Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, til-
kynnti í viðtali við Morgunblaðið 13.
mars sl. að hann ætlaði að hætta í
stjórnmálum eftir alþingiskosning-
arnar 25. september. Aðrir ráð-
herrar voru kjörnir á þing, en hann
er ekki lengur þingmaður. Engu að
síður er hann enn ráðherra og bíður
rólegur eftir því að skila lyklunum í
hendur næsta manns.
„Staðan er óvanaleg en svona er
þetta,“ segir Kristján með stóískri
ró. „Ég er enn í þessu starfi, sinni
því sem mér var falið og læt ekkert
rugla það, er hvorki að leita mér að
vinnu né spá í hvað tekur við.“
Ný skíði
Dalvíkingurinn var snemma orku-
mikill, keppti í frjálsíþróttum og á
skíðum fyrir Ungmennafélag Svarf-
dæla, fór fyrst á togara tæplega 16
ára, aflaði sér menntunar, er með
skipstjórnarréttindi og var síðar
stýrimaður, skipstjóri og kennari,
en hefur verið í stjórnmálum undan-
farin 35 ár; fyrst sem bæjarstjóri á
Dalvík, Ísafirði og Akureyri í sam-
tals 20 ár og síðan sem alþingis-
maður Norðausturkjördæmis frá
2007, þar af sem ráðherra frá 2013.
„Ég er vanur því að standa vaktina
og stend þessa þar til henni lýkur,
en málin skýrast væntanlega fljót-
lega.“
Kristján býr á Akureyri. „Ég var
talsmaður ÍBA í fótboltanum og er
KA-maður eins og fjölskyldan.“
Hann segist alltaf hafa stundað
skíði á veturna og farið í stangveiði
á sumrin og á því verði ekki breyt-
ing. „Ég keppti í göngu og svigi í
gamla daga og eftir að hafa ekki
stigið á gönguskíði í áratugi keypti
ég mér gönguskíði í fyrra og fór að
rifja upp gamla takta. Síðan keypti
ég mér ný svigskíði á dögunum og
er því tilbúinn í slaginn, jafnt í
göngu sem í svigi.“
Kjósendur veittu ríkisstjórninni
áframhaldandi brautargengi í ný-
liðnum kosningum. Formenn stjórn-
arflokkanna þriggja hafa síðan rætt
um áframhaldandi samstarf með
það að leiðarljósi að vanda vel til
verka og eru ekki í neinni tíma-
pressu. „Þjóðfélagið gengur ágæt-
lega og ég hef fullan skilning á því
að menn gefi sér allan þann tíma
sem þarf til þess að búa svo um
hnútana að samstarf þessara flokka
verði gegnheilt og gott,“ segir ráð-
herrann.
Verkefnin hafa verið mörg á
löngum ferli og Kristján lítur
ánægður um öxl. „Þegar þar að
kemur get ég staðið upp frá verki
með góðri samvisku og því líður mér
vel. Ég er stoltur af mörgum verk-
um sem ég hef komið að og það er
góð tilfinning sem fylgir því að
hætta á eigin forsendum. Ég er
ánægður með að hafa fengið tæki-
færi til þess að sinna þessum vanda-
sömu störfum sem ráðherraembætti
í heilbrigðis-, mennta-, landbún-
aðar- og sjávarútvegsmálum eru og
er þakklátur fyrir auðsýnt traust.“
Kristján leggur áherslu á að hann
hafi aldrei verið verklaus og á því
verði ekki breyting þegar hann fari
úr ráðuneytinu. „Ég hef aldrei verið
í vandræðum með að ráðstafa tíma
mínum. Hann er í raun það verð-
mætasta sem sérhver manneskja á
og ég nýti tíma minn hér eftir sem
hingað til eftir bestu getu. Það er
mjög skemmtileg tilhugsun að fá að
hugsa frjálst og ráða tíma mínum
sjálfur.“
Ekki að leita að vinnu
- Kristján Þór bíður enn eftir að skila ráðherralyklunum
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Keppnismaður Kristján Þór Júlíusson hefur fjárfest í nýjum skíðum og er
tilbúinn að fara í brekkurnar, hvort sem er í göngu eða svigi.
Við sjóinn Kristján Þór sinnir starfinu þar til nýr ráðherra fær völdin.
Alhliða lausnir fyrir
stofnanir, sveitarfélög
og fyrirtæki
Umferðarstýring
afmarkanir/hindranir
DVERGARNIR R
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða
UMFERÐAREYJAR
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / islandshus.is
NJÖRVI &
NJÖRVI+
)&+# (.$"-,.%.*'.!
Öflugur stólpi til að verja
mannvirki og gangandi fólk.
Hentar líka vel til skyndiloka
AFMARKANIR
& HINDRANIR
Fjölbreyttar lausnir til afmörkunar
á ferðamannastöðum,
göngustígum og bílaplönum.
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik, flutti í sumar til Frakklands eftir að hafa leik-
ið um langt skeið í Svíþjóð. Hann gekk þá til liðs við
franska stórliðið Montpellier.
Montpellier hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evr-
ópu, síðast árið 2018, og telst því tvímælalaust til
stærstu handboltaliða í heimi.
Ólafur segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa
getað staðist freistinguna þegar liðið falaðist eftir
kröftum hans. »23
Ólafur Andrés gat ekki staðist
freistinguna að fara til Montpellier
ÍÞRÓTTIR MENNING
Versalakvartett Þórdísar
Gerðar Jónsdóttur kemur
fram á tónleikum Jazzklúbbs-
ins Múlans á Björtuloftum
Hörpu í kvöld kl. 20. „Efnis-
skránni má helst lýsa sem
ferðalagi nútímadjassara aft-
ur í tímann til tónleikasala
Versala og hirðtónleika
breska heimsveldisins á 16.
og 17. öld. Kvartettinn fær
innblástur af tónverki,
höfundaverki og spuna þessa
gamla flúraða stíls og flytur aftur til nútíðar og leikur á
nýstárlegan hátt en þó með virðingu fyrir þessari fornu
tónlist að leiðarljósi. Einnig fá að fljóta með þekkt
djasslög úr ekki svo fjarlægri fortíð,“ segir í tilkynn-
ingu. Flytjendur eru Matthías Hemstock á slagverk,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Óskar Guðjónsson á
saxófón og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló sem sér
um hljómsveitarstjórn. Miðar fást í miðasölu Hörpu,
harpa.is og tix.is.
Versalakvartett Þórdísar í kvöld