landsmeistara Vals samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Hún skrifaði undir samning við félagið á þriðjudag en Bryndís Arna kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Bryndís Arna, sem er einungis 18 ára gömul, á að baki 43 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 18 mörk. Bryndís mætti á sína fyrstu æfingu hjá Val í gær en hún á að baki 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað sex mörk. _ Heiðar Ægisson, hinn fjölhæfi leik- maður karlaliðs Stjörnunnar í knatt- spyrnu, hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við uppeldisfélagið og er því laus allra mála. Heiðar er 26 ára gamall og hefur verið í herbúðum Garðabæjarliðsins allan sinn feril og á að baki 128 leiki fyrir félagið í efstu deild þar sem hann hefur skorað 2 mörk. Hann hefur verið orðaður við bæði FH og Val undanfarna daga. _ Chris Paul færði sig upp í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik þeg- ar hann gaf 18 slíkar í 112:100 sigri Phoenix Suns gegn New Orleans Pelic- ans. Paul, sem er 36 ára gamall, fór Paul úr fimmta sæti upp í það þriðja á listan- um. Hefur hann gefið 10.346 stoðsendingar en er þó ansi langt frá því að komast enn ofar á listanum. Jason Kidd, sem er í öðru sæti, gaf á sín- um tíma 12.091 stoð- sendingu og John Stockton er lang- efstur með 15.806 stoðsendingar. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.