Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 _ Norðmaðurinn Viktor Hovland er á meðal tíu bestu kylfinga heims um þessar mundir ef horft er til heimslist- ans í golfi. Hovland sigraði á móti í PGA-mótaröðinni á sunnudaginn og fór með því úr 15. sæti og upp í 10. sæti heimslistans. Hovland er einungis 24 ára gamall en hefur nú þegar sigrað þrívegis á mótum í PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fáir Norðurlandabúar hafa komist hærra á heimslista karla. Svíinn Henrik Stenson hefur náð hæst Norð- urlandabúa á listanum en hann var um tíma í 2. sæti. Öðru máli gegnir um heimslista kvenna en Annika Sören- stam frá Svíþjóð var lengi í efsta sæti heimslistans. _ Angelo Ogbonna, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, gæti misst af restinni af tímabilinu vegna meiðsla. Ogbonna, sem er 33 ára gamall, meiddist á hné í sigri West Ham gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaðurinn er með sködduð liðbönd í hné og gæti þurft að gangast undir aðgerð vegna meiðsl- anna. _ Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir fór af velli strax á 14. mínútu vegna hnémeiðsla í 2:8-stórtapi Örebro gegn Vittsjö í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Hún bíður þess nú að komast í segulómun, þar sem kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. „Sjúkraþjálfarinn segir að þetta sé lík- legast rifa á krossbandinu en hún er ekki 100 prósent viss. Við stefnum á segulómun á mánudag og ég fæ von- andi niðurstöðu úr því í næstu viku, sagði Berglind Rós í samtali við Fót- bolta.net í gær. _ Búist er við því að Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnufélags- ins Manchester United, verði frá vegna meiðsla á læri næstu sex til átta vik- urnar. Pogba meiddist á æfingu með franska landsliðinu á mánudag og upp- haflegt mat læknateymis liðsins gerir ráð fyrir þetta langri fjarveru. Verði hann frá allar átta vikurnar spilar hann ekki aftur fyrr en í upphafi næsta árs og gæti á þessum tíma misst af tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu og allt að tíu leikjum í ensku úrvals- deildinni. _ Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors þegar liðið vann sinn níunda leik á tímabilinu gegn Atlanta Hawks í San Francisco. Leiknum lauk með 127:113- sigri Golden State en Curry gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig, ásamt því að gefa tíu stoðsendingar. Curry hitti úr 9 af 19 þriggja stiga skotum sínum og þá hitti hann úr öllum þrettán vítum sínum í leiknum. Curry hefur reynst af- kastamikil stigavél fyrir Golden State á umliðnum árum. Var þetta í tíunda sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik í NBA-deildinni. Persónulegt stiga- met hjá Curry í deildinni er frá því í upphafi ársins en þá skoraði hann 62 stig gegn Portland Trail Blazers. Golden State er í efsta sæti vest- urdeild- arinnar með níu sigra og eitt tap eftir fyrstu tíu leikina. Eitt ogannað að Júlíus Jónasson lék með Canayer, sem og undir hans stjórn, hjá Paris- Asnieres. Tekur tíma að venjast Ólafur Guðmundsson er uppalinn í FH en hóf ferilinn í atvinnumennsku í Danmörku. Árið 2012 fór hann til Kristianstad í Svíþjóð og var þar fram á þetta ár ef frá er talið eitt tímabil í Hannover í Þýskalandi, 2014-2015. Ólafur var því hagvanur í Kristianstad og var fyrirliði liðsins. „Það voru viðbrigði að fara til Frakklands meðal annars vegna þess að þar er öðruvísi menning og þar talar nánast enginn ensku. Handboltinn er aðeins öðruvísi en maður er vanur en það kemur fljótt. Þetta gerðist hratt og þá húrraði maður öllum fjölskyldumeðlimum þarna yfir. Það tekur auðvitað tíma að venjast nýjum stað en það gengur nokkuð hratt að aðlagast því sem snýr að handboltanum,“ sagði Ólafur en af ýmsum ástæðum var und- irbúningurinn fyrir tímabilið ekki endilega eins og best verður á kosið. „Montpellier átti marga leikmenn sem voru á Ólympíuleikunum. Und- irbúningstímabilið var svolítið skrít- ið. Það var æft mjög stíft en það vantaði svo marga hjá okkur. Það var orðið stutt í að deildin myndi hefjast þegar við fengum alla leik- menn inn í hópinn. Það hafði áhrif á spilamennskuna í upphafi tímabils- ins.“ Krafa að vinna bikar Hjá liði eins og Montpellier er markið ávallt sett hátt. „Fundað var um þetta fyrir tíma- bilið. Það er erfitt að keppa við París Saint-Germain um meistaratitilinn en við reynum það auðvitað. Við byrjuðum ekki neitt sérstaklega vel og vorum stirðir í fyrstu leikjunum. Við höfum þó spilað rosalega vel í Meistaradeildinni. Ég held að kraf- an sé að liðið nái í bikar á tímabilinu, sama í hvaða keppni það er. Það er erfitt en við viljum vera í toppbarátt- unni í öllum keppnum sem er raun- hæfur möguleiki því leikmannahóp- urinn er mjög breiður,“ sagði Ólafur Guðmundsson við Morgunblaðið. „Þetta er ævintýri“ - Miklar kröfur gerðar til Montpellier - Ólafur Guðmundsson spilar undir stjórn sama þjálfara og stýrði Júlíusi og Geir í Frakklandi á tíunda áratugnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfing Ólafur Andrés Guðmundsson og Daníel Freyr Andrésson á landsliðsæfingu í Fossvoginum á dögunum. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólafur Andrés Guðmundsson, lands- liðsmaður í handknattleik, söðlaði um í sumar og fluttist til Frakklands eftir samtals átta ár í Svíþjóð. Ólafur stóðst ekki freistinguna þegar franska stórliðið Montpellier falaðist eftir kröftum hans og er Ólafur smám saman að komast inn í hlutina hjá liðinu. „Þetta er rosalega stórt og flott félag,“ sagði Ólafur þegar Morg- unblaðið tók hann tali á æfingu hjá landsliðinu sem undirbjó sig í síð- ustu viku fyrir lokakeppni EM sem fram fer í janúar. „Ég er nýkominn til félagsins þannig lagað og er að kynnast mörgu nýju en þetta er ævintýri. Það hefur gengið upp og niður til þessa en þetta er skemmtilegt.“ Montpellier hefur teflt fram sterku liði nánast í þrjá áratugi eða svo. Margir leikmenn úr heims- meistaraliðum Frakka hafa leikið með Montpellier og liðið sigraði í Meistaradeildinni 2003 og 2018. Lið- ið telst því tvímælalaust til stærstu handboltaliða í heimi. „Þetta er sögufrægt félag og sami þjálfarinn [Patrice Canayer] hefur stýrt liðinu í 26 eða 27 ár. Hann er allt í öllu þarna því hann er einnig framkvæmdastjóri félagsins. Hann stendur sig frábærlega og hefur gengið í gegnum allt með félaginu. Þótt á ýmsu hafi gengið þá hefur lið- ið verið í toppbaráttu nánast alla hans tíð. Liðið á sér frábæra sögu og maður finnur hvernig andrúmsloftið er. Það er pressa á liðinu að vera alltaf á toppnum eða við toppinn. Maður skynjar það í kringum allt og það eru mikil gæði í leikmannahópn- um,“ sagði Ólafur sem er annar Ís- lendingurinn sem spilar fyrir Mont- pellier. Geir Sveinsson lék með liðinu 1995-1997 og var því undir stjórn sama þjálfara. Þess má geta Ólafur Andrés Guðmundsson » Fæddur 13. maí 1990. » Gekk í raðir Montpellier í Frakklandi í sumar. » Lék áður með FH, AG Kaup- mannahöfn, Nordsjælland, Kristianstad og Hannover- Burgdorf. » Lék fyrst á stórmóti með landsliðinu á EM í Austurríki árið 2010. Forráðamenn enska knattspyrnu- félagsins Aston Villa eru á leið í við- ræður við Steven Gerrard, stjóra Rangers í Skotlandi. Gerrard er efstur á óskalista félagsins eftir að Dean Smith var rekinn. Gerrard tók við Rangers sumarið 2018 og stýrði félaginu til síns fyrsta meistaratitils í 11 ár á síð- ustu leiktíð. Hann er samnings- bundinn Rangers til sumarsins 2024 og því þarf Villa leyfi frá félaginu til þess að ræða við Gerrard. Roberto Martínez og Ralph Ha- senhüttl eru einnig á blaði hjá Villa. Gerrard í við- ræður við Villa AFP Á heimleið? Gerrard gæti snúið aftur til Englands og tekið við Villa. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Japan í vináttulands- leik í Almere í Hollandi 25. nóv- ember. Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti þetta í gær. Ísland mætir Kýpur í und- ankeppni HM 2023 hinn 30. nóv- ember á Kýpur en það verður loka- leikur íslenska liðsins á árinu. Til stóð að það yrði eini leikur Ís- lands í landsleikjaglugganum í nóv- ember en nú er ljóst að leikirnir verða tveir. Ísland og Japan hafa þrívegis mæst áður, í Algarve- bikarnum í öll skiptin. Vináttuleikur gegn Japan Morgunblaðið/Unnur Karen Landsleikur Dagný Brynjarsdóttir í leiknum á móti Kýpur í október. Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hefur verið útskrifaður af Haukel- and-spítalanum í Bergen eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal fyrir rúmri viku. Geir Inge Heggestad, fjölmiðlafulltrúi Sogn- dal, staðfesti þetta í samtali við NRK í gær. Emil hneig niður á 12. mínútu leiks Sogndal gegn Stjördals-Blink mánudaginn 1. nóvember og fór í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir á vellinum báru árangur og var Emil fluttur með sjúkraflugi á Hauke- land-spítalann, þar sem hann dvald- ist undanfarna rúma viku. Sogndal hefur boðað til blaða- mannafundar í dag þar sem Emil mun sitja fyrir svörum. Síðar um kvöldið verður svo leiknum við Stjördals-Blink haldið áfram, en hann var flautaður af í kjölfar þess að Emil hneig niður. Staðan í leikn- um var þá 1:0, Sogndal í vil. Emil útskrifaður af spítalanum í Bergen Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Noregur Emil í leik með FH sumarið 2017. Eftir það tímabil samdi hann við Sandefjord í Noregi áður en hann fór til Sarpsborg og svo á láni til Sogndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.