Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 48

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 48
Þessa uppskrift gerðum við sérstaklega fyrir þessa bók en Ivan hefur þó verið að vinna með svipaðan drykk lengi. Yfirleitt þegar óákveðinn gestur á kokteilbörum sem hann hefur verið að vinna hjá vill fá kokteil að hætti barþjónsins er þetta drykk- urinn sem hann hefur teygt sig í, enda einfaldur og þægilegur, bæði í bígerð og drykkju. 50 ml ljóst romm 15 ml allspice-líkjör 15 ml ástaraldinsíróp 15 ml sykursíróp 25 ml límónusafi Skraut: ástaraldin Við setjum öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. Þá er drykkurinn streinaður í gegnum sigti í kælt coupe-glas og skreyttur með fljótandi ástaraldini. Eiginleikar Ástaraldin og bökunarkrydd, eins og allspice, er bragðsamsetning sem svíkur engan. Við notum ljóst romm í þennan og helst þá romm sem er ríkt af vanillu. Vanillan úr romminu, ástaraldin úr sír- ópinu, kryddið úr líkjörnum og límónan úr saf- anum fara fullkomlega saman í þessum ljúffenga drykk. Passion & Allspice Daiquiri Ferskur, einfaldur ginkokteill fyrir þá sem kunna að meta límónu og gin. Við mælum með að nota gin með mikla sítr- useiginleika eins og Tanqueray Ten í Gimlet. Það er auðvelt að bæta við bragð- tegundum í Gimlet og hægt að leika sér með jurtir, ávexti og í raun hvaða hráefni sem er, annaðhvort með því að nota bragðbætt síróp í stað sykursíróps eða setja fersk hráefni beint í hristarann. 50 ml gin 25 ml límónusafi 25 ml sykursíróp Skraut: límónubörkur Við setjum öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. Þá er drykkurinn streinaður í gegnum sigti í kælt coupe-glas og skreyttur með fallega skornum lím- ónuberki. Fróðleikur Upp úr aldamótunum 1800 fóru menn að átta sig á því að safi úr sítrusávöxtum ynni bug á skyrbjúg, hörgulsjúkdómi sem herjaði á sjóliða breska flotans. Í kjölfar- ið voru sett lög um að öll bresk skip skyldu sigla með slíkan safa innan borðs. Á meðan hásetar skipanna drukku romm drukku yfirmenn þeirra gin og þykir líklegt að Gimlet hafi fyrst verið blandaður um borð í skipi. Nafnið Gimlet kemur líklega frá handbor sem notaður var til að bora í gegnum víntunnur um borð í skipunum. Gimlet MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.