Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 1

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 9. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 289. tölublað . 109. árgangur . Hamborgarhryggur 1.784KR/KG ÁÐUR: 1.338 KR/KG Lambalæri 1.439KR/KG ÁÐUR: 2.399 KR/KG Léttreykt Klementínur Netapoki, 1,5 kg 674KR/PK ÁÐUR: 899 KR/PK 25% AFSLÁTTUR40% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 9.--12. DESEMBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ 15 dagar til jóla Jólaleikir eru á jolamjolk.is ATHAFNAMENN OPNA HÓTEL OG MATHÖLL TVÆR ÓLÍKAR HLIÐAR Á DIETER ROTH KENGÚRUR, FASANAR OG HREINDÝR TVÆR SÝNINGAR 66 HÁTÍÐARMATUR 8 SÍÐURGRÓÐURHÚSIÐ 36-37 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ísfirska lækningavörufyrirtækið Ker- ecis verður skráð á markað í Svíþjóð eða Bandaríkjunum innan fárra vikna. Þetta staðfestir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi þess. Hann er gestur í Dagmálum í dag þar sem hann ræðir sögu fyrirtækisins og framtíðaráætlanir þess. Á föstudag í liðinni viku boðaði Ker- ecis hluthafa á trúnaðarfund á Hilton Reykjavik Nordica þar sem framtíð- aráætlanir þess voru kynntar. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að það sé mat ráðgjafa og stjórnar að fyrir- tækinu verði fleytt á markað á grund- velli verðmats sem er á milli 600-700 milljónir dollara, jafnvirði 80-90 millj- arða króna. Að sögn Guðmundar hafa fyrirtæki sem eru áþekk og Kerecis og eru í góð- um rekstri í nokkur ár verið metin í kauphöll á einn milljarð dollara, jafn- virði 130 milljarða króna. Er þá litið til fyrirtækja á sama markaði sem búa yfir sömu vaxtarmöguleikum og Ker- ecis. Tekjur Kerecis hafa að jafnaði vaxið um nærri 100% á ári síðastliðinn hálfan áratug. Í aðdraganda skráning- ar Kerecis á markað er stefnt að því að afla 40-80 milljóna dollara í nýtt hlutafé til að styðja við reksturinn. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins á fyrirtækið einnig í viðræðum um kaup á banda- rísku fyrirtæki sem trúnaður ríkir um hvert sé. Í hluthafahóp Kerecis eru um 160 fjárfestar. Aðeins tveir íslenskir lífeyr- issjóðir eru í hópi hluthafa fyrirtækis- ins, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífsverk. Allt að 130 milljarða virði - Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis stefnir á skráningu á markað erlendis innan tíðar - Tekjuvöxtur 96% á milli ára - Aðeins tveir íslenskir lífeyrissjóðir meðal hluthafa Tólf ára saga » Kerecis var stofnað hér á landi árið 2009. » Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns í nokkrum löndum. » Tekjur fyrirtækisins nema um 30 milljónum dollara í ár, jafnvirði 4 milljarða króna. » Stefnir að kaupum á bandarísku fyrirtæki á svipuðum markaði. MHef mikla trú á framtíð … »16 Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech sögðu í gær að frumrannsóknir sýndu að bóluefni fyrirtækjanna veitti enn virka vörn gegn Ómíkron- afbrigði kórónuveirunnar eftir þriðja skammtinn af því. Óvíst væri hins vegar hvort tveir skammtar myndu duga til að verja fólk gegn af- brigðinu. Ugur Sahin, framkvæmdastjóri BioNTech, sagði á blaðamannafundi í gær að réttast væri að sínu mati að stytta tímann sem liði á milli fyrri örvunarskammts og þess síðari, til þess að auka þá vörn sem bóluefnið myndi gefa yfir vetrarmánuðina. Bresk stjórnvöld hafa stytt bið- tímann milli örvunarskammta niður í þrjá mánuði, en víðast hvar annars staðar er miðað við hálft ár hið minnsta. »40 Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Þriðji skammturinn veitir góða vörn gegn Ómíkron. Veitir vörn eftir þriðja skammtinn Breiðablik beið lægri hlut fyrir stórliði Real Ma- drid frá Spáni, 0:3, í Meistaradeild kvenna í fót- bolta á snævi þöktum Kópavogsvellinum í gær- kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur Breiðabliks í riðlakeppninni en liðið á eftir að sækja topplið PSG heim til Parísar í næstu viku. Blikakonum hefur enn ekki tekist að skora mark í keppninni en voru nálægt því á lokamínútunum í hríðar- veðrinu í gærkvöld. »60 Ljósmynd/Benjamin Hardman Real Madrid hafði betur í hríðinni í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.