Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Meistaradeild kvenna
A-RIÐILL:
Servette – Chelsea ................................... 0:7
Juventus – Wolfsburg.............................. 2:2
Staðan:
Chelsea 7, Wolfsburg 5, Juventus 4, Ser-
vette 0.
B-RIÐILL:
Metalist Kharkiv – Breiðablik ................ 0:0
París Saint-Germain – Real Madríd....... 4:0
Staðan: París SG 9, Real Madríd 6, Kharkiv
1, Breiðablik 1.
>;(//24)3;(
Evrópubikar FIBA
F-RIÐILL:
Antwerp Giants – Ionikos Nikeas....... 87:90
Staðan: Antwerp 8, Sporting 7, Ionikos 7,
Mons-Hainaut 5.
NBA-deildin:
Philadelphia – New York................... 96:103
Chicago – Brooklyn............................ 118:95
Memphis – Minnesota..................... 125:118:
Dallas – New Orleans......................... 108:92
Denver – Miami .................................. 113:96
Golden State – Atlanta..................... 127:113
Sacramento – Phoenix ..................... 104:109
LA Lakers – Charlotte .................... 126:123
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Olís-deild karla:
Kórinn: HK – Selfoss .................................18
KA-heimilið: KA – Fram ...........................18
Seltjarnarnes: Grótta – Stjarnan.........19:30
Víkin: Víkingur – Haukar.....................19:30
Hlíðarendi: Valur – FH ........................20:30
Olís-deild kvenna:
Hlíðarendi: Valur – ÍBV .......................18:15
Í KVÖLD!
sagt að úkraínska liðið sé mikið
sterkara en lið Breiðabliks. Liðin
virðast raunar fremur jöfn að getu og
með betur útfærðum sóknum hefðu
Blikar hæglega getað stolið sigr-
inum. Vísast er að einhverju leyti
hægt að skrifa það á skort á leik-
formi hjá Blikum að svo illa gekk að
útfæra sóknirnar nægilega vel þar
sem síðasti leikur liðsins var gegn
Real Madríd á Spáni þann 13. októ-
ber síðastliðinn.
Með leikinn í gær í farteskinu og
góða æfingaviku fram undan ætti
ekkert að vera því fyrirstöðu að Blik-
ar nái í góð úrslit í heimaleiknum
gegn Kharkiv í 4. umferð B-riðilins á
fimmtudaginn í næstu viku. Liðið býr
að góðri varnarframmistöðu í Úkra-
ínu í gær og takist Blikum að spila
jafn agaðan og þéttan varnarleik og
þá og um leið skerpa aðeins á sókn-
arleiknum eru fínustu möguleikar á
að ná í öll þrjú stigin á Kópavogsvelli.
Breiðablik á nú tvo heimaleiki og
einn útileik eftir í riðlinum og skiptir
þar mestu máli að láta heimavöllinn
gilda þar sem heimaleikirnir eru
gegn Kharkiv og Real Madríd, en
útileikurinn gegn ógnarsterkum
Frakklandsmeisturum Parísar Sa-
int-Germain.
PSG með fullt hús stiga
Breiðablik er þrátt fyrir að hafa
fengið sitt fyrsta stig í riðlinum enn á
botni hans þar sem Kharkiv er með
ögn betri markatölu í sætinu fyrir of-
an. Á meðan eru PSG og Real Madr-
íd í efstu tveimur sætunum, og virð-
ist það ætla að reynast afar snúið að
skáka stórveldunum tveimur í bar-
áttunni um að komast áfram í fjórð-
ungsúrslit Meistaradeildarinnar.
PSG tók á móti Real í hinum leik
B-riðilsins í gærkvöldi og þar unnu
heimakonur öruggan 4:0 sigur. Mar-
ie-Antoinette Katoto kom PSG yfir á
13. mínútu áður en Sara Daebritz
tvöfaldaði forskotið skömmu fyrir
leikhlé. Í síðari hálfleik skoraði Ka-
toto annað mark sitt áður en Rocio,
varnarmaður Real, varð fyrir því
óláni að setja boltann í eigið net.
PSG er með fullt hús stiga, níu, á
toppi riðilsins og Real Madríd er í
öðru sætinu með sex stig.
Fyrsta stig Blika í Meistara-
deild Evrópu kom í Úkraínu
- Markalaust gegn Kharkiv - Sóknarleikurinn í ólestri - PSG með fullt hús
Ljósmynd/UEFA
Jafnt Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í baráttu við Kristine Aleksanyan, leikmann Kharkiv, í
leiknum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fór fram í Kharkiv í Úkraínu í gærkvöldi.
MEISTARADEILDIN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu
heimsótti Úkraínumeistara Kharkiv í
3. umferð B-riðils Meistaradeildar
Evrópu í gær. Leikið var á Metalist-
vellinum í Kharkiv og lyktaði leikn-
um með markalausu jafntefli. Bæði
lið fengu þar með sín fyrstu stig í
riðlinum eftir að hafa bæði tapað fyr-
ir París Saint-Germain og Real
Madríd í fyrstu tveimur umferð-
unum. Þetta var fyrsta stigið sem ís-
lenskt félagslið fær í Evrópukeppni í
knattspyrnu.
Heimakonur í Kharkiv voru öllu
sterkari aðilinn í gær. Þær voru tals-
vert meira með boltann og sköpuðu
sér hættulegri færi, þótt þau hafi
vissulega ekki verið ýkja mörg, en
Telma Ívarsdóttir í marki Breiða-
bliks var vandanum vaxin þegar á
þurfti að halda og þá spiluðu Blikar
góðan varnarleik á heildina litið, þar
sem Kristín Dís Árnadóttir var
gjarna vel staðsett til þess að bægja
hættunni frá.
Erfiðleikar í sókninni
Uppleggið hjá Ásmundi Arnars-
syni, þjálfara Breiðabliks, hefur ver-
ið að láta liðið liggja aftarlega á vell-
inum og freista þess að beita
skyndisóknum þegar það ynni bolt-
ann. Ekki er annað hægt að segja en
að leikmönnum hafi farist það vel úr
hendi að fylgja þessu uppleggi, í það
minnsta hvað varnarleikinn varðar,
en að sama skapi gekk illa að útfæra
skyndisóknirnar. Hér um bil í hvert
sinn sem Breiðablik var að komast í
álitlega stöðu á síðasta þriðjungi vall-
arins klikkaði nefnilega eitthvað í
ákvarðanatöku og/eða framkvæmd,
hvort sem það var fyrsta snerting,
sending eða skot.
Fínir möguleikar í Kópavogi
Þrátt fyrir að Kharkiv hafi verið
sterkari aðilinn í gær er ekki þar með
Handahjólreiðakonan Arna Sigríð-
ur Albertsdóttir var um þarsíðustu
helgi útnefnd hjólreiðakona ársins
á lokahófi Hjólreiðasambandsins.
Arna Sigríður varð í ágúst síðast-
liðnum fyrst Íslendinga til þess að
keppa á Ólympíumóti fatlaðra í
handahjólreiðum þegar hún tók
þátt á mótinu í Tókýó í Japan.
„Titilinn kom mér skemmtilega á
óvart og ég er ótrúlega þakklát
sambandinu og hjólreiðasamfélag-
inu hérna heima,“ skrifaði Arna
Sigríður meðal annars á opinni
Facebook-síðu sinni.
Arna valin hjól-
reiðakona ársins
Ljósmynd/Kristín Linda
Best Arna Sigríður á Ólympíumóti
fatlaðra í Tókýó í Japan í ágúst.
Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már
Friðriksson fór á kostum í naumu
87:90-tapi liðs hans, Antwerp Gi-
ants frá Belgíu, gegn gríska liðinu
Ionikos í Evrópubikar FIBA í
körfuknattleik karla í gærkvöldi.
Elvar Már gerði sér lítið fyrir og
skoraði 28 stig og var stigahæstur
leikmanna Antwerp í leiknum.
Hann tók auk þess sex fráköst og
gaf átta stoðsendingar.
Antwerp er á toppi F-riðils
keppninnar þrátt fyrir tapið en
Sporting frá Portúgal og Ionikos
eru skammt undan.
Elvar með 28 stig
í grátlegu tapi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öflugur Stórleikur Elvars Más
dugði ekki til í gærkvöldi.Sigurbjörn Hreiðarsson var í gær ráð-
inn aðstoðarþjálfari karlaliðs FH í
knattspyrnu. Hann endurnýjar þar
með kynnin við Ólaf Jóhannesson að-
alþjálfara liðsins, en þeir unnu saman
hjá Val frá 2014 til 2019 og unnu þar
til fjölda titla í sameiningu. Við sama
tilefni var tilkynnt að Belginn Robin
Adriaenssen sé nýr styrktar- og þol-
þjálfari knattspyrnudeildar félagsins
og að Fjalar Þorgeirsson hafi fram-
lengt samning sinn sem markmanns-
þjálfari karlaliðsins.
_ Telma Ívarsdóttir, markvörður
kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu,
er sá markvörður sem hefur varið flest
skot hingað til í Meistaradeild Evrópu.
Hefur hún varið 22 skot í sjö leikjum á
tímabilinu, þ.e. fjórum leikjum í und-
ankeppni og þremur í riðlakeppni. Í
þessum leikjum hefur hún fengið á sig
sjö mörk og haldið markinu sínu
hreinu einu sinni. Í gær varði hún fjög-
ur skot í markalausu jafntefli gegn
Kharkiv í B-riðlinum.
_ Körfuknattleiksdeild Þórs á Ak-
ureyri hefur samið við tvo leikmenn
fyrir átökin fram undan í efstu deild
karla í körfuknattleik. Bandaríski
framherjinn Reggie Keely skrifaði
undir samning sem gildir út tímabilið
en hann er 204 sentimetrar á hæð og
lék í Slóveníu á síðustu leiktíð. Þá er
svissneski bakvörðurinn Jeremy
Landenbergue genginn til liðs við Ak-
ureyringa. Þórsarar hafa ekki farið vel
af stað í Subway-deildinni, en liðið er
án stiga í neðsta sæti deildarinnar eft-
ir fyrstu fimm umferðirnar.
_ Bandaríska knattspyrnukonan Carli
Lloyd lagði skóna á hilluna á mánudag
eftir farsælan 22 ára feril. Lloyd er 39
ára gömul og varð tvívegis heims-
meistari með bandaríska landsliðinu.
Eitt
ogannað
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu lenti í Búkarest í Rúmeníu á
mánudag þar sem liðið mun mæta
heimamönnum í J-riðli undankeppni
HM 2022 á fimmtudag. Enginn í
hópnum reyndist smitaður af kór-
ónuveirunni við komuna.
Miklar breytingar hafa orðið á leik-
mannahópi landsliðsins undanfarið ár
og hefur árangurinn ekki verið í ætt
við það sem verið hefur þegar liðið
komst á EM 2016 og HM 2018, auk
umspils fyrir HM 2014 og EM 2020.
„Þetta er búin að vera risabrekka
en maður lærir mest í þeim og von-
andi er kominn betri taktur í þetta
hjá okkur. Þegar nýtt lið er í smíðum
þarf að búa til ákveðna tengingu á
milli manna og mér finnst hún vera
að koma,“ sagði Ísak á Teams-
fjarfundi með blaðamönnum í gær.
„Addi [Arnar Þór Viðarsson lands-
liðsþjálfari] talar oft um stór skref
hjá leikmönnum og við erum að taka
þau núna. Það mun kannski taka ein-
hvern smá tíma en þetta lið getur
orðið mjög gott, ég er sannfærður um
það,“ bætti Ísak við.
Sannfærður um að þetta
lið geti orðið mjög gott
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Efnilegur Ísak Bergmann Jóhannesson spyrnir boltanum í fyrri leik A-
landsliðsins gegn Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í september á þessu ári.