Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 32

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 32
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Með því að opna fyrir göngu lax- fiska í Norðlingafljót er verið að stækka búsvæði íslenska laxins svo um munar. Þetta er stærsta sjálf- bærniverkefni í þágu íslenska laxa- stofnsins sem ráðist hefur verið í,“ segir Stefán Stefánsson í Fljóts- tungu í Borgarfirði. Hann vinnur að því að fá leyfi til að gera laxastiga í jarðgöngum fram hjá Barnafossi í Hvítá og þar með fram hjá þeirri hindrun sem þar er fyrir því að lax geti gengið upp í Norðlingafljót. Markmið verkefnisins sem er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi er að gera Hvítá fiskgenga ofan við Barnafoss og gera Norðlingafljót sjálfbært fyrir laxfiska með því að nýta búsvæði þess og byggja upp sjálfbæran laxastofn. 700-1.000 laxa veiðiá Gangi verkefnið eftir getur Norð- lingafljót orðið góð laxveiðiá, eins og aðrar borgfirskar laxveiðiár, þverár Hvítár, þar sem Þverá/Kjarará, Norðurá og Grímsá eru þekktastar. Búsvæðamat sem Veiðimálastofnun gerði fyrir Norðlingafljót fyrir um tuttugu árum sýnir að áin er frjósöm, á við bestu laxveiðár, og gæti með fiskvegagerð og markvissri ræktun gefið af sér 700 til 1.000 laxa á ári af sjálfbærum stofni. Norðlingafljót er vatnsmikið og rennslið er stöðugra en í mörgum öðrum borgfirskum lax- veiðiám. Vatnið kemur mest úr vötn- um á Arnarvatnsheiði. Norðlingafljót er ein af stærstu þverám Hvítár. Hún fellur í Hvítá um fjóra kílómetra ofan við Barna- foss sem ekki er fiskgengur. Sá hluti Norðlingafljóts sem vilji er til að gera að sjálfbæru laxveiðisvæði er um 22 kílómetra langur, frá ármótum Hvítár ofan við Barnafoss og upp að Bjarnafossi. Byrjað var að sleppa hafbeitarlaxi í Norðlingafljót fyrir 1990 og voru veiðar stundaðar þar með þokka- legum árangri fram yfir aldamót. Lax úr þessum sleppingum hrygndi í ánni og seiði gengu til hafs. Laxinn komst hins vegar ekki aftur upp í ána vegna hindrana í Barnafossi og urðu menn varir við lax þar fyrir neðan að reyna að komast upp. Bleikjustofn Hvítár sem talinn er í hættu gæti einnig notið góðs af opnun Norð- lingafljóts. Áratugir eru liðnir frá því fyrstu hugmyndir komu upp um að opna leið fyrir lax inn í Norðlingafljót. Farið var vel yfir málið á árinu 2000 þegar Vífill Oddsson, reyndasti verkfræðingur landsins í hönnun fiskvega, og Sigurður Már Ein- arsson, fiskifræðingur hjá Vest- urlandsdeild Veiðimálastofnunar sem þá var, skiluðu skýrslu til veiði- réttarhafa. Upplýsingarnar um frjósemi Norðlingafljóts og mögu- leika til veiða eru frá Sigurði komn- ar. Barnafoss og Hraunfossar eru friðlýst náttúruvætti og ljóst var af fyrri umræðu að varla fengist leyfi til að hrófla við svæðinu með gerð hefðbundins laxastiga fram hjá Barnafossi. Vífill og Sigurður Már bentu á tvo möguleika, að gera laxa- stiga í jarðgöngum sunnan við Barnafoss eða að veita Norð- lingafljóti yfir í Litlafljót sem renn- ur í Hvítá fyrir neðan Hraunfossa. Eftir mat sérfræðinga á kostum og göllum allra kosta var fiskvegur við Barnafoss talinn besta leiðin. Stefán Stefánsson í Fljótstungu tók málið upp eftir að hann eignaðist jörðina fyrir nokkrum árum og dregur vagninn í undirbúningnum nú, með stuðningi meirihluta veiði- réttarhafa í Veiðifélagi Hvítár og Norðlingafljóts. „Ég er ekki að finna upp hjólið heldur dusta rykið af þessari rúmlega tuttugu ára hug- mynd og við viljum hrinda henni í framkvæmd,“ segir Stefán. Jarðgöngin sem verið er að und- irbúa eiga að vera um 240 metra löng og um 4 metrar í þvermál. Þau verða boruð í bergið sunnan við Barnafoss á 10 metra dýpi og í um 50 metra fjarlægð frá árfarveginum. Gert er ráð fyrir að efri endi þeirra verði 40 metrum ofan við Barnafoss og að þau opnist út í Hvítá um 70 Stærsta sjálfbærniverkefnið í þágu íslenska laxastofnsins - Fiskvegur í jarðgöngum hjá Barnafossi gerir Norðlingafljót eina af bestu veiðiám Borgarfjarðar Náttúrufegurð Norðlingafljót kemur ofan af Arnarvatnsheiði og rennur um Hallmundarhraun. Hún verður falleg laxveiðiá í stórbrotnu landslagi. Ljósmynd/Halldór Sigurðsson 32 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Hælið eftir Emil Hjörvar Petersen „Gerð fiskvegar fram hjá Barnafossi í Hvítá og landnám laxa í Norð- lingafljóti er án efa stærsta verkefni sem unnið hefur að með því mark- miði að efla sjálfbæra nýtingu laxa á Íslandi,“ skrifar Sigurður Már Ein- arsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, í svari til veiðifélagsins þegar hann var beðinn um álit á áhrifum framkvæmdarinnar á laxinn. Bendir hann á að ef það tekst að nýta framleiðslugetu Norðlingafljóts með sjálfbærum hætti gæti laxveiði á Íslandi aukist í framtíðinni um 2-3% á ári. „Norðlingafljótsverkefnið getur þannig haft jákvæð áhrif á stöðu laxins hérlendis, gangi áætlanir að óskum,“ skrifar Sigurður Már. Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands (Environice), segir að ekki verði séð að framkvæmdin muni hafa neikvæð áhrif á þau verðmæti sem friðlýsingu svæðisins við Barnafoss og Hraun- fossa er ætlað að vernda. Það er eitt af þeim atriðum sem koma fram í minnisblaði sem hann vann fyrir veiðfélagið. Einnig telur hann ólílegt að ummerki eftir fiskveginn verði sjáanleg á yfirborði landsins eða í rennsli árinnar. Laxveiði gæti aukist um 2-3% SIGURÐUR MÁR EINARSSON FISKIFRÆÐINGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.