Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Móðir mín og tengdamóðir, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Inga á Grund, Mið-Grund, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 3. nóvember. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. nóvember klukkan 14. Jarðsett verður á Flugumýri. Streymt er á facebook-síðu Sauðárkrókskirkju. Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA FANNEY JÓHANNESDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, lést á Dalbæ laugardaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. nóvember klukkan 13.30. Jóhannes Antonsson Svandís Hulda Þorláksdóttir Gunnlaugur Antonsson Guðbjörg Stefánsdóttir Sigurður Sveinn Antonsson Helga Valtýsdóttir Freyr Antonsson Silja Pálsdóttir Lárus Ingi Antonsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÖSTUR REYNISSON, Hlynsölum 5, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 12. nóvember klukkan 10. Þorbjörg Haraldsdóttir Haraldur Unnarsson Ragnhildur Högnadóttir Guðrún Þrastardóttir Torben Nordling Reynir Þrastarson Sigríður Helga Sveinsdóttir Atli Þrastarson Inga Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN JÓHANN HARALDSSON tæknifræðingur, Hlíðarhúsum 3, lést á heimili sínu 31. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki Eirarhúsa og Heru frábæra umönnun. Hólmfríður Björnsdóttir Sævar Sveinsson Linda Björnsdóttir Magnús Dan Bárðarson Lára Björnsdóttir Gunnar Sæmundsson Eyrún Björnsdóttir Stefán Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA LILJA AÐALSTEINSDÓTTIR frá Hrappsstöðum í Dalabyggð, síðast til heimilis í Gullsmára 9, Kópavogi, lést sunnudaginn 31. október. Kveðjustund verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 15. Hlekkur á streymi www.sonik.is/emilia. Leifur Steinn Elísson Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Bjarnheiður Elísdóttir Kári Stefánsson Alvilda Þóra Elísdóttir Svavar Jensson Gilbert Hrappur Elísson Guðrún Vala Elísdóttir Arnþór Gylfi Árnason og fjölskyldur ✝ Ómar Örn Þorbjörnsson húsasmíðameistari fæddist á Hólmavík 8. júní 1946. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 30. október 2021. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Sig- urðardóttir sauma- kona, fædd á Drangsnesi 3.6. 1930, d. 10.12. 2015, og Þorbjörn Jónsson, bóndi og verkamaður frá Hafn- arhólmi á Drangsnesi, f. 26.7. 1922, d. 2.9. 1986. Systkini Óm- ars eru Hrefna, f. 2.1. 1948, Guð- björg Jóney, f. 26.7. 1949, Val- borg, f. 3.9. 1950, Ísleifur, f. 9.9. 1951, d. 28.9. 2021, Sigurður, f. 30.1. 1953, Hallbjörn, f. 9.5. 1954, Þráinn Garðar, f. 15.9. 1955, Heiðdís, f. 26.6. 1957, Kristjana f. 16.3. 1959, Heiðrún Bára, f. 22.9. 1960, Þröstur, f. kennari, f. 25.2. 1982, börn þeirra eru Diljá, f. 2009, og Freyr, f. 2012. 3) Hákon Örn Óm- arsson verkfræðingur, f. 30.5. 1977. Ómar ólst upp á Skagaströnd til 16 ára aldurs þegar hann flutti til Reykjavíkur. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskólanum með meist- arabréf í framreiðslu árið 1972. Einnig stundaði hann nám við Iðnskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan sem húsasmíða- meistari 1978. Hann vann sem sjálfstætt starfandi húsasmíða- meistari frá þeim tíma og þar til hann féll frá. Ómar lærði höf- uðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð og var félagi í Bandalagi ís- lenskra græðara og sinnti því mikið síðustu ár samhliða smíð- unum. Hann var mikill áhugamaður um tónlist og var hann í Kamm- erkór Reykjavíkur síðustu 20 árin. Þar á undan hafði hann sungið með Pólýfónkórnum í mörg ár. Síðustu 16 ár var hann félagi í Oddfellow-reglunni í bræðrastúkunni Þorgeiri. Útför Ómars fer fram frá Ás- kirkju í dag, 10. nóvember 2021, kl. 11. 10.6. 1962, Sonný, f. 11.8. 1964. Eftirlifandi eig- inkona Ómars er Sigríður Elísabet Sturlaugsdóttir sjúkraliði, f. 25.9. 1949, frá Ísafirði. Þau gengu í hjóna- band 26.12. 1976. Foreldrar hennar eru Anna Magnea Gísladóttir frá Ísa- firði, f. 9.6. 1924, d. 19.2. 2008, og Sturlaugur Jóhannsson frá Bol- ungarvík, f. 26.8. 1924, d. 24.7. 2003. Börn Ómars og Sigríðar eru 1) Auður Berglind Ómars- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 17.8. 1972, maki: Guðmundur Ingi Jónsson hagfræðingur, f. 3.10. 1971, börn þeirra eru Elísa Karen, f. 1998, Helena Bríet, f. 2004, og Eydís Klara, f. 2011. 2) Sturlaugur Aron Ómarsson verkfræðingur, f. 30.5. 1977, maki: Auðbjörg Njálsdóttir Elsku pabbi. Mér er orða vant og í tilfinn- ingarússíbana yfir því að þú sért kominn yfir í önnur heimkynni og að ég muni ekki sjá þig aftur í þessum heimi. Eflaust hefur verið beðið eftir starfskröftum þínum á nýjum stað en einn af þínum bestu kostum var að þú varst allt- af reiðbúinn og komst að fyrra bragði til að veita hjálparhönd öll- um þeim sem þurftu á að halda. Alltaf reyndir þú að finna lausnir á vandanum sem lá fyrir, á hvaða sviði sem hann var, það er óhætt að segja að ég hafi lært af þér að vera lausnamiðuð. Þú varst lengi aðalhjálparhellan okkar Gumma ásamt mömmu. Þegar við vorum ung og vorum að koma okkur fyr- ir í Sigluvoginum, tókstu húsið í gegn ásamt Gumma, svo situr eft- ir þig fallegt lítið hús í garðinum hjá okkur sem þú smíðaðir fyrir Elísu mína þegar hún var lítil. Barngóður varstu líka með ein- dæmum en eins og kemur fram í einni videóupptöku af Helenu minni frá því hún var lítil og hún spurð hver eigi hana, þá var svar- ið „afi Ómar“. Elísa mín var nú líka aðalafastelpan þegar hún var lítil og fannst enginn jafn skemmtilegur og þú og það sama má segja um allar mínar dætur. Þú varst meira segja farinn að róla Tuma hundi eins og hann væri lítið barn og varst sannfærð- ur um að hann væri mjög ánægð- ur með þetta. Óhefðbundnar lækningar voru þitt áhugasvið og ef við fengum kvef eða pest varstu mættur með ilmkjarnaolíurnar og allar græjur. Andleg málefni áttu hug þinn allan og má því segja að nú sértu kominn á kaf inn í áhuga- sviðið og lausn á lífsins gátu, þ.e. hvað bíður okkar eftir jarðvistina hér. Þú varst með eindæmum gjafmildur en jólin, sem nú nálg- ast, voru einmitt einn af þínum uppáhaldsárstímum. Þú og mamma gáfuð mér og bræðrum mínum góða æsku og fyrir það verð ég ávallt þakklát. Þú varst mikill hvatamaður í að fá mig til að læra á hljóðfæri en því miður þáði ég það ekki en sé alltaf eftir því. Þú sendir okkur systkinin á tungumálanámskeið, bæði dönsku og þýsku og ég fór fyrir þína tilstilli í málaskóla í Þýska- landi eftir menntaskóla. Þú skráðir mig í samkvæmisdansa sem ég stundaði í nokkur ár. Þú hvattir mig áfram og varst tilbú- inn að gera allt fyrir okkur systk- inin og greiða okkur aðgang að öllum tækifærum sem buðust, við höfðum alltaf forgang hjá þér. Svo má ekki gleyma því að þú varst smekkmaður sem kunnir mjög vel að meta snyrtilegan fatnað. Ég man þegar ég var yngri, þá fórstu stundum utan í kórferðalög og komst svo alltaf með föt handa mér til baka í far- teskinu og það besta er að ég not- aði þau öll. Já þú gast lesið fata- smekk unglingsins en það er ekki öllum gefið. Það eru þung skref að fylgja þér og kveðja elsku pabbi minn. Þakka þér fyrir allt og þann tíma sem við áttum saman. Ég er sannfærð um að þér líði vel og sért kominn á fullt í hjálparstarf umkringdur þeim ástvinum sem við eigum saman á þeim stað þar sem þú ert núna. Ég mun sakna þín og varðveiti minninguna um þig alltaf. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín dóttir, Berglind. Nú er tengdapabbi horfinn á braut og hefur hafið stórkostlegt ferðarlag yfir móðuna miklu. Fyr- ir okkur sem eftir stöndum er það sárt, sérstaklega þar sem þetta bar snöggt að og enginn tími til að kveðja. En ég veit að hann er í essinu sínu á þessum nýja stað enda lengi rannsakað og haft áhuga á að vita um framhaldið. Þegar ég kynntist Berglindi fyrir rúmum 30 árum kom ég fyrst í Álfheimana í allsérstökum mokk- asíum. Ómar gat eins og allir vita verið mjög stríðinn enda kallaði hann mig léttfeta lengi vel þó skónum hafi verið lagt. Í hverri heimsókn þurfti ég að hafa varann á því Ómar hafði gaman af því að atast í þessum unga dreng sem var farinn að venja komur sínar. En þrátt fyrir það tókst með okkur góður vinskapur enda stóð hann alltaf með mér þegar á reyndi. Ég minnist Ómars fyrst og fremst sem hjálpsams, duglegs, sterks, forvitins og skoðanafasts manns en fyrst og fremst sem góðs afa dætra minna. Hann hafði mikinn áhuga á þeim, sérstaklega á fyrstu uppvaxtarárum þar sem hann var óþreytandi að leika og sýsla eitthvað með þeim. Hjálpsemin er mér líka ofar- lega í huga enda hefur hann hjálp- að okkur Berglindi að gera upp húsið okkar í þremur áföngum. Ég man t.d. vel þegar við vorum tveir heima í Sigluvogi uppi á 45° bröttu þakinu þann 17. júní árið 2000 þegar stóri skjálftinn reið yf- ir. Ekki kjöraðstæður en fátt hreyfði við mínum manni sem hélt svo bara áfram að vinna. Það var fátt sem hann gat ekki gert í að gera upp eldri hús en þó hann hafi verið húsasmíðameistari var hann einnig mjög flinkur múrari. Hann var ódrepandi til vinnu, harðdug- legur og ósérhlífinn enda vann hann alveg fram á síðasta dag. Við Ómar höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Fyrst ég fyrir hann en svo saman í félagi þar sem við gerðum upp 8 íbúðir á Framnesvegi með pabba mínum og Þorláki. Það gat stundum verið erfitt að vinna á móti Ómari ef eitthvað þurfti að bera. Hann var svo hraustur að það var ekki fyrir alla að vera á hinum endanum enda þurfti stundum tvo til. Þarna var gott að vinna með manni sem gat allt gert eða komið með lausn- ir um hvernig ætti að vinna verk- in. Það voru fáir betri en tengda- pabbi þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf fyrstur á staðinn og ef hann gat ekki leyst málið þar og þá fór hann beint í að finna lausn. Það verður skrítið að hafa hann ekki til staðar fyrir okkur sem er- um vön að geta leitað til hans. Ég veit að þú hefur haft mikinn áhuga á þessu ferðalagi sem nú er hafið. Passaðu þig bara að njóta ferðalagsins. Við hin redd- um okkur hérna hinum megin enda höfum við haft góða leið- sögn. Ég þakka þér Ómar fyrir sam- fylgdina síðustu 30 ár, alla hjálp- ina, leiðsögnina og umhyggjuna. Við varðveitum minningu þína um ókomna tíð. Guðmundur Ingi. Ég minnist elsku Ómars tengdaföður míns með þakklæti. Þakklæti fyrir allar minningar sem hafa skapast með nærveru hans. Þakklæti fyrir að vera alltaf til staðar fyrir alla sem þurftu á að- stoð hans að halda. Þakklæti fyrir að koma alltaf þegar hringt var, sama hvernig á stóð. Þakklæti fyrir að vera frábær afi barnanna okkar. Þakklæti fyrir að vera hann sjálfur. Ómar var fróðleiksfús og víð- lesinn maður sem gaman var að spjalla við. Hann hafði unun og yndi af að ferðast með okkur til Tenerife og var fullur tilhlökkun- ar að hugsa til næstu ferðar. Þar naut hann þess að vera í eigin hugarheimi og skoða það sem um- hverfið hafði upp á að bjóða, spjalla og kynnast nýju fólki. Ómar, afi barnanna okkar, sem lyfti þeim öllum örsmáum upp á háan afastall og lét þau ganga um loftin þar sem hann hélt þeim nánast öfugum á hvolfi með fætur upp í loft, einnig rólaði þeim alltaf í höndum sér. Þetta gerði hann allt þar til þau voru orðin 5-6 ára. Alla konudaga kom Ómar fær- andi hendi með blóm og gladdi hjarta mitt, góðu pönnukökurnar hans komu alltaf með í öll afmæli sem haldin voru og var mikil til- hlökkun hjá okkur öllum að fá afapönnukökur. Margar minningar fljóta um hugann, þær eru of margar til að telja upp en munu fylgja okkur í gegnum lífið. Við þökkum allar stundir sem við fengum að njóta með þér elsku Ómar. Minning um góðan mann lifir og verður alltaf björt. Þín tengdadóttir Auðbjörg. Elsku Ommi bróðir okkar er látinn. Það er stórt skarð sem hann skilur eftir sig í okkar stóra systkinahópi sem erfitt er að ná ut- an um. Ommi var elstur okkar, kom fyrst og fann til mikillar ábyrgðar gagnvart fjölskyldu sinni, foreldrum og systkinum. Alla tíð sá hann til þess að mamma okkar hefði nóg fyrir sig, aðstoðaði hana mikið og heimsótti oft. Tengslin milli þeirra voru mjög sterk. Ommi fór hljótt með það sem hann gerði fyrir aðra, hann var bóngóður og hjálpsamur enda fannst honum það vera hans hlut- verk að sjá til þess að allt gengi vel hjá sínu fólki. Þessi þáttur í fari hans náði út fyrir fjölskylduna þar sem hann hafði djúpan áhuga á andlegum málefnum. Hans aðal- starfsvettangur var við smíðar en í seinni tíð lærði hann heilun og hjálpaði mörgum í gegnum þá vinnu sem hann sinnti meðfram sínu aðalstarfi og veitti það honum mikla ánægju. Ommi var með ein- dæmum glæsilegur maður, hann hafði unun af því að klæða sig fal- lega og var mikið snyrtimenni. Hann hafði gaman af alls kyns hönnun og naut þess að skoða fal- legt handverk. Tónlist skipaði stóran sess í hans lífi og áhuginn þar náði yfir víðan völl, þjóðlaga- tónlist, klassík og allt þar á milli. Hann spilaði á gítar og naut þess að grípa í hann við ýmis tækifæri. Ommi söng í kórum í gegnum tíð- ina, hann hafði fallega söngrödd sem naut sína til fulls á því sviði. Í mörg ár bauð hann okkur systr- unum á jólahlaðborð, þessar stundir áttum við saman með hon- um, minningarnar um þær eru okkur ómetanlegar. Við minnumst elsku bróður okkar með djúpu þakklæti fyrir samfylgdina með glaðværum, stríðnum og sterkum karakter sem fór sínar eigin leiðir í lífinu. Elsku Sigga, Berglind, Hákon, Sturlaugur og fjölskyldur, við vottum ykkur innilega samúð á þessum erfiða tíma. Elsku bróðir okkar lifir áfram í hjörtum okkar allra. Hjartans kveðja, Guðbjörg, Valborg, Heiðrún, Heiðdís, Sonný, Hrefna og Kristjana. Þann 30. október síðastliðinn barst okkur sú sorgarfrétt að Ómar bróðir okkar væri fallinn frá, annað reiðarslagið á stuttum tíma. Ommi bróðir eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Hólma- vík. Hann fluttist síðan með fjöl- skyldunni á Akranes og þaðan lá svo leiðin til Skagastrandar þar sem að hann ólst upp í stórum og samheldnum systkinahópi. Ungur að árum fór hann suður til vinnu og var hann mikil hjálp- arhella fyrir foreldra okkar. Ommi bróðir var mikið fyrir músík og byrjaði ungur að spila á hljóðfæri sem að hafði mikil áhrif á okkur yngri systkinin. Ommi var mikill kóramaður og var félagi í Oddfellow. Ommi bróðir lærði til þjóns á Hótel Sögu, en hugurinn reikaði annað og lærði hann síðar húsa- smíði sem að hann starfaði við til æviloka. Síðustu misseri höfðu hjónin Ommi og Sigga fundið sinn sælu- reit í sumarhúsi sona sinna í Grímsnesi. Hann frumburður foreldra var fæddur við Steingrímsfjörð sín bernsku skref átti hann þar hann skapaðist af þeirri jörð. Hann fór sína ótroðnu slóð og snemma þar greiðsemin var í hjálpsemi alltaf hann stóð hans hugur ætíð var þar. (Hallbjörn Þorbjörnsson) Við viljum votta fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Missir okkar er mikill en minningin um góðan og yndislegan bróður varir að eilífu. Við vitum að Ísleifur bróðir tekur vel á móti þér. Þínir bræður, Sigurður, Hallbjörn, Þráinn Garðar og Þröstur. Ómar Örn Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.