Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 33
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Barnafoss Göngubrúin yfir Barnafoss var upphaflega byggð árið 1891 og var þá notuð til fjárrekstrar. Barnafoss getur varla talist foss lengur því áin flæðir í gegnum gljúfrið í stríðum straumi.
metrum neðan við göngubrúna yfir
fossinn. Í jarðgöngunum verður
hefðbundinn laxastigi, 30 þrepa, fyr-
ir lax og silung að synda upp liðlega
13 metra hæðarmun.
Jarðgöngin munu hafa lítil áhrif á
vatnafar Hvítár því þau taka aðeins
um hálft til eitt prósent af vatni ár-
innar.
Mikil reynsla er komin á laxastiga
í jarðgöngum í Noregi. Þar eru yfir
50 slíkir stigar, margir fram hjá
virkjunum. Lengstu jarðgöngin eru
540 metra löng.
Stefán segir að veiðiréttareig-
endur í Hvítá muni einnig njóta góðs
af aukinni laxagengd í kjölfar rækt-
unar stofns í Norðlingafljóti. Veiði-
félagið nær til efsta hluta Hvítár, frá
ármótum við Reykjadalsá. Segir
Stefán að möguleikar eigi að skapast
á stangveiðum í Hvítá á ákveðnum
tímum árs, eins og í ýmsum öðrum
jökulám. Framkvæmdin muni því
þjóna öllu samfélaginu, ekki aðeins
landeigendum við Norðlingafljót.
„Sjálfbærni, stækkun á nátt-
úrulegum búsvæðum fyrir lax, nátt-
úruvernd og efnahagslegar for-
sendur eru allt þættir sem munu
eflast þegar Norðlingafljót verður
fiskgengt,“ segir Stefán.
Vandað til verka
Þar sem um er að ræða leyf-
isskylda framkvæmd er nauðsynlegt
að vanda vel til verka, segir Stefán.
Fyrirspurn til Skipulagsstofnunar
um matsskyldu var verkstýrt af Sig-
mari A. Steingrímssyni hjá Verkís.
Spurningin um það hvort gera skuli
formlegt umhverfismat vegna fram-
kvæmdarinnar er í umsagnarferli
hjá Skipulagsstofnun. Stofnunin hef-
ur óskað eftir umsögnum ýmissa að-
ila og metur síðan matsspurninguna.
Sérfræðingar sem unnið hafa að
málinu fyrir framkvæmdaraðila
telja að framkvæmdin muni ekki
raska umhverfi Hraunfossa eða
breyta ásýnd þess. Hún muni ekki
hafa neikvæð áhrif á umhverfið og
eigi því ekki að fara í umhverfismat.
Stefán Stefánsson viðurkennir að
málið sé vandmeðfarið og umhverfið
sníði framkvæmdinni þröngan
stakk. Segir hann ósennilegt að leyfi
fengist til að leggja venjulegan fisk-
veg við fossinn. „Ég myndi aldrei
leggja af stað í slíkt verkefni enda vil
ég ekki spilla umhverfinu á nokkurn
hátt. Þess vegna höfum við unnið
verkefnið sérstaklega vel og nið-
urstaðan er að það er hægt án þess
að spilla þessum vernduðu stöðum,“
segir Stefán.
Hann bendir einnig á þann ávinn-
ing sem fæst fyrir umhverfið með
því að opna Norðlingafljót og rækta
upp sjálfbæran laxastofn. Vitnar
hann til álits Sigurðar Más fiski-
fræðings sem telur að framkvæmdin
geti aukið laxveiði á Íslandi um 2-3%
og einnig hjálpað bleikjustofninum.
Þá muni framkvæmdin hafa mjög já-
kvæð áhrif fyrir samfélagið í upp-
sveitum Borgarfjarðar.
Stefán segist halda áfram með
verkefnið þótt það þurfi að fara í um-
hverfismat. „Ef og að reyna eru orð
sem ég vil ekki hafa í minni orða-
bók,“ segir hann en bendir á að það
taki lengri tíma og kosti mikla fjár-
muni að fara í fullt umhverfismat.
Það muni að hans mati ekki skýra
neitt betur en þegar hefur verið gerð
grein fyrir.
„Ég er sannfærður um að okkur í
þessu góða samfélagi tekst að hrinda
þessu mikla og mikilvæga verkefni í
framkvæmd, í þágu alls samfélags-
ins og fyrir íslenska laxastofninn.
Hagsmunir okkar og umhverfisins
eru samofnir,“ segir Stefán.
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Leyfi Umhverfisstofnunar þarf til framkvæmda. Í umsögn til Skipulags-
stofnunar nú kemur fram það álit að ekki liggi fyrir nægilegar upplýs-
ingar um áhrif framkvæmdarinnar á verndargildi friðlýsta svæðisins og
þörf sé á frekari rannsóknum. Það mál er nú í ferli milli aðila.
Í umsögninni kemur fram að stofnunin metur málið þannig að fram-
kvæmdin sé líkleg til að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum og nokk-
ur óvissa ríki um áhrif hennar á friðlýsta svæðið. Telur stofnunin að fram-
kvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Vilja fullt umhverfismat
UMHVERFISSTOFNUN
„Þetta er ástríðuverkefni hjá mér. Ég ólst upp við veiðar og náttúru-
skoðun með föður mínum, Stefáni Stefánssyni, bæjarverkfræðingi á Ak-
ureyri. Safnaði blómum og vann í Lystigarðinum á Akureyri og að plöntu-
rannsóknum með Herði Kristinssyni grasafræðingi, á meðan félagar
mínir léku sér á mótorhjólum,“ segir Stefán Stefánsson í Fljótstungu
þegar hann er spurður um hvatann til að ráðast í Norðlingafljótsverk-
efnið og bætir við: „Ég vil leggja mikið á mig til að efla íslenska laxa-
stofninn.“
Stefán er Akureyringur en keypti jörðina Fljótstungu með konu sinni,
Þórhöllu Laufeyju Guðmundsdóttur, og börnum árið 2015. Fyrsta verkefni
fjölskyldunnar var að koma upp aðstöðu til hellaskoðunar og fræðslu í
Víðgelmi í Hallmundarhrauni en hann er einn af stærstu hraunhellum
heims. Hefur það verkefni gengið vel og dregur þjónustan að sér fjölda
ferðamanna allt árið. Þá hafa þau einnig byggt upp góða aðstöðu fyrir
starfsfólkið í Fljótstungu.
„Ég er stundum spurður að því hvers vegna ég kaupi ekki hús á Spáni
frekar en að búa til nýja laxveiðiá. Svarið er einfalt, ég vil þetta frekar.
Mér er annt um samfélagið. Umhverfið í Borgarfirði er svo stórkostlegt
að þeir sem eiga tækifæri verða að nýta þau,“ segir Stefán.
Vil leggja mikið á mig fyrir laxinn
STEFÁN STEFÁNSSON Í FLJÓTSTUNGU
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frumkvöðull Stefán Stefánsson dregur vagninn í verkefninu um Norðlingafljót.