Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Örlögin höguðu því þannig að Guð-
mundur Fertram Sigurjónsson réðst
til starfa hjá fyrirtækinu Keratec á
Nýja-Sjálandi. Þar handlék hann
m.a. líkhúð sem nýtt er til sára-
græðslu. Á einhverjum tímapunkti
fór hann að velta fyrir sér hvað húðin
minnti sig á og tók hugurinn hann
aftur um langan veg þegar hann
starfaði í fiskvinnslu afa síns og
ömmu á Ísafirði.
„Eitt leiðinlegasta starfið sem mað-
ur lenti í var að standa við roðflettivél-
ina. Þar stóð maður og beið eftir að
hún stíflaðist og þá losaði maður stífl-
una, beygði sig niður, tók roðið sem
datt og setti í kassa. Ég man að maður
var alltaf að þreifa á roðinu. Það er
teygjanlegt, það er þunnt, það er fitu-
ríkt og með hreistur.“
Áttaði hann sig á að það voru mikil
líkindi með líkhúðinni og roðinu.
Teygjanleikinn, þykktin svipuð og
jafn gegndræpt.
„Nokkrum árum seinna sat ég
hérna upp úr hruni og var í þeim
stellingum að sækja um styrk úr
Tækniþróunarsjóði því mig langaði
til að gera eitthvað sem tengdist sár-
um eða stoðtækjum sem ég hafði
unnið við síðustu tuttugu árin. Þá
vaknaði þessi hugmynd.“
Algjörlega ný nálgun
Aldrei fyrr hafði nokkrum dottið í
hug að nota fiskroð í þessu tilliti en
Guðmundur segir að það hafi vakið
furðu sína og annarra hversu mikil
líkindi þarna voru á milli. Vill hann
þó ekki taka undir þá vangaveltu
blaðamanns að við séum af þessum
sökum ekki annað en þorskar á
þurru landi.
Rannsóknir leiddu í ljós að roðið
virkaði við sáragræðslu og það svo
um munaði og segir Guðmundur að
þar hafi komið í ljós að notkun þess
fylgja ekki sömu alvarlegu áskoranir
og þegar notast er við líkhúð, húð af
svínum eða fósturhúð nautgripa. Vír-
usa sem losna þarf við úr þeim, sem
geti borist yfir í menn, sé ekki að
finna í þorskroði.
„Kaldvatnsþorskur ber enga sjúk-
dóma í menn. Vírusarnir í þorskinum
eru hannaðir til að virka við 2 gráður.
Þegar þú setur þá í 37 gráður þá
missa þeir virkni sína,“ segir Guð-
mundur. Bendir hann á að þetta at-
riði hafi ekki síst merkingu nú, í kjöl-
far þess að kórónuveiran setti allt á
annan endann. Talið sé að hún hafi
borist úr leðurblökum í menn og að
heilbrigðisyfirvöld um heim allan vilji
tryggja eftir fremsta megni að var-
færnislega sé farið með öll líffræðileg
efni sem borist geti milli dýra og
manna. Frá því að Guðmundur gerði
hina ótrúlegu uppgötvun hefur mikið
vatn runnið til sjávar en allt frá
fyrstu tíð hefur sáraroðið verið unnið
úr þorski sem veiddur er við strend-
ur Íslands og hefur Hraðfrystihúsið
Gunnvör haft mikilvægu hlutverki að
gegna við útvegun þess. Fyrirtækið
er jafnframt í hópi hluthafa Kerecis.
Guðmundur bendir á að reynslan
af sáraroði Kerecis sé afar góð og að
reglulega berist tíðindi af ótrúlegum
árangri sem læknar hafi náð við með-
höndlun sjúklinga. Varan hafi sannað
sig sem öflugra meðferðarúrræði en
margar aðrar vörur sem notast er við
í sama tilgangi.
Spurður út í hvort sáraroðið geti
orðið flöskuháls þegar kemur að
framleiðslunni segir Guðmundur það
af og frá. Sennilega gæti fyrirtækið
annað allri mögulegri eftirspurn með
roði úr tvö hundruð tonnum af
þorski. Og eftirspurn eftir vörum
fyrirtækisins vex og vex og flest
bendir til þess að sá vöxtur muni
halda áfram að aukast. Í grunninn
byggist hugmyndin að baki þeim á
því að græða sár fólks sem þjáist af
alvarlegri sykursýki og bendir Guð-
mundur á að Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin skilgreini nú sjúkdóminn sem
heimsfaraldur. Árið 2040 er gert ráð
fyrir að 20% Bandaríkjamanna muni
þjást af henni og sé ekkert að gert,
muni hundruð þúsunda manna um
heim allan þurfa að gangast undir af-
limanir vegna afleiðinga hennar.
Skertar lífslíkur
Og þótt aflimanir séu ákveðin
lausn á hinum mikla vanda í ein-
hverjum skilningi bendir Guð-
mundur á það í viðtalinu að þeim
fylgi miklar breytingar á högum
fólks og að andlegir, félagslegir og
líkamlegir fylgifiskar hennar valdi
því að lífslíkur fólks sem verði fyrir
aflimun séu jafn miklar og þeirra
sem greinist með lungnakrabba.
En fyrirtækið horfir á breiðara
svið, m.a. með tilliti til þess að græða
sár eftir skurðaðgerðir og einnig
brunasár. Þá hafa svokallaðar ábend-
ingar frá heilbrigðisyfirvöldum vald-
ið því að fyrirtækið vinnur einnig að
þróun vara sem koma að tann-
ígræðslum, enduruppbyggingu eftir
brjóstnám og enduruppbyggingu
liða, svo dæmi sé tekið.
Vöruþróun og öflugt markaðsstarf
veldur því að tekjur Kerecis aukast
ár frá ári um tæplega 100% og segist
Guðmundur hafa mikla trú á framtíð
þess. Hann segir ekki of bjartsýnt að
telja að fyrirtækið sé næsti nýsköp-
unarsproti sem muni blómstra með
sama hætti og Össur og Marel hafa
gert.
Á fundi hluthafa fyrirtækisins í lið-
inni viku kom fram að fyrirtækið
stefndi á skráningu á markað innan
skamms tíma og að áætlað markaðs-
verðmæti þess sé talið á bilinu 80 til
90 milljarðar og að miðað við áætl-
anir þess og samanburð við sambæri-
leg fyrirtæki sem eru nú þegar í
Kauphöll megi gera ráð fyrir því að
árið 2023 verði verðmæti fyrir-
tækisins einn milljarður dollara, jafn-
virði 130 milljarða króna. Til sam-
anburðar má geta þess að
markaðsvirði Kviku banka er 130
milljarðar króna og markaðsvirði
Brims, eins stöndugasta sjávar-
útvegsfyrirtækis landsins, er rúmir
150 milljarðar. Í aðdraganda skrán-
ingarinnar stefna eigendur Kerecis
að því að auka hlutafé fyrirtækisins
og er það m.a. gert vegna fyrirhug-
aðrar yfirtöku á ónefndu fyrirtæki í
Bandaríkjunum sem nú er í sigtinu.
Guðmundur gerist nokkuð dulur
þegar hann er spurður út í hvað felist
í þessum kaupum en ljóst er af öllu að
stutt er í að vænta megi stórtíðinda
af þessu fyrirtæki sem ekki er
ósennilegt að hvert einasta manns-
barn á Íslandi muni þekkja deili á áð-
ur en langt um líður.
Hef mikla trú á framtíð Kerecis
- Íslensk nýsköpun ryður sér til rúms á sístækkandi markaði með lækningavörur - Kerecis komið í
hóp verðmætustu fyrirtækja Íslands - Þorskroð að vestan græðir sár hraðar en staðkvæmdarvörur
Sköpun Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnaði Kerecis árið 2009. Rúmum áratug síðar er fyrirtækið í hópi verðmætustu framleiðslufyrirtækja landsins.
Kerecis Er með framleiðslu sína á Ísafirði og skapar þar fjölda hálauna-
starfa. Í heildina starfa 250 manns hjá fyrirtækinu í nokkrum löndum.