Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við höfum bent á vöntun á hjúkrun- arfræðingum í áratugi,“ sagði Guð- björg Pálsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Skrifaðar hafa verið margar skýrslur um skort á hjúkrunarfræð- ingum. Þannig gaf FÍH út skýrslu ár- ið 2017 um vinnu- markað hjúkrun- arfræðinga. Þar kom meðal annars fram að lengi hafi skort hjúkrunar- fræðinga hér á landi. Ríkisendur- skoðun gaf einnig út skýrslu sama ár um hjúkrunar- fræðinga þar sem stjórnvöld voru m.a. gagnrýnd fyrir stefnuleysi vegna langvarandi skorts á hjúkrunarfræðingum. Heilbrigðis- ráðuneytið gaf svo út tvær skýrslur í fyrra, annars vegar um mönnun og menntun hjúkrunarfræðinga og hins vegar sérstaklega um mönnunina. Ná ekki að mennta nógu marga „Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkrunarfræðinga til að starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu né að halda hjúkrunarfræðingum í starfi í heilbrigðiskerfinu. Nú hættir 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur störfum í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift. Einnig fáum við ekki aftur til starfa þá sem hafa hætt,“ sagði Guðbjörg. Und- antekning frá því varð í Covid-19-far- aldrinum þegar hjúkrunarfræðingar slógust í lið með bakvarðasveitinni. Starfandi hjúkrunarfræðingar í FÍH eru rúmlega 3.600. Hjúkrunar- fræðingar sem starfa við eitthvað annað en hjúkrun eru yfirleitt í öðrum stéttarfélögum. Nokkrir tugir starf- andi hjúkrunarfræðinga hér koma er- lendis frá, flestir frá Filippseyjum en einnig frá Evrópu, Ástralíu og N-Am- eríku. Menntun þeirra þarf að upp- fylla evrópskar kröfur svo þeir fái starfsleyfi á Íslandi. Meðalaldur stéttarinnar er nú um 46 ár, fleiri fari á eftirlaun og því ljóst að mennta þarf enn fleiri hjúkrunar- fræðinga til að mæta þörfinni. Launin laða ekki að Guðbjörg sagði að við gerð skýrsl- unnar 2017 hafi FÍH áætlað að hægt væri að fá 300 hjúkrunarfræðinga aft- ur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Það myndi muna mikið um þann hóp, að hennar sögn. En hvers vegna koma þeir ekki til starfa? „Ein ástæðan er launin. Við erum nú með gerðardóm númer tvö á launaliðinn árið 2020. Það getur engin stétt búið við það,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði að í greinargerð með gerð- ardóminum komi fram að vísbending- ar séu um að kynbundinn launamun- ur sé á milli hjúkrunarfræðinga, sem er 97% kvennastétt, og annarra starfshópa stéttarfélaga þar sem karlar eru fjölmennari og taldir eru með sambærilega menntun, ábyrgð og álag í starfi. Þeir séu að jafnaði með hærri laun en hjúkrunarfræðing- ar án þess að þeirra störf séu endilega metin meira virði í starfsmati. Starfsumhverfið óviðunandi Guðbjörg sagði að á Landspítala starfi um 55% af starfandi hjúkrunar- fræðingum. Starfsumhverfið er óvið- unandi eins og oft hefur komið fram, og nú síðasta á bráðamóttöku. Eins sé gríðarlegt álag á gjörgæslu- og smit- sjúkdómadeildunum vegna Covid. Skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingum sé ein helsta ástæða þess að fjöldi gjörgæsluplássa sé takmarkað- ur. Þá krefst hjúkrun Covid-sjúklinga tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðinga en aðrir sambærilegir sjúklingar. Það er m.a. vegna þess að hjúkrunarfræð- ingar sem sinna Covid-sjúklingum þurfa að vera í sérstökum hlífðarbún- ingum sem eykur mjög álagið. Þess vegna þurfi að halda aftur af kórónu- veirufaraldrinum eins og mögulegt er. Langtímastefnu skortir „Það vantar langtímastefnu til að snúa þessari þróun varðandi skort á hjúkrunarfræðingum við. Næsta rík- isstjórn þarf að taka á því,“ sagði Guðbjörg. „Þjóðin er að eldast og fólk lifir af flóknari sjúkdóma en áður og flóknar afleiðingar slysa. Þrátt fyrir mikla tækniþróun verður alltaf þörf fyrir hjúkrunarfræðinga.“ Skortur á hjúkrunar- fræðingum - Stefnu til lengri tíma vantar - Hætta í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Guðbjörg Pálsdóttir „Hjá okkur er mikill skortur á hjúkr- unarfræðingum. Hann hefur verið lengi og útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Sigríður Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalan- um. Hjúkrunar- fræðingastéttin hefur verið und- irmönnuð til margra ára. Hjúkrunarfræð- ingaskorturinn veldur m.a. því að ekki er hægt að opna fleiri sjúkra- rúm á spítalanum í veirufaraldrinum. Sigríður segir hlutfall hjúkrunarfræðinga í þeim hópi sem sinnir hjúkrun vera töluvert lægra en þau vildu sjá út frá öryggis- sjónarmiði. „Á bráðalegudeildum viljum við sjá að 60% af þeim sem sinna hjúkrun séu hjúkrunarfræðingar. Það byggir á rannsóknum. Hlutfall hjúkrunar fræðinga þarf að vera enn hærra á gjörgæsludeildum og á sérhæfðum göngudeildum,“ segir Sigríður. „Verkefnunum er alltaf að fjölga og sjúklingarnir að verða þyngri í hjúkrun. Það kallar á fleiri hjúkr- unarfræðinga.“ Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur ekki dregið úr skortinum. Sig- ríður segir að ef vel ætti að vera þyrfti Landspítalinn að fá um 200 hjúkrunarfræðinga til viðbótar við þá sem fyrir eru. Hjúkrunarfræðingar eru stærsti einstaki starfsmannahóp- urinn hjá spítalanum og Landspít- alinn stærsti vinnustaður hjúkrunar- fræðinga á landinu. Þannig voru 1.340 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á spítalanum árið 2020. Þeim gegndu tæplega 1.600 ein- staklingar. Veiran kallar á aukna mönnun Kórónuveirufaraldurinn hefur kallað á aukna mönnun hjúkrunar- fræðinga. Færa hefur þurft starfs- fólk á milli verkefna og aðrir þurft að bæta við sig vinnu vegna faraldurs- ins. Hjúkrunarfræðingar, sem vinna utan spítalans, hafa lagt lið í gegnum bakvarðasveitina. Sigríður segir að hluti þeirra sem annast úthringingar á Covid-göngudeildinni séu læknar og hjúkrunarfræðingar sem voru hættir að vinna vegna aldurs. Sigríður segir vaktavinnu á spítal- anum og vinnuálagið veramjög krefj- andi. „Auk þess er sagt að launin séu ekki samkeppnishæf. Hjúkrunar- fræðingar geti fengið hærri laun ann- ars staðar en á Landspítalanum. En grunnvandinn er sá að það eru ekki til nógu margir hjúkrunarfræðingar í landinu til að anna eftirspurninni,“ segir Sigríður. En er þá hægt að fá hjúkrunarfræðinga annars staðar frá? „Þeim hefur fjölgað mjög mikið undanfarin ár. Nú starfa hjá okkur meira en 100 hjúkrunarfræðingar með erlendan bakgrunn. Hjá okkur eru tæplega 70 stöðugildi mönnuð hjúkrunarfræðingum frá Filipps- eyjum,“ segir Sigríður. „Hjúkrun er í grunninn starf sem krefst mikillar færni í samskiptum við fólk. Þá getur tungumálið verið fyrirstaða. Það tek- ur lengri tíma að þjálfa þetta fólk vegna tungumálsins. Við fræðum það líka um hvernig heilbrigðiskerfið er uppbyggt og ýmislegt fleira um sam- félagið.“ Sigríður segir að filippeysku hjúkrunarfræðingarnir séu mjög færir og standist evrópskar kröfur um menntun og hæfni. Landspítalinn reynir sífellt að laða til sín fleira starfsfólk. „Mjög hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem út- skrifast kemur til starfa hjá okkur og er mjög stór hópur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hjá okkur. Við bjóðum þeim upp á starfsþróunarár fyrsta árið eftir útskrift og fræðslu, þjálfun og stuðning til að takast á við þetta starf sem er mjög krefjandi.“ Hún segir vanda Landspítalans felast m.a. í því að sjúklingar séu of margir miðað við það sem deildirnar rúmuðu. „Við þurfum að geta tryggt að sjúklingar séu á réttu þjónustu- stigi. Á spítalanum er stór hópur af sjúklingum sem hafa lokið meðferð og bíður eftir öðrum úrræðum. Það þrengir að allri starfseminni.“ Ljósmynd/Landspítalinn-Þorkell Á gjörgæslu Vaktavinnan á spítalanum og vinnuálagið eru mjög krefjandi, auk þess sem launin þykja lág. Landspítala vantar um 200 hjúkrunarfræðinga Sigríður Gunnarsdóttir - Tæplega 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.