Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Páll Vilhjálmsson vekur at- hygli á að peðin koma víða að í stórveldaskákunum um þessar mundir: - - - Múslímar frá Írak eru í þúsundavís á landamærum Pól- lands, Lettlands og Litháen annars vegar og hins veg- ar Hvíta-Rúss- lands. - - - Þeir vilja komast til Vestur- Evrópu í betri lífs- gæði. - - - Pólland kærir sig ekki um múslíma og hefur lent upp á kant við Evrópusambandið, sem vill að Pólverjar og önnur aðild- arríki í Austur-Evrópu taki sinn skerf að múslímum. Ágangur múslíma á ESB-ríki í austri eykur klofninginn í Brussel- bandalaginu. - - - En hvað eru múslímar frá Írak að þvælast í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland á leið sinni til Vestur-Evrópu? - - - Jú, segir Telegraph, hér er Pútín Rússlandsforseti að verki og bandamaður hans, Al- exander Lukashenko í Hvíta- Rússlandi. ESB seilist til áhrifa í bak- garði Rússa, Úkraínu, og ybbir sig við Hvít-Rússa. Pútín notar á móti múslíma sem mennsk vopn á þandar taugar Brussel- bandalagsins. - - - Kaldrifjað? Já, en kallast öðru nafni stórveldapólitík.“ Vladimir Pútin Í því tafli er brögðum beitt STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Blúnduhaldari 10.850 kr. Haldari 11.650 kr. Buxur 4.990 kr. Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 LACE AFFAIR FRÁ WACOAL Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjórtán umsóknir bárust um emb- ætti forstjóra Landspítalans (LSH) en umsóknarfrestur rann út á mið- nætti á mánudagskvöld. Af þessum fjórtán eru sex núverandi stjórnend- ur á spítalanum, auk lækna, hjúkr- unarfræðings, ráðgjafa, forstjóra og viðskiptafræðings. Umsækjendur, í stafrófsröð, eru Björn Óli Ö. Hauksson, verkfræð- ingur og fv. forstjóri Isavia, Elísa Jó- hannsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi, Guðlaug Rakel Guðjóns- dóttir, settur forstjóri LSH, Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmda- stjóri mannauðsskrifstofu LSH, Há- kon Hákonarson, læknir í Banda- ríkjunum, Jan Triebel, læknir á Selfossi, Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá LSH, Kristinn V. Blöndal ráðgjafi, Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga hjá LSH, Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor, formaður Læknafélags Íslands, Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs LSH, Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á LSH, og Sigurður Erlingsson viðskiptafræð- ingur. Sérstök hæfnisnefnd mun fara yf- ir umsóknir en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars nk. Fjórtán vilja verða forstjóri LSH - Sex umsækjendur úr hópi núverandi stjórnenda á Landspítalanum Morgunblaðið/Unnur Karen Landspítalinn Nýr forstjóri tekur við stjórninni í mars nk. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is „Ég er bara hrærður, þakklátur og spenntur fyrir komandi verkefnum en um leið er það mjög skrítin til- finning að stíga frá starfi sínu,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Selja- skóla og nýkjör- inn formaður Kennarasam- bands Íslands, í samtali við mbl.is í gær um nið- urstöðu kosning- anna. Sagðist hann vera fyrst og fremst þakklátur fyrir þann meðbyr sem hann hefði hlotið í kosningunni og það að íslenskir kennarar hafi treyst honum fyrir þeim verkefnum sem fram undan eru. „Það er bara næsta verkefni að kafa enn dýpra ofan í þau og láta eitthvað gott af sér leiða. Það er það sem maður reynir alltaf.“ Sem formaður sambandsins hyggst Magnús m.a. leggja áherslu á að bæta launakjör aðildarfélaga, breyta viðhorfi samfélagsins til kennarastéttarinnar, efla samfélags- lega umræðu um gæði í íslensku skólastarfi og hvernig bæta megi líð- an kennara vegna álags á þá í starfi. Inntur eftir því segir hann núgild- andi aðalnámskrár vera börn síns tíma og að tími sé til kominn að end- urskoða þær. „Það er auðvitað bara mín persónulega skoðun en af reynslu minni hafa námskrár verið of ítarlegar og niðurnjörvaðar og gefa okkur kannski ekki færi á að nýta styrkleika hvers skóla fyrir sig.“ Kveður Seljaskóla með trega Þótt Magnús sé spenntur fyrir nýja hlutverkinu sem formaður og þeim verkefnum sem eru fram und- an hjá honum segist hann kveðja Seljaskóla með miklum trega. „Það er ákveðinn tregi sem fylgir því að stíga frá þeim öfluga vinnu- stað sem Seljaskóli er. Þetta er búið að vera frábær tími, með alveg gríð- arlega öflugum kennarahópi og frá- bærum börnum og foreldrum. Að fá að vinna með nemendum að þroska þeirra og námi hefur alltaf verið rauði þráðurinn í mínu starfi. Það verður eitthvað sem ég mun sakna mjög.“ Þakklátur fyrir traust kennara - Mun leggja áherslu á bætt launakjör Magnús Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.