Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í nafnlausu bréfi frá leikskóla- kennara sem fram kom um liðna helgi er lýst ástandi á leikskólum sem vart er ásætt- anlegt. Þar er rætt um að starfsfólk sé að sligast undan álagi vegna manneklu sem komi meðal annars til vegna vinnu- tímastyttingar. Væri aðeins um nafnlaust bréf að ræða þyrfti ekki endi- lega að veita því sérstaka at- hygli, en í samtali Morg- unblaðsins við Sigrúnu Huldu Jónsdóttur, leikskólastjóra og meðstjórnanda í stjórn Félags stjórnenda leikskóla, kemur fram að þetta á við rök að styðj- ast. Hún segir ástandið slæmt „í flestöllum leikskólum landsins“. Staðan hafi lengi verið þröng í starfsmannahaldi en róðurinn sé þyngri nú og áhersla sé lögð á að „fara ekki umfram í ráðn- ingum og öðru. Til viðbótar kemur vinnutímastytting. Það segir sig sjálft að þegar starfs- maður fer út og enginn kemur í staðinn þá eykst álagið á þá sem eftir eru. Stakkurinn var þröng- ur fyrir og nú er hann sprung- inn.“ Tölur um launahækkanir, einkum hjá sveitarfélögunum, sýna glöggt að vinnutímastytt- ingin sem samið var um í síð- ustu kjarasamningum fór úr böndum. Það hljómaði vel að hægt væri að fá eitthvað fyrir ekki neitt, en sú er sjaldnast raunin. Og í þessu tilviki reyndist svo ekki vera. Vissulega gat sums staðar gengið upp að stytta vinnutímann og auka framleiðni á móti þannig að dæmið gengi upp, en að það gæti gengið með pennastriki í kjarasamningum á vinnumark- aðnum í heild sinni gat ekki gengið upp og gerði það ekki. Vinnutímastyttingin kemur illa við fjölda fyrirtækja á al- menna markaðnum en hún kem- ur enn verr við stofnanir ríkis og sveitarfélaga. Þar bera skattgreiðendur kostnaðinn og voru álögurnar þó nægar fyrir, eins og sést af því að Ísland er með eina hæstu skattbyrði í heimi. Eins og sjá má af lýsingunni á ástandinu á leikskólunum bitn- ar þetta þó á fleirum en skatt- greiðendum. Álagið hefur auk- ist á starfsmennina sjálfa. Það var ekki ætlunin. Þvert á móti. Verkefni næstu kjarasamn- inga hlýtur meðal annars að vera að lagfæra það sem aflaga fór að þessu leyti í síðustu samningum. Þegar að því kem- ur að þetta verði tekið til um- ræðu dugar ekki að ríghalda í drauminn sem reyndist tálsýn, og gæti jafnvel snúist upp í martröð. Draumurinn um styttri vinnuviku er að snúast upp í martröð} Styttri vinna, aukið álag Heimurinn er óvenjulegur um þessar mundir. Eftir að Joe Biden komst með króka- leiðum inn í Hvíta húsið opnuðust strax allar landa- mæragáttir suðurhluta hins mikla ríkis. Þeir sem koma lög- lega í gegnum flugvélahliðin með sína passa stimplaða í bak og fyrir eru teknir óblíðum tök- um verði þeir óviljandi ein- hverjum vikum fram yfir 6 mánuði í landinu. En þeir sem svindla sér inn og borga glæpa- liði fúlgur fyrir mæta útopnum örmum. En hvað verður um þá? Það er óljóst. Ríkisstjóra Flórída brá þegar hann sá að útsend- arar alríkisins sturtuðu flug- vélaförmum í hin og þessi ríki og einkum þó þar sem demó- kratar töpuðu naumlega síðast. Valdsmenn í Washington segj- ast ekki þurfa að spyrja lýð- ræðiskjörna yfirstjórn ríkjanna neins! Heimurinn velur sér reglu- lega vonda karl ársins sem skuli hatast í næstu misserin. Nú ber einvaldur Hvíta- Rússlands þann sprota. Því froðufellir ESB samviskusamlega yfir því að Lúka- sjenkó sé að hefna sín á búrókrötum í Brussel vegna refsiaðgerða gegn ríki hans vegna stjórnarhátta sem hann hefur ekki borið undir þá. Og hvað gerði hann nú síðast svo að von der Leyen varð algjörlega æf? Frúin setti reyndar bóndann í Kreml undir sama mæliker enda segir hún Pútín vera heil- ann á bak við hrekkjabrögðin. Forsetinn í Minsk flutti farma af múslimum og sturtaði þeim inn fyrir landamæri ESB-ríkja. Segir hann að þar sjáist ekki á svörtu því Merkel gleypti millj- ón manns í taugaveiklunarkasti og bar það ekki undir neinn. Nú vill svo til að rétt eins og þeir í Minsk eiga Björn að baki Kára í austri á Brussel sinn í vestri. Þar er Joe Biden vakinn og sof- inn yfir þeim. Gætu þeir ekki fengið hann til að fordæma hrekkjabragðið? Biden hefur sýnt að hann er næsta óútreikn- anlegur, bæði vakinn og sofinn, og mun sjálfsagt ráðleggja frú Leyen að fljúga með liðið til Flórída. Óþverrabragðið úr Minsk er komið lóð- beint upp úr upp- skriftabók Bidens fyrir sofandi soldáta} Fordæmið liggur fyrir Þ egar ákveðið var að ráðast í kaup á nýju varðskipi, Freyju, fyrr á þessu ári var einnig ákveðið að heimahöfn skipsins skyldi vera á landsbyggðinni. Siglufjörður varð fyrir valinu vegna legu sinnar og vegna þess að þar er fyrir hendi viðlegukantur með hæfi- legu dýpi fyrir þetta öfluga skip. Staðarvalið hefur fengið mikinn og víðtækan stuðning úti um allt land. Skipaumferð hefur aukist umhverfis Ísland á undanförnum árum, ekki síst vegna umferð- ar farþega- og flutningaskipa við norðan- og austanvert landið. Með því að staðsetja Þór og Freyju við hvorn enda landsins erum við að bregðast við breyttum aðstæðum, auka við- bragðsflýti og viðbragðsgetu á sjó og við strendur landsins. Allt hefur þetta mikla þýð- ingu fyrir almannavarnir og öryggi íbúanna í viðkomandi landshlutum. Þegar teknar eru ákvarðanir um flutning á starfsemi fyrirtækja og stofnana ríkisins er verið að treysta byggð í landinu. Ný störf verða til, fjölbreytnin verður meiri og nýir möguleikar skapast fyrir allan þann fjölda af vel menntuðu fólki sem kýs að búa og starfa í sinni heima- byggð ef sá möguleiki er fyrir hendi. Gildir það jafnt um hvers kyns iðnnám, tækni- og háskólamenntun. Best fer á því og það er líklegast til árangurs þegar flutningur á starfsemi ríkisins stafar af þörf eða nauðsyn eins og hvað varðar val á útgerðarstað varðskipsins Freyju. Það hefur sýnt sig að áhugi er fyrir hendi t.d. hjá ungu háskólamenntuðu fólki að sækja um þegar boðið er upp á ný störf á vegum opinberra að- ila úti á landsbyggðinni. Sem dæmi má nefna að nýlega voru auglýst laus til umsóknar tvö ný störf á vegum Persónuverndar á Húsavík. Umsækjendur voru um 140! Tækninýjungar og framþróun munu greiða fyrir þróun um flutning starfa út á land. Stöð- ugt er unnið að því að auka framboð raf- rænna lausna fyrir þá sem sækja þurfa þjón- ustu til opinberra aðila og sýslumanns- embættin hafa t.d. bætt þjónustu sína. Framboð rafrænna og stafrænna lausna á að- eins eftir að aukast og auðvelda flutning starfa út á landsbyggðina – og um leið búsetu þeirra sem þar kjósa að búa. Þetta á ekki að- eins við um störf á vegum ríkisins heldur einnig fyrirtæki á almennum markaði. Í heimi þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar kunna að liggja tækifæri í því að staðsetja sig utan þéttbýlustu kjarnanna. Með auknum möguleikum á fjarvinnu skapast tækifæri til fjölbreyttara úrvals á búsetu en áður. Eins hef ég trú á því að fyrirtæki á landsbyggðinni muni til skemmri og lengri tíma sjá tækifæri í því að efla starfsemi sína, ráða til sín fleira fólk og taka þátt í öflugri uppbyggingu sam- félagsins. En til að svo geti orðið verður þjónusta hins opinbera að vera aðgengileg og einföld og til þess fallin að skapa fólki tækifæri til búsetu um allt land. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Sköpum tækifæri úti um allt land Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Smám saman kemur einnig í ljós að heimsfaraldurinn hefur haft mikil óbein áhrif á heilsufar skv. OECD. Fyrirbyggjandi aðgerðum fækkaði. Skimunum fyrir brjósta- krabbameini fækkaði t.a.m. í mörg- um löndum og fyrstu tölur frá nokkrum Evrópulöndum benda til þess að greindum krabbameins- tilfellum hafi fjölgað umtalsvert á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs og bið eftir liðskiptaaðgerðum lengdist að meðaltali um tvo til þrjá mánuði skv. ritinu. Útgjöld til heilbrigðismála juk- ust vitaskuld verulega í fyrra eftir að faraldurinn reið yfir. Á árinu 2019 voru útgjöld OECD-ríkjanna til heil- brigðismála að meðaltali 8,8% af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið var 8,6% á Íslandi. Á seinasta ári jukust útgjöldin og fóru í 9,8% af landsframleiðslu hér á landi. OECD hefur fengið tölur um útgjöldin í fyrra í 22 ríkjum og er Ísland þar í tí- unda sæti á lista yfir mestu útgjöldin til heilbrigðismála á árinu 2020 sam- kvæmt þessum mælikvarða. Íslendingar eru líkt og verið hef- ur um árabil meðal efstu þjóða í sam- anburði OECD þegar lagt er mat á ævilíkur við fæðingu. Meðalævilíkur Íslendinga við fæðingu voru 83,2 ár á árinu 2019, sem setur Ísland í 7. sæti yfir mestu ævilíkurnar meðal 38 þjóða. Fjölmargar upplýsingar eru birtar um áhættuþætti á borð við reykingar og neyslu áfengis skv. töl- um frá 2019. Ofþyngd færist enn í vöxt og eru Íslendingar í hópi þjóða þar sem hlutfall ofþyngdar mælist hvað mest en það er sagt eiga við 65,4% allra 15 ára og eldri Íslend- inga. Tóbaksreykingar eru aftur á móti minni hér en í flestöllum öðrum aðildarlöndum OECD. Um 8% full- orðinna reykja hér á landi. Áfengis- neysla Íslendinga er nokkuð undir meðaltali OECD landanna eða að meðaltali 7,7 lítrar af hreinum vín- anda á hvern fullorðinn. Faraldurinn dró úr lífslíkum meðal þjóða Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Gjörgæsla Covid-19 setur svip sinn á árlegar tölur OECD um heilsufar. 2,9 3,6 5,1 5,6 7,2 6,5 7,2 6,7 8,1 6,7 7,7 7,0 7,6 7,0 7,5 9,1 7,8 9,8 8,6 9,7 8,7 8,8 9,1 9,6 9,2 10,1 9,5 9,6 10,6 10,0 12,8 10,2 11,2 10,2 11,5 10,4 11,3 10,5 11,6 10,8 11,4 10,9 11,0 12,4 11,1 11,3 12,5 11,7 16,8 In dó ne sí a In dl an d Kí na Rú ss la nd Pó lla nd Ír la nd Ei st la nd Sl óv ak ía Li th áe n Ís ra el Té kk la nd Ís la nd Íta lía O E C D -m e ð a lt a l Sp án n Fi nn la nd Po rt úg al B ra si lía D an m ör k B re tla nd H ol la nd Au st ur rík i N or eg ur Ka na da Sv íþ jó ð Ja pa n Fr ak kl an d Sv is s Þý sk al an d B an da rík in *Þar sem tölur fyrir 2020 liggja fyrir Heimild: Útreikningar OECD Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu Nokkur OECD-lönd 2019 og 2020* 2019 2020 (% af VLF) SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F araldur kórónuveirunnar hafði veruleg áhrif á ástand heilbrigðismála í aðildarlöndum OECD á seinasta ári að því er lesa má út úr ár- legri tölfræði og samanburði OECD í ritinu Health at a Glance 2021, sem birt var í gær. Fjöldi dauðsfalla af völdum veirunnar virðist til að mynda hafa haft þau áhrif að meðallífslíkur í 24 löndum af 30, þar sem tölur eru til- tækar, lækkuðu í fyrra frá árunum á undan, um 1,6 ár í Bandaríkjunum og 1,5 ár á Spáni svo dæmi séu tekin. Stofnunin birtir líka tölur yfir svonefnd umframdauðsföll, þ.e. fjölda dauðsfalla umfram meðaltal áranna á undan, og kemur á daginn að þeim fjölgaði verulega í mörgum aðildar- löndum. Ísland kemur þó betur út í þeim samanburði, en skv. tölum OECD fjölgaði dauðsföllum hér um 1,99% miðað við meðaltal áranna 2015-19, sem er næstminnsta aukn- ingin meðal allra landanna, næst á eftir Danmörku. Samanburðurinn leiðir í ljós að yfir 90% þeirra sem létust af völdum veirunnar í aðildarlöndunum voru eldri en 60 ára. Faraldurinn hafði líka alvarleg áhrif á andlega líðan meðal þjóðanna skv. þeim tölum sem OECD birtir. Í sumum landanna ríflega tvö- faldaðist og vel það fjöldi þeirra sem sögðust eiga við kvíða og þunglyndi að stríða á seinasta ári frá árinu á undan. Tölur frá Íslandi eru ekki með í þeim samanburði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.