Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Mývatn Vetur konungur hefur bankað á dyrnar en hefur þó að mestu verið stilltur. Fallegt var í vikunni við Mývatn, þar sem hestur á hæð var einn og yfirgefinn. Steinar Garðarsson Aðeins ári eftir að hafa náð kjöri sem for- seti Bandaríkjanna og tæpum tíu mánuðum eftir að hafa tekið við embætti er Joe Biden búinn að missa tiltrú meirihluta kjósenda. Nærri tveir af hverj- um þremur vilja ekki að hann sækist eftir endurkjöri árið 2024. Í nýlegri könnun sem Suffolk- háskólinn gerði fyrir USA Today kemur fram að aðeins 38% kjósenda eru ánægð sem störf hans sem for- seta, en 59% eru óánægð. Staða varaforsetans er jafnvel enn verri. Kamala Harris hefur heldur ekki náð árangri í hugum Bandaríkja- manna. Aðeins 28% eru ánægð með störf hennar, 51% ósátt en 21% óákveðið. Um fjórir af hverjum tíu sem lögðu Biden lið í kosningunum fyrir ári vona að hann bjóði sig ekki fram að nýju. Í áðurnefndri könnun segj- ast 44% óháðra kjósenda hafa orðið fyrir vonbrigðum með forsetann en aðeins 6% sögðu hann hafa staðið undir væntingum. Forsetinn er í frjálsu pólitísku falli. Þótt enn séu þrjú ár til næstu for- setakosninga eru demókratar farnir að hafa verulegar áhyggjur. Nær útilokað er að Joe Biden verði aftur í kjöri, ekki aðeins vegna þess hve illa hann hefur haldið á málum inn- anlands og utan, held- ur ekki síður vegna andlegrar og líkam- legrar heilsu, sem virð- ist hraka hratt. Stjarna varaforsetans hefur hrapað og því ólíklegt að Kamala Harris hafi pólitíska burði og hæfi- leika til að leiða demó- krata til sigurs 2024. Forseti glataðra tækifæra Áhyggjur demó- krata minnkuðu ekki í liðinni viku. Glenn Youngkin, frambjóðandi repúblikana, var kjörinn ríkisstjóri Virginíu, þvert á spár. Í forseta- kosningunum á síðasta ári hafði Bi- den yfirburði yfir Donald Trump í Virginíu – hlaut liðlega 54% at- kvæða. Niðurstaða ríkisstjórakosninga í New Jersey var lítið betri fyrir demókrata. Biden hafði um 16% for- skot á Trump fyrir ári. Nú náði sitj- andi ríkisstjóri demókrata rétt að merja sigur á frambjóðanda repú- blikana og þingforseti öldunga- deildar ríkisþingsins úr röðum demókrata var felldur. Edward Durr, 58 ára gamall vöruflutn- ingabílstjóri og frambjóðandi repú- blikana, hafði þingforsetann undir. Kosningasjóður Durrs hefði ekki dugað fyrir nokkrum miðum á fjár- öflunarkvöld demókrata. Hann sneið sér stakk eftir vexti og gerði eigin kosningamyndbönd á farsíma. Áhrifamenn innan Demókrata- flokksins líkja úrslitunum í Virginíu og New Jersey við hamfarir – flóð- bylgju. Þeir óttast að flokkurinn missi meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nóvember á kom- andi ári og hugsanlega einnig í öld- ungadeildinni. Gerist það verður veikburða forseti enn veikari og for- setatíðar hans verður minnst sem ára glataðra tækifæra. Fréttaritið Politico heldur því fram að repúblikanar gætu varla verið betur í stakk búnir til að end- urheimta a.m.k. meirihluta full- trúadeildarinnar. Flest sé að leggj- ast með þeim; vaxandi óánægja með forsetann og uppstokkun mikil- vægra kjördæma. Pollrólegur á hliðarlínunni Á hliðarlínunni bíður Donald Trump og sýnist pollrólegur. Fari kosningarnar á næsta ári vel fyrir Repúblikanaflokkinn eru allar líkur á því að hann muni gefa kost ár sér sem frambjóðandi flokksins í for- setakosningunum 2024. Þá verður hann 78 ára gamall (Biden verður 79 ára 20. nóvember næstkomandi). Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er staða Trumps sterk innan flokksins og fáir tilbúnir til að etja kappi við hann í forkosningum. Re- públikönum hefur ekki tekist að finna arftaka Reagans og Jacks Kemps – íhaldsmanna með hið meyra, blæðandi hjarta. Trump er andstæða alls þess sem þeir tveir stóðu fyrir. Jack Kemp var maður drenglynd- is og sá mögulega bandamenn í póli- tískum andstæðingum til að vinna að hagsmunum almennings. Reagan og Kemp sýndu hvernig hægt var með bjartsýni á efnahagslega fram- tíð að ná eyrum og stuðningi kjós- enda sem áður höfðu fylgt demó- krötum að málum – allt frá verkamönnum til minnihlutahópa, frá fátækum fjölskyldum stórborg- anna til millistéttarinnar. Draum- urinn var að rífa fjölskyldur úr fá- tæktargildrum stórborganna með því að tryggja ódýrt húsnæði þar sem félagslegar íbúðir væru undir stjórn íbúanna sjálfra og að þeir ættu möguleika á að eignast hús- næðið. Fyrir nokkrum árum lýsti ég Jack Kemp sem „góða hirðinum“ sem var óþreytandi að minna flokkssystkini sín á skyldur þeirra að vinna að almannaheill og huga sérstaklega að minnihlutahópum, láglaunafólki og þeim sem orðið hafa undir í lífsbaráttunni. Hann taldi að hver og einn hefði skyldur gagnvart náunganum. Hið meyra, blæðandi hjarta hefur aldrei slegið í brjósti Trumps. Biden ryður brautina fyrir Trump Það væri gráglettni örlaganna ef Joe Biden, með dapurri frammi- stöðu sem forseti, verður til þess að ryðja brautina að nýju fyrir Donald Trump að Hvíta húsinu. Trump var ellefti forseti Bandaríkjanna sem ekki náði endurkjöri en hann gæti skrifað nýjan kafla í stjórnmálasög- una og endurtekið það sem aðeins einum hefur tekist áður: Grover Cleveland var kjörinn 22. forseti Bandaríkjanna 1884 en laut í lægra haldi fjórum árum síðar fyrir Ben- jamin Harrison. En Cleveland sneri aftur í Hvíta húsið eftir kosningar 1892. Hann er eini forsetinn sem hefur endurheimt forsetaembættið eftir „pólitíska útlegð“. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en gengið verður að kjörborði í forsetakosningum. En undirstraumarnir eru hagstæðir fyrir Trump. Sagan frá 1892 gæti endurtekið sig og þá hlýtur Trump að senda manninum sem felldi hann úr stóli forseta fyrir réttu ári sér- stakt þakkarskeyti fyrir að gera honum kleift að vinna pólitískt afrek sem talið var útilokað að endurtaka. En að óbreyttu mun sagan ekki minnast Bidens eða Trumps sem forseta sameiningar og innblásturs, heldur sundrungar og sundurlyndis, – hvors með sínum hætti. Banda- ríkin eiga betra skilið. Eftir Óla Björn Kárason » Sagan frá 1892 gæti endurtekið sig og þá hlýtur Trump að senda manninum sem felldi hann úr stóli forseta fyrir réttu ári sérstakt þakkarskeyti. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Forseti í frjálsu falli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.