Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 264. tölublað . 109. árgangur . VERÐTRYGGING LEIKUR MINNA HLUTVERK BLIKAR GERÐU JAFNTEFLI FYRSTA STÓRA HÁTÍÐIN EFTIR LANGT HLÉ MEISTARADEILDIN 22 HEAD IN THE CLOUDS 24VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR Hjúkrunarfræðingar » Á Landspítala voru 1.340 stöðugildi hjúkrunarfræðinga árið 2020. » Tæplega 1.600 hjúkrunar- fræðingar gegndu þessum stöðum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Hjá okkur er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum. Hann hefur verið lengi og útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Sigríður Gunnarsdótt- ir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Stytting vinnuvik- unnar hefur ekki dregið úr skort- inum. Hún segir að ef vel eigi að vera þurfi Landspítalinn að fá um 200 hjúkrunarfræðinga til viðbótar við þá sem fyrir eru. Skorturinn veldur því að spítalinn getur ekki fjölgað sjúkrarýmum í miðjum veirufaraldri, sér í lagi á gjörgæsl- unni. „Við höfum bent á vöntun á hjúkr- unarfræðingum í áratugi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). „Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkrunarfræðinga til að starfa í íslenska heilbrigðiskerf- inu né að halda hjúkrunarfræðing- um í starfi í heilbrigðiskerfinu. Nú hættir 4.-5. hver hjúkrunarfræðing- ur störfum í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift. Einnig fáum við ekki aftur til starfa þá sem hafa hætt.“ Vantar 200 til starfa á LSH - Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur í veg fyrir fjölgun sjúkrarýma á Landspítalanum - Ekki næst að mennta nógu marga til að mæta brýnni þörf MHjúkrunarfræðingar »4 Gestir og gangandi á Skólavörðustíg gátu loks- ins í gærkvöldi fengið að líta ásjónu Hegning- arhússins gamla, en endurbætur hafa staðið yfir á því síðan í fyrra. Hefur þetta glæsilega stein- hús á þeim tíma verið hulið á bak við girðingar, stillansa og plast. Húsið hefur í gegnum tíðina sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur og gleðjast eflaust margir að fá að líta aftur húsið eftir endurbæturnar. Hegningarhúsið afhjúpað eftir „andlitslyftingu“ Morgunblaðið/Unnur Karen _ „Þeir sem hafa verið hjá okkur eru fyrst og fremst fólk sem veikt- ist áður en það fékk bólusetningu og það fólk veiktist illa. Núna eru langflestir bólusettir og þeir veikj- ast ekki eins mikið,“ segir Birna Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri lækninga á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Um 160 manns hafa nú lokið eða eru að ljúka meðferð vegna lang- vinnra einkenna af völdum kórónu- veirunnar. Þar af eru um 100 á Reykjalundi og 60 á Heilsustofn- uninni í Hveragerði. Tólf eiga stað- festa dvöl í Hveragerði fyrir jól og 31 er á biðlista eftir slíkri meðferð á Reykjalundi. »9 Um 160 í meðferð vegna Covid-einkenna Útgjöld til heilbrigðismála jukust verulega í aðildarlöndum OECD á seinasta ári eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir. Sam- kvæmt skýrslu OECD um ástand heilbrigðismála í aðildarlöndunum sem birt var í gær, jukustu út- gjöldin á Íslandi úr 8,6% af vergri landsframleiðslu á árinu 2019 í 9,8% í fyrra. Heilbrigðisútgjöldin voru hærri en hér á landi sem hlut- fall af landsframleiðslu í níu öðrum aðildarlöndum OECD. Hæst í Bret- landi 12,8%, Þýskalandi 12,5% og Frakklandi 12,4%. »12 Útgjöldin jukust mikið _ Á þriðja þúsund manns hafa náð í nýtt sjálfsafgreisluapp Húsasmiðj- unnar og skráð sig þar inn. Lausnin byggir á innskráningu með rafræn- um skilríkjum en með þeim hætti veit fyrirtækið hver notandinn er. Hann getur þar af leiðandi nýtt sér sín viðskipta- og afsláttarkjör. „Stóri munurinn á þessu appi og smáforritum þar sem þú verslar án innskráningar með rafrænum skil- ríkjum, er að þarna bæði nýturðu þinna greiðslukjara en sérð auk þess nettóverðið strax. Þá verða öll tilboð samstundis sýnileg,“ segir Árni Stefánsson forstjóri fyrir- tækisins í samtali við Viðskipta- Moggann. Markmiðið með innleiðingunni er að sögn Árna að bæta upplifun við- skiptavina. Morgunblaðið/Eggert Sjálfsafgreiðsluapp Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar með appið. Þúsundir geta afgreitt sig sjálf Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Engin veiðigjöld hafa verið greidd af loðnu á þessu ári en verð á loðnu- afurðum var óvenju hátt fyrstu mán- uði ársins og nam heildarútflutning- ur 16,4 milljörðum króna fyrstu fimm mánuðina þegar magnið var aðeins 26 þúsund tonn. Nú er að hefjast ein stærsta loðnuvertíð í tvo áratugi þar sem íslensk skip fá að veiða rúmlega 600 þúsund tonn en engin veiðigjöld verða greidd af þeim fiski sem landað er fyrir árslok. Ástæðan er að gildandi stuðull til útreikninga álagningar veiðigjalda tekur mið af ári sem engin loðna var veidd sökum loðnubrests. Þess vegna verða ekki innheimt nein veiðigjöld fyrir loðnu sem veidd hef- ur verið frá og með 1 . janúar 2021 til og með 31. desember 2021. Þetta staðfestir Fiskistofa. Til grundvallar álagningu veiði- gjalds eru gerðir svokallaðir þorsk- ígildisstuðlar í samræmi við lög um stjórn fiskveiða. Lögin kveða á um að reikna skuli þorskígildi fyrir 15. júlí ár hvert fyrir hverja tegund sem sætir ákvörðun um stjórn veiða og taka mið af tólf mánaða tímabili sem hefst 1. maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Þorskígildin eru reiknuð sem hlutfall verðmætis einstakra teg- unda sem hlutfall af verðmæti slægðs þorsks. Þar sem loðnubrest- ur var tvö ár í röð er þorskígild- isstuðull loðnu fyrir árið 2021 ein- faldlega 0,00. Aðra sögu er að segja af næsta ári. Vegna þess að hæsta verð sem fengist hefur fyrir loðnuafurðir fékkst á árinu verður stuðullinn fyr- ir næsta ár 0,36 sem er þrefalt hærri þorskígildisstuðull en árin 2020, 2019 og 2018. Verða því innheimt töluvert há veiðigjöld af loðnu sem veidd er frá og með 1. janúar næst- komandi til og með 31. desember 2022. Engin veiðigjöld vegna loðnu - Forsenda útreikninga núll vegna loðnubrests - Há gjöld á loðnu eftir áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.