Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 52

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 ✝ Anna Kristín Linnet fæddist í Vestmannaeyjum 24. júní 1927. Hún lést á Borgarspít- alanum 23. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Kristján Linnet og Jóhanna Eyjólfa Ólafía Júlíusdóttir. Anna Kristín flutt- ist með foreldrum sínum til Reykjavíkur sem ung stúlka. Systkini Önnu Kristínar voru Henrik Adólf, Elísabet Lilja, Stefán Karl, Hans Ragnar og Bjarni Eggert Eyjólfur. Sam- mæðra var Mjall- hvít Margrét Jó- hannsdóttir. Anna Kristín flutti til Kaup- mannahafnar árið 1947 þar sem hún starfaði sem au pa- ir. Hún giftist Sig- urði Óskari Jóns- syni bakarameistara ár- ið 1947 í Kaup- mannahöfn. Eftir tveggja ára dvöl þar fluttu þau heim til Ís- lands. Þar fór hún í Húsmæðra- skólann í Reykjavík. Börn Önnu Kristínar og Sig- urðar eru: Jón, f. 1954, Krist- ján, f. 1956, Hannes, f. 1957, og Edda, f. 1951, sem nú er látin. Barnabörn þeirra eru átta og barnabarnabörn einnig átta. Stjúpbarnabörnin eru í dag þrjú, eitt er látið, og stjúp- barnabarnabörnin eru 11. Anna og Sigurður stofnuðu heimili í Sörlaskjóli og bjuggu þar fyrstu hjúskaparárin. Þau byggðu síðan á Hagamel 33 og bjuggu þar lengst af þangað til þau fluttu í fjölbýli fyrir eldri borgara í Árskógum árið 1993. Anna fór út að vinna eftir að börnin uxu úr grasi. Vann hún í 15 ár í versluninni Dagnýju við Laugaveginn og síðar í nokkur ár bakaríinu við Hagamel. Útför Önnu Kristínar Linnet fer fram í dag, 9. desember 2021, klukkan 13 frá Nes- kirkju. Streymt verður frá útför. Einnig er tengill á: https.//www.mbl.is/andlat Ég hitti Önnu fyrst 6. janúar 1962, þegar ég flutti á Hagamel- inn, alvörugötu (boulevard). Þar var nægur félagsskapur á fyrstu hæðinni; Edda, Nonni, Kiddi og Hannes, ég var aðkomumaður en var vel tekið af öllum, kannski hjálpuðu möppurnar með dönsku Andrésblöðunum til, eru þær ennþá á Hagamelnum. Ég var strax velkominn á heimilið hjá Önnu og Didda bakara, Jói í Múlakaffi sagði mér nýlega að bakarí Jóns Símonarsonar hefði verið þekkt fyrir afburða vöru og mikil gæði, sem þekkist ekki í dag, allt miðlungs, nema á Múla- kaffi. Anna var alltaf jákvæð, bros- andi og hress, gerði gott úr öllu þessu jarðlífsrugli. Heimilið hjá Önnu og Didda var alltaf opið, þarna voru allir; Lordinn, Long- arinn, Ómar, Ásta, Anna litla, Steini, Laufey, Pétur, Muggur, Jói Braga, Byssan, Júlli, Stebbi, Raggi, Þórir, Jón B., Kobbi, Tjústi gó lalli, og fleiri og fleiri, og alltaf var skál í boðinu, á miðju borðinu. Á þessum tíma voru bara til tvö kyn, þannig að lífið var ekki eins andlega ruglað og núna og bara landlínan, allir í sínu eigin núi, en ekki í annarra núi í síman- um. Það var mesta furða hvað heimilið hjá Önnu var flott miðað við allan umganginn, allt í röð og reglu, en stundum var smá óregla. Unglingar henda fötunum hingað og þangað svo mamma geti þveg- ið, án þess að einhver meti það, og mamma röflar, þangað til við lendum í því sjálf og skiljum ekk- ert í vanþakklætinu og við röflum og næsta kynslóð röflar. Maturinn hjá Önnu og Didda var alltaf góður, dönsk áhrif þar, aðeins einu sinni á ævinni hef ég fengið svo góða sósu að ég bað um að fá hana í glas til að drekka hana, það var rjúpusósan hjá Önnu. Hún skildi það, en aðrir urðu undarlegir á svipinn, þekktu ekkert annað en þessi gæði. Allt ljúfar og góðar minningar um þetta fólk. Svo flutti ég, svo flutti Anna, svo flutti ég, svo flutti ég, svo flutti ég, svo flutti Anna og bjó á Hrafnistu, hitti hana síðast þar fyrir utan á fallegum sólar- degi með Kidda og þótt árin hafi liðið og sumt væri gleymt áttum við skemmtilegt samtal ég og Anna. Anna spurði mig hvort ég væri búinn að selja Hagamelinn, ég sagði nei, og hún sagði ekki ég heldur, ég ætla ekki að selja hann. Þarna töluðum við um Hagamel- inn lengi vel og við ætluðum hvor- ugt að selja hann, aldrei! Það sýn- ir bara hvað þar var gott að vera; þótt við hefðum flutt þaðan fyrir tugum ára var hann okkur samt svo kær, hvort sem við mundum eitthvað annað eða ekki. Diddi, Edda og Anna farin, og vita meira um eitthvað en við hin, smá öfund. Mamma og pabbi merkilegasta fyrirbærið, án þeirra værum við ekki hér, aldrei of seint að fatta það. Sakna for- eldra minna. Nonni, Kiddi og Hannes, ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur, það var ekki til betri staður að flytja á en Hagamelurinn, sérstaklega á númer 33. Splúúúbb. Guð blessi ykkur, styrki og varðveiti. Alltaf vænt. Hlýja. Karl Björnsson. Anna Kristín Linnet ✝ Guðlaug Pét- ursdóttir fædd- ist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 25. september 1928. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 27. nóvember 2021. Foreldrar henn- ar voru Pétur Guð- jónsson, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, bóndi og sjómaður á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, og Guðrún Rannveig Guðjóns- dóttir, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938, frá Tóarseli í Breiðdal. Alsystkini Guðlaugar eru: Jónína Ósk, f. 1926, d. 2016; Guðlaugur Magnús, f. 1931, d. 2017; Jóna Halldóra, f. 1933, og Guðjón, f. 1935, d. 1985. Hálf- systkini samfeðra eru: Guðrún Rannveig, f. 1939, d. 2015; Árni, f. 1941, d. 1996; Brynja, f. 1946, og Herbjört, f. 1951, d. 1999. Guðlaug gekk í hjónaband laug. 4) Jóhann Þór, f. 27. sept- ember 1961. Kona hans er Haf- dís Hannesdóttir. Þeirra börn eru: Hannes, Sindri og Magnea. Barnabarnabörnin eru sex. Guðlaug ólst upp í Vest- mannaeyjum. Þegar hún var 10 ára lést móðir hennar. Eftir andlát hennar kom fljótlega á heimilið þeim til aðstoðar Lilja Sigfúsdóttir, f. 11. október 1917, d. 15. október 1990. Hún gekk Guðlaugu og fjórum ungum systkinum hennar í móðurstað og giftist föður þeirra Pétri árið 1943. Árið 1946 kynntist Guð- laug Jóhanni Jónassyni, síðar útgerðarmanni, en hann hafði komið til Eyja á vertíð. Vorið 1947 fluttu þau til Þórshafnar og bjuggu þar alla tíð, lengst af á Langanesvegi 33. Guðlaug sinnti húsmóðurstörfum ásamt því að reka verslunina Signar og Helgi í hartnær 50 ár á Þórs- höfn. Guðlaug hélt alltaf góðri tengingu við Vestmannaeyjar, þar sem stór hluti fjölskyld- unnar býr, og dvaldi alveg þar síðustu árin. Útför hennar verður frá Landakirkju í dag, 9. desember 2021, klukkan 13. Streymt verður frá útför. Einnig er tengill á: https://www.mbl.is/andlat hinn 9. maí 1947 með Jóhanni Jón- assyni, f. 25. sept- ember 1925 á Skál- um á Langanesi, d. 2. febrúar 1992. Foreldrar hans voru Jónas Alberts- son, f. 3. maí 1885 á Svæði í Grýtubakkahreppi, d. 20. júní 1954, og Sælaug Sigurgeirsdóttir, f. 13. janúar 1894 á Höfða á Langanesi, d. 5. júlí 1968 á Þórshöfn. Börn Guðlaugar og Jóhanns eru: 1) Guðrún Rannveig, f. 10. október 1947. Eiginmaður henn- ar er Þórarinn Sigurðsson. Son- ur þeirra er Jóhann Sigurður. 2) Jónas Sigurður, f. 6. nóvember 1956. Kona hans er Þorbjörg Þorfinnsdóttir. Þeirra börn eru Guðlaug Rannveig, Jóhann Haf- berg og Eygló. 3) Pétur Sævar, f. 25. mars 1959. Kona hans er Vilborg Stefánsdóttir. Þeirra börn eru Bjarni Geir og Guð- Elskulega mamma mín hefur nú fengið hvíldina og er komin til pabba sem hefur örugglega tekið vel á móti henni. Mamma var fædd og uppalin í Vestmannaeyj- um, fluttist til Þórshafnar 19 ára gömul með pabba sem hafði kynnst henni á vertíð í Eyjum og ég laumufarþegi með henni. Þegar ég lít til baka og skoða í minningabankann minn minnist ég mömmu sem einstaklega ljúfr- ar, umhyggjusamrar, hjálpfúsrar og ástríkrar konu. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og ávallt hægt að leita til hennar með allt. Mamma var mikil hannyrða- kona sem prjónaði, heklaði og saumaði út. Hún saumaði og prjónaði nánast öll föt á mig þegar ég var barn. Mamma var mikil sjálfstæðis- kona og var oft glatt á hjalla á Langanesveginum rétt fyrir kosn- ingar þegar sjálfstæðisþingmenn voru með fundi á Þórshöfn, þá svignuðu borðin af ýmsu góðgæti og oftar en ekki gistu 1-2 þing- menn heima hjá okkur, þá var mamma í essinu sínu. Á sumrin vann mamma í síld og var ég ekki há í loftinu þegar ég fór að reyna að hjálpa henni við að leggja niður í tunnur en það var ekki vel séð að ég legði niður neðstu lögin svo mamma gerði það. Í eitt skipti þegar var söltun gat ég ekki beðið eftir henni svo að ég hoppaði upp, stakk mér nið- ur í tunnuna og stóð þar á haus og komst hvergi þar til mamma bjargaði mér en ég hef ekki verið nema 7-8 ára. Mamma gerði oft góðlátlegt grín að þessu atviki. Mamma og Anna systir pabba ráku verslunina Signar og Helgi á Þórshöfn frá árinu 1965. Árið 1969 fluttu þær verslunina í kjallarann á Langanesvegi 33, eftir það var búðin kölluð Gullubúð sem þær ráku til 2010 en þessi rekstur var líf og yndi mömmu og taldi hún ekki eftir sér að opna búðina eftir að venjulegum afgreiðslutíma lauk, hvenær sem var. Pabbi greindist með krabba- mein 1979 aðeins 54 ára og eðli- lega tók það mjög á mömmu og okkur öll. Hann barðist við þenn- an illvíga sjúkdóm í 13 ár en fékk þó þokkalega tíma á milli. Það var okkur öllum mikill söknuður þeg- ar hann féll frá 2. febrúar 1992 en mamma sætti sig raunverulega aldrei við fráfall hans. Árið 1992 festi mamma kaup á íbúð í Eyjum og bjó þá bæði þar og á Þórshöfn en árið 2010 skipti hún um íbúð og bjó við hliðina á okkur á Hilmisgötu 4. Það var mjög notalegt að hafa hana svona nálægt, hún kom yfir til okkar á hverjum degi og við til hennar. Hún fluttist á Hraunbúðir 2017 og undi hún hag sínum þar vel, fékk ástúð og bestu umönnun sem hægt var að fá. Öllu starfsfólki þakka ég af alúð. Elsku mamma mín, nú er kom- ið að leiðarlokum, takk fyrir allt, ég á eftir að sakna þín endalaust. Barnabörnin okkar sem elskuðu þig svo mikið þakka þína ástúð og umhyggju. Biðjum að heilsa elsku pabba og afa. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín dóttir, Guðrún (Gunna). Í dag kveð ég merka konu sem var í senn ein af mínum bestu vin- um og um leið tengdamóðir mín. Það var fyrir rúmlega hálfri öld, að ég kynntist ungri stúlku sem síðar meir varð konan mín. Þetta var á þeim árum þegar ungir peyjar máttu reyna við stelpur, án þess þó að lenda í vandræðum. Á þessum tíma átt- aði ég mig ekki á því að með Gunnu fylgdi pakki, og að í þess- um pakka væri eðalperla, hún Gulla. Með okkur Gullu tókst mikill vinskapur sem aldrei féll kusk á. Þegar ég lít til baka, þá koma upp í hugann mörg minningabrot, ég man þegar ég kom fyrst inn á heimili Jóa og Gullu, það var þeg- ar við félagarnir úr Eyjum fórum saman í hringferð á Volkswagen- bjöllu, ég fékk það í gegn að komið væri við á Þórshöfn, en þar átti heima ung stúlka en við höfðum verið að stinga saman nefjum þá um veturinn. Okkur var boðið í mat og ætlaði Gulla greinilega að gera gott við okkur og borinn var á borð silung- ur með öllu tilheyrandi, þarna lenti ég í vandræðum því silungur er sá versti matur sem ég hef borðað, Gulla sá að gaurinn sem dóttir hennar var að slá sér upp með var frekar lystarlaus og til að bæta það upp þá var okkur félög- unum boðið í hádegismat daginn eftir, en við félagarnir mættum ekki og héldum áfram ferð, ég átt- aði mig á því seinna hversu miklir dónar við höfðum verið en til allr- ar lukku kom þetta ekki að sök inn í framtíðina. Guðlaug Pétursdóttir tengda- móðir mín var eins og áður er sagt mikil eðalkona, góðmennskan uppmáluð og mátti ekkert aumt sjá. Gulla tengdamóðir mín ólst upp á miklu sjálfstæðisheimili og mót- aði það hennar pólitísku skoðun alla tíð. Hún sagði mér þá sögu þegar hún var að alast upp á Kirkjubæ að í næsta húsi hefði bú- ið kúabóndi sem í daglegu tali var kallaður Tobbi á Kirkjubæ. „Við krakkarnir gátum aldrei skilið hvers vegna hann Tobbi væri svona góður maður þrátt fyrir að hann væri kommúnisti.“ Hún uppgötvaði það snemma að mannkostir og góðmennska hefðu ekkert með pólitík að gera, sem henni fannst merkilegt á þeim tíma og eftir þeirri hug- myndafræði lifði hún allt til loka. Hún var kona hlaðin kærleika sem fór hávaðalaust um hlöð, en það duldist engum sem henni kynntist hversu mikill persónu- leiki hún var. Svona gæti ég haldið áfram út í það óendanlega. Ég kveð elsku- lega manneskju sem eingöngu sáði góðmennsku og hlýju til handa öllum. Gulla mín, hafðu þökk fyrir samfylgdina og allt sem þú varst okkur. Þórarinn Sigurðsson. Elsku ljúfa og góða Gulla amma okkar hefur kvatt okkur í hinsta sinn og um leið er veröldin okkar orðið fátækari. Við nutum þeirra forréttinda að alast upp með ömmu og afa í næsta nágrenni heima á Þórshöfn og alltaf stóð heimilið þeirra á Langanesveginum okkur opið. Hlýtt faðmlag og pönnukökuilm- ur tók á móti okkur en amma bak- aði heimsins bestu pönnukökur. Þegar við fengum að gista hjá ömmu og afa var yndislegt að eiga morgnana með ömmu, sem leyfði okkur að kúra fram eftir í afa holu, bauð okkur svo upp á morgunmat við kertaljós og undir ljúfum tón- um úr útvarpinu. Hún var líka alltaf með eitthvað á prjónunum og búum við vel að því í dag. Amma okkar og afi áttu sér- stakt samband og komu alltaf fram hvort við annað af ástúð og virðingu. Þegar afi féll frá árið 1992 var augljóst hversu mjög amma saknaði hans. Í hvert skipti sem hún talaði um hann var það gert með mikilli hlýju í málrómn- um og alltaf fékk hún tár í augun við minninguna um hann. Amma rak verslun í fjölda ára – Gullubúð – þar sem næstum allt fékkst. Í minningunni var það þannig að þegar spurt var eftir til- tekinni flík hvarf amma inn í hill- urnar sem voru endalaust djúpar og kom til baka með réttan bunka. Þegar við urðum eldri fengum við að hjálpa til við ýmis verkefni, ekki síst að koma fyrir nýjum vörum. Þá var gamli lagerinn al- ger fjársjóður fyrir okkur systur að komast í og dressa okkur upp. Amma var mikið jólabarn og byrjaði jólaundirbúninginn snemma. Búðin var opin fram á kvöld í aðdraganda jóla og þegar við urðum eldri fengum við að að- stoða við að afgreiða og fylgjast með hversu mjög amma naut sín í vinnunni. Vinnan kom þó ekki í veg fyrir að hún bakaði ógrynni af smákökum og skreytti húsið hátt og lágt. Á jóladag var alltaf boðið í hangikjöt og svið á Langanesveg- inum þar sem amma tók á móti okkur með bros á vör og jóla- svuntuna. Eftir matinn var kani spilaður fram eftir kvöldi. Þegar amma flutti fyrir nokkr- um árum aftur til Vestmannaeyja fór samverustundum fækkandi en símtölum þess í stað fjölgandi. Þegar við komum í heimsókn til Eyja tók hún á móti okkur með hlýju faðmlagi og spjalli um lífið og tilveruna. Amma ræktaði fólkið sitt af umhyggju og lét sig aldrei vanta á stórum stundum í lífi okkar. Þeg- ar Jónas Óli hans Jóhanns fæddist spurði hún frétta af honum í hverju símtali og var síðasta ferð- in hennar heim til að vera við- stödd nafnaveisluna hans. Hún var líka dugleg að sinna samfélag- inu sínu heima á Þórshöfn, m.a. með kvenfélaginu. Hún sam- gladdist fólki þegar vel gekk og sýndi samkennd þegar við átti. Við erum þakklát fyrir að eiga minningarnar um ömmu og glöð því við vorum svo heppin að eiga hana að í lífinu. Okkar síðustu stundir með ömmu voru í sumar/ haust og var þá farið að draga af henni. Það var því ótrúlega dýr- mætt að sjá hvernig hún ljómaði þegar farið var að rifja upp gamla daga. Elsku besta amma okkar, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur og fyrir að vera okkur fyr- irmynd í lífinu. Við munum alltaf sakna þín. Guðlaug (Gulla), Jóhann og Eygló. Gulla móðursystir mín hefur lokið jarðvist sinni eftir 93 farsæl ár. Hún var næstelst fimm barna Péturs Guðjónssonar og Guðrún- ar Rannveigar Guðjónsdóttur í Vestmannaeyjum. Ósk móðir mín var elst. Þær voru 10 og 12 ára gamlar þegar móðir þeirra veikt- ist af lungnabólgu og lést frá eig- inmanni og fimm ungum börnum, því yngsta tveggja ára. Það er erf- itt að setja sig í slík spor en öll döfnuðu þau vel og vegnaði vel í lífinu. Pétur afi kvæntist nokkru síðar Lilju seinni konu sinni og bættust þá fjögur systkini í hóp- inn. Nú atvikaðist það svo að þær systur mamma og Gulla giftust báðar mönnum frá norðaustur- horni landsins og settust þar að, mamma á Raufarhöfn og Gulla á Þórshöfn. Lengra var ekki hægt að komast frá Eyjum. Það var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna, einkum eftir að vega- samgöngur bötnuðu og skipst var á að aka á milli. Þessar heimsókn- ir voru alltaf mikið tilhlökkunar- efni hjá okkur börnunum, ekki síst að fara til Þórshafnar og fá að fara í búðina hjá Gullu en hún rak verslun þar í marga áratugi, fyrst með systkinum Jóa heitins og síð- ustu áratugina í kjallaranum á heimili sínu. Þessar fjölskyldu- heimsóknir eru mjög minnisstæð- ar. Karlarnir settust inn í stofu og fóru að ræða um útgerðina og pólitík. Annar framsóknarmaður og hinn sjálfstæðismaður en aldr- ei mikil læti. Gulla dekkaði stofu- borðið og síðan byrjuðu terturnar og kökurnar að byltast fram þar til allt svignaði. Það fór enginn svangur frá Gullu frænku. Búðin var ævintýraveröld og varð vinsæll áningarstaður þegar gesti bar að garði hjá okkur í Öx- arfirðinum sem venjulega endaði með rúnti til Raufarhafnar og Þórshafnar. Eitt sinn sem oftar vorum við með vini okkar í heim- sókn í Gullubúð. Vinur okkar fann þar m.a. forláta sólgleraugu sem höfðu dvalið í búðinni í ansi mörg ár. Þegar hann ætlaði að greiða fyrir þau sagði Gulla honum að hann mætti eiga þau. Þau myndu hvort sem er ekkert seljast. Þær systur voru mjög nánar og svo líkar í útliti að barnabörnin áttu það til að rugla þeim saman. Þegar Gulla gisti í borginni vildi hún hvergi frekar vera en hjá Ósk systur sinni. En það sem ein- kenndi Gullu var hennar enda- lausa blíða við allt og alla. Mér er það til efs að hún hafi átt nokkurn óvildarmann enda man ég ekki til þess að hún hafi lagt illt orð til nokkurrar manneskju. Gulla missti Jóa sinn allt of snemma. Hann lést í febrúar 1992 eftir langt stríð við krabbamein, aðeins 66 ára að aldri. Gulla hélt sínu striki á Þórshöfn næstu ár og áratugi uns hún flutti í skjól barna sinna í Vestmannaeyjum þar sem hún eyddi ævikvöldinu. Við Mar- grét vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar en minningin um yndislega frænku lifir. Pétur Björnsson. Guðlaug Pétursdóttir Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.