Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | vefverslun – aprilskor.is
Ullarfóðraðir leðurskór frá Ten Points fyrir veturinn
Ten Points Pandora
26.990 kr.
Ten Points Pandora
29.990 kr.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tækifæri eru til að Ísland geti orðið
fyrsta ríkið í heiminum til að verða
alveg óháð jarðefnaeldsneyti, að
mati Harðar Arnarsonar, forstjóra
Landsvirkjunar.
Það gæti gerst
með þriðja orku-
skiptaskrefinu, til
viðbótar við raf-
væðinguna og
hitaveituvæð-
inguna, og fælist
meðal annars í
orkuskiptum í
samgöngum og
framleiðslu á raf-
eldsneyti. Til þess að það geti orðið
að veruleika þurfi að auka orku-
vinnslu í landinu.
Viðhorfsbreyting hefur orðið
„Loftslagsmálin eru fyrst og
fremst orkumál. Þrír fjórðu af losun
gróðurhúsalofttegunda eru tengdir
orkuvinnslu,“ segir Hörður um þátt-
töku fyrirtækisins í loftslagsráð-
stefnunni í Glasgow. Landsvirkjun
tekur þátt í hliðarviðburðum þar.
Þannig talaði Hörður á málstofunni
„Leiðir að kolefnishlutlausri raf-
orkuframtíð“ í fyrradag og ræðir um
orkuskipti Íslands og rafeldsneyti
við Guðmund Inga Guðbrandsson
umhverfisráðherra í pallborði á
„Sustainable Innovation Forum“ í
dag.
Hörður segir að tækifærið sé einn-
ig notað til að hitta fulltrúa sam-
starfsfyrirtækja og annarra orku-
fyrirtækja. „Það er gott að líta til
baka, til loftslagsráðstefnunnar í
París árið 2015, og sjá hvað margt
hefur breyst. Mikill árangur hefur
náðst, eins og við sjáum hlutina.
Kostnaðarverð á vind- og sólarorku
hefur hríðlækkað sem er jákvætt
fyrir loftslagsmálin. Rafvæðing sam-
gangna hefur gengið betur en reikn-
að var með. Viðhorfsbreyting hefur
orðið hjá stóru alþjóðlegu fram-
leiðslufyrirtækjunum. Í París voru
þau meira áhorfendur, að fylgjast
með, en núna koma þau hvert á fæt-
ur öðru með skýrar áætlanir og mik-
ið fjármagn til að vinna að því að
verða kolefnishlutlaus. Ég tel að það
sé vegna viðhorfsbreytinga og þrýst-
ings frá almenningi. Þannig að
margt jákvætt hefur gerst. Spenn-
andi verður að sjá hvað gerist í fram-
haldinu,“ segir Hörður.
Tími á þriðju orkuskiptin
Hörður segir að framleiðsla á raf-
eldsneyti sé mikið í umræðunni í
Glasgow. Grunntæknin sé þekkt en
hún eigi eftir að þróast meira áður en
hún verður tekin upp. Ná þurfi
kostnaði við framleiðsluna niður,
eins og nú hefur gerst með sólar- og
vindorku. Það gæti tekið áratug en
hægt að vinna mörg áhugaverð verk-
efni á þeim tíma.
„Við teljum að Ísland henti vel til
að þróa þessa tækni. Við erum á eyju
með afmarkað markaðssvæði, komin
landa lengst við að nýta endurnýjan-
lega orku og eigum góða orkukosti.
Við erum með 85% okkar orkunotk-
unar frá endurnýjanlegum orkugjöf-
um og með því að taka út þau 15%
sem eftir eru yrðum við fyrsta þjóðin
til að vera óháð jarðefnaeldsneyti,“
segir Hörður og rifjar upp rafvæð-
inguna og hitaveituvæðinguna og
segir að nú sé kominn tími til að
skrifa þriðju orkuskiptasöguna.
Stærsta áskorunin við að hefja
framleiðslu á rafeldsneyti og ljúka
orkuskiptum er að auka framleiðslu
á endurnýjanlegri orku. Það eigi við
Ísland, eins og öll önnur ríki. „Við
erum í kjörstöðu að þessu leyti. Aðr-
ar þjóðir eiga miklu lengra í land í
orkuskiptum og eru með flóknari
kosti í nýtingu endurnýjanlegrar
orku en við,“ segir Hörður.
Getum losnað við jarðefnaeldsneyti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigöldustöð Íslendingar njóta góðs af endurnýjanlegri orku, ekki síst frá
vatnsaflsvirkjunum og jarðgufustöðvum Landsvirkjunar.
- Með því að ljúka orkuskiptum í samgöngum og hefja framleiðslu á rafeldsneyti getur landið orðið
óháð jarðefnaeldsneyti að mati forstjóra Landsvirkjunar - Kallar á aukna orkuvinnslu í landinu
Hörður Arnarson
urkjördæmi, talin líklegustu nýlið-
arnir.
Rannsókn á meðferð kjörgagna í
Norðvesturkjördæmi telja þeir ólík-
lega til þess að hafa áhrif á stjórn-
armyndun og stjórnarandstaðan að
verða fráhverf uppkosningu.
Endurnýjun stjórnar-
samstarfs á lokametrum
- Styttist í stjórnarsáttmála - Ráðherralið afar svipað
Morgunblaðið/Hallur
Þjóðmálin Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Pálsson ræða stjórnarmyndun.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Engin önnur ríkisstjórn er í kort-
unum en sú, sem verið er að end-
urnýja samstarfið hjá, umboð kjós-
enda hafi verið alveg skýrt um það.
Þetta er samdóma álit þeirra Stefáns
Pálssonar sagnfræðings og Gísla
Freys Valdórssonar ritstjóra. Þeir
eru gestir í Dagmálum Morgunblaðs-
ins í dag, streymi sem opið er öllum
áskrifendum.
Stefán bendir á það að allar hug-
myndir á vinstrivæng um myndun
vinstristjórnar hafi byggst á því að
Framsókn léti til leiðast sem vilja-
laust verkfæri, en að vinstriflokk-
arnir hafi ekki að nokkru reynt að
tala til framsóknarmanna. Hins vegar
sé eftirtektarvert að eftir kosningar
hafi stjórnarandstaðan algerlega
haldið sig til hlés og ekki reynt að
hreyfa öðrum stjórnarmöguleikum.
Þeir félagar telja ólíklegt að miklar
breytingar verði á ráðherraliðinu, þar
voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir,
oddviti sjálfstæðismanna í Suður-
kjördæmi, og Willum Þór Þórsson,
oddviti framsóknarmanna í Suðvest-
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Ferðamaður sem lenti í sjálfheldu
ásamt 38 öðrum í vélsleðaferð við
Langjökul á vegum fyrirtækisins
Mountaineers of Iceland 7. janúar
2020 á rétt á bótum úr ábyrgðatrygg-
ingu fyrirtækisins vegna líkamstjóns
sem hann hlaut í ferðinni. Þetta kem-
ur fram í samantekt úrskurðarnefnd-
ar í vátryggingamálum 2021.
Í gögnum málsins kemur fram að
skipuleggjendur ferðarinnar hafi
freistað þess að fara ferðina þrátt
fyrir að öllum öðrum sleðaferðum á
svæðinu hafi verið aflýst vegna
slæmrar veðurspár. Þeir hafi ætlað
að reyna að ljúka henni áður en veðr-
ið skylli á. Í miðri ferðinni hafi hóp-
urinn svo lent í sjálfheldu vegna veð-
ursins. Þá hafi aðalleiðsögumaður
ferðarinnar ákveðið að halda förinni
ekki áfram heldur búa til skjól með
sleðunum og bíða þar eftir aðstoð.
Ferðamaðurinn lýsir því að hafa
þurft að halda kyrru fyrir við vélsleð-
ana í 11 klukkustundir og í kjölfarið
u.þ.b. þrjár klst. í óupphituðum bíl á
vegum Mountaineers of Iceland, sem
keyrt hafði til móts við hópinn. Kveð-
ur hann aðstæðurnar og áraunina
hafa orðið til þess að hann hafi hlotið
ýmsa líkamlega áverka, m.a. baká-
verka, verki í brjóstkassa, kal á
fingrum og tám, taugaverki, tauga-
bólgu, vöðvaverki, streitu og áfalla-
röskun. Gerði hann þá kröfu að lík-
amstjón hans yrði bætt úr
ábyrgðartryggingu Mountaineers of
Iceland. Tryggingafélag fyrirtækis-
ins hafnaði þó bótaskyldunni á þeim
grundvelli að líkamstjón ferða-
mannsins væri ekki hægt að rekja til
skyndilegs og óvænts atburðar.
Úrskurðarnefnd vátryggingamála
mat það hins vegar svo að ferðamað-
urinn eigi rétt á fullum bótum úr
ábyrgðatryggingu fyrirtækisins.
Ferðamaðurinn
á rétt á bótum
- Beið líkamstjón í vélsleðaferð á veg-
um Mountaineers of Iceland í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Vélsleðar Vélsleðaferðir njóta mik-
illa vinsælda hjá ferðamönnum.