Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Í gærkvöld féll 52 ára gamalt
met þegar Breiðablik tók á móti
Real Madrid í Meistaradeild
kvenna á Kópavogsvelli. Aldrei
áður hefur mótsleikur í knatt-
spyrnu utanhúss farið fram
svona seint á Íslandi en samt var
metið bara bætt um einn dag.
Sunnudaginn 7. desember 1969
léku Akureyringar (ÍBA) og
Skagamenn úrslitaleikinn í bik-
arkeppni karla það ár.
Bikarkeppnin var leikin að
Íslandsmótinu loknu á þessum
árum en lauk aldrei jafn seint og
í þetta skipti. Ástæðan var sú að
liðin höfðu gert jafntefli, 1:1, viku
áður og þá hafði ekki verið hægt
að framlengja leikinn vegna hríð-
arveðurs.
Þann 8. desember var leik-
ið í ágætu veðri á Melavellinum
sem var hins vegar háll og stór-
hættulegur, og svellið setti svip
sinn á leikinn. Lýsingar dagblað-
anna á mörkunum og atvikum
leiksins bera því glöggt vitni en
Akureyringar þóttu „sterkari á
svellinu“ en Skagamenn.
Þannig lét Kári Árnason, sem
skoraði sigurmark ÍBA, 3:2, í
framlengingu „varnarmenn ÍA
„skauta“ fram hjá í öfuga átt og
tókst að renna boltanum í mark-
ið,“ eins og Kjartan L. Pálsson
skrifaði í Tímann.
Á sama hátt var Teitur Þórð-
arson eini Skagamaðurinn „sem
eitthvað notaði sér svellið við
mark Akureyringa,“ þegar hann
skoraði annað mark ÍA í leiknum.
Kjartan skrifaði jafnframt að
Melavöllurinn hefði verið öllu lík-
ari hrauni en knattspyrnuvelli. „Á
stórum köflum var hann enn eins
og skautasvell, sem leikmenn
áttu enga möguleika að fóta sig
á, en á stöku stað voru auðir
blettir og þá bletti nýttu norðan-
menn mun betur.“
Vallaraðstæður voru vissu-
lega aðrar og betri í Kópavogi í
gærkvöld.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
HM kvenna
Leikið á Spáni:
MILLIRIÐILL 3:
Tékkland – Suður-Kórea ..................... 26:32
Þýskaland – Kongó............................... 29:18
Danmörk – Ungverjaland.................... 30:19
_ Danmörk 6, Þýskaland 6, Suður-Kórea 4,
Ungverjaland 2, Tékkland 0, Kongó 0.
MILLIRIÐILL 4:
Króatía – Argentína ............................. 28:22
Brasilía – Austurríki ............................ 38:31
Spánn – Japan....................................... 28:26
_ Spánn 6, Brasilía 6, Króatía 2, Japan 2,
Argentína 2, Austurríki 0.
Keppni um sæti 25-32:
Slóvakía – Túnis.................................... 31:27
Paragvæ – Kína .................................... 30:24
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Elverum – Aalborg.............................. 28:34
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark
fyrir Elverum.
- Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Meshkov Brest – Montpellier............. 31:31
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði
ekki fyrir Montpellier.
_ Montpellier 16, Aalborg 15, Kiel 13, Pick
Szeged 12, Elverum 8, Vardar Skopje 5,
Zagreb 4, Meshkov Brest 4.
Danmörk
Kolding – SönderjyskE....................... 29:23
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 18 skot í
marki Kolding, 49 prósent markvarsla, og
skoraði eitt mark.
- Sveinn Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir
SönderjyskE.
Noregur
Arendal – Drammen ........................... 27:33
- Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram-
men.
%$.62)0-#
Íþróttaáhugafólk mun geta fylgst
með Tiger Woods spila golf á ný í
desember þegar hann mun keppa
með syni sínum á árlegu góðgerð-
armóti. PNC Championship fer fram
18. og 19. desember en mótið er liða-
keppni þar sem tveir eru saman í
liði. Keppendur eru kylfingar sem
hafa unnið risamót á ferlinum og
spila með einhverjum nánum fjöl-
skyldumeðlim.
Feðgarnir voru með í mótinu í
fyrra en síðan þá hefur Tiger Woods
ekki keppt á golfmóti en hann fót-
brotnaði illa í bílslysi í febrúar.
Ætlar að spila í
desember
AFP
Leikfær? Tiger Woods verður með í
góðgerðarmóti síðar í mánuðinum.
Sveinn Jóhannsson bætist næsta
sumar í hóp Íslendinganna sem
leika í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik, sterkustu landsdeild
heims. Hann hefur samið við Er-
langen en félagið skýrði frá þessu á
heimasíðu sinni í gær. Sveinn er á
sínu þriðja tímabili með Sönder-
jyskE í dönsku úrvalsdeildinni en
hann er 22 ára gamall línumaður
sem lék áður með ÍR og Fjölni og
hefur spilað tíu A-landsleiki fyrir
Íslands hönd. Erlangen er í tólfta
sæti af átján liðum í þýsku deild-
inni.
Sveinn fer til Er-
langen í sumar
Ljósmynd/HSÍ
Erlangen Sveinn Jóhannsson fer til
Þýskalands eftir þetta tímabil.
HEIMKOMA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir tólf ár erlendis leikur knatt-
spyrnukonan reynda Sif Atladóttir á
ný með íslensku félagi á keppnis-
tímabilinu 2022. Hún fór frá Val
haustið 2009 í atvinnumennsku í
Þýskalandi og þaðan til Svíþjóðar
þar sem hún var í tæp ellefu ár á
mála hjá sama félaginu, Kristian-
stad, og með sama þjálfarann, El-
ísabetu Gunnarsdóttur, allan tím-
ann.
Þegar Björn Sigurbjörnsson,
eiginmaður Sifjar og aðstoðarþjálf-
ari Kristianstad um árabil, var í
haust ráðinn þjálfari Selfyssinga til
þriggja ára lá í loftinu að hún myndi
ganga til liðs við félagið og Sif tók
undir það þegar Morgunblaðið
ræddi við hana um væntanlega
heimkomu í gær.
„Nei, það þurfti ekki að koma
neinum á óvart þegar horft er á
heildardæmið. En ég hélt öllu opnu,
við ákváðum að ég myndi taka því
rólega og skoða alla möguleika
heima á Íslandi og ekki útiloka neitt.
Það var fínt að geta einbeitt sér að
því að klára tímabilið með Kristian-
stad. Ég heyrði í nokkrum öðrum
liðum á Íslandi og er þakklát fyrir
það. En ég var heiðarleg með það við
hin liðin sem höfðu samband að þetta
yrði að koma allt heim og saman á
öllum vígstöðvum hjá mér og þegar
upp var staðið var Selfoss besti kost-
urinn að öllu leyti.
Ég hef fylgst vel með deildinni
heima þó ég hafi verið í Svíþjóð og
það hefur verið gaman að sjá hvað
Selfoss hefur gert á undanförnum
árum. Þar hefur verið metnaður í
leikmannamálum og ég hef upplifað
þetta þannig að félagið sé alltaf að
mjakast nær bestu liðunum. Selfyss-
ingar hafa fengið til sín sterka leik-
menn eins og Dagnýju (Brynjars-
dóttur), Önnu (Björk Kristjáns-
dóttur) og Fríðu (Hólmfríði Magnús-
dóttur). Þeir þora að taka upp
símann og heyra í fólki, sem mér
finnst alltaf aðdáunarvert. Maður
hefur svo oft heyrt að markaðurinn á
Íslandi sé þannig að þegar sterkir
leikmenn komi heim þá sé reiknað
með því að bara eitt eða tvö lið komi
til greina. Það er því gaman þegar
önnur félög þora að reyna, og mér
finnst Selfoss vera þar. Ég hef bara
heyrt góða hluti um félagið frá Dag-
nýju, Önnu og Fríðu og er mjög
spennt fyrir því að spila með liðinu.“
Blendnar tilfinningar
Sif og fjölskylda eru enn í Kristi-
anstad en brottfarardagurinn nálg-
ast óðum.
„Við flytjum heim 18. desember
og verðum í í bænum með fjölskyld-
unni um jólin. Bjössi verður með æf-
ingar á milli jóla og nýárs þannig að
þá komum við á Selfoss og getum
byrjað að tína upp úr kössum og
undirbúa alvöruheimkomu.
Það verður vissulega skrýtið að
yfirgefa Kristianstad eftir allan
þennan tíma. Ég var einmitt að
sækja dótið mitt í búningsklefann
áðan og tína niður það sem ég var
með þar uppi á vegg. Þetta eru
blendnar tilfinningar. Ég var að tala
við stelpurnar í liðinu um daginn og
þær sögðust ekki alveg að átta sig á
því að ég væri að fara. Á þessum árs-
tíma er alls konar stúss í gangi og við
höfum farið heim yfir jólin og komið
svo út til Svíþjóðar aftur. Eftir þessi
áramót, þegar við verðum ekki aftur
á leið til Kristianstad, kemur eflaust
smá sjokk.
En að sama skapi opnast núna
nýjar dyr og það er gaman að koma
heim. Ég hef ekki spilað á Íslandi,
annað en landsleiki, frá árinu 2009
og núna þann 9. janúar eru tólf ár
síðan ég flutti út. Mér skilst að ég sé
einmitt að jafna pabba eða jafnvel
fara fram úr honum varðandi tíma-
lengd erlendis,“ sagði Sif en Atli Eð-
valdsson faðir hennar, landsliðsfyr-
irliði og síðan landsliðsþjálfari, lék
sem atvinnumaður erlendis frá 1980
til 1990.
Sif lék með Saarbrücken í Þýska-
landi í hálft annað ár og síðan í rúm
tíu ár með Kristianstad þannig að
hún hefur vinninginn á föður sinn að
þessu leyti.
Frábær tímapunktur
Sif setti í ár leikjamet Íslendings í
sænsku úrvalsdeildinni, sem hún
kveður eftir 183 leiki. Hún fór á
miðju sumri fram úr Erlu Steinu
Arnardóttur sem lék 171 leik í deild-
inni á sínum tíma. Hún er afar
ánægð með þá ákvörðun að pakka
núna saman búslóðinni og halda
heim á leið.
„Þetta er frábær tímapunktur til
að koma heim. Ef ég hefði tekið eitt
ár enn í Svíþjóð, hefði ég þá spilað
heima á Íslandi eftir það? Maður veit
ekki hvernig það hefði farið. Annars
sagði ég við Bjössa þegar þetta var
komið á hreint að eina áhyggjuefnið
væri að fara í deild sem væri ekki
með neitt sumarfrí. Ég hef fengið
sumarfrí í Svíþjóð undanfarin tólf ár
því þar er alltaf gert hlé á mótinu á
miðju sumri. Það munar um þessa
litlu pásu, bæði andlega og lík-
amlega. En það verður ýmislegt
spennandi við það að spila aftur á Ís-
landi, það verður ógeðslega gaman
að komast inn í fótboltafélagið á Ís-
landi á ný og minna á sig.“
Ætlar á EM í fjórða sinn
Sif, sem er 36 ára gömul, kom aft-
ur inn í íslenska landsliðið í haust
eftir tveggja ára fjarveru en hún var
í barneignarfríi árið 2020, þegar hún
og Björn eignuðust sitt annað barn.
Eftir að hafa leikið síðast gegn Lett-
landi í október 2019 lék Sif gegn
Kýpur og Japan í október og nóv-
ember, og hún ætlar sér að leika
a.m.k. eitt ár enn með landsliðinu og
markmið hennar er að vera með á
fjórða Evrópumótinu í röð. Sif var í
landsliðinu sem lék á EM 2009, 2013
og 2017.
„Næsta ár er risastórt. Ég er búin
að vera opinská með það markmið
mitt að ætla mér á EM og það verður
skemmtileg áskorun að halda dampi
í deildinni heima. Ég ræddi við
Steina (Þorstein Halldórsson, þjálf-
ara landsliðsins) þegar það kom upp
að við værum mögulega að flytja
heim og spurði hann hvort það væri
einhver hindrun fyrir mig varðandi
landsliðið að spila á Íslandi. Hann
svaraði bara að bestu leikmennirnir
yrðu valdir og þeir myndu spila. Ég
er alls ekki að fara að gefa eftir
landsliðssætið, ég mun æfa áfram
eins og ég hef gert hérna úti og veit
að ég á eftir að fá mínar áskoranir
áfram frá þjálfara og leikmönnum.
Ef allt gengur upp og ég kemst
með landsliðinu á EM verður gaman
að hafa fengið að spila á fjórum Evr-
ópumótum og séð hvernig þróunin
hefur verið. Ég hef fundið með
hverju móti hvernig umgjörðin hef-
ur aukist og stækkað og það væri
stórkostlegt að fá að fara og spila á
Englandi og taka þátt í enn einum
kaflanum í þessari þróun,“ sagði Sif
Atladóttir.
Ár númer 23 í meistaraflokki
Hún var nýorðin fimmtán ára þeg-
ar hún lék fyrsta deildaleikinn í
meistaraflokki, með FH gegn Val í
ágúst árið 2000. Sif er því að hefja
sitt 23. ár í meistaraflokki en hún lék
með FH í fimm ár, KR í eitt ár,
Þrótti í eitt ár og Val í þrjú ár áður
en hún hélt á vit ævintýranna í
Þýskalandi. Samtals hefur Sif leikið
325 deildaleiki á ferlinum og Katrín
Jónsdóttir og Hólmfríður Magnús-
dóttir eru einu íslensku knatt-
spyrnukonurnar sem eiga fleiri að
baki.
Gaman að komast í íslenska
fótboltasamfélagið á ný
- Sif Atladóttir samdi við Selfoss eftir tólf ár í atvinnumennsku erlendis
Morgunblaðið/Golli
Reynsla Sif Atladóttir lék fyrst með landsliðinu árið 2007 og spilaði sinn 84.
landsleik gegn Japan í nóvember. Hún á þrjú lokamót EM að baki.