Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Alls greindust 168 með kórónuveiruna innanlands í fyrradag. Þar af voru 46 í sóttkví við greiningu. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. Af þeim sem greindust í fyrradag var 91 fullbólusettur og 76 óbólusettir. 1.260 manns eru nú í einangrun, sem eru 103 fleiri en í byrjun vikunnar. Þá eru 2.216 manns í sóttkví. Enn eru 18 á sjúkrahúsi og fimm á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði við mbl.is í gær að þriðji skammtur bólusetningar sem nú býðst væri samfélaginu mikilvægur. „Örvunarskammturinn er í fyrsta lagi mjög áhrifaríkur til að vernda mann sjálfan fyrir smiti og í öðru lagi vernda gegn alvarlegum afleiðingum. Miklu betur en skammtur tvö. Auk þess er skammtur þrjú mjög áhrifarík- ur til að koma í veg fyrir smit sem myndi þá hindra útbreiðslu um allt.“ Þriðji skammtur er mikilvægur METFJÖLDI KÓRÓNUVEIRUSMITA GREINDIST Á MÁNUDAG Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta rúllar ágætlega en við erum samt sem áður með langa biðlista eins og oft áður,“ segir Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækn- inga á Reykjalundi. Um eitt hundrað manns hafa nú lokið meðferð á Reykjalundi vegna langvinnra einkenna af völdum kór- ónuveirunnar. Auk þess er 31 á bið- lista eftir slíkri meðferð á Reykja- lundi. Á sama tíma hafa 54 lokið endurhæfingu vegna kórónuveir- unnar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Til viðbótar eru sex nú í meðferð þar og 12 eiga staðfesta dvöl þar fyrir jól, samkvæmt upplýsing- um frá Birnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga. Einkennin mjög breytileg Stefán segir að flestir sem smitast og veikjast af kórónuveirunni nái bata á nokkrum vikum. Um fjórð- ungur upplifi einkenni í meira en fjórar vikur og tíundi hver hafi ekki náð sér eftir 12 vikur. Það er sá hóp- ur sem telst glíma við langvinn ein- kenni af völdum Covid-19. Einkenni geta verið mjög breytileg milli fólks en þau hafa í mörgum tilvikum mikil áhrif á starfsgetu. Sumir hafa verið hundveikir „Við erum að sjá fólk sem hefur ekki náð sér. Sumir hafa verið hund- veikir,“ segir Birna Guðmundsdóttir við Morgunblaðið. „Þeir sem hafa verið hjá okkur eru fyrst og fremst fólk sem veiktist áður en það fékk bólusetningu og það fólk veiktist illa. Núna eru langflestir bólusettir og þeir veikjast ekki eins mikið. Það á svo eftir að koma í ljós hvort það koma fram eftirköst síðar í líkingu við þau sem við höfum verið að sjá.“ Endurmeta meðferðina Stefán segir að unnið sé að vís- indarannsókn samhliða meðferð við langvinnum afleiðingum kórónuveir- unnar. Fylgst sé með ákveðnum hópi og ljúki því eftirliti um áramótin. Niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til að endurmeta meðferðina og þróa hana áfram. Í grein Stefáns í SÍBS-blaðinu nýverið kom fram að þátttakendur gengust undir líkam- leg próf og svöruðu spurningalistum um heilsu og líðan. Sömu próf eru lögð fyrir við útskrift og aftur sex mánuðum eftir útskrift. Flestir höfðu ekki fengið bólusetningu - 160 manns í meðferð vegna langvinnra Covid-einkenna Morgunblaðið/Eggert Reykjalundur Margir glíma við þreytu, mæði og hósta auk ýmissa verkja af völdum kórónuveirunnar. Bið er eftir meðferð við langvinnum einkennum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Sveitarfélögin eru ekki hress með þessa þróun. Við þurfum einfald- lega að finna flöt á því hvernig við rekum stofnanir sveitarfélaganna í þessu breytta umhverfi sem skapast hefur með styttingu vinnuvikunnar,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, for- maður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Sigrún Hulda Jónsdóttir, meðstjórnandi í stjórn Félags stjórnenda leikskóla, vakti í gær máls á erfiðu ástandi sem hefur skapast á leikskólum lands- ins síðustu misseri. Starfsfólk leik- skóla er sagt vera að sligast und- an álagi vegna manneklu sem sé tilkomin vegna veikinda, vinnu- tímastyttingar og fleiri þátta. „Ég heyri þetta hljóð í sveitar- stjórum sem eru að setja saman fjárhagsáætlanir næsta árs. Þeir upplifa mikinn kostnaðarauka, það þarf að mæta þeim aukna kostnaði sem leikskólastigið kallar á,“ segir Aldís. Hún segir að það geti reynst snúið fyrir sveitarfélögin að takast á við breytt umhverfi leikskólanna. „Í síðustu kjarasamningum var samið um mikla aukningu undir- búningstíma fagmanna. Nú eru tíu tímar ætlaðir í undirbúningstíma deildarstjóra svo dæmi sé tekið og við það bætist fjögurra tíma stytt- ing á viku, sé hún fullnýtt. Það eru um 14 klukkustundir á viku sem verður að leysa innan deild- anna. Ég held að það sé óhætt að segja að það er verið að klippa mjög marga klukkutíma úr leik- skólastarfinu, sem áfram þarf að manna því dvalartími barnanna hefur ekki styst að sama skapi,“ segir Aldís. „Við megum ekki missa sjónar á því að full stytting sem samið var um með því að fólk myndi selja frá sér kaffitíma átti ekki að kosta neitt né valda þjónustuskerðingu. Ef sú er raunin verður auðvitað að bregðast við því. Full stytting er um það bil mánuður á ári, það munar auðvitað um það á vinnu- stöðum. Það var nóg að gera fyrir og álagið hefur því aukist með færri unnum stundum.“ Aldís getur þess einnig að það myndi vitaskuld létta álag á leik- skólum ef vistunartími barna yrði styttur. „Mér er ekki kunnugt um að vistunartími barna hafi orðið styttri, átti vinnutímastyttingin ekki líka að vera hjá börnunum?“ spyr hún. Hún segir að vissulega sé minna af fagmenntuðu fólki við störf á leikskólum en sveitarfélögin hefðu viljað. Hins vegar sé jákvætt að 42% af heildarfjölda starfsmanna séu með einhvers konar menntun sem nýtist í starfinu. „Það er ákveðinn mönnunarvandi í leik- skólunum, það gengur illa að fá fólk. Kannski er það að hluta til vegna þess að nú er gefið út leyf- isbréf fyrir kennara sem gildir á öllum skólastigum og fyrir vikið hafi einhverjir flutt sig upp á grunnskólastigið til að sækja í fjölbreyttari verkefni og þróa sig í starfi. Ég hefði þó haft trú á að með bættu starfsumhverfi leik- skólakennara, meiri undirbúnings- tíma og styttri vinnuviku, myndu fleiri leikskólakennarar snúa þangað aftur.“ Morgunblaðið/Eggert Leikskóli Óánægju gætir með álag á starfsfólk með styttri vinnuviku. Bregðast verður við þjónustuskerðingu - Óánægja með aukið álag á leikskólum Aldís Hafsteinsdóttir Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is HVERS VEGNA VIÐVILJUM SVÖR SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ - ERVERIÐ AÐ SPRAUTA HEILBRIGÐ BÖRN GEGN C19? - ER SAMNINGUM VIÐ BÓLUEFNA- FRAMLEIÐENDUR HALDIÐ LEYNDUM? - SAT LANDLÆKNIR Á 2000TILKYNNINGUM UMAUKAVERKANIR Í FLEIRI MÁNUÐI? 175 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september október nóv. Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 3 .0 0 íg æ r 168 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 2.216 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 217 eru í skimunarsóttkví1.260 erumeð virkt smit og í einangrun 18 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar affimmá gjörgæslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.