Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 46
Limoncello
300 ml vatn
300 g sykur
8 stk. lífrænar sítrónur
400 ml vodka
25-100 ml sítrónusafi
Limoncello er ítalskur sítrónulíkjör sem flestir kannast
við. Gulleitur, sætur og ferskur líkjör sem passar vel í
kokteila en er einnig ljúffengur eftir góða máltíð. Það
eru til hundruð leiða til að búa til Limoncello en hver fjöl-
skylda á Ítalíu er með sína uppskrift þar sem tegund sí-
trónunnar, tíminn sem tekur að búa drykkinn til, syk-
urmagn, spíramagn og fleira er mismunandi. Þennan
líkjör getur tekur stuttan tíma að búa til en þeir sem gera
hann árlega á Ítalíu taka oft marga mánuði í að ná honum
réttum. Hér er uppskrift af limoncello sem getur tekið
allt frá klukkustund og upp í mánuð að klára.
Aðferð: Við byrjum á að skræla sítrónurnar með rif-
járni, og búa til Oleo Saccharum með sykrinum í stál- eða
glerskál. Hér verðum við að passa að rífa bara ysta lagið
á sítrónunni því hvíta lagið sem er næst er beiskt og við
viljum það ekki.
Þá er berkinum einfaldlega nuddað saman við syk-
urinn, með sleif eða höndunum í dágóðan tíma þar til all-
ar olíurnar úr berkinum hafa blandast við sykurinn.
Vatnið er hitað í litlum potti og þegar það er við suðu-
mark hellum við því í skálina og hrærum vel þar til allur
sykurinn er bráðinn. Nú setjum við vodkann saman við,
setjum við lok yfir skálina og látum hana standa við stofu-
hita í að minnsta kosti klukkustund.
Að þeim tíma liðnum getum við annað hvort sigtað all-
an börkinn frá og bætt við smá sítrónusafa fyrir auka
sýru og meira sítrónubragð eða við getum sett innihald
skálarinnar í lokaða krukku og inn í ísskáp með berk-
inum í lengri tíma, en þannig náum við dýpra sítrónu-
bragði úr berkinum og meiri lit í líkjörinn.
Þegar líkjörinn hefur kólnað niður í 4-6 gráður er hann
tilbúinn til notkunar.
Líkjörinn geymist í allt að tvo mánuði í kæli.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Á dögunum kom út bókin Heimabar-
inn eftir þá Ivan Svan Corvasce og
Andra Davíð Pétursson. Bókin inni-
heldur mikinn fjölda uppskrifta að
bæði áfengum og
óáfengum kokteilum,
auk ítarlegrar kennslu,
fróðleiks um aðferðir
og víntegundir. Má því
segja að bókin innihaldi
flest það sem þarf til að
geta blandað góðan
drykk.
Það eru barþjónarnir
Ivan Svanur og Andri
Davíð sem eru höf-
undar bókarinnar er
báðir eru þeir þunga-
vigtarmenn í faginu og
hafa getið sér gott orð
hér heima sem erlendis. Að sögn
þeirra félaga ákváðu þeir að leiða
hesta sína saman eftir að í ljós kom að
þeir höfðu báðir fengið nákvæmlega
sömu hugmynd að því að
gera kokteilabók. Í fram-
haldinu fór af stað yfir-
gripsmikil vinna þar sem
ákveðið var hvernig að
verkinu yrði staðið.
Útkoman er ein-
staklega vel heppnuð
bók sem inniheldur mik-
inn fróðleik, fullt af
ómissandi uppskriftun
svo ekki sé minnst á for-
kunnarfagrar myndir
eftir Kristinn Magn-
ússon.
5 Sjá síðu 48
Bókin sem beðið hefur verið eftir
Reynsluboltar Ivan Svanur Corvasce og Andri Davíð Pétursson deila ástríðu
fyrir góðum drykkjum og miðla þeirri reynslu í nýútkominni bók sinni.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Opið alla daga til jóla
Frábært úrval af
fallegum
sloppum
í Jólapakkann
Vefverslun
selena.is
Frí
heimsending
um land allt