Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 2
Baldur Blöndal baldurb@mbl.is Matsalur Réttarholtsskóla var þétt- setinn í gærkvöldi þegar fundur Íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogs- hverfis fór fram. Íbúar og borgar- fulltrúar tókust þar á um þéttingu og hraðalækkun við Bústaðaveginn en tillögur borgarinnar þess efnis hafa vakið miklar og heitar umræð- ur innan hverfisins. Salnum var skipt í tvö sóttvarna- hólf og rúmaði 100 grímuklædda gesti. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri og Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn, fluttu erindi og sátu fyrir svörum á fundinum. Íbúasamtökin sem stóðu fyrir fundinum voru nýverið endurvakin en Gísli Kr. Björnsson fer með for- mennsku samtakanna. Gísli setti fundinn og vísaði til líflegra um- ræðna í umræðuhópi hverfisins á Facebook. Fundurinn hófst á ávarpi borgarstjóra þar sem hann hrósaði íbúum fyrir endurvakningu samtak- anna. Hann sagði það „ómetanlegt að hafa skipulagðan hóp íbúa til samtals og samráðs“. Dagur kynnti hverfaskipulagið og fór yfir það samráð sem hafði átt sér stað. Hann sagði að samráðið hefði hafist á árunum 2015-2017. Sagði hann meðal annars að tillögurnar væru vinnutillögur og undanfari formlegrar tillögu að hverfaskipu- lagi. Í máli Dags kom fram að síðar yrði unnin formleg tillaga sem færi þá í annað kynningarferli og benti hann á að oft væri fallið frá tillögum sem þessum eftir samráð við íbúa. Sagði Dagur að tillögurnar væru til þess fallnar að lækka aksturs- hraða sem hefði lengi verið kallað eftir í íbúasamráði. Þá væri byggð við veginn til þess fallin að minnka hávaða í grennd við veginn og lækka umferðarhraðann sömuleiðis. Slagæðin í gegnum hverfið Í erindi sínu sagði Eyþór nafn Bú- staðahverfis vísa til bústaða fólksins og sagði hann að það væri hlýlegt gróðurhverfi. Líkti Eyþór Bústaða- veginum við slagæð í gegnum hverf- ið og sagði hann einkenni hverfisins vera Fossvogsdalinn og Bústaða- veginn í miðjunni. „Þetta er vel skipulagt hverfi,“ sagði Eyþór sem sagði óþarft að laga það sem ekki væri bilað. Sagði Eyþór að hann hefði viljað sjá annan valkost fyrir hinn breiða Bústaðaveg sem yrði þá „manneskjuleg breið- gata“. Sagði Eyþór að Bústaðavegur yrði ekki vistvænni með tilkomu blokka og vísaði hann til rannsóknar um hvaða áhrif það hefði að þrengja götur. Þá væri ljóst að bílarnir myndu ekki hverfa heldur leita ann- að. Eyþór vakti síðan athygli á um- ferðinni í Reykjavík sem hann líkti við start-stopp. Hann sagði hana þurfa að vera jafnari þar sem fólk yrði pirrað. Þá þyrfti að fækka ljósa- stýrðum gatnamótum sem hann sagði umferðaröryggismál. Að loknum erindum þeirra Dags og Eyþórs var opnað fyrir spurn- ingar úr salnum þar sem íbúar skiptust á skoðunum. Flestir þeirra sem tóku til máls settu spurning- armerki við tillögurnar og töldu þrenginguna of mikla. Aðrir íbúar lýstu yfir áhyggjum af því að útsýni í hverfinu myndi skerð- ast við tilkomu þessara nýbygginga auk þess að bílastæði á svæðinu yrðu undir í framkvæmdunum. Flestir íbúar sem tóku til máls voru þó sammála um að sundlaug í hverfið væri ágæt hugmynd. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og íbúi í hverfinu. Lýsti hún fyrst yfir stuðn- ingi sínum við fyrirætlanir um sund- laug í Fossvogi og spurði hún Dag borgarstjóra hvenær hún kæmi. Lilja sagði að fyrirliggjandi hug- myndir um skipulag væru sérstakar og lagði hún beinlínis til að Dagur myndi hætta við þær hér og nú. Uppskar Lilja mikið lófatak meðal gesta við þá uppástungu. Heitar umræður um skipulagið - Fjallað um málefni Bústaðavegar á fjölsóttum fundi endurvakinna íbúasamtaka - Dagur segir tillög- urnar vera vinnutillögur - Lilja Dögg Alfreðsdóttir skoraði á Dag að hætta við áformin á Bústaðavegi Morgunblaðið/Eggert Íbúafundur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri fluttu erindi og spunnust líflegar umræður að þeim loknum. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Val di Fassa 12. febrúar í 7 næturSkíðaferð Verð á mann frá 159.700 Verð á mann frá 179.700 A H Á Salan er hafin á kærleikskúlan.is og í gjafavöruverslunum um land allt.* Allur ágóði rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Sölutímabil: 9.– 23. des. *takmarkað upplag. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirséð er að aflvél nr. 2 í Búrfells- stöð sem bilaði síðastliðið laugar- dagskvöld kemst ekki í gagnið aftur fyrr en næsta vor. Uppsett afl vél- arinnar er 46 megavött. Sömuleiðis er útlit fyrir að vél 2 í Nesjavalla- virkjun Orku náttúrunnar komist ekki í gagnið aftur fyrr en undir jól. Afl hennar er 30 MW. Er því aflið 76 MW minna en venjulega vegna bil- ana í þessum stöðvum. Bilunin í Búrfellsstöð og seinkun á því að raforkuvinnsla hjá „öðrum framleiðanda“ sem átt hafi að koma inn í kerfið í síðustu viku en skili sér ekki inn fyrr en í lok næstu viku voru meðal ástæðna sem Landsvirkjun gaf fyrir því að nauðsynlegt væri að takmarka orkuafhendingu til fiski- mjölsverksmiðja og annarra sem hafa samið um kaup á skerðanlegri orku. Með seinkun hjá „öðrum fram- leiðanda“ mun vera átt við vél 2 í Nesjavallavirkjun. Ekki fengust miklar upplýsingar um málið hjá Orku náttúrunnar í gær nema hvað stefnt sé að innsetningu vélarinnar fyrir jól, nánar tiltekið 20. desember. Bilun í rafala vélar 2 Bilunin í Búrfellsstöð varð í sátri rafala vélar 2 en það er hluti umbún- aðarins utan um snúð rafalans. Sam- kvæmt upplýsingum Landsvirkjun- ar er ekki búið að staðfesta nákvæmlega hversu umfangsmikil bilunin er en talið er, í ljósi reynsl- unnar, að það taki um það bil sex vik- ur að gera við hana. Unnið er að bil- anagreiningu þannig að hægt sé að hefja viðgerðir. Ljóst er að vélin kemst ekki rekst- ur fyrr en í vor því um miðjan janúar næstkomandi er áætlað að hefja vinnu við að skipta um vatnshjól vél- arinnar. Sú vinna mun standa fram í byrjun maímánaðar. Sjö aflvélar eru í Búrfellsstöð 1. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, tekur fram að þær séu sjaldnast allar keyrðar í einu. Hinar vélarnar verða að líkindum keyrðar meira á meðan vél 2 er ekki í rekstri en það auki áhættuna í rekstri raforkukerfisins. Af þessum ástæðum er ekki hægt að segja til um það með fullri vissu, á þessu stigi, hversu mikið minna afl stöðvarinnar í heild verður en venju- lega, á meðan vélin er biluð. Af öðrum ástæðum fyrir orku- skorti og aðgerðum Landsvirkjunar má nefna að vatnsbúskapurinn á há- lendinu er með lakasta móti, sér- staklega sunnanlands, en raforku- flutningskerfið dugar ekki til að flytja alla þá orku frá Norðaustur- landi sem þörf er á. Vél 2 í Búrfellsstöð verður úti fram á vor - Stefnt að gangsetningu vélar 2 á Nesjavöllum 20. desember Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vatnsafl Búrfellsstöð er fyrsta aflstöðin sem Landsvirkjun reisti frá grunni. Afl stöðvarinnar er alls 270 MW en vélarnar eru ekki alltaf allar á fullu. Morgunblaðið/Sverrir Jarðgufa ON rekur virkjanir á Nesjavöllum og Hellisheiði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.