Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
www.gilbert.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Performansinn byrjar á neðstu
hæð hússins og leiðir þaðan yfir í
Hörpuhornið og loks upp stigann
alveg upp á fjórðu hæð, en lokakafl-
inn gerist í stóra langa stiganum
sem stundum er nefndur himnastig-
inn. Það verður því dansað á þremur
hæðum og tónlistarfólk mun leiða
áhorfendur milli hæða,“ segir María
Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld
um dans- og tónlistarverkið Are we
Ok? sem flutt verður í Hörpu í dag,
fimmtudag, kl. 19 og 21.
Flutningurinn er opinn öllum og
aðgangur ókeypis, en fólk er hvatt
til þess að mæta tímanlega til þess
að tryggja sér pláss. María Huld
samdi tónlist verksins og danshöf-
undur er Daniel Roberts. Andri
Snær Magnason
hefur sett saman
texta sér-
staklega fyrir
verkið og Heimir
Freyr Hlöðvers-
son myndlistar-
maður verður
með sýningu á
ljósmyndum af
jökulís úr fimm
jöklum.
Í kynningarefni um verkið er
sjónum beint að vatninu, sem er
dýrmæt en viðkvæm auðlind sem
„viðheldur andrúmsloftinu, höfunum
og norðurslóðunum eins og við
þekkjum þær í dag,“ segir á vef
Hörpu. Þar kemur fram að endan-
legt hvarf jökulsins Ok hafi vakið at-
hygli á heimsvísu og orðið til þess að
fleiri hafi farið að gefa vatni, hvort
sem er í fljótandi, föstu eða gufu-
formi, meiri gaum.
Eins konar afmælispakki
„Verkið tekur um 40 mínútur í
flutningi og er hugsað sem upplif-
unarferðalag um Hörpu,“ segir
María Huld og rifjar upp að Roberts
hafi heillast af Hörpu þegar hann
heimsótti tónlistarhúsið fyrst fyrir
um fjórum árum. „Hann heillaðist
algjörlega af opnu rýmum hússins
og fannst þau kalla á sig til að semja
dansverk fyrir þau. Að hans mati er
Harpa ein fallegasta bygging sem
hann hefur komið inn í,“ segir María
Huld og bendir á að Roberts, sem er
fyrrverandi dansari í Merce
Cunningham-dansflokknum, hefur á
ferli sínum dansað í mörgum af
þekktustu menningar-, tónlistar- og
óperuhúsum heims.
María Huld rifjar upp að upphaf-
lega hafi staðið til að flytja verkið
áður en Covid-19 brast á, en heims-
faraldurinn hafi frestað öllum plön-
um. „Verkið fór í salt, sem var
kannski bara gott því þá gafst okkur
tækifæri til að þróa það enn frekar,“
segir María Huld og fagnar því að
verkið rati nú loks fyrir sjónir al-
mennings í tengslum við 10 ára
afmælisfögnuð Hörpu. „Þannig
verður verkið eins konar afmælis-
veisla eða afmælispakki,“ segir
María Huld og fagnar góðu sam-
starfi við Hörpu sem komi að því að
setja upp ljós- og hljóðkerfi innan-
húss til að verkið njóti sín sem best,
auk þess sem leyfi hafi fengist til að
breyta lýsingunni í hjúp Hörpu
þannig að hún kallist á við verkið.
Vísar í sköpunarkraftinn
Í kynningarefni um Are We Ok?
kemur fram að verkið sé m.a. inn-
blásið af verkum Ólafs Elíassonar,
Andra Snæs Magnason og Roni
Horn. „Verkið sækir innblástur sinn
í umræðuna um loftslagsmálin sem
hefur verið áberandi í heimsfaraldr-
inum. Mikið hefur verið rætt um það
hvernig heimurinn verði þegar allt
fari af stað aftur eftir faraldurinn.
Ok í titli verksins vísar til þess
hvernig okkur líður eftir þetta allt
saman, hvernig líður okkur að vera
starfandi listamenn sem fljúgum
milli landa til að sinna list okkar,
skiptir listin máli þegar kemur að
því að setja loftslagsmálin á dag-
skrá. Ok vísar einnig í okið, þ.e. þær
byrðar sem við berum öll saman
þegar kemur að loftslagsmálum og
Okið sem hvarf. Loks vísar ok í
sköpunarkraftinn sem er okfruman,
sem er fyrsta fruma nýs ein-
staklings,“ segir María Huld og
bendir á að Are We Ok? leiði fólk í
ævintýralegt ferðalag um einstakan
arkitektúr Hörpu.
Rými skoðuð ferskum augum
„Með verkinu erum við að beina
athygli fólks að byggingunni með
öðrum hætti en venjulega og meðal
annars að skoða fallegustu sjónar-
hornin með ferskum augum,“ segir
María Huld og bendir á að mörg
okkar fari oft um rýmið án þess að
veita því sérstaka athygli. „Okkur
langaði til að virkja rýmin og upp-
lifun fólks af þeim, þannig að lífið í
byggingunni sé ekki bara að finna í
tónlistarsölunum, heldur líka í þess-
um fallegu rýmum.“
Verkið flytja dansarar frá Íslandi,
Bandaríkjunum og Kóreu. Þetta eru
þau Devin Baker, Anaïs Barthe,
Simone Burnett, Emilía Gísladóttir,
Benny Olk, Andrean Sigurgeirsson,
Jin Ju Song-Begin og Joshua Tua-
son. „Hljóðfæraleikararnir eru sam-
safn af því tónlistarfólki sem ég hef
unnið með í gegnum tíðina. Í harm-
óníumsveitinni eru Pétur Ben, Ólaf-
ur Björn Ólafsson, Páll Ivan frá Eið-
um, Júlíus Björgvinsson og Ása
Önnu Ólafsdóttir. Þau Skúli Sverr-
isson, Kjartan Sveinsson og Ólöf
Arnalds skipa aðra grúppu. Í stig-
anum syngur kórinn Kliður. Í loka-
kaflanum kemur fram Ólöf Arnalds
auk þess sem upptökur frá Strok-
kvartettinum Sigga hljóma og Sam-
úel Jón Samúlesson og Ingi Garðar
Erlendsson þeyta lúðra, þar á meðal
þránófón, sem er eins og horn
Heimdallar sem hann notaði til að
vekja guðina af svefni.“
Tími til að vakna úr doða
Spurð um tónlistaruppbyggingu
verksins segist María Huld vinna
með ólík stílbrigði til að ná fram
réttu áhrifunum. „Í fyrsta kaflanum
þar sem leikið er á harmóníin er
áherslan á jarðtenginguna og efnið
seigfljótandi meðan dansararnir eru
eins og frosinn ís. Annar kaflinn fer
fram í Hörpuhorni þar sem bygg-
ingin er eins og dómkirkja. Þar er
verkinu ætlað að endurspegla þenn-
an guðdómleika. Þar verður tónlist-
in draumkenndari og rómantískari.
Síðan liðast verkið upp á fjórðu hæð
og endar í ógn og panik, þar sem
tónefnið verður léttara og hraðara.
Tilfinningin á að vera sú að fólk upp-
lifi að tími sé kominn til að vakna úr
doðanum og grípa til aðgerða,“ segir
María Huld og tekur fram að tón-
listin undirstriki þannig hið efnis-
lega og tilfinningalega ferðalag sem
farið er í.
Málþingið „Og hvað svo?“
Þess má að lokum geta að í
tengslum við verkið verður á morg-
un kl. 16 í Hörpu boðið upp á mál-
þing um listina og loftslagsmálin
undir yfirskriftinni „Og hvað svo?“
Sverrir Norland leiðir málþingið og í
panel sitja Högni Egilsson, Ólafur
Páll Jónsson, Unnur Björnsdóttir,
Kolbrún Halldórsdóttir og Benedikt
Erlingsson. „Athyglinni verður
beint að listafólki og loftslagsmál-
unum og hvaða máli framlag þeirra
til málaflokksins skiptir. Er listin
mikilvæg í þessu samhengi, hvað
gerist þegar búið er að flytja eða
sýna listaverkið? Hafði það eitthvað
að segja? Skiptir það máli í stóra
samhenginu? Og hvað svo?“ segir í
kynningu á málþinginu. Aðgangur
er ókeypis og ekki þarf að bóka
miða.
Morgunblaðið/Unnur Karen
„Upplifunarferðalag um Hörpu“
- Dans- og tónlistarverkið Are We Ok? flutt í Hörpu í dag kl. 19 og 21 - Daniel Roberts er dans-
höfundur og tónlistina semur María Huld Markan Sigfúsdóttir - Málþing í Hörpu á morgun kl. 16
María Huld Markan
Sigfúsdóttir
Athygli „Með verkinu erum við að beina athygli fólks að byggingunni með öðrum hætti en
venjulega,“ segir tónskáldið María Huld Markan Sigfúsdóttir um verkið Are We Ok? Frosin Tónefni fyrsta kaflans er seigfljótandi meðan dansararnir eru eins og frosinn ís.