Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 37

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 37
lendra og erlendra ferðamanna, höfuðborgarbúa, sumarhúsafólks og íbúa á svæðinu. Að sögn Brynjólfs mun starfsfólk í móttöku hótelsins einnig afgreiða viðskiptavini versl- ana og kaffihússins í norðurenda Gróðurhússins. Fyrirkomulagið sé að erlendri fyrirmynd nema hvað gengið sé lengra en víðast hvar í því að samnýta afgreiðslufólkið. Niður- staðan sé í reynd nýtt rekstrarform á Íslandi. Valgarð bendir í þessu efni á að kauphegðun sé að breytast. Netverslun sé að færast í vöxt og verslunarmiðstöðvar að leggja sífellt meiri áherslu á upplifun. Fyrir vikið verði nálgunin á verslunina skemmtilegri. „Svo vegur launa- kostnaður orðið þungt í verslunar- og veitingarekstri á Íslandi og raun- ar almennt í rekstri. Hér getum við verið sveigjanleg í mannahaldi eftir þörfum,“ segir Valgarð. Hálfdán Pedersen á heiðurinn af innanhússhönnun Gróðurhússins. Greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í hönnunina og víða hefur verið leitað fanga. Skírskotað er til sögunnar og má nefna gamlar ljós- myndir frá Hveragerði og bananatré sem vekur minningar frá Eden. Varðandi hönnunina, og áhersluna á upplifun og stemningu, segir Brynjólfur byggt á þeirri hug- myndafræði að ef Gróðurhúsið verði vinsælt meðal Íslendinga muni er- lendir ferðamenn sækja þangað líka. Valgarð bætir því svo við að alltaf hafi staðið til að bjóða Íslendingum upp á hagstætt verðlag í mathöllinni og verslunum en að hafa ekki aðeins verslanir ætlaðar ferðamönnum. Veitingar á hagstæðu verði Brynjólfur tekur undir þetta og segir gesti mathallarinnar munu geta snætt góðan mat í skemmtilegu umhverfi án þess að borga meira en fyrir skyndibita, eða fengið sér sæti á Nýlendubarnum í notalegri og suð- rænni stemningu. „Ég held að Ís- lendingar hafi uppgötvað í faraldr- inum hvað það er gaman að ferðast um Ísland og upplifa skemmtilega hótelmenningu á íslandi. Það þarf ekki að fara til útlanda til að upplifa hana,“ segir Valgarð. Við barborðið Suðræn stemning, í anda Kúbu og Hemingway, svífur yfir vötnum á Nýlendubarnum. Hótel Á The Greenhouse Hotel eru 49 herbergi, þar með talið svítur. FRÉTTIR 37Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 með góðan skóbúnað og hugsa fram í tímann í þeim efnum.“ Lárus segir að skórnir séu sér- sniðnir að hinum norðurevrópska fæti, sem sé þykkari en sá suður- evrópski. Ullin gefur hitatemprun Í skónum er merinóull frá Nýja- Sjálandi. „Hún er með svipaða eigin- leika og íslenska ullin. Hún hrindir frá sér raka og hefur hitatemprun. Ef maður ert fótheitur dregur hún úr hitanum en heldur á manni hita ef maður er fótkaldur.“ Undirbúningur Kosy-vörulínunn- ar hefur tekið þrjú ár að sögn Lár- usar. Hann segir að Serbar séu þekktir fyrir gott handverk, einkum í kuldaskóm, sandölum og inniskóm. Lárus segir stefnt að útrás með skóna. Sala er hafin í Belgíu og Lúx- emborg og Frakkland fylgi í kjölfar- ið. Skórnir koma í ýmsum litum. „Þetta verður heil vörulína. Við ætl- um að verða stórir á þessum heilsu- skómarkaði.“ Búið er að skrá vörumerkið í Bret- landi að sögn Lárusar og markaðs- setning á netinu er sömuleiðis komin í fullan gang. Betra bak í útrás með íslensku inniskóna Kosy - Gert fyrir norðurevrópska fætur - 26 bein neðan ökkla Morgunblaðið/Eggert Gæði Á eftir bókum eru inniskór vinsælasta jólagjöf í heimi, segir Lárus. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Rúmaverslunin Betra bak hefur haf- ið sölu á íslensku heilsuinniskónum Kosy sem hannaðir eru af Lárusi Gunnsteinssyni. Skórnir eru fram- leiddir fyrir Betra bak í Serbíu og eru með níu svæða nuddinnleggi. Lárus, sem er menntaður bæklun- arskósmiður, segir í samtali við Morgunblaðið að í skóhönnun þurfi allt að vera á réttum stað. „Það eru 26 bein í fætinum fyrir neðan ökkla, einn fjórði af beinum líkamans,“ út- skýrir Lárus. „Æðarnar í líkaman- um eru smæstar lengst frá hjartanu, þ.e. í tánum, og því þarf að tryggja gott blóðflæði þangað, annars kólnar fólki á fótunum. Ef nuddpunktarnir eru á réttum stað eins og í þessum skóm hafa þeir einmitt áhrif á blóð- flæðið og skapa þægindatilfinningu.“ Tveir hringir kringum jörðina Skórnir eru leðurklæddir að inn- an. „Leður dregur í sig raka en and- ar stöðugt og heldur rakanum ekki í sér. Það þýðir að það kemur síður sveppamyndun og vond lykt.“ Lárus segir að sólinn sé úr hæfi- lega mjúku efni. „Hver einasti mað- ur gengur 450 skref á klukkutíma og 112-115 þúsund kílómetra um ævina, eða 1,5-2 hringi í kringum jörðina. Það skiptir því höfuðmáli að vera 9. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.95 Sterlingspund 173.55 Kanadadalur 103.38 Dönsk króna 19.822 Norsk króna 14.465 Sænsk króna 14.37 Svissn. franki 141.54 Japanskt jen 1.1531 SDR 182.85 Evra 147.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.9535 STUTT « Staða fjármálastöðugleika er góð þegar á heildina er litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýs- ingu fjármálastöðugleikanefndar Seðla- banka Íslands sem birt var í gær. Þar segir einnig að eiginfjár- og lausafjárstaða bankanna sé vel yfir lög- bundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síð- ustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sér- staklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mán- uðum,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörð- un nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Fjármálastöðugleiki góður en óvissa nokkur Morgunblaðið/Ómar Fjármál Efnahagsbati hefur stutt við heimili og fyrirtæki. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf S. 555 3100 · donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Góð jólagjöf Verð kr. 39.420 handapabba ogmömmu og afa og ömmu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.