Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
✝
Pétur Jónsson
fæddist í
Reykjavík 1. maí
1997. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 20.
nóvember 2021.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Gauta Jónssonar, f.
8. janúar 1974, og
Sigrúnar Magnús-
dóttur, f. 26. janúar
1976.
Pétur var elstur þriggja
systkina, systkini hans eru
Berglind, f. 2003, og Einar, f.
2007.
Hann var ógiftur og barnlaus.
Hann ól manninn að mestu leyti
í Hafnarfirði, æfði
knattspyrnu með
FH lengi framan af
og gekk í Lækjar-
skóla og Flensborg-
arskólann.
Pétur var sjálfs
sín herra og stofn-
aði sitt fyrsta fyrir-
tæki með vini sín-
um 18 ára gamall
og starfaði hjá eig-
in fyrirtæki þegar
hann lést.
Útför hans verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9.
desember 2021, klukkan 15.
Hlekkir á streymi:
https://tinyurl.com/2p87273k
http://mbl.is/go/4ksug
„Ég elska þig amma mín,“
sagði hann stöku sinnum við
mig og það var ljúft. Átti ein-
hvern veginn þennan tæra ein-
læga tón sem svo ljúft er að
upplifa. Hann barðist sumar-
langt við illvígt krabbamein. Inn
á milli kom vonarglæta en stóð
stutt. Hann var upplýstur um
allt sem var að gerast en bar sig
með karlmennsku allan tímann
með einstakri hjúkrun og kær-
leika fjölskyldu sinnar og starfs-
fólks.
Pétur var gullfallegur, glað-
sinna, eldkár og vinmargur.
Þetta er nístandi sárt, ég læt
það heita það sem það heitir,
nístandi sárt. Hver er hann
þessi guð sem margur vitnar í?
Hann er mér með öllu hulinn.
Og já, amma elskaði þig á móti
1000 meira en þú eins og börnin
léku sér að til þess að toppa.
Hallgerður Pétursdóttir.
Elsku Pétur minn, ljúfi
drengurinn sem kvaddir allt of
snemma.
Mín fyrsta minning af okkur
saman er frá Akureyri þar sem
þú varst í ömmustólnum á gólf-
inu á Klettastígnum og ég sat
hjá þér. Þarna myndaðist strax
sterk tenging á milli okkar sem
hélst allar götur síðan. Það var
alltaf svo gott að hitta þig því þú
tókst alltaf svo vel á móti manni
með sterku faðmlagi. Reyndar
breyttist faðmlagið oftar en ekki
í létta glímu sem voru auðveldar
fyrir mig þegar þú varst yngri
en eftir að þú varst vaxinn úr
grasi og varðst að þessum stóra
og flotta manni þá hallaði undan
fæti hjá mér í þessum léttu
átökum. Alltaf var stutt í brosið
þitt og prakkarann og hrekktum
við hvor annan á ýmsa vegu í
gegnum árin og plataðir þú mig
einnig í að aðstoða þig við
hrekki á öðrum fjölskyldumeð-
limum eins og til dæmis þegar
þú varst kominn upp á þak á
sumarbústaðnum með vatnsfötu
og ég plataði pabba þinn út
þannig að þú gætir hvolft úr föt-
unni á hann. Þú reyndar hittir
ekki og við lifðum í stöðugum
ótta um hefndaraðgerðir frá
honum í langan tíma á eftir.
Það hefur verið ótrúlega
gaman að sjá þig vaxa úr grasi
og fylgjast með því sem þú hef-
ur tekið þér fyrir hendur. Þú
hefur haft metnaðinn og gleðina
að leiðarljósi og hef ég litið upp
til þín og dáðst að þeim manni
sem þú hafðir að geyma, svo
ótrúlega traustur og góður vin-
ur sem var alltaf til staðar fyrir
fjölskyldu og vini.
Hugrún Edda og Kolfinna
hafa alltaf hlakkað til að hitta
Pétur frænda. Þær hafa verið
stoltar af því að eiga þig að og
talað um hversu skemmtilegur
og góður frændi þú værir. Alltaf
tókstu svo vel á móti þeim og
sýndir þeim hversu glaður þú
varst í raun og veru að hitta
þær, þú lést þeim líða eins og
þær skiptu þig miklu máli. Í
samtölum okkar Lenu minn-
umst við þess hve mikið ljós var
ætíð í kringum þig og stutt í
brosið og smitandi hlátur enda
varstu með dásamlega skemmti-
legan húmor og tókst sjálfan þig
ekki alvarlega.
Aldrei heyrði ég þig kvarta í
gegnum veikindi þín og í síðasta
skipti sem við hittumst gastu
slegið á létta strengi þó að þú
værir kvalinn og spurðir mig
frekar hvernig ég væri en að
kvarta undan þinni stöðu. Ég
mun alltaf muna eftir þér sem
traustum, brosmildum manni
með frábæran húmor og hjartað
á réttum stað, sem lýsir sér
meðal annars í því þegar þú af-
þakkaðir jólagjafir og vildir
heldur að fólk styrkti Mæðra-
styrksnefnd. Það síðasta sem þú
sagðir við mig var „verðum í
bandi“. Okkar samband mun
aldrei rofna og ég mun ávallt
varðveita þig í hjarta mínu.
Ástar- og saknaðarkveðja,
Kristinn, Lena, Hugrún
Edda og Kolfinna.
P.Vesen. Þú varst aldrei með
vesen, aldrei og þess vegna gaf
ég þér þetta nafn. Þú kallaðir
mig líka „ammaSíún“ og svo
„ammahrænkaSíún“. Málið var
einfaldlega það að við vorum
vinir og fyrir það er ég svo
þakklát. Það er ekki sjálfgefið
að eiga vinskap barna systkina
sinna. Þegar þú varst 13 ára
vildir þú ekki lengur koma í
næturpössun með systkinum
þínum enda orðinn unglingur.
Þú hafðir þó áhyggjur af því að
ég yrði sár, sem var þér líkt en
það var ekki hægt að vera sár út
í þig.
Það er svo óraunverulegt að
vera í þeim sporum að kveðja
þig, sitja og reyna að muna allt
það góða þegar ég er bara möl-
brotin og galtóm, en veistu,
P.vesen, þú slóst ekki feilnótu,
hvergi … það var alveg sama
við hvaða aðstæður, þú varst
ljúfur, glaður og til í að ræða
málin og alltaf með blik í aug-
um. Stundum komu frá þér
skilaboð þar sem þú varst að
velta fyrir þér hinu og þessu og
ég var svo glöð að vera treyst
fyrir því að svara þeim hugleið-
ingum, já og þetta síðasta sem
við ræddum, ég lofa því að klára
það fyrir þig.
Ég ætla að fara að ráðum
pabba þíns, já stundum geri ég
það, og gera mitt besta að hugsa
um allt það góða sem við áttum í
stað þess að hugsa um það sem
við höfum misst, er ekki að
segja að það verði auðvelt en
það er klárt að enginn lofaði
okkur því að þetta líf yrði auð-
velt.
Ég lofa að hugsa vel um
Begguló og Einsa og ekki síst
mömmu og pabba fyrir þig. Þín
ammahrænkaSíún.
Farðu í friði, elsku vinurinn
minn.
Sigrún Jónsdóttir.
Góður drengur hefur kvatt.
Tilhugsunin er óbærilega sár og
í senn óraunveruleg. Hvernig
má það vera? Hraustur ungur
maður fullur af lífskrafti. Allt
lífið fram undan. Áformin þín,
hugmyndaflugið, sköpunarkraft-
urinn, framkvæmdagleðin og
keppnisskapið. Síðan allt í einu
þetta risastóra verkefni, glíma
við illvígan sjúkdóm. Viðhorf
þitt og barátta gegn mótlætinu
sýndi sannarlega hvaða mann
þú hafðir að geyma. Æðruleysið
sem þú sýndir elsku vinur. Til-
gangurinn verður aldrei skilinn
en eftir situr minningin um þig,
yndislegur, ljúfur töffari og
hjartahlýr drengur. Þú skilur
eftir tómarúm í tilveru okkar
allra. Minning þín mun lifa í
hjarta okkar og fylgja um
ókomna tíð.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Mikill harmur er kveðinn að
fjölskyldu þinni og vinum. Þeim
sendum við öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði elsku Pétur.
Birgir, Ásthildur, Árný
Björk og Ásta Rakel.
Börn vinkvenna manns eiga
sérstakan stað í hjartanu. Mað-
ur á þau ekki sjálfur en á samt
svo mikið í þeim, fylgist með úr
fjarlægð og tekur þátt í sigrum
og ósigrum í gegnum mömmu-
rnar. Fyrsti maí 1997 er dagur
sem við gleymum aldrei. Þá
kom hann Pétur í heiminn,
fyrsta barnið í okkar vinkvenn-
ahópi. Við örkuðum að sjálf-
sögðu upp á spítala daginn eftir
til að berja drenginn augum, 21
árs stelpugerpi sem vissum ekk-
ert um börn eða barneignir. Og
þarna var hann, langstærsta og
langfallegasta barnið innan við
glerið og svo líkur pabba sínum
að við þekktum hann strax. Við
stóðum á miðjum fæðingargang-
inum og hlógum og grétum til
skiptis, í sjokki yfir litla undrinu
og stoltar af afreki vina okkar.
Pétur óx úr grasi og var
áfram stór og myndarlegur,
ljúfur og brosmildur strákur,
hvers manns hugljúfi. Duglegur
og hæfileikaríkur, stolt foreldra
sinna og frábær stóri bróðir.
Það er svo ótrúlega sárt og
óréttlátt að aðeins 24 árum
seinna sé komið að kveðjustund.
Við vonum að minningin um
ljúfa strákinn sem fæddist í sól-
inni í maí muni lýsa elsku Sig-
rúnu okkar og Gauta, Berglindi
og Einari og fjölskyldunni allri.
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt.
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Hvíl í friði elsku Pétur.
Anna Lena og Þóra.
Margar minningar koma upp
í hugann þegar ég hugsa til Pét-
urs. Hann var með mikla út-
geislun og alltaf brosandi. Ein-
lægnin og kurteisin voru
einkennandi í hans viðmóti. Í
rýminu sem félagarnir kölluðu
„Hellinn“ voru draumarnir og
áætlanirnar sett á blað. Mikið
var unnið og aldrei var neinn
vafi á því hvert leiðin lá; hún lá
upp. Vinirnir hvöttu hvor annan
áfram og ekkert fjall var of
stórt. Fyrsta fyrirtækið var
stofnað og þeir 18 ára gamlir.
Oft var unnið fram eftir hér í
„Hellinum“ og Pétri auðvitað oft
boðið að borða kvöldmat en allt-
af fannst honum best að fara
heim í mat, því mamma beið
með mat eins og hann sagði oft.
Hann vildi ekki láta hafa fyrir
sér og þótti greinilega betra að
gefa en þiggja. Ef það tókst að
gefa honum eitthvað þá var ein-
lægt þakklæti svo áberandi. Ég
man að það var reglulega nýr
kassi af kaffi inni í eldhúsi frá
Pétri, sem vildi sýna sitt þakk-
læti.
Pétur var markmiðadrifinn
og mikill hugsjónarmaður með
stóra drauma. Hann vann stöð-
ugt að því að láta drauma sína
og hugsjónir rætast. Það var
augljóst að þarna var sannur
sigurvegari á ferð, með mikinn
húmor fyrir lífinu, hvetjandi og
metnaðarfullur.
Fyrir nokkrum mánuðum
kom Pétur við í hádegismat og
bar sig ótrúlega vel. Hann
horfði á verkefnið með einstöku
æðruleysi. Við ákváðum að þeg-
ar verkefninu væri lokið mynd-
um við borða saman ljúffenga
steik og fagna. Það varð því
miður ekki að veruleika og mun-
um við sakna þeirra tíma þar
sem hann kom með sína ynd-
islegu nærveru og gleði.
Pétur kvaddi þennan heim
sem sigurvegari þar sem auð-
mýkt og jákvæðni voru að leið-
arljósi. Hann vann ótrúlega
marga stóra sigra á allt of
stuttri ævi. Þakklæti er mér of-
arlega í huga fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Pétri og munu
minningarnar um hann lifa.
Heimurinn er fátækari við
brotthvarf Péturs.
Kæra fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð. Megi
ljós kærleikans lýsa ykkur leið-
ina alla tíð.
Hulda Helga Þráinsdóttir.
Jákvætt hugarfar, sigurvilji,
metnaður, góðmennska og bar-
áttuþrek eru þau orð sem koma
upp í hugann þegar við hugsum
til Péturs.
Pétur var engum líkur. Dug-
legri og metnaðarfyllri mann
var ekki hægt að finna og lét
hann aldrei verk úr hendi falla.
Það var líkt og Pétur þyrfti ekki
á svefni að halda. Þegar aðrir
voru rétt að vakna var hann bú-
inn að hugleiða, teygja, lesa,
æfa og byrjaður að vinna. Pétur
smitaði út frá sér sínu metn-
aðarfulla og jákvæða viðhorfi til
lífsins og hafði unun af því að
hafa áhrif á og hvetja aðra
áfram í lífinu.
Metnaðurinn sneri ekki bara
að æfingum heldur að öllum
þeim verkefnum sem Pétur tók
sér fyrir hendur í lífinu og þrátt
fyrir gagnrýni fór hann alltaf
sínar eigin leiðir. Gott dæmi er
frá tímum Flensborgar þegar
hann fór að klæðast leðurbux-
um, hanna sína eigin boli og
ganga um með glansandi eyrna-
lokka á stærð við vínber. Allt
var þetta gert til að kæta, gleðja
og hafa gaman af lífinu, en það
kunni hann svo sannarlega.
Snemma var það ljóst að hin
hefðbundna skólaganga hentaði
ekki Pétri. Hans hugsjónir,
gildi, ævintýraþrá og metnaður
kallaði á eitthvað miklu stærra
og meira. Frumkvöðlahæfileik-
arnir og þráin fóru að taka
stærri sess og áhugasviðið víkk-
aði. Hann fór um víðan völl en
loks fann hann sína fjöl sem
sneri að fyrirtækjarekstri og
fyrsta fyrirtækið leit dagsins
ljós þegar hann var einungis 18
ára gamall. Þarna blómstraði
Pétur og naut sín í botn.
En sama hversu mikið var að
gera hjá Pétri, hvort sem það
var í vinnunni, á æfingum eða
við að læra nýja hluti, gat hann
alltaf fundið tíma fyrir vini sína.
Pétur var sannur vinur og hann
var góðmennskan uppmáluð.
Hann var ótrúlega duglegur að
rækta sín vinasambönd og átti
marga góða vini. Hann hafði
gaman af því að heyra í mönn-
um hljóðið og var það gert af
einlægum áhuga á því hvernig
vinirnir hefðu það. Pétur var
svo sannarlega sálfræðingurinn
í hópnum. Ef manni lá eitthvað
á hjarta eða vantaði ráð þá
hringdi maður í Pétur og hann
var alltaf til í að hjálpa.
Pétur var kjarninn í vina-
hópnum. Hann batt alla saman.
Hann var hinn besti vinur.
Hugarfarið hans og dugnaður
var svo sannarlega rannsóknar-
efni. Hann lét ekkert stoppa sig,
kvartaði aldrei og var alltaf með
jákvæðnina í fyrirrúmi. Hann
var með frábæra nærveru og
smitaði eingöngu jákvæðni frá
sér, eða eins og hann sagði oft:
„Það kostar 0 kr. að brosa.“
Pétur var mörgum kostum
gæddur. Þessi magnaða, drep-
fyndna manneskja sem gaf sín-
um nánustu mikið traust, þessi
frábæri og góði hlustandi, skiln-
ingsríki og hvetjandi vinur. Til
þess að draga þetta saman þá
erum við að kveðja einstakann
mann og er heimurinn og við
svo sannarlega fátækari eftir
þennan missi.
Við erum ekkert annað en
heppin að hafa þekkt Pétur og
ætti okkur að líða vel yfir því að
hann snerti okkar hjörtu. Við
munum heiðra minningu hans
svo lengi sem við lifum.
Tómarúm er í hjörtum okkar
allra er við kveðjum okkar besta
vin með ást og söknuði.
Atli, Baldur, Bjarki,
Dagur, Ellert, Garðar,
Grétar, Hákon, Kári,
Sæmundur og Þórður.
Pétur Jónsson var skólabróð-
ir okkar og útskrifaðist með
okkur úr grunnskólanámi við
Lækjarskóla 2013. Hann var
geislandi persóna, hlýr, opinn
og vinur í raun. Það var auðvelt
að laðast að Pétri, hann var vin-
sæll og dugmikill en líka hóg-
vær, stuðningsríkur og talaði
máli þeirra sem minna máttu
sín.
Honum var annt um að allir í
hans nærumhverfi fengju að
láta ljós sitt skína, og þurfti
aldrei að deyfa ljós annarra til
að hans skini skærar. Hann átti
einstaklega auðvelt með að
koma saman hópnum og hvetja
fólk til þátttöku í allri þeirri vit-
leysu sem okkur datt í hug.
Hann tók sig ekki of alvarlega
og tók á sig aðalhlutverk ófárra
bekkjarmyndbanda. Hann var
alltaf samkvæmur sjálfum sér
og hreinskilni var honum mik-
ilvæg. Honum voru allir vegir
færir, var drífandi leiðtogi sem
gerði kröfur til sín í námi og
íþróttum, sem hvatti okkur hin
til dáða í samkeppni.
Síðustu ár höfum við farið í
ýmsar áttir, en fylgst hvert með
öðru fullorðnast, ljúka frekara
námi, og stíga fyrstu skrefin í
næsta kafla lífsins. Að eiga sam-
ferðamann eins og Pétur á þess-
um mótunarárum okkar voru
forréttindi. Hann fetaði eigin
slóðir og blés lífi í drauma sína
af einstökum dugnaði og krafti.
Við erum þakklát fyrir að
hafa þekkt Pétur og minningin
um hann mun lifa í okkar hópi
eins og eflaust hjá öllum sem
hann þekktu.
Eins og skip sem heldur
áleiðis inn í sjóndeildarhringinn
missum við sjónar á honum, en
hann heldur áfram að sigla.
Okkar hlýjustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar, hvíl í
friði elsku Pétur.
F.h. bekkjarsystkina úr
Lækjarskóla,
Valdís Huld Jónsdóttir.
Pétur minn, nú hefur þú
kvatt. Alltof snemma og alltof
hratt. Þú bjarti, fallegi, góði vin-
ur. Ég er þakklátur fyrir að
hafa kynnst þér. Þú varst vinur
vina þinna, sannur vinur. Fram-
tíðin var björt og við rétt orðnir
24 ára. Snemma vors kenndir
þú þér meins og nú ertu allur.
En þú munt ávallt lifa með okk-
ur strákunum kæri vinur, allt til
enda.
Gleði þín og hamingja. Blik í
auga, stuðið, drifkrafturinn og
baráttuandinn var aðdáunar-
verður. Það er minning þín. Við
strákarnir stöndum hnípnir og
tómir eftir og skiljum ekki
hvernig þetta gat gerst. Sorg
okkar er óendanleg. En mest er
hún fyrir elsku foreldra þína og
systkini. Ég bið Guð að styrkja
þau. Þeirra missir er óbærileg-
ur. En þá er gott að geta munað
og rifjað upp brosið þitt, hlát-
urinn og gleðina.
Þú varst vinurinn sem var
alltaf glaður, hress, klár og
skemmtilegur. Ótal minningar
um þig hrærast um í hausnum á
manni og ljóma þar. Upp í hug-
ann koma pottakvöldin í K8 sem
og þegar við vorum í Flensborg
og skemmtum okkur konung-
lega í jarðfræði- og efnafræði-
Pétur Jónsson HINSTA KVEÐJA
Elsku frændi. Ég kveð
þig í hinsta sinn, þrátt fyrir
að vera alls ekki tilbúin í
það. Já, lífið getur verið
óréttlátt. Minningarnar um
litla stóra frændann með
stóra brosið lifir í hjörtum
okkar. Uppáhaldsfrænd-
ann sem litlu frændsystk-
inin þín horfðu upp til og
munu alltaf gera.
Þangað til við hittumst
næst.
Bros þitt
hlýjar,
þinn hlátur
kitlar,
hvert andartak
með þér
sem gullið ljós
geymt
Í hjartastað
(Hjartalag –
Hulda Ólafsdóttir)
Erla, Halldór Kristinn,
Íris Thelma,
Patrekur Magnús
og Marinó Magni.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744