Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Rík: Nýr Landspítali
Kostnaður við Nýjan
Landspítala er áætl-
aður 80 milljarðar kr.,
þar af eru um 15 millj-
arða hækkanir til-
komnar á síðustu árum.
Þær koma til með að
bitna að einhverju leyti
á rekstrinum þó örugg-
lega fáist aldrei nokkur
maður til að viðurkenna
það. Læknateymi LSH er langt frá
því saklaust í málinu, því Nýr LSH
ætti að vera í því grunnformi sem
myndin sýnir, og það átti teymið að
gera tillögu um. Nú er Nýr LSH
kominn of langt til að eitthvað raun-
hæft verði gert í málinu annað en
klára verkið, en raddir um að byggja
betra þjóðarsjúkrahús eru strax farn-
ar að heyrast.
Rík: Aðgerðaáætlun í loftslags-
málum 46 ma.kr. Kjarnorkuvæðing
raforkuiðnaðarins í Evrópu og Am-
eríku hefði hindrað þá kolefnislosun
sem búin er að vera síðan, en henni
var hafnað um 1990 af náttúruvernd-
arástæðum. Þá var heiminum att út í
loftslagsvána í staðinn. Núna er al-
menn krafa um minnkun losunar af
sömum ástæðum en það er 30 árum
of seint, kolsýran í loftinu er orðin of
mikil (sjá Mbl. 18. október 2021),
miklar alþjóðaráðstefnur eru haldnar
um áætlanir til losunarminnkunar en
aldrei staðið við neina þeirra. Lofts-
lagsáætlun íslenska ríkisins er af
þeim toga eins og þarna má sjá.
Rík: Friða landið fyrir virkjunum.
Miklar friðunaráætlanir liggja nú fyrir
Alþingi, lagðar fram af sama ráðherra
og loftslagsáætlunin. Þar er frumvarp
um friðun hálendisins fremst í flokki,
en þar verða miðlunarlón virkjana að
vera til að gera fullt gagn. Á sama
tíma er krafist vistvænnar orku handa
öllum samgöngugeiranum og stórum
hluta fiskveiðiflotans og ýmsir hafa
bent á að þetta fari ekki saman. Þá er
bent á smávirkjanir í bergvatnsánum
og jarðvarma. Bergvatnsárnar hýsa
stærstan hluta af vatnalífríki landsins
og lax- og silungsveiðina. Fyrir 30 ár-
um reiknaði Landsvirkjun með að láta
þær alveg í friði af náttúruverndar-
ástæðum, orkan frá þeim er líka þrisv-
ar sinnum dýrari en það sem við nú
höfum. Sama má segja um litlar jarð-
hitavirkjanir sem líka er bent á í um-
ræðunni. Þar að auki mundu þær líka
umtalsvert auka losunina sem þær
eiga að koma í veg fyrir.
Það verður verkefni ríkisstjórn-
arinnar í framtíðinni að vinda ofan af
þessari firru og koma með eitthvað
raunhæft í staðinn.
Rvk: Borgarlína (þung) Hún fer
tæplega undir 200 milljarða þegar
allt (t.d. hækkun reksturskostnaðar
og viðbót við vagnaflotann) er talið
með, en líklega verður aldrei gerð til-
raun til að byggja nema fyrsta áfang-
ann, kallað lota 1. Sú var auglýst sem
strætólína með 24 m löngum hrein-
orkuvögnum, en hlaupið var frá því
strax í kynningu á verkinu og boðað
að gömlu vagnarnir yrðu áfram. Þá
er í verkinu þrenging Suðurlands-
brautar sem skerðir umferðarrýmd á
A-V umferðarásnum
svo mikið að búast má
við allt að 8 milljarða
kr. árlegri aukningu á
tafakostnaði. Þá er öll
áætlunin hlaðin rangri
aðferðafræði, rökleys-
um og hreinum stærð-
fræðilegum reiknivill-
um. Það skrítna við
þetta er að starfsfólk
Strætó virðist ekki haft
með í ráðum.
ÁS gerði létta borg-
arlínu (kostnaður 20
milljarðar, sjá samgongurfyrir-
alla.com) samkvæmt útfærslu Þór-
arins Hjaltasonar samgöngu-
verkfræðings að sinni tillögu til
samkomulags. Borgarstjóri hefði get-
að fallist á hana án þess að af honum
dyttu nokkrar fjaðrir en virðist hafa
ákveðið að slíkt væri pólitískt undan-
hald og heldur fast í upphaflegu
glópahugmyndina sem hann aldrei
kemur til með að eiga peninga fyrir.
Það sem í raun ætti að gera er að
virkja starfsfólkið í hagrænni endur-
skipulagningu og hreinorkuvæðingu
fyrirtækisins.
Rvk: Ráðning 100 manna í forritun
Borgin ætlar að láta 32,6 milljarða í
„Stafræna umbreytingu“ á borgar-
apparatinu. Í þetta á að ráða 100
manns. Vigdís Hauksdóttir skrifar í
grein í Mbl. 12. október 2021 að
ástæðan fyrir þessu sé að Bloomberg
hafi lofað 300 m.kr í verkið. Með
þessu getur borgin komið þeim pen-
ingum inn á sinn reikning. Svo þarf
að sjá til hvað verður úr fram-
kvæmdum. Ekki þarf að taka fram að
borgin liggur undir mikilli gagnrýni
að bjóða verkið ekki út.
Rvk: Smáhýsabyggingar Áætlað
er að tuttugu slík hús verði sett upp á
sjö mismunandi stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu á næstu árum. Fyrstu
5 húsin voru byggð í Gufunesi. Þau
kostuðu 1,1 m.kr./fermetra, tvöfalt
dýrari en venjulegt húsnæði. Íbúar
voru ekki valdir af verri endanum,
þeir áttu að vera einstaklingar með
vímuefna- og geðvanda. Heimsókn
blaðamanns 29. apríl 2021 leiddi í ljós
að einungis var búið í einu húsanna. Í
eitt og hálft ár hafa tíu tilbúin smá-
hýsi staðið ónotuð í Skerjafirði. Fyr-
irhugað er að fimm hús verði staðsett
í Laugardal, tvö á Héðinsgötu og þrjú
á Stórhöfða. Tvö eru komin í Skógar-
hlíð og þrjú á Kleppsmýrarveg.
Það vekur athygli að húsunum í
Gufunesi, Kleppsmýrarvegi og Laug-
ardal virðist valinn staður þar sem
þau geta verið fyrir við lagningu
Sundabrautar. Borgarstjórnin virðist
enn við sama heygarðhornið þegar
kemur að endurbótum á samgöngu-
kerfinu til að draga úr umferðar-
töfum og tafakostnaði.
Glópahugmyndir
Eftir Jónas Elíasson
»Hugmyndir sem er
almennt glapræði að
hrinda í framkvæmd
eru nú í gangi hjá ríki
(Rík) og Rvk, þetta má
kalla glópahugmyndir.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
Sjúkrahúsið í
Herlev í Kaup-
mannahöfn er
með stuttum
flutningaleiðum.
Það hefur almennt
reynst vel að fara að
vísindalegri ráðgjöf
þeirra sem gerst
þekkja. Allflestar
framfarir í sam-
félagsmálum má
rekja til ráðgjafar
vísindafólks. Þess
vegna er ráðlegt að
fylgja ráðlegginum
þeirra sem leggja
rækt við loftslagsvísindin.
Niðurstöður loftslagsvísinda um
ástandið eru á einn veg – það eru
að eiga sér stað afar hættulegar
breytingar í loftslagi jarðarinnar.
Ef ekki verður gerð bragarbót á,
og það á allra næstu árum, má
heita víst að vistkerfi jarðar um-
turnist og lífsskilyrði manna
versni til muna. Má jafnvel búast
við því að mannlegt samfélag, eins
og við þekkjum það í dag heyri
sögunni til.
Þrátt fyrir þetta heyrast enn úr-
töluraddir sem hafna þessum
hrakfaraspám. Og svo
eru þeir sem trúa að
tækniframfarir leysi
allan vanda og telja
enga þörf á sérstökum
aðgerðum. Þessar
raddir hafa undan-
farna þrjá áratugi
staðið í vegi fyrir
nauðsynlegum fram-
förum. Því lengur sem
það dregst að grípa til
aðgerða því hærri
verður reikningurinn;
reikningurinn sem komandi kyn-
slóðir neyðast til að greiða.
Nú er svo komið að það er neyð-
arástand í loftslagsmálum. Víða
um heim hafa stjórnvöld lýst yfir
neyðarástandi í loftslagsmálum og
sama má segja um nýlegt ákall að-
alframkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna. Aðalfundur Land-
verndar kallaði eftir því vorið 2019
að íslensk stjórnvöld lýstu yfir
neyðarástandi í loftslagsmálum.
Það er enn tímabærara nú.
Forsendur hagsældar bresta
Samkvæmt þeim gögnum sem
fram hafa komið hefur meðalhiti
jarðar hækkað um liðlega 1 gráðu
af mannavöldum undanfarna ára-
tugi. Hækkandi hitastigi hefur
fylgt aukin tíðni hættulegs veður-
ofsa með neikvæð áhrif á náttúru
og mannlíf. Svo að segja daglega
er sagt frá fréttum af þurrkum og
skógareldum, fellibyljum og flóð-
um. Það stefnir að óbreyttu í tæp-
lega 3 gráðu hækkun fyrir lok
þessarar aldar. Við það hitastig
mun vandi okkar jarðarbúa marg-
faldast og stór svæði verða
óbyggileg vegna hærri sjávar-
stöðu. Fylgikvillar ástandsins
verða vaxandi straumur flótta-
manna, ótímabær dauðsföll, eyði-
legging byggða og ófriður. Við
getum komið veg fyrir það versta
með aðgerðum. Þekking er fyrir
hendi. Vilja og samstöðu skortir.
Yfirlýsing um neyðarástand
vekur og hvetur
Með því að lýsa yfir neyðar-
ástandi má efla vitund almennings
um þá alvarlegu stöðu sem við
okkur blasir. Með yfirlýsingunni
munu umræður og skilningur
aukast og samstaða vaxa um nauð-
syn þess að grípa til róttækra að-
gerða – aðgerða sem geta haft um-
talsverð áhrif á daglegt líf flestra
borgara.
Með yfirlýsingu um neyðar-
ástand munu fyrirtæki átta sig á
því að stjórnvöldum er alvara; að
þess sé að vænta að gerðar verði
til þeirra mun meiri kröfur en áð-
ur. Fyrirtækjum yrði gert ljóst að
tímarnir eru breyttir og þau þurfi
að gera raunverulegar breytingar
á starfsemi sinni (en ekki bara
grænþvott) og aðlagast nýjum að-
stæðum. Þá munu fjárfestar beina
fjárfestingu frá þeim verkefnum
sem ekki samræmast yfirlýsingu
um neyðarástand.
Stjórnsýslan taki
höndum saman
Yfirlýsing um neyðarástand
mun þrýsta á að stjórnsýslan taki
höndum saman til að leysa við-
fangsefnið, þvert á ráðuneyti og
stofnanir. Aðgerðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar yrði uppfærð í sam-
ræmi við alvarleika málsins. Mikið
skortir á að svo sé í dag.
Með yfirlýsingu um neyðar-
ástand yrðu send skýr skilaboð til
umheimsins um að hér á landi séu
málin tekin föstum tökum og allur
málflutningur stjórnvalda á al-
þjóðasviðinu yrði trúverðugri.
Stjórn Landverndar hvetur rík-
isstjórn Íslands til að lýsa tafar-
laust yfir neyðarástandi í lofts-
lagsmálum.
Neyðarástand í
loftslagsmálum
Eftir Tryggva
Felixson
Tryggvi Felixson
» Það ríkir neyðar-
ástand í loftslags-
málum og víða hafa
stjórnvöld lýst því yfir.
Íslensk stjórnvöld verða
að taka undir og fylgja
eftir í verki.
Höfundur er formaður
Landverndar.
tryggvi@landvernd.is
HVERS VEGNA
- ERU EINKENNALAUS
BÖRN SETT Í SÓTTKVÍ
OG EINANGRUN?
VIÐVILJUM SVÖR
- EIGA BÖRN OG
UNGMENNI
AÐ “VERJA”
FULLORÐNA FÓLKIÐ?
- ER STERKT
ÓNÆMISKERFI
EKKIVIÐURKENNT
LENGUR?
SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ