Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS JÓL OG ÁRAMÓT Á TENERIFE EÐA ALICANTE 23. DESEMEBER - 07. JANÚAR 22. DESEMEBER - 05. JANÚAR TENERIFE ALICANTE Tryggðu þér sæti út í sól um jólin fyrir alla fjölskylduna. Slappaðu af um hátíðarnar á hóteli fjarri öllu jólaamstri. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hátt á annan tug uppsjávarskipa var á loðnumiðunum í landgrunnskantinum norður af Langanesi í gær. Nokkur þeirra eru búin að landa einu sinni, en önnur eru langt komin með að fylla í fyrsta túrnum. Afli var dræmur í fyrrinótt, en „þetta er eitthvað byssulegra í dag,“ sagði útgerðarmaður sem rætt var við um miðjan dag gær og átti þá við að útlitið væri betra. Annar sagði að einkum hefði verið um dagveiði að ræða og afli verið þokkalegur. Eftir ætisgöngur einkum í Grænlandshafi kemur loðn- an á þriðja ári upp að landgrunnskantinum við eða vestur af Kolbeinsey í nóvember eða desember í hrygningar- göngu sinni. Hún gengur síðan austur á bóginn og suður með Austfjörðum og er þá oft á 30 metra dýpi niður í um 250 metra. Fremsta gangan er gjarnan þétt, en síðan geta komið „seinni púlsar“ eins og Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, orðar það. Sóttu fróðleik í afladagbækur „Í fyrrahaust kom loðnan að Kolbeinseyjarhrygg í nóvember og það fannst okkur snemmt miðað við árin á undan, en hafa verður í huga að þau ár var hún í ákveðnum aðstæðum,“ segir Birkir. „Breytilegar að- stæður í hafinu og stærð árganga getur haft áhrif og ef- laust margt fleira. Skoðun á framvindu hrygningargöngunnar út frá afla- dagbókum sýndi okkur að á árum áður var loðnan fyrr á ferðinni inn á landgrunnið heldur en síðustu ár. Síðasta vetur varð breyting á og hún var fyrr á ferðinni. Miðað við hvar flotinn hefur verið að veiðum síðustu daga virðist gangan vera á svipuðum tíma og á síðustu vertíð.“ Alltaf á svipuðum tíma til hrygningar Loðnan fylgir landgrunnsbrúninni og strandstraumur- inn við landið og Austur-Íslandsstraumurinn létta henni ferðalagið. Þegar loðnan kemur að hitaskilum fyrir Suð- austurlandi dokar hún oft við áður en hún tekur strikið vestur með Suðurlandi á hrygningarstöðvarnar. „Þegar loðnan kemur að hitaskilunum verður hún oft óútreiknanleg, stundum heldur hún kyrru fyrir á þessu svokallað biðsvæði, stundum gengur hún mjög djúpt eða þá grunnt og hratt með landinu. Hvort sem loðnan kem- ur seint eða snemma upp að Norðurlandinu og hvernig sem hún hagar göngunni þá virðist hún yfirleitt að lokum koma á hrygningarstöðvarnar á svipuðum tíma.“ Hefðbundinn loðnuleiðangur eftir áramót Aðspurður hvenær verði farið í hefðbundinn loðnuleið- angur eftir áramót segir Birkir að það liggi ekki endan- lega fyrir. Vel verði fylgst með gönguhraða loðnunnar og veiðiskipunum og áhersla lögð á að ná góðri mælingu áð- ur en loðnan komi í hlýja sjóinn fyrir sunnan land. Loðnugangan á svipuð- um tíma og á árum áður - Loðnuskipin í landgrunnskantinum norður af Langanesi Þórshöfn | Heimaey VE kom með fyrsta loðnufarminn til Þórshafnar í fyrrakvöld, um 1.900 tonn af ágætri loðnu sem fór í bræðslu. Fremur stutt sigling er af mið- unum til Þórshafnar eða fimm til sex tímar. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Heimaey með fyrsta farminn Skjáskot/Fishfacts Veiðar Loðnuskip í röð við landgrunnskantinn norður af Langanesi. Afli hefur verið þokkalegur síðustu daga. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum Hafnarfjarðar gæti fjölgað um 1.500 til 2.000 að meðaltali á ári næstu fjögur árin ef áform um upp- byggingu ganga eftir. Með því gætu allt að 38 þúsund manns búið í bæn- um í árslok 2025. Þetta kom fram í máli Rósu Guð- bjartsdóttur, bæj- arstjóra Hafn- arfjarðar, á bæjarstjórnar- fundi. Þróun íbúa- fjöldans, sam- kvæmt þessum forsendum, er hér sýnd á grafi en tæplega 29.800 manns bjuggu í Hafn- arfirði í byrjun þessa mánaðar. Ný íbúðahverfi verða til Meðal annars er fyrirhuguð upp- bygging í Skarðshlíð og í nýju hverfi, Hamranesi, þar við hlið og á þétting- arreitum í bænum. Má þar nefna áform um mikla uppbyggingu við Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn Rósu gæti íbúum Hafnar- fjarðar fjölgað um allt að fjórðung á tímabilinu. Ný fjárhagsáætlun vitni um að að- hald og aðgerðir sveitarfélagsins vegna kórónuveiru hafi skilað ár- angri. „Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjar- sjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 97,7% í árslok 2021 en hlutfallið var 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á,“ segir Rósa og vísar til hlutfalls heildarskulda af tekjum sveitar- félagsins í faraldrinum. Sala bæjarins á 15% hlut í HS Orku hafi veitt svigrúm til að snúa vörn í sókn á krefjandi tímum. Boðar skattalækkanir Áfram verði lögð áhersla á hófleg- ar álögur á íbúa og þá verði komið til móts við hækkun fasteignamats með lækkun fasteignaskatta á íbúðar- húsnæði. Þá lækki fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði milli ára með lægri vatns- og fráveitugjöldum. Líkt og hjá öðrum sveitarfélögum hafi umtalsverð hækkun launa haft mikil áhrif á reksturinn. Þá hafi út- gjöld í ýmsa félagslega þjónustu verið aukin án þess að ríkissjóður hafi kom- ið til móts við auknar skyldur sveitar- félagsins með fullnægjandi fjár- framlögum, að sögn Rósu. Spá um íbúafjölda í Hafnarfirði 2021 til 2025 40.000 35.000 30.000 25.000 Háspá Lágspá 2021 2022 2023 2024 2025 Heimild: Skrá.is, Hafnarfjarðarbær 29.756 31.256 31.756 32.756 33.756 34.256 35.756 35.756 37.756 1. des. 2021 Spá allt að fjórð- ungsfjölgun íbúa - Íbúar Hafnarfjarðar 38 þús. 2025? Rósa Guðbjartsdóttir Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Brim hf. hefur ákveðið að færa öll- um leik- og grunnskólum á Íslandi fyrstu sex titlana sem koma út í bókaflokknum „Litla fólkið og stóru draumarn- ir“ sem hin spænska Maria Isabel Sanches Vergara er höf- undur að. Í bók- unum er sagt frá fólki sem hefur látið drauma sína rætast. „Við sjáum það að drengir eru að verða undir í lestri í samfélaginu og þess vegna ákváðum við að kaupa þessar bæk- ur og senda í alla skólana til þess að hvetja börn til lesturs,“ segir Guð- mundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við Morgunblaðið. „Í mínum huga er íslenskan undirstaða okkar samfélags og menningararfs því að á henni bygg- ist að við getum talað hvert við ann- að og skilið hvert annað. Það er ekki gott ef það er stór hópur sem talar eða skilur ekki íslensku í okk- ar samfélagi. Það eru nefnilega miklar líkur á því að sá hópur verði undir því íslenska er okkar mál.“ Bókagjöfin er gefin í samstarfi við útgáfufélagið Stóra drauma sem áætlar að fjölga titlunum enn frekar á komandi misserum og tryggja með því að sem flestir finni þar frásagnir sem vekja athygli þeirra og áhuga. Brim hf. færir börnum bækur - Dreifa 3.000 bókaöskjum í alla skóla Bækur Stórir draumar í öskjum. Guðmundur Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.