Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 24
AF TÓNLIST
Gunnar Valgeirsson
skrifar frá Los Angeles
Eftir tveggja ára pásu fór fyrsta stóra
tónleikahátíðin fram hér í Los Angel-
es um síðustu helgi og undirritaður
hefur haft það að sið undanfarin ár að
heimsækja slíkar hátíðir – rétt til að
halda blaðamannapassanum í notkun.
Í þetta sinn var það þriðja útgáfa svo-
kallaðrar „Head in the Clouds“-
hátíðar og fór hún fram á golfvellinum
við hliðina á Rose Bowl-leikvanginum
rétt norðan við miðbæinn. Við hér á
Morgunblaðinu skelltum okkur á
staðinn, rétt til að vera í tengslum við
tónlistarsmekk ungviðisins í dag.
Það var ekki laust við að ákveðin
forvitni ætti einnig við – að finna út
hvort stemningin, sem er svo stór
hluti af reynslunni af slíkum hátíðum,
hefði breyst eftir heimsfaraldurinn.
Sjá hvort hægt væri að endurheimta
andrúmsloftið sem dregur fólk á slík-
ar uppákomur.
Þessi tónlistarhátíð er skipulögð af
tónlistar- og tónleikafyrirtækinu
88rising og Goldenvoice sem rekur
Coachella-hátíðina. Markmið 88rising
er að markaðssetja hipphopptónlist
frá Asíulöndum hér í Bandaríkjunum.
Fyrirtækið hefur bæði gefið út tónlist
listafólks í Asíu og staðið fyrir tón-
leikahaldi þess hér í Bandaríkjunum.
Los Angeles er ákjósanlegur staður
til að halda slíka hátíð, enda hátt hlut-
fall fólks af asískum uppruna.
Þetta var þriðja hátíðin sem ég hef
sótt á þessum stað og virðast stjórn-
endur Goldenvoice nú hafa fundið þar
góðan stað með góðri skipulagningu.
Samkvæmt heilsureglum Los Ang-
eles-sýslu er ekki grímuskylda á úti-
viðburðum, en bólusetningarvottorðs
er krafist á öllum stærri samkomum.
Allir gestir voru því bólusettir og stór
hluti mannhafsins var með grímu – ef-
laust afsprengi grímumenningarinnar
hinum megin Kyrrahafsins.
Blanda af poppi og hipphoppi
Fyrir tveimur árum hafði undirrit-
aður á orði um tónlistina á Coach-
ella-hátíðinni að poppið virtist vinsæl-
ast hjá yngra fólkinu – að hipphoppi
ólöstuðu. Eftir að hafa upplifað þessa
hátíð um helgina virðist nú sem
margt af listafólkinu – sérstaklega frá
Asíu – blandi þessum tveimur
stefnum saman í einhvers konar nýja
blöndu sem virðist falla gestum vel í
geð – allavega á þessum tónleikum.
Aðalstjörnur þessarar hátíðar voru
Niki, Saweetie, CL, Joji, Rich Brian
og Japanese Breakfast – allt listafólk
sem ég hafði ekki hugmynd um fyrr
en ég fór að kíkja á vefsíðu hátíðar-
innar fyrir tónleikana. Í þessum heimi
tónlistarinnar tók ég þó eftir að konur
skipa stóran sess – mun stærri en
maður er vanur að sjá á útihátíðum.
Fyrri dagurinn
Á laugardeginum var það rapp-
arinn Saweetie sem ég sá fyrst, en
hún er mikil prímadonna sem mætti
fimmtán mínútum of seint og söng
aðeins fimm lög á 25 mínútum. Rétt
eins og fólk gerði fyrir sextíu árum!
CL (Lee Chae-rin) frá Seúl kom
strax á eftir og hjá henni var allt ann-
að að sjá. Orkumikil framkoma með
hefðbundnu rappi – svipuðu og ég hef
hlustað á í yfir tvo áratugi í Staples
Center fyrir NBA-leiki hjá Lakers
og Clippers.
Sú listakona sem hins vegar vakti
mesta athygli mína allt kvöldið var
UMI, sem kom fram á minna sviði
hátíðarinnar. Hún syngur og talar
bæði mál foreldra sinn á sviðinu,
ensku og japönsku, sem féll vel í
kramið. Það sem snerti mig meira
var að hún var með alvöruhljómsveit
með sér – allt konur – sem var ólíkt
flestu öðru hipphopplistafólkinu.
Framkoma hennar var einnig hlý og
jákvæð, og ég fann mig – þar sem ég
stóð inni í miðjum mannfjöldanum –
umkringdan fólki sem söng heilu
textana á báðum málum hástöfum.
Það var þarna sem ég fann svarið
við spurningunni sem ég spurði sjálf-
an mig er ég gekk frá bílastæðinu að
tónleikastaðnum: „Hvað ert þú, gam-
all maðurinn, að leggja allt þetta á
þig þegar þú þekkir engan sem kem-
ur fram?“ Það er eitthvað sem maður
metur við það að standa innan um
þúsundir – og stundum tugþúsundir –
manna og finna samheldni hópsins og
gleði. Allt í nafni tónlistar og upplif-
unar. Minnti mann á hvað maður hef-
ur saknað slíkra samkoma undan-
farin tvö ár.
Tónleikahaldinu lauk svo með Rich
Brian, rappara af gamla skólanum frá
Indónesíu. Hann virtist falla vel í
kramið hjá tónleikagestum, en ég
notaði tækifærið og rölti í rólegheit-
unum út á bílastæðið, hlustandi á tón-
listina allan tímann.
Dagur tvö
Á sunnudeginum var það keshi frá
Houston sem hóf alvöruna um leið og
myrkrið skall á, en foreldrar hans eru
frá Víetnam. Svo komu þau á svið eitt
af öðru; Niki frá Indónesíu, Beaba-
doobee frá Filippseyjum og Bretlandi
og Joji frá Japan – en „sándið“
breyttist lítið. Þetta var allt popp og
hipphopp eða einhver hræringur.
Flott uppsetning og myndrænn bak-
grunnur hjá flestum, en fágað eins og
mikið af þessari tónlist.
Oft á tíðum var tónlistin of „niður-
soðin“ fyrir minn smekk, en fyrir
utan Saweetie reyndi listafólkið að
halda uppi stemningunni – það var
fullt af orku – og ekki eins og ég hafi
verið í markhópnum sem hátíðin var
sett upp fyrir. Þetta var heimsvæð-
ingin eins og hún er í dag, vörur og
menning geta flætt til og frá á yfir-
borði jarðar og í gegnum netið.
Snjallsímar á lofti
Það var mjög jákvætt andrúms-
loft báða dagana á þessari hátíð, þótt
ég hafi tekið eftir að óvenjumikið var
um að tónleikagestir hæfu snjall-
síma sína á loft til að taka vídeó af
tónleikunum. Mun meira en ég hef
séð á öðrum útitónleikum. Ég skal
láta ósagt það sem ég vildi um þá
þróun, en maður er jú víst að öskra
út í loftið hvað það varðar. Hafði Co-
vid drepið andrúmsloftið og menn-
inguna? Nei, orka yngri kynslóð-
arinnar og þörf mannanna fyrir
sterkar samfélagslegar tengingar
lifa enn góðu lífi.
Tónleikahátíðir komnar í gang að nýju
- Asískt og bandarískt listafólk lék á sömu nótum á Head in the Clouds-hátíðinni í Los Angeles
Snjallsímatímar Unga fólkið veifaði snjallsímum sínum á hátíðinni í gríð og erg, líkt og því væri borgað fyrir.
Hress Michelle Zauner, forsprakki
hljómsveitarinnar Japanese Breakfast.
Ljósmyndir/ Steven Rood/ Willie Song
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Á laugardaginn var bárust þær
fréttir að átta hefðu látist og tugir
slasast á hipphopptónleikum í
Houston kvöldið áður. Ef marka má
viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum
og lýsingar í fréttum var orsökin
straumur um 300 manna sem ýttu
sér og tróðust í gegnum múginn til
að komast nær meginsviði hátíðar-
innar. Það skapaði á endanum of
mikinn þrýsting nærri sviðinu.
Slíkt hefur áður gerst á tónleikum
og íþróttaviðburðum víða með
hörmulegum afleiðingum, en í
þetta sinn bætti ekki úr að söngv-
arinn Travis Scott hunsaði óskir
um að stöðva tónleikahaldið, þrátt
fyrir að hann virtist geta séð alvöru
málsins þegar öryggisverðir voru
að reyna að hjálpa fólki í neyð og
að hann hafi oftar en einu sinni
gert gert hlé á söng sínum oftar en
einu sinni.
Scott er þekktur fyrir kraftmikla
sviðsframkomu og hann hefur
hvatt tónleikagesti á útitónleikum
til að hunsa öryggisgæslu og ryðj-
ast að sviðinu. Hann var t.d. hand-
tekinn af lögreglunni í Chicago eft-
ir slíka framkomu árið 2015. „Scott
er þekktur í hipphoppsamfélaginu
fyrir að erta tónleikagesti og það
getur oft skapað skemmtilega tón-
leika, en einnig hættulegar
aðstæður við sviðið,“ skrifar einn
ritstjóra Rolling Stone-tímaritsins.
Ég hef verið viðstaddur fjöldann
allan af útitónleikum og hátíðum í
gegnum árin en aldrei hef ég séð
slíkan straum fólks ryðjast að svið-
inu eins og gerðist í Houston. Þeg-
ar þetta er ritað er ekki enn vitað
hvort orsök þessara hörmunga
væri andrúmsloftið á staðnum og
múgæsingur eða slæm öryggis-
gæsla. Maður hefur hins vegar
lúmskan grun um að það kunni að
vera blanda af þessu, auk þess sem
margt af ungviðinu hefur verið án
slíkra viðburða í nær tvö ár og svo
virðist sem mikil niðurbæld orka
hafi verið leyst úr læðingi.
Houston hefur heldur ekki há-
mark á þeim fjölda sem leyft er að
sækja útitónleika, ólíkt flestum
öðrum borgum.
Á Head in the Clouds-hátíðinni
heyrði ég oftar en einu sinni viðvar-
anir frá öryggisgæslu í gegnum há-
talarakerfi hátíðarinnar um að
áhorfendur nær sviðinu tækju allir
skref aftur á bak og að fólk baka til
ætti ekki að ryðjast í átt að sviðinu.
„Við viljum öll örugga og skemmti-
lega tónleika í kvöld,“ var viðkvæð-
ið. Þetta var ekkert vandamál, enda
haga flestir tónleikagestir sér vel.
Þetta er jú Los Angeles, ekki Texas.
Útitónleikabransinn hefur hins
vegar ekki efni á því að svona nokk-
uð gerist, sérstaklega þegar hann
er rétt að skríða úr nær tveggja ára
pásu vegna faraldursins. Almenn-
ingur krefst öryggis hátíðum.
Hamfarir í Houston
ÁTTA LÉTUST OG TUGIR SLÖSUÐUST
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.