Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
M
yndin Titane fjallar um
morðóðu nektardans-
meyna Alexia (Agathe
Rousselle) sem í æsku
lendir í bílslysi af völdum föður síns
sem gerði það að verkum að hún
þurfti að fá títanplötu í höfuðið og
þaðan er titillinn kominn. Alexia er
því ekki að fullu mennsk og út-
skýrir það af hverju hana skortir
mannlega eiginleika eins og sam-
kennd. Einu raunverulegu tengsl
hennar virðast vera við bíla og því
ekki skrýtið að Alexia verði ólétt
eftir að hafa stundað kynlíf með
tryllitækinu Kadillak. Alexia neyð-
ist hins vegar til þess að flýja
heimaslóðir sínar ólétt þegar eitt
fórnarlamba hennar sleppur lifandi.
Á flóttanum sér hún tölvugerða
mynd af því hvernig löngu týnt
barn, Adrian, myndi ef til vill líta út
í dag sem ungmenni. Án þess að
hika breytir hún útlit sínu til þess
að líkjast Adrian og áður en hún
veit af situr hún í framsætinu við
hliðina á föður Adrian, Vincent
(Vincent Lindon), sem grætur gleði-
tárum.
Í byrjun kvikmyndarinnar er
Alexia strippdansari á bílasýn-
ingum þar sem hún er til sýnis líkt
og bílarnir. Á sama tíma virðist hún
haga sér frekar eins og vélmenni en
manneskja og er það þá sem hún
fremur flest morðin. Hún tælir fólk-
ið og ræðst síðan á það með málm-
skafti sem hún notar sem hárnál. Í
fyrsta morðatriðinu til að mynda
keyrir hún málmskaftið í gegnum
eyrað á fórnarlambinu og þurrkar
það svo beint á eftir eins og hún
hafi einungis verið að athuga olíuna
á vél bílsins. Alexia er ekki einungis
ómennsk í hegðun sinni heldur virð-
ist hún einungis laðast að hlutum og
vélum. Þetta má til að mynda sjá í
atriðinu þar sem hún er að stunda
kynlíf með stelpu sem er með lokk í
geirvörtunni. Alexia virðist í fyrstu
vera mjög upptekin af því að sleikja
á henni brjóstin en síðan verður það
skýrara að hún hefur engan áhuga
á brjóstunum heldur aðeins lokkn-
um í geirvörtunni. Alexia reynir að
slíta lokkinn frá geirvörtunni með
munninum og á meðan æpir hin
stúlkan af sársauka.
Sem fyrr segir verður Alexia
nánast að vélmenni meðan hún
starfar sem strippdansari. Þeirri
spurningu er þannig velt upp hvort
það sé hið karllæga augnaráð sem
gerir hana beinlínis ómann-
eskjulega. Þetta er ekki mjög frá-
brugðið því sem á sér stað í dag í
nútímasamfélögum þar sem konur
velja að hlutgera sig sjálfar því eng-
in undankomuleið er frá hinu karl-
læga augnaráði og því betra að
hlutgera sig sjálfar heldur en að
vera hlutgerðar af öðrum.
Þrátt fyrir að hafa lifað á útliti
sínu sem strippdansari virðist
Alexia samt sem áður ekki hafa
neina persónulega tengingu við lík-
ama sinn. Án þess að hika nef-
brýtur hún sig, bindur brjóst sín og
útþaninn kvið sinn til þess að líkjast
hinum týnda Adrien. Hún færir sig
úr heimi þar sem hún reiðir sig al-
farið á kvenlega frammistöðu sína
inn á ofurkarlmannlegt svið slökkvi-
liðsins sem Vincent stýrir. Slökkvi-
liðsstöðin er mjög karllægur vinnu-
staður og er það einungis í gegnum
dans sem þeir geta slakað á í hlut-
verkaleik þeirra sem „alvöru“ karl-
menn. Ducournau leikur sér þannig
með kynjahlutverkin en tengir þau
einnig við annað þema myndarinnar
sem felst í því að hafa stjórn á eigin
líkama. Í raun má segja að Titane
sé knúin áfram af örvæntingarfullri
löngun persónanna til að hafa
stjórn á eigin líkama. Alexia reynir
að líkjast og haga sér eins og karl-
maður en er föst í óæskilegri með-
göngu þar sem líkami hennar hótar
að afhjúpa hana. Alexia ætti ekki að
geta orðið ólétt eftir bíl en sú er
raunin. Hér er aftur verið að gagn-
rýna það að konur hafi ekki stjórn á
eigin líkama. Hins vegar á þetta
ekki einungis við um konur þar sem
Vincent reynir eftir bestu getu að
halda sér stæltum og ungum með
því að sprauta í sig sterum enda
helsta merki karlmennsku að hafa
algjöra stjórn á eigin líkama.
Titane býður upp á margar túlk-
anir þrátt fyrir að vera líkamshryll-
ingur, en sumir hafa bent á að sag-
an fjalli í raun um fórnarlamb sem
reiðir sig á gerandann. Þetta má til
dæmis sjá skýrt í atriðinu eftir slys-
ið en það fyrsta sem Alexia gerir
eftir að hún kemur af spítalanum er
að knúsa og kyssa bílinn. Aðrir vilja
meina að myndin fjalli um áföll sem
erfast með kynslóðum þar sem barn
Alexiu fæðist með títan fyrir hrygg.
Það eru þessar ýmsu túlkunarleiðir
sem gera myndina sérstaka og ef til
vill væri best að flokka hana sem
pólitískan líkamshrylling. Ducour-
nau vakti áður mikla athygli fyrir
líkamshryllinginn Hrá (Raw, 2016)
en þar notaði hún óhugnanleg
mannátsatriði til þess að koma fram
skilaboðum um sjálfsmynd og
líkamsímynd. Það er þó ekki það
eina sem myndirnar eiga sameigin-
legt því í báðum tilvikum eru per-
sónur sem heita Alexia og Adrien.
Áhugavert verður að sjá hvað Duco-
urnau tekur sér næst fyrir hendur
og hvort hún komi til með að þróa
enn frekar sín höfundareinkenni.
Kadillak-kynlíf
Líkamshryllingur „Titane býður upp á margar túlkanir þrátt fyrir að vera líkamshryllingur, en sumir hafa bent á
að sagan fjalli í raun um fórnarlamb sem reiðir sig á gerandann,“ segir um Titane sem hlaut Gullpálmann 2021.
Bíó Paradís
Titane/Títan bbbbn
Leikstjórn: Julia Ducournau. Handrit:
Jacques Akchoti, Julia Ducournau.
Aðalleikarar: Vincent Lindon, Agathe
Rousselle og Garance Marillier. Frakk-
land og Belgía, 2021. 108 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali.
Tónlistarkon-
urnar Jenny Wil-
son og Kate
Havnevik koma
fram hvor í sínu
lagi á tónleikum í
Norræna húsinu
í dag og á morg-
un kl. 21. Eru
tónleikar þeirra
hluti af röð sem
nefnist Autumn or Winter Con-
certs, þ.e. haust- eða vetrartón-
leikar. Báðar áttu þær að koma
fram á hátíðinni Iceland Airwaves
sem var frestað til næsta árs.
Havnevik er norsk og kemur fram
með Guy Sigsworth og verður Sig-
tryggur Baldursson trommuleikari
sérstakur gestur þeirra. Wilson er
sænsk og vakti fyrst athygli sem
söngvari og gítarleikari hljómsveit-
arinnar First Floor Power og sem
annar liðsmanna dúettsins Driften.
Wilson og Havne-
vik í tónleikaröð
Jenny Wilson
Verk eftir Högna
Egilsson, tón-
listarmann og
tónskáld, verða
leikin í föstu-
dagsröð Sin-
fóníuhljóm-
sveitar Íslands í
Norðurljósasal
Hörpu annað
kvöld kl. 18 og
20. Hljómsveitarstjóri verður Korn-
ilios Michailidis.
Högni stundaði fiðlunám í æsku,
söng með Hamrahlíðarkórnum um
árabil og hefur lokið tónsmíðanámi
við Listaháskóla Íslands. Á tónleik-
unum verður leikin ný sinfónísk
tónlist eftir hann og verður það í
fyrsta sinn sem Högni semur sér-
staklega fyrir Sinfóníuhljómsveit
Íslands, eins og segir á vef Hörpu.
Segir á vefnum að Högni hafi um
langt árabil verið meðal kunnustu
tónlistarmanna landsins og náð at-
hygli út fyrir landsteinana með tón-
list sinni og starfi með tónlistar-
hópnum Hjaltalín. Þá hafi hann
einnig samið tónlist fyrir þáttaröð-
ina Kötlu á Netflix og tók SÍ þátt í
flutningi hennar.
Ný verk Högna
í Norðurljósum
Högni Egilsson