Morgunblaðið - 14.12.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
Vi
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Útvarpsstjóri segir að veruleg
hækkun á framlögum úr ríkissjóði til
Ríkisútvarpsins (Rúv.) skýrist af því
að verið sé að bæta upp lækkuð
framlög frá liðnu ári. Tekjur Rúv.
hafi lækkað töluvert við það, en nú
gangi lækkunin nokkuð til baka.
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi fyr-
ir árið 2022 að framlög til Ríkis-
útvarpsins verði aukin um 430 millj-
ónir króna. Þau námu 4.655
milljónum á árinu sem er að líða en
eiga skv. frumvarpinu að verða 5.085
m.kr., sem er ríflega 9% hækkun
milli ára. Gert er ráð fyrir að þau
hækki áfram á næstu árum um 4% á
ári, vel umfram verðbólguspár.
Stefán Eiríks-
son útvarpsstjóri
segir að í fyrra
hafi Ríkisútvarp-
ið staðið frammi
fyrir tekjulækk-
un, þar sem
tekjuáætlun fjár-
laga gerði ráð
fyrir töluverðri
lækkun vegna
innheimtu útvarpsgjalds. „Þessari
stöðu var mætt með margvíslegri
hagræðingu í rekstri og fjárfestingu,
þar á meðal fækkun starfsfólks. Sú
lækkun á tekjum sem varð á fjár-
lögum þessa árs hefur samkvæmt
tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir
næsta ár gengið til baka að hluta,“
segir Stefán.
Rekstur Ríkisútvarpsins er aðal-
lega fjármagnaður með auglýsinga-
sölu og útvarpsgjaldi, en Stefán seg-
ir að það standi undir um 2⁄3
rekstrarkostnaðar. Í lögum um Rúv.
sé kveðið á um að sá tekjustofn felist
í árlegri fjárveitingu í fjárlögum,
sem nemi að lágmarki áætlun fjár-
laga um tekjur af útvarpsgjaldi.
Spurður um það í hvað þessi tekju-
aukning fari minnir útvarpsstjóri á
að Ríkisútvarpið hafi samkvæmt lög-
um og þjónustusamningi fjölmörg-
um skyldum að gegna. „Sú hækkun á
tekjum sem frumvarp til fjárlaga
gerir ráð fyrir er nægjanleg til þess
að standa undir kjarasamnings-
bundnum launahækkunum og hækk-
un verðlags sem við blasir hjá Rúv.
líkt og öðrum í samfélaginu.“
Tekjulækkun gangi til baka
- Aukin framlög til Rúv. fara í launahækkanir og verðbólgu
- Útvarpsstjóri segir þau uppbót fyrir fyrri tekjuskerðingu
Stefán Eiríksson
Gengið var í gær frá kaupum Reykjavíkur-
borgar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magnús
Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, undir-
rituðu samninginn en viðstödd var Guðrún Krist-
jánsdóttir myndlistarkona sem var fulltrúi Unu
Dóru Copley, dóttur Nínu Tryggvadóttur lista-
konu. Með samningnum mun borgin eignast
Hafnarhúsið í heild sinni en hluti hússins mun
hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur ásamt við-
bótarrými fyrir Listasafn Reykjavíkur. Efnt
verður til samkeppni um frekari nýtingu.
Morgunblaðið/Eggert
Mun hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur
Borgin kaupir húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Meirihluti hluthafa Laxa fiskeldis ehf. komst í
gær að samkomulagi um að greiða atkvæði
með kaupum norska félagsins Ice Fish Farm
AS á Löxum en viðræður um mögulega yfir-
töku hófust í sumar.
„Þetta er sóknarsamruni til að sækja fram
og byggja upp það sem hvort fyrirtæki fyrir
sig hefur verið að vinna í og nýta þau tækifæri
sem bjóðast,“ segir Guðmundur Gíslason, for-
stjóri Ice Fish Farm, í samtali við blaðamann.
Samruni eykur afkastagetu
Ice Fish Farm, sem er móðurfélag Fisk-
eldis Austfjarða, hefur verið í miklu samstarfi
við Laxa Fiskeldi sem elur lax og rekur þrjár
seiðaeldisstöðvar í Ölfusi og sjókvíaeldi í
Reyðarfirði. Saman reka fyrirtækin laxaslát-
urhús á Djúpavogi með fyrirtækinu Búlands-
tindi.
Guðmundur segir marga kosti felast í sam-
einuðum kröftum fyrirtækjanna og samrun-
inn muni meðal annars leiða af sér aukna yfir-
sýn, meiri afkastagetu og betra skipulag, en
nú þegar hafi samvinna fyrirtækjanna á
Djúpavogi borið mikinn árangur.
„Það er mjög mikilvægt að geta haft fulla
stjórn á öllu ferlinu og fá að nýta öll tækifær-
in. […] Þetta er stór, öflugur og fjárfestinga-
frekur iðnaður. Því meira sem við getum not-
að af framleiðslutækjum, þeim mun öflugri og
meiri framleiðni næst út úr allri kökunni.“
Spurður út í mögulegar hagræðingar
vegna yfirtökunnar ítrekar Guðmundur að
um sóknarsamruna sé að ræða sem muni
leiða til uppbyggingar frekar en eitthvað ann-
að.
„Þetta er sóknarbolti. Við erum að sækja
fram og okkur vantar frekar starfsfólk en að
fækka því. Við erum að setja upp fleiri svæði
og stækka. Það er sókn í gangi.“
Að sögn Guðmundar er nú verið að byggja
upp öflugar seiðastöðvar sem framleiða stór
seiði svo hægt sé að koma þeim í sjóinn á far-
sælan hátt og stytta eldistíma þar. Á þetta að
minnka áhættu og tryggja betri árangur.
Samruni legið í loftinu í rúmt ár
Eins og áður sagði hefur samstarf milli
fyrirtækjanna verið mikið en samruni hefur
legið í loftinu frá því í nóvember 2020 þegar
norska fiskeldisfyrirtækið Måsøval Eiendom
AS, sem átti fyrir meirihlutann í Löxum fisk-
eldi, keypti meirihluta hlutabréfa í Ice Fish
Farm.
Í samtali við Morgunblaðið fyrir um ári
sagði Lars Måsøval, stjórnarformaður Måsø-
val Eiendom, spurður um möguleika á sam-
runa íslensku fyrirtækjanna, að ekkert lægi
ljóst fyrir en kaupin væru háð samþykki
norskra og íslenskra samkeppnisyfirvalda.
Þyrftu niðurstöður þeirra að liggja fyrir áður
en ákvörðun yrði tekin um framhaldið.
Í júní á árinu sagði Guðmundur, þá stjórnar-
formaður Ice Fish Farm, að viðræður milli
fyrirtækjanna væru að hefjast og það ætti eft-
ir að koma í ljós hvert þær myndu leiða.
Sóknarfæri á Austurlandi í fiskeldi
- Norska félagið Ice Fish Farm yfirtekur fyrirtækið Laxa fiskeldi - Samruninn legið í loftinu frá
því í nóvember 2020 - Forstjórinn segir yfirtökuna sóknartækifæri og að uppbygging sé í kortunum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Laxar reka þrjár seiðaeldisstöðvar í
Ölfusi og sjókvíaeldi í Reyðarfirði.
Björn Zoëga, for-
stjóri Karolinska
sjúkrahússins í
Svíþjóð og fyrr-
verandi forstjóri
Landspítala, hef-
ur verið ráðinn
tímabundinn ráð-
gjafi Willums
Þórs Þórssonar
heilbrigðis-
ráðherra.
Um hlutastarf er að ræða og mun
Björn sinna ráðgjafastöðunni sam-
hliða störfum sínum sem forstjóri
Karolinska. Hann hefur þegar hafið
störf.
Mikil vinna er fram undan hjá nýj-
um heilbrigðisráðherra en meðal
þess sem liggur til grundvallar eru
áherslur í heilbrigðismálum í nýjum
stjórnarsáttmála, innleiðing þjón-
ustutengdrar fjármögnunar og
greining á framtíðarþjónustu Land-
spítala.
„Umtalsverðar breytingar á
rekstri og yfirstjórn Landspítalans
munu eiga sér stað á næstunni og
því er gríðarlega mikilvægt að sér-
fróðir aðilar með þekkingu á rekstri
slíkrar stofnunar séu til að veita ráð
við slíka vinnu,“ er haft eftir Willum
Þór í tilkynningu Stjórnarráðsins.
Til aðstoð-
ar Willum
- Veitir ráðgjöf
Björn
Zoëga