Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 SPORTIS.IS // SKEIFAN 11 // 108 RVK //S.520-1000 „OG ÞETTA ERU AFLEIÐINGAR ÞESS AÐ GRAFA NIÐUR ALLAR TILFINNINGAR SÍNAR.“ „MÖRÐUR, ÉG ER EKKI AÐ ÁSAKA ÞIG EN ÞAÐ VANTAR EITT VÍNBER.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna bæði það sem þið leituðuð að. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG LÍKA, VINUR ÉG ER AÐ SENDA ÞÉR NOKKUR GELT SMELL SMELL SMELL ÉG SAKNA GÖMLU GÓÐU DAGANNA OG ÉG ER AÐ SENDA ÞÉR NOKKUR „NUSNUS“ OG „GRJAÁ“ VITRI MAÐUR, ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA MÉR ÞAÐ AÐ LEYNDARMÁL HAMINGJUNNAR SÉ AÐ GEFA? ÉG HÉLT ÞAÐ! JÁ ÞJÓRFÉ SMELL SMELL SMELL stöðum. Mestur áhugi hefur verið á Suður-Evrópu og Suður-Asíu. Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Helgi Krist- ínarson Gestsson, f. 4.1. 1949, við- skiptafræðingur og fv. lektor við Há- skólann á Akureyri. Þau gengu í hjónaband 22.1. 1972 og hafa búið frá 2000 á Akureyri, í Möðruvallastræti 2. Foreldrar Helga voru hjónin Gest- ur Þórðarson, f. 6.9. 1907, d. 21.2. 1984, lengst af gjaldkeri hjá I. Brynj- ólfsson & Kvaran, og Kristín Helga- dóttir, f. 17.3. 1916, d. 11.9. 2007, kaupkona og eigandi Sápuhússins hf. Börn Auðar og Helga eru 1) Jón Gestur Helgason, f. 6.10. 1974, við- skiptafræðingur, framkvæmdastjóri tölvufyrirtækisins Eniak ehf. á Akur- eyri, en kona hans er Gerður Ring- sted. Dóttir hans er Rebekka Rut Jónsdóttir, f. 17.8. 1999 og m.h. er Bjarki Gíslason. Dóttir þeirra er Marín Eva, f. 7.9. 2021. Sonur Gerðar er Daði Guðvarðarson og k.h. er Fanney Björg Björnsdóttir. Börn þeirra eru Freysteinn Ari og Ágústa Eva. 2) Kristín Helgadóttir, f. 24.5. 1976, viðskiptafræðingur hjá Spari- sjóði Höfðhverfinga, en fyrrverandi maður hennar er Sigurður Hrafn Þorkelsson og eru börn þeirra Birta Eir, f. 16.6. 1999, Helgi Hrafn, f. 23.3. 2005, og Gísli Freyr, f. 12.11. 2007. Systkini Auðar eru Guðmundur Kristinn Guðmundsson, f. 9.1. 1955, bús. í Regina í Kanada; Helga Kristín Guðmundsdóttir, f. 25.12. 1955, sjúkraliði í Reykjanesbæ; Þórdís Guðmundsdóttir, f. 19.8. 1968, lista- maður og rafeindavirki í Kópavogi. Foreldrar Auðar voru Guðmundur Jónsson, f. 13.11. 1929, d. 11.11. 2010, píanóleikari í Reykjanesbæ, og Hulda Auður Kristinsdóttir, f. 13.2. 1932, d. 24.9. 2000, viðskiptafræðingur og gæðastjóri hjá Fiskistofu. Seinni kona Guðmundar var Ingibjörg Þor- bergs, söngkona og tónskáld. Auður Eir Guðmundsdóttir Sigríður Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík Pálmi Pétur Sigurðsson sjómaður í Reykjavík Kristín Sigurlilja Pálína Petrína Pálmadóttir húsmóðir í Reykjavík Jón Guðmundsson verslunarstjóri í Reykjavík Guðmundur Jónsson píanóleikari í Reykjanesbæ Þórdís Tómasdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Guðmundsson sjómaður í Reykjavík Sigurlína Rósa Sigtryggsdóttir húsfreyja áÆsustöðum Níels Sigurðsson bóndi áÆsustöðum í Eyjafjarðarsveit Helga Marín Níelsdóttir ljósmóðir í Reykjavík Kristinn Jóhann Helgason ökukennari og forstjóri í Reykjavík Kristín Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja og saumakona í Ólafsfirði Helgi Hafliðason bóndi og verkamaður í Ólafsfirði og Hrísey Ætt Auðar Eir Guðmundsdóttur Hulda Auður Kristinsdóttir viðskiptafræðingur á Seltjarnarnesi Jæja. Þá er kerlingin á Skóla- vörðuholtinu vöknuð til lífsins. Það borgaði sig að ýta aðeins við henni. Hún byrjar á að svara Bene- dikt Jóhannssyni sem talaði um það í kersknisvísu á afmælisdegi henn- ar að hún skakklappaðist um ein- sömul. „Hann hefur greinilega aldrei séð mig, grey skinnið,“ mælti hún og romsaði upp úr sér: Fari ég að fá mér bjór fýrar til mín augum renna, tannhvöss er og túttustór, tígulegust allra kvenna. En henni hlýnaði um hjartarætur við að heyra vísu Dagbjarts Dag- bjartssonar, sem hafði talað um litla spræka kerlingu – í bundnu máli vitaskuld. Hún svaraði óðar: Illa fæ ég afborið úldna karla í fúlli krísu, mikið líkar mér því við manninn hennar Hrísa-Dísu. Annars virðist hún hafa lagt bokkuna á hilluna, ef marka má vísu hennar: Lagt hef að baki sukk og svað sober um vegi tifa batnandi konum best er að bardúsa við að lifa. Mikið er notalegt að heyra í kerlu. Annar gamall kunningi rifj- aðist upp, karlinn í Laugarnesinu, sem hefur ekkert heyrst frá lengi. En karlinn var fljótur til svars þeg- ar heyrt var í honum: Þjóð frá meinsemd fær nú frí fyrr þótt leiri blési, klakastífla er komin í karl frá Laugarnesi. Góðvinur karlsins, Jón Ingvar Jónsson, skýrir vísuna þannig að klakastíflu fái maður með „whisky on the rocks“. Enn annar gamall kunningi skaut upp kollinum, Sig- mundur Benediktsson, sem segist ekki yrkja eins mikið og áður sök- um elli, en gaukaði þó að horninu vetrarvísu enda orðið hvítt til fjalla: Meðan vetur magnast inn myrkrið letur sinni. Ógn að setja oftar finn andans getu minni. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af karli, túttum og kerlingu Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.