Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 72
9.-13. desember 25-60% AF völdum vörum KÓS Í UM JÓL IN FRÍ HEIMSENDING Þegar keyptar eru smávörur fyrir 9.900 kr. eða meira. SKOÐAÐU ÖLL T I L BOÐ I N Á I LVA . I S J Ó LAMARKAÐUR ALLAR HELGAR* MÖNDLUVAGNINN RISTAR JÓLAMÖNDLUR Á LAUGARDÖGUM OG VIÐ BJÓÐUM HEITT NÓA SÚKKULAÐI Á SUNNUDÖGUM. *Aðeins Í reykjavík Tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Kira Kira, vinnur nú að sinni sjöttu breið- skífu og frumflytur lagið „Blessast“ á sveitakirkju- tónleikaröð sem stendur næstu helgi. Fyrstu tónleik- arnir verða í Strandarkirkju í Engilsvík á föstudag kl. 20 og þar kemur Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir fram með Kira Kira. Á laugardag kl. 17 verða tónleikar í Hraun- gerðiskirkju í Flóahreppi þar sem fram koma Kira Kira, Snorri Hertervig og Frímann Kjerúlf Björnsson. Loka- tónleikar helgarinnar verða í Stokkseyrarkirkju á sunnudag kl. 18 þar sem Sandrayati Fay og Hermi- gervill koma fram ásamt Kira Kira. Við sama tækifæri verður Stokkseyrarfrumsýning á stuttmyndinni Eld- ingar eins og við eftir Kristínu Björk Kristjánsdóttur. Kira Kira er með tónleikaröð FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er á heim- leið eftir tólf ár í atvinnumennsku og hefur samið við Selfyssinga um að leika með þeim á næsta tímabili. „Þetta er frábær tímapunktur til að koma heim. Ef ég hefði tekið eitt ár enn í Svíþjóð, hefði ég þá spilað heima á Íslandi eftir það?“ segir Sif í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag. » 61 Frábær tímapunktur að koma heim ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valgerður Jóhannsdóttir er að und- irbúa sýningu á verkum sínum, sem verður í Gallerí Horninu í Hafnarstræti 15 í Reykjavík í byrj- un næsta árs. „Ég ætla að taka all- ar myndirnar mínar á vinnustof- unni og vera með svokallaða pop-up-sýningu að danskri fyrir- mynd, losa mig við eins margar myndir og ég get til þess að hreinsa hugann og byrja síðan aft- ur á núlli.“ Listamenn úr öllum áttum hafa alla tíð tengst rekstri veitingahúss- ins Hornsins og fyrir bragðið hefur það verið mikið menningarhús. Þeir aðstoðuðu við að búa húsnæðið undir veitingarekstur, sem hófst sumarið 1979, og hafa síðan tekið þátt í ýmsum uppákomum í húsinu. Djúpið var formlega opnað 9. des- ember 1979 með samsýningu sex grafíklistamanna, og Gallerí Hornið varð til 1996. Frændurnir Guðni Erlendsson leirlistamaður og Jakob H. Magn- ússon matreiðslumeistari hófu rekstur Hornsins ásamt eigin- konum sínum. Guðni seldi Jakobi sinn hlut 1983 og síðan hefur sá síðarnefndi átt og rekið staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Smitaðist á Horninu Valgerður, eiginkona Jakobs, segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá myndlistarfólkinu sem hafi verið með sýningar í Djúpinu og síðar í Galleríinu, þar sem hún hafi seinna séð um sýningarhaldið. „Þarna var stöðugur straumur listafólks,“ áréttar hún og nefnir meðal annars félaga í SÚM- hópnum, Rósku, Dag Sigurðarson, Alfreð Flóka og fleiri. „Þetta fólk hafði mikil áhrif á mig og lengi blundaði í mér að taka fram pensil og mála eitthvað á striga,“ segir hún um byrjunina í listinni. Hún hafi stundað nám í Myndlistarskóla Kópavogs í tvö ár, farið á ótal nám- skeið og fundið sig æ betur í þessu umhverfi. „Myndlistin varð að ástríðu, varð helsta áhugamál mitt, ég hætti í hárgreiðslunni og frá 2005 hefur nánast öll orkan farið í að mála.“ Listakonan málar einungis með olíulitum og fer út um víðan völl. „Ég er ekki föst í einhverju formi heldur beiti frjálsri tækni og mála það sem hugurinn segir mér hverju sinni. Ég byrja kannski að mála með ákveðna mynd í huga en enda svo með eitthvað allt annað. Ég leyfi hlutunum að koma, teikna þá ekki upp áður á striga, heldur er meira abstrakt, læt litina flæða ef sá gállinn er á mér.“ Valgerður er með meistararétt- indi í hárgreiðslu frá Danmörku og bendir á að myndlistin sé af sama meiði. „Hárgreiðsla er mikil list- grein,“ leggur hún áherslu á og vís- ar til margra möguleika í meðferð hárs. Ellý Ármanns, tengdadóttir Val- gerðar, ætlar að vera með verk á sýningunni og hugsanlega fleiri listamenn. „Ég vil hafa sýninguna opna og lifandi og öðrum lista- mönnum er velkomið að koma og hengja upp myndir meðan húsrúm leyfir,“ segir Valgerður. Beitir frjálsri tækni og lætur hlutina flæða - Valgerður undirbýr pop-up-sýningu að danskri fyrirmynd Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í vinnustofunni Valgerður Jóhannsdóttir sinnir sköpuninni í Kópavogi. Fjölbreytni Valgerður er afkastamikill myndlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.