Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
✝
Leifur Þor-
leifsson bif-
reiðasmíðameistari
og verslunarmaður
fæddist í Reykjavík
17. apríl 1935.
Hann lést 10. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Þorleifur Eyj-
ólfsson arkitekt, f.
30. mars 1896, d.
29. júní 1968, og
Margét Halldórsdóttir hús-
móðir, f. 3. janúar 1901, d. 27.
ágúst 1978.
Leifur var yngstur sex systk-
ina. Þau eru Þóra, f. 23. apríl
1927, d. 27. ágúst 2017, Hörður,
f. 28. maí 1928, Laufey, f. 8. maí
1930, d. 14. júlí 2021, Nanna
Sigfríður, f. 7. júní 1931, og
Guðlaug, f. 17. apríl 1935, d. 24.
júní 2013, tvíburasystir hans.
Leifur kvæntist 30. nóv-
ember 1963 Mörtu Pálsdóttur,
Agli Vilhjálmssyni. Hann varð
bifreiðasmíðameistari 4. maí
1962. Hann vann m.a. hjá Bíla-
smiðjunni, Bílaskálanum, í raf-
tækjaversluninni Luktinni hjá
tengdaföður sínum, Páli Ein-
arssyni, Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis og Bílasmiðjubúð-
inni. Árið 1980 stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Bílasmið-
inn, í Lágmúla 7 sem síðar
flutti í eigið húsnæði árið 1986
á Bíldshöfða 16. Fyrirtækið
fagnaði 40 ára afmæli í fyrra.
Leifur og Marta hófu búskap
á Njálsgötu 87 Reykjavík en
fluttu árið 1970 að Hörgslundi
19, Garðabæ.
Leifur gekk í IOOF-Oddfell-
owregluna st. nr. 1 Ingólf árið
1973 og var síðar einn af stofn-
félögum í st. nr. 16, Snorra
Goða í Hafnarfirði, og gegndi
þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Útför Leifs fer fram frá Ví-
dalínskirkju í Garðabæ í dag, 9.
desember 2021, klukkan 13.
Hlekkir á streymi:
https://youtu.be/I4Pvb9kSd2I
www//mbl.is/andlat
ritara og leiðsögu-
manni, f. 4. nóv-
ember 1940. For-
eldrar hennar voru
Páll Einarsson,
rakarameistari og
verslunarmaður, f.
26. janúar 1901, d.
18. nóvember
1965, og Hermína
Halldórsdóttir
húsmóðir, f. 3.
mars 1905, d. 24.
september 1984. Bróðir Mörtu
er Valur Pálsson, f. 2. sept-
ember 1932, d. 23. nóvember
2020.
Börn Leifs og Mörtu eru: 1)
Erla, f. 7. apríl 1964. 2) Páll
Þór, f. 7. ágúst 1966, maki
Helga María Fressmann, f. 2.
september 1968. Börn þeirra
eru Elva Björk, f. 8. júní 1998,
og Daníel Þór, f. 1. júní 2002.
Leifur lærði bifreiðasmíði í
Iðnskólanum í Reykjavík og hjá
Nú þegar komið er að leið-
arlokum og lífsgangan liðin er
margs að minnast og af góðu
einu. Leifur var ekki aðeins fað-
ir minn heldur líka vinnufélagi í
nær 40 ár, hann var einstaklega
laginn á járn og tré og var örlát-
ur að miðla kunnáttu sinni til
annarra. Fíton til verka og kom
ótrúlega miklu í verk á stuttum
tíma. Nutum við fjölskyldan
þess þegar við vorum að koma
okkur þaki yfir höfuðið að hafa
hann með í ráðum og verki.
Minnisstæðar eru kvöldheim-
sóknir upp í Hörgslund með
heimilishundinn. Sérstaklega
bóngóður var hann og ef hægt
var mátti það helst ekki bíða
næsta dags en ef svo varð að
vera var hann mættur til eld-
snemma næsta dag. Pabbi var
harður Evrópusinni og hafði
einatt ákveðnar skoðanir á þjóð-
málum og nýjum matarvenjum,
hann sagði oft að suðlægar mat-
arvenjur og réttir ættu ekkert
erindi við íslensk gen, kjöt, kart-
öflur og skyr væri það eina sem
Íslendingar gætu þrifist á. Við
vorum oft kannski ekki alveg
sammála og þá sérstaklega í
seinni tíð en málin voru þá oftast
rædd þótt það breytti ekki þeim
skoðunum sem hann hafði, þeim
var ekki hnikað, þótt rökin væru
sterk á móti breytti hann bara
um umræðuefni. Hann hafði
mikið jafnlundargeð og man ég
ekki eftir að hann hafi skipt
skapi en átti það til að nota orðið
„Donnerwetter“ ef honum mis-
líkaði. Hann var mikill húmoristi
og stutt í brosið og fannst hann
ávallt fyndnastur með sína
heimatilbúnu brandara eða inn-
slög á erlenda tungu sem hittu
ekki í mark. Pabbi átti það til að
koma sér strax að málinu og
fannst það tímaeyðsla að tala ut-
an af hlutum, þá eru mér í huga
allmörg símtöl sem stóðu í ör-
stund, þegar spurningunni var
svarað þá var símtalinu lokið.
Hann var mikill dýravinur og
hringdi oft til að vita hvernig
heimilishundurinn hefði það.
Bílaáhugi hans var mikill enda
lifði hann og hrærðist í þeim
geira alla tíð, fyrst við réttingar
og yfirbyggingar og síðar versl-
un með íhluti til þess. Hann
hafði mikið dálæti á Saab-bif-
reiðum og átti alltaf þannig um
ævina og passaði vel upp á að
hafa þá hreina og gljáandi,
brýndi fyrir okkur systkinunum
að mikilvægt væri að halda bíl-
unum hreinum. Hann sagði
stundum þegar viðgerð stóð fyr-
ir dyrum að ef einhver „grease-
monkey“ gæti gert þetta þá
gætir þú það líka. Heiðarleiki í
viðskiptum skipti hann miklu
máli og hafa viðskiptavinir hans
haldið mikilli tryggð alla tíð og
sagði hann að það væru ekki við-
skipti nema báðir væru sáttir.
Pabbi trúði alltaf á það góða og
að allir væru að gera sitt besta,
vildi leiðbeina þeim ef þyrfti, en
ef ekki var tauti komandi við
viðkomandi átti hann til að
ganga burt hristandi höfuðið yf-
ir vitleysunni. Pabbi sagði líka
einnig að mikilvægt væri að
muna að verkfæralaus gerði
maður ekki neitt og er það einn
af mínum uppáhaldsfrösum.
Hann hafði mikið dálæti á vindl-
um og íslensku öli en það mátti
ekki vera kalt því mesta bragðið
er þegar það er við herbergis-
hita, vildi hann meina. Nú þegar
litið er yfir sviðið og minning-
arnar bresta fram finnum við
fyrir miklum söknuði og kveðj-
um þennan höfðingja með virkt-
um.
Páll, Helga María,
Elva Björk og Daníel Þór
Í dag kveð ég ekki bara pabba
minn heldur líka samstarfsmann
og vin.
Pabbi var dugnaðarforkur og
vílaði ekkert fyrir sér. Skipti
ekki máli hvort það var að
byggja hús, laga bíl, garðyrkja,
elda mat, bólstra húsgögn eða
reka fyrirtæki. Mér fannst
pabbi minn geta allt og vita allt,
svo komst ég að því síðar að það
var kannski ekki alveg þannig
en margt kunni hann og margt
vissi hann. Enda fæddur og al-
inn upp á krepputímum þegar
allir þurftu að bjarga sér eins
vel og þeir gátu.
Hann kenndi mér að fara vel
með og koma vel fram við
náungann. Vissulega hafði hann
sterkar skoðanir á hlutunum
enda alinn upp í stórum systk-
inahópi. Hann var þrjóskur en
aldrei ósanngjarn. Þá sjaldan
hann skipti skapi þurfti töluvert
að hafa gengið á til að hann
fengi nóg. Hann bar virðingu
fyrir sínum viðskiptavinum og
það var hans kappsmál að vera
sanngjarn í viðskiptum svo að
báðir aðilar væru sáttir eftir
kaupin og þá var stutt í brosið.
Við Palli bróðir áttum nú al-
veg til að gera eitt og annað af
okkur hér áður fyrr og ef það
komst upp þá var viðkvæðið oft-
ar en ekki: „Þið segið bara henni
mömmu ykkar ekki frá því!“
Alltaf studdi hann okkur í því
sem hugur okkar stóð til og að-
stoðaði af fremsta megni. Gilti
þar einu hvort það var nám er-
lendis, bílakaup, fasteignakaup,
húsbyggingar eða –breytingar
eða hvernig átti að steikja jóla-
steikina og rauðkálið.
Það var nefnilega þannig að
pabba fannst bæði gott að borða
og elda. Oftar en ekki eldaði
hann um helgar og hátíðir og þá
skipti sósan ávallt miklu máli.
Svínabógurinn og sósan á að-
fangadag var sérkapítuli út af
fyrir sig. Ég mun aldrei komast
með tærnar þar sem hann var
með hælana í þessari sósugerð.
Pabbi hafði gaman af falleg-
um bílum, m.a. átti hann á sínum
yngri árum svartan Buick, ávallt
spegilgljáandi, sem tekið var
eftir á götum borgarinnar. Síðar
fékk hann mikinn áhuga á Saab-
bílum og átti þá allnokkra. Síð-
ast en ekki síst má nefna Fiat
sport-blæjubílinn sem rak á
fjörur hans og hann gerði upp
nánast frá grunni; þar var nostr-
að við hvern hlut, mikil völund-
arsmíð. Já, hann var magnaður
hann pabbi!
Pabbi og mamma voru lengi í
dansi hjá dansskóla Hermanns
Ragnars og fannst pabba gaman
að dansa, hvort sem var að taka
sporið í jive, jitterbug eða valsi á
hjónaböllum í Garðabæ, hjá
Oddfellow eða bara á stofugólf-
inu heima með góða tónlist í
spilun.
Vindlareykingarnar voru svo
annar kapítuli út af fyrir sig.
Flestir setja örugglega sama-
semmerki á milli pabba og vindl-
anna. Hann var fastakúnni hjá
Rolf Johanen & co í mörg ár og
þegar fæturnir voru farnir að
svíkja voru honum færðir vindl-
ar út í bíl. Toppþjónusta! Besti
brandarinn var eiginlega þegar
ég fór með honum í heilsufars-
skoðun fyrir ekki svo löngu, þá
var hann spurður hvort hann
reykti. Þá var svarið stutt og
laggott: „Ha, reyki? Nei, en ég
púa stundum vindla!“ Ég þurfti
að passa mig að skella ekki upp
úr.
Ég sé pabba fyrir mér hinum
megin á gljáfægðri drossíu, í
glæsilegum jakkafötum með
góðan vindil í hendi.
Erla.
Leifur Þorleifsson
Útför í kirkju
Kirkjan til staðar
fyrir þig þegar
á reynir
utforikirkju.is
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
SVANHILDUR SVANSDÓTTIR,
Jörfalind 10, Kópavogi,
lést á hjartadeild Landspítalans
fimmtudaginn 2. desember. Útförin fer fram
frá Lindakirkju þriðjudaginn 14. desember klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur og þeim sem er boðið viðstaddir útförina.
Streymt verður á www.lindakirkja.is. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Góðvild - stuðningsfélag langveikra barna.
Fjölskyldan færir starfsfólki Landspítalans innilegar þakkir
fyrir hlýja og góða umönnun.
Svanur Þorsteinsson
Hulda Björk Svansdóttir Sævar Rafn Guðmundsson
Gísli Svanur Svansson Sigríður Björk Halldórsdóttir
Erla Svansdóttir Gunnar Már Jóhannesson
Þórir Svansson Matthildur Þórarinsdóttir
og barnabörn
Frænka okkar,
GUÐRÚN MARGEIRSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
miðvikudaginn 1. desember, verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn
13. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á youtubesíðu Grafarvogskirkju,
www.grafarvogskirkja.is.
Aðstandendur hinnar látnu
Ástkær faðir okkar,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík,
lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 2. desember.
Guðbrandur Albertsson
Linda Guðmundsdóttir
Þorsteinn Guðmundsson
Elsku pabbi okkar, afi og langafi,
SVEINN ÞÓRARINSSON
landgræðsluvörður,
frá Krossdal í Kelduhverfi,
lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík
laugardaginn 4. desember.
Ólöf Sveinsdóttir Matthías Guðmundsson
Ingveldur Guðný Sveinsd. Þorsteinn Guðjónsson
Þórarinn Sveinsson Regina Bailing
og afkomendur
Ástkær móðir okkar,
SIGRÚN SIGURDRÍF
HALLDÓRSDÓTTIR
frá Súðavík,
síðast til heimilis í Lindasíðu 2,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 30. nóvember
á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 10. desember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á
neikvætt PCR- eða hraðpróf, tekið af viðurkenndum aðila, ekki
eldra en 48 klst. gamalt. Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Minningarsjóð Björns Rúnarssonar, reikningsnr.
0354-13-200686, kt. 1412513259.
Streymt verður á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Glerárkirkju –
beinar útsendingar.
Daði Hálfdánsson Ráðhildur Stefánsdóttir
Rúnar Hálfdánarson Inga Helga Björnsdóttir
Kristján Hálfdánarson Jóhanna S. Hansen
Brynjar Bragason Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir
Sigurdríf Jónatansdóttir Björn J. Sighvatz
Ólafía Jónatansdóttir Haukur Konráðsson
Rögnvaldur Jónatansson Ásdís Reykdal Jónsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Faðir okkar,
SVERRIR GARÐARSSON
hljómlistarmaður,
lést þriðjudaginn 7. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Garðar Sverrisson
Ásdís Sverrisdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR JÓNASSON
frá Koti í Svarfaðardal,
Skógarhólum 1, Dalvík,
lést á heimili sínu laugardaginn
4. desember. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn
14. desember kl. 13.30. Allir sem vilja fylgja honum eru
velkomnir en vegna sóttvarna þarf að sýna neikvætt
Covid-19-hraðpróf við innganginn, tekið af viðurkenndum aðila
og ekki eldra en 48 tíma.
Streymt verður frá athöfninni og hlekk á streymi má nálgast á
mbl.is/andlat.
Guðrún Ingvadóttir
Helga Íris Ingólfsdóttir Helgi Einarsson
Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir
Jónas Rúnar Ingólfsson Bergljót Halla Kristjánsdóttir
og barnabörn