Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Lögreglunni í Ósló í Noregi barst fjöldi tilkynninga klukkan níu í gær- morgun að skandinavískum tíma um fáklæddan mann með stóran hníf, sem léti mjög ófriðlega á Thereses gate í Bislet-hverfinu, hlypi þar öskrandi á eftir vegfarendum með hnífinn á lofti og væri lítt við alþýðu- skap. Sendi lögregla fjölda bifreiða á staðinn og sáu fyrstu lögregluþjónar á vettvang ekki annað tækt en að reyna að aka manninn niður til að bjarga lífi og limum annarra, en fólk hafði er þarna var komið sögu séð sitt óvænna og meðal annars læst sig inni í versluninni Normal þar sem það beið þess er verða vildi. Árásarmanninum svall móður við aðkomu lögreglu, réðst að lögreglu- bifreið og reyndi að komast inn í hana með hnífinn á lofti. Lauk þeim við- skiptum með því að lögregluþjón- arnir gripu til skotvopna og skutu manninn sex skotum með þeim afleið- ingum að hann lést skömmu eftir að komið var með hann á Ullevål- sjúkrahúsið. Á blaðamannafundi lögreglu í kjöl- far atburðarins greindi Egil Jørgen Brekke yfirlögregluþjónn frá því, að lögregla teldi ekki ástæðu til að ætla annað en að um einangraðan atburð væri að ræða. Sögðu norskir fjöl- miðlar frá því, er leið á gærdaginn, að árásarmaðurinn, Rússi á fertugs- aldri, hefði tvívegis hlotið dóma áður, í síðara skiptið fyrir tilraun til mann- dráps árið 2019 er hann stakk mann í bakið og reyndi að stinga fleiri. Var honum þá gert að sæta nauðungar- vist á geðdeild, en árið 2018 hafði honum verið gerð 90 daga samfélags- þjónusta fyrir líkamsárás í miðbæ Óslóar árið áður. atlisteinn@mbl.is AFP Á vettvangi Lögregla og sjúkralið við störf á Thereses gate í gær. Ný atlaga dæmds ofbeldismanns - Skotinn til bana í Ósló í gærmorgun Stjórnvöld indversku höfuðborg- arinnar Nýju-Delí boðuðu í gær stór- hertar aðgerðir til að draga úr menguninni, sem byrgir íbúum þar sýn dags daglega, þar á meðal vatns- úðun á götum úti til að binda ryk og bann við brennslu sorps utandyra. Ástandið í borginni er sérstaklega slæmt í október og nóvember ár hvert, þegar útblástur ökutækja og reykjarmökkurinn frá logandi eld- um festist undir loki hitahvarfa í kólnandi veðri og ekki bæta flug- eldar á ljósahátíð hindúa úr skák. Er ástandið í borginni nú orðið þannig, að ef marka má nýlega könnun meðal borgarbúa þjást um 80 prósent þeirra af þrálátum höf- uðverk og öndunarerfiðleikum, enda svifryk í borginni sexfalt það sem stjórnvöld hafa ákvarðað sem heilsuverndarmörk. Umhverfisráðherra borgarinnar lofaði hátíðlega að hefja eigi síðar en á morgun, fimmtudag, herferð gegn sorpbrennum á víðavangi, sem efna- minna fólk meðal borgarbúa stund- ar mjög, einfaldlega vegna þess að það losnar ekki við sorpið öðruvísi, auk þess að herða vatnsúðun á götur og draga eftir föngum úr brennslu kola og notkun díselknúinna rafala. INDLAND Mengun í Nýju-Delí sexföld heilsumörk Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Óttast er að til blóðugra átaka geti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands (Belarus) þar sem mörg hundruð flóttamenn frá Mið- Austurlöndum og Afganistan, þar á meðal stór hópur barna, freista þess að komast til Póllands og þaðan til annarra landa Evrópusambandsins (ESB). Fólkið er að flýja fátækt og stríð í heimalöndum sínum. Stjórn- völd í Minsk í Hvíta-Rússlandi hafa greitt fyrir ferðum þess að landa- mærunum og jafnvel flutt það með flugvélum áleiðis. Er talið að þetta sé hefndarráðstöfun runnin undan rifj- um Alexanders Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rússlands, til að svara fyrir efnahagslegar refsiaðgerðir ESB- ríkja gegn einræðisstjórn hans. Lúkasjenkó er mjög einangraður meðal leiðtoga Evrópu en nýtur þó stuðnings Pútíns, forseta Rússlands. Mikil fjölgun flóttafólks Nokkrir mánuðir eru síðan flótta- fólk frá Mið-Austurlöndum hóf að safnast saman við landamæri Pól- lands í Hvíta-Rússlandi. Því hefur síðan fjölgað mikið og spennan magn- aðist þegar Hvítrússar fluttu um eitt þúsund flóttamenn að landamærun- um í byrjun þessarar viku. Vitað er um átta flóttamenn sem látist hafa vegna vosbúðar og annarra aðstæðna við landamærin. Á hljóðupptökum frá landamærunum hafa skothvellir heyrst en ekki er vitað hvort ein- hverjir hafa særst. Þá hafa borist fregnir um að pólskir landamæra- verðir beiti táragasi á flóttafólkið til að hrekja það á brott og varna því inngöngu í landið. Pólverjar hafa lengi fylgt harðri stefnu gagnvart flóttafólki sem þar hefur leitað hælis. Hefur ósveigjan- leg stefna þeirra sætt gagnrýni ann- arra ríkja ESB. En talið að Hvítrúss- ar séu nú að spila á þessu spennu. Pólverjar hafa reist gaddavírsgirð- ingar til að hindra för flóttamann- anna sem Hvítrússar hafa flutt að landamærunum. Fólkið hefur beitt klippum á gaddavírinn en landa- mæraverðir og hermenn hafa hindr- að það í að komast áfram. Það hefst við í tjöldum í skóglendi á milli land- anna, aðallega í Kuznica norðarlega við landamærin, og eru aðstæður þess mjög erfiðar, kalt er í veðri og matur af skornum skammti. Fólkið getur ekki snúið til baka því hermenn Hvítrússa varna þeim brottfarar. Nokkur þúsund flóttamanna hafa komist inn í Pólland um Hvíta-Rúss- land á undanförnum mánuðum og margir þeirra haldið til Þýskalands og leitað hælis þar. Segja þýsk stjórn- völd um sex þúsund flóttamenn hafi komið þangað eftir að hafa farið um Hvíta-Rússland. Kúrdísk kona frá Írak sagði breska blaðinu Guardian frá því að hún hefði komið til Minsk fyrir milligöngu ferðaskrifstofu sem síðan útvegaði far að landamærum Póllands. Krafist væri allt að þriggja milljóna króna fyrir milligönguna. Pólverjar segja að um sé að ræða árás á landið og vilja að Evrópusam- bandið (ESB) og Atlantshafsbanda- lagið (NATO) skerist í leikinn. Þeir segja að nokkur þúsund flóttamanna til viðbótar séu á leið að landamær- unum. Haft er eftir Mateusz Mora- wiecki, forsætisráðherra Póllands, að flóttamennirnir ógni öryggi allra ríkja Evrópusambandsins. Innanrík- isráðherra Þýskalands hefur tekið undir þetta og hvatt ESB til að koma Pólverjum til aðstoðar við að verja landamærin. Stjórn Lúkasjenkós hafnar því með öllu að hún standi á bak við komu flóttafólksins, þótt órækar sannanir séu fyrir því. Forystumenn ESB og NATO hafa skorað á stjórnvöld í Minsk að hætta þessum aðgerðum. Fullyrtu þeir að Hvítrússar notuðu flóttafólkið sem peð í tafli sínu við lýð- ræðisríkin í Evrópu. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmda- stjórnar ESB, segir nauðsynlegt að herða refsiaðgerðir gegn Hvíta- Rússlandi. Fyrir sex árum, árið 2015, komu nær 800 þúsund flóttamenn til Evr- ópu frá stríðshrjáðum og fátækum löndum við Miðjarðarhafið. Koma þeirra olli gífurlegum usla í álfunni og pólitískri ólgu. Óttast margir að sag- an endurtaki sig ef aðgerðir Hvít- rússa verði ekki stöðvaðar. Óttast blóðug átök við landamæri Póllands - Hvítrússar ögra Pólverjum, ESB og NATO með flutningi þúsunda flóttamanna AFP Stál í stál Flóttafólk hitar sér mat á hlóðum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Að baki má sjá gaddavírs- girðingar og vopnaða landamæraverði. Pólverjar hleypa því ekki inn í landið og það getur ekki snúið til baka. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Nýjar haustvörur Vesti • Peysur • Kjólar • Blússur Bolir • Túnikur • Pils • Silkislæður Vinsælu velúrgallarnir komnir í nýjum litum stærðir S-4XL HVERS VEGNA VIÐVILJUM SVÖR SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ -ERU MÓTEFNAMÆLINGAR EKKI GERÐAR ÁÐUR EN FÓLK ER SPRAUTAÐ? -VORUÞUNGAÐARKONUR HVATTAR Í SPRAUTUSTRAX 5.MAÍ ÞEGAR EKKIVAR KOMINREYNSLAÁ EFNIN? -VORU KEYPTIR 1.4 MILLJÓN SKAMMTAR ÍVIÐBÓT FYRIR 360 ÞÚSUND MANNA ÞJÓÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.