Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 18
A
pótek voru rekin í afar fal-
legu húsi við Laugaveg 16 í
tæpa heila öld; fyrst
Laugavegsapótek og síðar Lyfja. Í
húsinu má nú finna annars vegar
konseptbúðina Andrá og hins vegar
nýja íslenska tískuvöruverslun þar
sem finna má hágæða hönnun eftir
þrjá fatahönnuði. Ýr Þrastardóttir,
Halldóra Sif Guðlaugsdóttir og
Sævar Markús Óskarsson opnuðu
um síðustu helgi vinnustofu og
verslun í þessu gamla apóteki og lá
því beinast við að nefna verslunina
Apotek Atelier. Ýr, Halldóra Sif og
Sævar Markús eru mætt í búðina
snemma morguns til að leiða blaða-
mann í allan sannleikan um hönnun
þeirra og hugmyndir.
Of fallegt til að sleppa
Ýr hefur orðið fyrst, en hún hefur
starfað sem fatahönnuður í áratug.
Eftir útskrift úr Listaháskólanum
gekk hún til liðs við aðra hönnuði
hjá Kiosk en er nú í kvikmynda-
skólanum, ásamt því að stofna og
reka Apotek Atelier. Ýr hannar
undir merkinu Another Creation og
er hún helst þekkt fyrir að fara
óhefðbundnar leiðir í sníðagerð, en
hún vinnur mikið jakka og kápur í
bútasaum með leður, silki og ull. Í
dag hannar hún líka afar fallega
síða silkikjóla.
„Ég hanna aðeins einn af hverj-
um kjól í einu því þetta er rosalega
dýrt ferli. Ég hef brennt mig á því
að sauma í mörgum stærðum og
sitja svo uppi með kjóla. Um leið og
ég sel kjól, bý ég til annan. Annars
hef ég verið þekktust fyrir jakka og
jakkasnið. Ég geri kápur og leð-
urjakka sem hægt er að breyta með
því að taka til dæmis ermar eða
kraga af. Ég hef verið að vinna með
Heiðari feldskera sem hefur gert
fyrir mig feldi sem fylgihluti fyrir
mig,“ segir hún og segir að sér
finnist gaman að geta sameinað
vinnustofu og verslun.
„Ég fékk útdeilt húsnæði í sumar
á Skólavörðustíg og var að sauma
skó fyrir herferð Íslandsstofu og
þar var ég með sníðaborðið og
saumavélina. Ferðamönnum sem
þangað duttu inn fannst svo gaman
að fá að sjá inn í vinnustofu, en það
er einmitt svipað hjá Orrifinn; þar
er verkstæðið inni í búð. Ég var að
hugsa um að halda húsnæðinu en
sá svo á Instagram að þetta rými
væri að losna. Það var of fallegt til
að taka það ekki,“ segir Ýr, en í
húsnæðinu baka til er lítil sauma-
stofa og þangað mega allir kíkja
inn.
Innblástur frá list
Sævar Markús hannar undir eigin
nafni en sérstaða hans eru sérstök
mynstur á klassískum sniðum á
skyrtum, kjólum og klútum. Hann
vann mikið í tískuheiminum í París
en ákvað að snúa heim til Íslands.
Hann segist gjarnan leita í fortíðina
í sinni hönnun.
„Ég vinn oft með fortíðina, lista-
sögu, fornmuni og ýmislegt fleira
þegar ég vinn mynstur, hvort sem
það er bein vísun í ákveðin lista-
mann sem ég vinn línu út frá og til-
einka, eða þá að vinna út frá öðrum
hlutum. Það er mjög misjafnt
vinnuferli og innblásturinn kemur
víða og getur verið langt og flókið
ferli. Einnig vinn ég ávallt með
Ýr hannar síðkjóla úr silki og hægt er að láta sauma á sig kjól eftir máli.
Gamalt
apótek í nýju
hlutverki
Þrír íslenskir fatahönnuðir hafa opnað Apotek
Atelier á Laugveginum. Þar má finna kvenföt,
töskur og fylgihluti úr hágæðaefnum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Halldóra Sif hefur hannað kvenleg jakkaföt og ýmsa flotta fylgihluti.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021
HÖNNUN
80x200 cm 87.900 kr. Nú 52.740 kr.
90x200 cm 89.900 kr. Nú 53.940 kr.
90x210 cm 90.900 kr. Nú 54.540 kr.
100x200 cm 91.900 kr. Nú 55.140 kr.
120x200 cm 93.900 kr. Nú 56.340 kr.
140x200 cm 99.900 kr. Nú 59.940 kr.
160x200 cm 114.900 kr. Nú 68.940 kr.
180x200 cm 129.900 kr. Nú 77.940 kr.
NATURE´S LUXURY
heilsudýna
Vönduð heilsudýna með
pokagormakerfi og yfirdýnu
úr þrýstijöfnunarefni.
Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni
eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Holtagörðum, Reykjavík
512 6800
Smáratorgi, Kópavogi
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
Skeiði 1, Ísafirði
456 4566
Afgreiðslutími Rvk
Mán. til fös. kl. 11–18
Laugardaga kl. 11–17
40%
50%
DANADREAM dúnkoddi
Þægilegur dúnkoddi frá Quilts of
Denmark. Stærð: 50x70cm. Dún og fiður
fyllt ytra birði og svo stillanleg
svampfylling. Áklæðið er úr 100% bómull.
Fullt verð: 18.900 kr. Nú 9.450 kr.
DORMALUXE
heit dúnsæng
Dásamleg, heit dúnsæng frá Quilts of
Denmark. 140×200 cm. 800 g. 90%
hreinn andadúnn. 10% smáfiður.
29.900 kr. NÚ 23.920 kr.
20%
5