Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Page 29
hennar, „Re-
hab“, þar
sem hún lýsti
baráttu sinni
við fíknina.
McLintock
sagði AFP
að auk þess
að bera vitni
„fáguðum
listamanni“
væri sýn-
ingin tækifæri til að leggja mat á
gildi hennar og áhrif tíu árum eftir
andlátið.
Til marks um áhugann á Wine-
house er að kjóllinn, sem hún
klæddist í síðasta skiptið sem hún
kom fram, seldist á uppboði fyrir
243 þúsund dollara (tæpar 32
milljónir króna) á uppboði fyrr í
þessum
mánuði eða
16-falt
matsverð.
„Það er
sérstaklega
indælt að
sjá að
margt ungt
fólk, sem
ekki ólst
upp við tón-
list Amy, er spennt fyrir því að
koma og sjá sýninguna,“ bætti
McLintock við. „Þannig að hún
heldur greinilega áfram að veita
ungum listamönnum innblástur.“
Faðir Winehouse, Mitch, hjálp-
aði til við að kynna sýninguna á
miðvikudag og hún var opnuð al-
menningi á föstudag.
Sýningin um Amy
Winehouse var opn-
uð í London í vikunni.
AFP
Mynd af Winehouse
eftir ljósmyndarann
Jake Chessum.
Rafmagnsgítar með áletrun Wine-
house er meðal þess sem sjá má á
sýningunni um litríkan feril söngkon-
unnar og áhrif hennar.
Aðdáendur Winehouse skrifuðu
kveðjur á þetta götuskilti frá Camden
Square í London er hún lést.
Kjólar bresku söngkonunnar Amy Winehouse eru meðal muna á sýningunni.
28.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
UMDEILT Stjórnvöld í Malaví hafa
leitað til hnefaleikarans fyrrverandi,
Mikes Tysons, um að verða sendi-
herra þeirra í að kynna kannabis-
rækt í landinu í lækningaskyni. Ty-
son er stuðningsmaður þess að leyfa
kannabis og er með sitt eigið vöru-
merki kannabisafurða. Vonast
Malaví til að Tyson muni hjálpa þeim
að ná í fjárfesta og kaupendur, en
hann hefur ekki svarað fyrirspurn-
inni. Tyson var dæmdur fyrir nauðg-
un 1992 og var gagnrýnt í Malaví að
leitað hefði verið til hans.
Vilja að Tyson kynni kannabis
Malaví leitaði til gamla hnefaleikarans.
AFP
BÓKSALA 17.-23. NÓV.
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Lok, lok og læs
Yrsa Sigurðardóttir
2
Sigurverkið
Arnaldur Indriðason
3
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
4
Jól á eyjahótelinu
Jenny Colgan
5
Nýja Reykjavík
Dagur B. Eggertsson
6
Úti
Ragnar Jónasson
7
Rauð viðvörun
– jólin eru á leiðinni
Sigrún Eldjárn
8
Sextíu kíló af kjaftshöggum
Hallgrímur Helgason
9
Vetrarfrí í Hálöndunum
Sarah Morgan
10
Lára bakar
Birgitta Haukdal
1
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
2
Rauð viðvörun
– jólin eru á leiðinni
Sigrún Eldjárn
3
Lára bakar
Birgitta Haukdal
4
Jólasyrpa 2021
Walt Disney
5
Saffranráðgátan
Martin Widmark
6
Lóa og Börkur – saman í liði
Kjartan Atli Kjartansson
7
Lára lærir á hljóðfæri
Birgitta Haukdal
8
Þín eigin ráðgáta
Ævar Þór Benediktsson
9
Syngdu jólalög með Láru
og Ljónsa
Birgitta Haukdal
10
Óskar var einmana um jólin
Holly Webb
Allar bækur
Barnabækur
Í sumar las ég í áföngum bók
Gunnars Gunnarssonar, Svart-
fugl, í líklega þriðja eða fjórða
skiptið. Þetta er eina bókin sem
ég „sit“ í, að lesa hana er eins
og að vera í þægilegri værð-
arvoð og maður er ekkert að
flýta sér að klára þó að bókin sé
reyndar þannig
gerð að það er
erfitt að hætta
þegar maður
er kominn á
skrið! Og hér
er ég að sjálf-
sögðu að tala
um þýðingu
Magnúsar Ás-
geirssonar á
verkinu. Orð-
kynngin er slík að mann setur
hljóðan við lestur og oftlega
þarf ég að leggja hana frá mér
til að melta, spretta upp gæsa-
húð eða bara tárast. Næstu vik-
urnar læðast svo Gunnarslegar
hendingar inn í mín eigin skrif.
Allir eru orðnir óttaslegnir – en
þó vonbjartir en um leið með
hryggðarmyndir í skelkuðu
brjósti. Þessi saga er ótrúleg og
ég vísa bara í ritdóm frá 1929
sem birtist í Ekstrabladet: „Sá
meistarabragur sem er á lýs-
ingum um-
hverfisins og
persónanna
þolir sam-
anburð við
mestu skáld-
sagnameistara
heimsins fyrr
og síðar.“
Meðfram
þessu mynd-
ast ég líka við að lesa bækur um
tónlist, nema hvað. Sumar
straujar maður einn, tveir og
þrír eins og sagt er. Í valnum er
t.d. saga söngvara Judas Priest,
Rob Halford. Confess kallast
hún og er svona líka ljómandi
vel heppnuð. Halford er fyrst og
fremst enskur séntilmaður fram
í fingurgóma
og ef hann
hefði ekki
endað í rokk-
sveit hefði
hann orðið
kærleiksríkur
yfirkennari.
Lýsingar hans
á rokklíferni,
baráttu sam-
kynhneigðra
og slælegum dönsum við bróður
Bakkus fanga alla athygli og
maður er nærður og margs vís-
ari í kjölfarið.
Einnig er ég með nokkuð
magnaða ævisögu Elvis Presley í
síma-kyndlinum mínum, fyrri
bókina sem Peter Guralnick
nokkur reit um kónginn, Last
Train to Memphis. Lesturinn
sækist hins vegar hægt. Lýsingar
Guralnick á Presley, sam-
ferðamönnum og umhverfi ná
Svartfuglslegum hæðum á köfl-
um og ég hef svona verið að
kjamsa á bókinni vel og lengi.
Sest stundum niður í Hámu, í
Háskóla Íslands, eftir mat og
„sóna“ út í ca. kortér/tuttugu
mínútur og rölti um öngstræti
Memphis í ofurlitla stund. Hálf-
gerð hugleiðsla eiginlega – eins
og lestur góðra bóka er jafnan.
ARNAR EGGERT ER AÐ LESA
Svartfugl líkur værðarvoð
Arnar Eggert
Thoroddsen
er félags-
fræðingur og
umsjónar-
maður grunn-
náms í fjöl-
miðlafræði við
Háskóla Ís-
lands.