Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Þrátt fyrir að rjúpn- astofninn sé nú sá minnsti frá upphafi talninga, 1995, í 27 ár, eru veiðimenn enn komnir á stjá, þökk sínum miklu áhrifum í stofnunum og ráðu- neytum og þökk sé uppburðalitlum ráð- herra, enda er um minnst 5.000 manna lið að ræða, allt grátt fyrir járnum, og klæjandi í fingurna með það að tæta niður fuglinn. Þjóðarfuglinn. Bakgrunnurinn Rjúpnastofninn nú í haust er kominn í algjört lágmark. Talinn vera 248.000 fuglar. Á framanverðri síðustu öld taldist hann allt að fimm milljónir rjúpna, þrátt fyrir allan náttúrulegan ágang, m.a. fálka, refa og sníkjudýra. Með ágangi og veið- um manna var svo komið árið 2002 að hauststofninn var í fyrsta sinn kominn niður fyrir 300.000. Þáv. umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, framsóknarkona með bein í nefinu, ákvað þá að friða rjúpuna, fyrst í þr jú ár; árin 2003, 2004 og 2005. Árangurinn var sá að stofn rjúpu tvöfaldaðist 2004 og aft- ur 2005. Hefði friðun haldist áfram, eins og Siv hafði ákveðið, hefði hann eflaust tvöfaldast aftur sum- arið 2005 og náð verulegri hæð aft- ur. En nýr umhverfisráðherra tók við frá Sjálfstæðisflokki, Sigríður Anna Þórðardóttir, sem virðist ekki hafa haft sama skilning á mikilvægi íslenskrar náttúru, því hún gaf eftir fyrir ágangi blóðþyrstra veiði- manna og leyfði veiðar aftur haust- ið 2005. Og hvernig stóðu mál vorið 2020? Aftur var hauststofninn, nú í ann- að sinn frá upphafi talninga, kom- inn niður fyrir 300.000. Hefði Siv verið umhverfisráðherra hefði hún eflaust friðað aftur. En illu heilli var umhverfisráðherrann nú Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, sem á að heita grænn, þó þess gæti frem- ur lítið, alla vega í dýravernd- armálum. Í stað friðunar ákvað rá- herra í fyrra að 5.000 veiðimenn mættu veiða fimm fugla hver: 25.000 fugla. Var sú ráðgjöf komin frá helsta rjúpnasérfræðingi lands- ins, Ólafi Karli Nielsen, sem reynd- ar er sjálfur rjúpnaveiðimaður, og þáverandi forstjóra Náttúru- fræðistofnunar Íslands (NÍ), Jóni Gunnari Ottóssyni. Þessi veiðiáform 2020 voru auð- vitað út í hött, fimm fuglar á mann, m.a. vegna þess að meðalveiði á mann um árabil hafði verið 12 fugl- ar. Er þá miðað við uppgefna og skjalfesta veiði, en flestum mun vera ljóst að slíkar skriflegar til- kynningar veiðimanna kunna að vera misgóðir pappírar. Eitthvað af pappírum kann líka að vanta. Enda var svo komið fyrir stofninum nú í vor, 2021, að hann hafði dregist saman um frekari 30%. Hvernig mat NÍ þessa stöðu? Nýr forstjóri sem virtist lofa góðu tók við hjá NÍ á þessu ári, Þorkell Lindberg Þórarinsson. Bundu menn vonir við að hann myndi marka nýja og dýravænni stefnu fyrir veiðar villtra dýra enda fána Íslands fábrotin. Það var þó ekki fagnaðarefni að nýr forstjóri hafði sjálfur stundað rjúpnaveið- ar.Enda kom á daginn að nýr for- stjóri og langtímarjúpnasérfræð- ingur stofnunarinnar, báðir rjúpnaveiðimenn, lögðu til við ráð- herra að veiðar héldu áfram, eins og lítið hefði ískorist, en nú yrðu leyfðar fjórar rjúpur á mann, alls 20.000 fugl- ar. Meðferð umhverf- isráðherra 18. október mun svo ráðherra hafa fengið þessa gæfulegu send- ingu, ráðgjöf frá NÍ, sem mun hafa komið við í Umhverfisstofnun (UST) til umsagnar en UST viðist hafa talið hana faglega ráðgjöf og góða. Umhverfisráðherra væfl- aðist svo með málið í 10 daga en skoðun undirritaðs er að ráðherra með bein í nefinu og ábyrgð- artilfinningu gagnvart lífríki og náttúru Íslands hefði ekki þurft nema dag til að ákvarða friðun. 28. október kom svo ráðherra með þá athugasemd í RÚV-morgunútvarpi að með fyrirliggjandi veiðiráðgjöf mætti reikna með að 32.000 fuglar yrðu drepnir í stað 20.000, eins og tillögugerð NÍ gekk út á. Þetta bil yrði að brúa. Hvernig ráðherra fékk töluna 32.000 fuglar, þegar reiknað var með 5.000 veiðimönum og uppgefinni meðalveiði upp á 12 fugla á veiðimann, er ekki vitað. Upphlaup rjúpnaveiðimanna Þegar þessi frétt barst Skotveiði- félagi Íslands runnu tvær grímur á formanninn, Áka Ármann Jónsson, sem reyndar var áður for- stöðumaður hjá Umhverfisstofnun – ekki langt á milli – og taldi for- maðurinn að fjöldinn allur af rjúpnaskyttum hefði undirbúið veiðar. „Borgað jafnvel fyrir veiði- réttindi og gistingu og allt slíkt,“ hét það. Það hljómar reyndar ekki alveg sannfærandi fyrir heilvita menn að veiðimenn bóki ferðir landshorna á milli, jafnvel dýrt flug og kaupi kostnaðarsama gistingu fyrirfram, til að veiða fjórar rjúpur. Hefði Salómon orðið órótt í gröfinni? Því miður kom á daginn að Guð- mundur Ingi Guðbrandsson er eng- inn Salómon. Hans „Salómons- dómur“ til að tryggja að ekki yrðu drepnar 32.000 rjúpur (hvernig sem hann nú komst að þeirri tölu) í stað 20.000, sem ráðgjöf NÍ gekk út á, var að veiðar mættu ekki hefjast fyrr en um hádegi þá 22 daga sem veiða mætti. Rjúpur fara um saman í pörum eða hópum. Fari veiðimaður til fjalla að morgni og sjái hóp með 6-8 rjúpum um hádegi duga tvö skot, sem flestir hafa í byssunni, til að drepa 4-5 fugla og særa 2-3 sem kynnu að komast undan (og drepast svo úr blýeitrun). Þar með væri veiðiferðin, skv. reglugerð, búin. Venjulegir menn myndu gera sér grein fyrir því að hvort leyfðir séu 22 heilir veiðidagar eða 22 hálfir skiptir engu því veiðimenn þurfi hvort sem er að nota morguninn til að komast á veiðilendur, auk þess sem tvö skot á pör eða lítinn hóp duga til að fylla veiðikvóta. Það er því hætt við að Salómon konungi hefði orðið órótt í gröf sinni hefði dómur ráðherra borist honum til eyrna. Eftir Ole Anton Bieltvedt »Hljómar ekki sann- færandi að veiði- menn bóki ferðir lands- horna á milli, jafnvel dýrt flug og kaupi kostnaðarsama gist- ingu, til að veiða fjórar rjúpur. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Rjúpan, umhverfis- ráðherra og Salómon konungurHöfuðeinkenni um- ræðunnar um loftslag umliðna áratugi, er ofuráherslan, sem lögð hefur verið á hlut mannsins í breyt- ingum á því. Sérlega er rætt um iðnbylt- inguna, sem hófst í Bretlandi á seinni hluta 18. aldar. Henni fylgdi mikil aukning í notkun jarðefnaelds- neytis. Iðnbyltingin fólst framar öðru í því, að til komu vélar í ýms- um framleiðslugreinum. Hún breiddist um Vesturlönd, en í framhaldinu um heim allan. Brot úr sögunni Síðla á áttunda áratug 20. aldar greindu fræðimenn, s.s. Svíinn prófessor Bert Bolin, að hitastig hækkaði lítið eitt eftir lækkun ára- tuginn á undan. Koltvíildi hafði líka aukist nokkuð í andrúmloftinu. Niðurstöðurnar kynnti Bolin á ráð- stefnu árið 1979. Þær þóttu merki- legar og boðað var til annarrar ár- ið 1985. Á meðal þátttakenda þá var dr. John Houghton, sem komst til mikilla áhrifa og varð samherji Bolins um sambandið á milli koltvíildis í andrúmsloftinu, hitn- unar þess og áhrifa mannsins í þessu efni. Kanadamaðurinn Maurice Strong var mikill vinstrisinni. Hann náði áhrifum innan Samein- uðu þjóðanna (SÞ) og var sann- færður um það, að eina lausnin á vanda mannkynsins, væri að SÞ fengju alræðisvald yfir jörðinni. Strong var ófróður um loftslags- mál, en sannfærður um réttmæti kenninga Bolins og Houghtons og sá í þeim leið, undir hatti SÞ, til þess að koma á yfirþjóðlegu stjórnvaldi í loftslagsmálum og einnig til þess að knýja ríkari þjóðir til þess að láta fé af hendi rakna til hinna vanmáttugri. Strong var virkur í mótun um- hverfisstefnu SÞ og vann þar að framgangi þess viðhorfs, að mað- urinn ætti alla sök í breytingum á loftslagi. Strong varð for- ráðamaður stefnunnar fyrstu árin, en við tók skoðanabróðir hans Mu- stafa Tolba. Árið 1985 voru Strong og Toliba samherjar innan Brunt- lands-ráðsins og tókst að ná fram áherslu- atriðum um losun mannsins á koltvíildi, áhrif þessa á lofts- lagið og þá nauðsyn að koma á yfirþjóð- legri stjórn þessara mála. Árið 1988 efndi Öld- ungaráð bandaríska þingsins til upplýs- ingaöflunarfunda um loftslagsmál og kvaddi til James Hansen, yf- irmann deildar innan NASA, sem safnaði gögnum um hitamælingar á jörðinni. Hansen var sannfærður um hlut mannsins í loftslagsbreytingum og nauðsyn aðgerða. Hann setti fram stór- orðar yfirlýsingar um framtíðina og hörmungar, sem í vændum væru. Fjölmiðlar gripu þær á lofti og höfðu þær mikil áhrif á öldung- aráðsmanninn Al Gore, síðar vara- forseta Bandaríkjanna, sem varð einn allra háværasti talsmaður rót- tækra aðgerða í loftslagsmálum. Sama ár var í Genf efnt til stofnfundar IPCC (Alþjóðlegt loftslagsráð SÞ). Það var kynnt sem óháður samstarfsvettvangur loftslagsvísindamanna. Það var aldrei ætlun þeirra, sem stóðu að tilurð þess, þeirra Bolins, fyrsta formannsins, og Houghtons, for- manns vinnuhóps nr. 1, sem sinnti hinni vísindalegu hlið. Báðir voru sannfærðir um hlut mannsins í breytingum loftslagsins og litu á IPCC sem tæki til framgangs skoðana sinna. Hið sama átti við um flesta veigaminni fulltrúa í ráðinu. Fyrsta stöðuskýrsla IPCC birt- ist árið 1990. Hún var viðamikið plagg, sem fæstir lögðu í að lesa. Úr stöðuskýrslum IPCC eru gerð- ir útdrættir ætlaðir ákvarð- anatökuaðilum og fjölmiðlum. Vís- indamenn, sem leggja til efni höfuðskýrslunnar, semja ekki út- drættina, heldur samhuga starfs- hópar. Hóphugsun Irving L. Janis (1918-1990) var rannsóknarsálfræðingur við Yale- háskólann. Árið 1972 gaf hann út bókina Victims of Groupthink (Fórnarlömb hóphugsunar), sem var endurútgefin 1982 undir heit- inu Groupthink. Margir líta svo á, að þessi rit séu tímamótaverk. Í þeim sýnir Janis, hvernig sá andi, sem ríkir innan ákvarðantökuhópa, mótar störf þeirra og hverjar af- leiðingarnar geta orðið. Í Groupthink dregur Janis fram höfuðeinkenni neikvæðrar hóp- hugsunar, en hún var aðalefni at- hugana hans: Meðlimir hópsins telja sig full- komna og óskeikula. Þeir ígrunda e.t.v. ástæður þess, að aðrir eru ekki sammála, en hagræða þeim og láta þær engu breyta. Þeir telja sig þekkja mun rétts og rangs og trúa því, að það sem þeir gera, sé óumdeilanlega rétt. Meðlimir hópsins gera sér stað- almyndir af þeim, sem eru ósammála og telja þá vanhæfa til þess að taka réttar ákvarð- anir. Þeir ógna andmælendum innan hópsins (og utan hans) og beita þrýstingi til að ná fram sam- þykki. Meðlimir hópsins beita sig sjálfs- rýni og telja, að ef þeir efast, hljóti þeir að hafa rangt fyrir sér. Þögn einstakra meðlima hópsins er talin samþykki. Innan hópsins taka menn sér það hlutverk, að hindra að and- stæðar hugmyndir komi fram. Kenningar Janis og loftslagsumræðan Ýmsir telja, að beita eigi grein- ingu Janis um hóphugsun við at- hugun á ákvarðanatökum á sviði loftslagsmála. Þar koma saman samhuga hópar. Innan þeirra eru menn sannfærðir um óskeikulleika sinn, hafna öndverðum skoðunum, telja sig örugglega fara með rétt mál, telja aðra vanhæfa, beita sig sjálfsrýni, ógna andmælendum og beita þvingunum til þess að knýja fram sammæli. Umræðan verður einsleit, hamr- að er á einungis einu sjónarmiði. Er hér ef til vill augljóst dæmi um neikvæða – og háskalega – hóp- hugsun? Loftslagsmál og hóphugsun Eftir Hauk Ágústsson »Er hér ef til vill aug- ljóst dæmi um háskalega hóphugsun? Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Lífeyrissjóður versl- unarmanna hefur nú ákveðið að hækka líf- eyri til sinna félaga um 10%. Í sjálfu sér mjög gott mál. Sýnir samt sem áður hversu órétt- látt kerfi við búum við varðandi skerðingar. Aðili sem hefur 200.000 krónur á mán- uði úr lífeyrissjóði verslunarmanna fær 20.000 kr. hækkun á mánuði en á móti skerðast greiðslur hans frá Tryggingastofnun, þannig að eftir standa aðeins 5.000 kr. Aftur á móti lítur dæmið betur út hjá þeim sem hefur 700.000 kr. á mánuði. Sá líf- eyrisþegi verður ekki fyrir neinum skerðingum frá Tryggingastofnun og greiðir eingöngu skatt af hækk- uðu framlagi. Það hlýtur að vera komið að því að stjórnvöld lagfæri kjör þeirra eldri borgara sem búa við lægstu kjörin. Heimavinnandi konum refsað Nýlega var greint frá niðurstöðu rannsóknar þar sem í ljós kemur að konur fá almennt mun lægri greiðslur úr lífeyr- issjóðum en karlar. Þetta kemur alls ekki á óvart. Ef við lítum nokkra áratugi til baka þá var það mjög algengt að eiginkonan ynni ekki úti heldur sæi um að halda heimilið, þar með talið uppeldi barnanna ásamt öllum öðrum heimilisstörfum. Það var fyrst og fremst hlutverk eig- inmannsins að stunda vinnu utan heimilisins og vinnudagurinn var oft langur. Eðli málsins samkvæmt var því lítið um að eiginkonan greiddi í líf- eyrissjóð og ynni sér þannig inn líf- eyri þegar að lífeyristöku kæmi. Greiðslur hætta að koma Nú er það þannig að falli eig- inmaður frá á undan konu sinni fær hún makalífeyri í nokkur ár, mis- jafnt eftir lífeyrissjóðum, en dettur út eftir 3-5 ár. Í mörgum tilfellum stendur þá makinn uppi með skuld- bindingar heimilisins en stærsti hluti teknanna er fallinn út. Það sjá allir hversu mikið óréttlæti þetta er. Staðan var þannig fyrr á árum að litlir möguleikar voru á því að koma börnum á leikskóla. Konan sá um heimilið og hugsið ykkur alla þá fjárhæð sem spöruðust hjá hinu op- inbera á þessum árum miðað við það sem nú er. Það er því ansi óréttlátt að nú, þegar þessar eldri konur ættu að fá greiðslur úr lífeyrissjóði, eru það ansi lágar upphæðir. Ekki nóg með það; eftir 25.000 kr. greiðslur frá líf- eyrissjóði lækka greiðslur til hennar frá Tryggingastofnun. Auðvitað á þetta að vera þannig að hjón eða sambýlisfólk eigi lífeyr- issjóðinn sameiginlega. Falli annað frá eiga lífeyrissjóðsgreiðslur að renna til hins. Eldri konur eiga þetta ekki skilið Eftir Sigurð Jónsson »Makinn stendur uppi með skuldbindingar heimilisins en stærsti hluti teknanna er fallinn út. Sigurður Jónsson Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Garði. asta.ar@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.