Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Höfðabakka 9, 110 Rvk | run.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum – Egilsstöðum • Kram – Stykkishólmi • Fok – Borgarnesi • Versl. Kristall – Neskaupsstað • Verzl. Axel Ó. Vestmanneyjum Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hópur lántakenda hefur stefnt bönkunum vegna meintrar oftöku vaxta af lánum með breytilegum vöxtum og vaxtaákvarðana slíkra lána. Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum voru birtar sam- tals sex stefnur í vaxtamálinu í síð- ustu viku. Mál gegn Arion banka og Landsbank- anum verða þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessari viku en mál gegn Íslands- banka í Héraðs- dómi Reykjaness. Lögfræðistofa Reykjavíkur rek- ur málin fyrir hönd neytenda. Neytendasamtökin standa straum af málarekstrinum og njóta til þess styrks frá VR. Þau munu einnig sækja í nýjan málskots- sjóð Samtaka fjármálafyrirtækja. Neytendasamtökin tilkynntu áform sín í maí sl. og óskuðu eftir þátttöku lántaka. „Viðbrögð fóru fram úr björtustu vonum og hafa nú rúmlega 1.500 manns skráð sig til þátttöku vegna á sjötta þúsund lána. Enn eru fleiri að bætast við og hægt er að skrá sig til þátttöku og fá frek- ari upplýsingar á vaxtamalid.is. Þátttaka í verkefninu er brýn öllum þeim sem vilja halda til haga hugs- anlegum rétti sínum til endur- greiðslu ofgreiddra vaxta, sem ella kann að fyrnast,“ segir í tilkynningu. Allt að 2,25% oftaka vaxta „Við teljum bankana hafa oftekið vexti um allt að 2,25 prósentustig á ári. Það er miðað við vaxtaálag sem þeir hafa aukið frá því að lán voru tekin,“ sagði Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna. Lánin voru tekin á mismunandi tímum og skilmálar ólíkir. Í sumum tilvikum er meint oftaka vaxta mjög mikil en minni í öðrum tilvikum. „Ef við tökum út huglæga þætti sem sumir bankar eru með í vaxtaút- reikningum sínum og tökum mið af seðlabankavöxtum og vöxtum á al- mennum markaði þá teljum við að bankarnir hafi oftekið vexti. Það geta verið mjög stórar upphæðir,“ sagði Breki. Hann sagði að skilmálar lána- samninganna væru ekki nógu ljósir. Samkvæmt nýlegum dómum Evr- ópudómstólsins gagnvart spænskum bönkum þurfa breytingarákvæði lánaskilmála að vera svo skýr að lán- taki geti sannreynt þau. Breki telur að lánaskilmálar íslensku bankanna séu ekki þannig. Hann nefndi einnig hæstaréttardóm frá 2017 um að ógagnsæjar vaxtaákvarðanir væru ekki löglegar. Íslandsbanki endur- greiddi nokkur hundruð manns í kjölfarið. Breki sagði undarlegt að eftirlitsstofnanir skyldu ekki ganga eftir því að allir lánaskilmálar væru lagfærðir og lán endurreiknuð í kjöl- farið. Bankarnir skýrðu lánaskil- málana en þó eru þar enn huglægir þættir sem Neytendasamtökin telja ólögleg. „Við krefjumst þess nú að lánaskilmálar þessara lána verði færðir í löglegt horf og að lántakar fái endurgreitt það sem hefur verið oftekið,“ sagði Breki. Hann sagði hvorki Seðlabankann né Fjármálaeftirlitið vita hvað lán með breytilegum vöxtum væru mörg. „Lán til heimilanna í vor námu 1.550 milljörðum. Við teljum að megnið af þeim sé með breytilega skilmála. Eins prósentustigs breyt- ing á ári í vöxtum er 15,5 milljarðar til eða frá. Ef vextir eru ofteknir sem nemur tveimur prósentustigum þá er það 31 milljarður sem lántakar eru að ofgreiða á hverju ári,“ sagði Breki. Telja banka hafa of- tekið vexti af lánum - Bönkunum hafa verið birtar sex stefnur í vaxtamálinu Samsett mynd/Eggert Bankar Í dómsmálunum sex reynir á lögmæti algengustu lánaskilmála um breytilega vexti í neytendalánum og endurgreiðslu oftekinna vaxta krafist. Breki Karlsson Miklar breytingar og hröð upp- bygging á sér stað á fjarskipta- kerfi og farnetsþjónustu landsins og ætlar Fjarskiptastofa að gera sértækar uppbyggingarkröfur á fjarskiptafyrirtækin. Bæði um að komið verði á 100% slitlausri há- hraðafarnetsþjónustu á stofnveg- um landsins og að uppbyggingu á 5G-þjónustuni verði hraðað í litlum og meðalstórum byggðakjörnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum samráðs Fjarskiptastofu við fjar- skiptafyrirtækin o.fl. um tíðniheim- ildir fyrir almenna farnetsþjónustu sem munu renna út á næsta og þar næsta ári. Fjarskiptastofa fékk Mannvit til að meta kostnað við kröfuna um háhraðanet á þjóðvegum og inn- leiðingu 5G á þjóðvegakerfi lands- ins þar sem ýmsar sviðsmyndir eru settar fram. Er kostnaðurinn mjög mismunandi milli landshluta og forsendna um sendistyrk og niðurhalshraða eða allt að 3.183 milljónir án virðisaukaskatts á landinu öllu miðað við 150 Mbps hraða. Í frétt á heimasíðu Fjarskipta- stofu kemur fram að þegar ný fjarskiptalög hafa verið afgreidd á Alþingi sé ætlunin að endurnýja velflest þessi tíðniréttindi sem fjarskiptafyrirtækin hafa til tutt- ugu ára en fyrst verði stigið milli- skref og réttindin framlengd að- eins til skamms tíma eða til 31. mars á árinu 2023. GSM enn í mikilli notkun Bent er á að við endurnýjun heimilda til hagnýtingar á verð- mætum tíðniauðlindum til langs tíma þurfi að endurskoða skilmála þeirra og gera kröfur um áfram- haldandi uppbyggingu háhraða- neta, gæði og útbreiðslu þjónust- unnar. Talið er að fljótlega verði tímabært að hætta rekstri á eldri farnetstækni, þ.e.a.s. GSM- þjónustunni í farsímakerfinu og 3G-þjónustu. Er nú stefnt að því að svonefndri útfösun á GSM- þjónustu ljúki innan fárra ára. 900 MHz tíðnisviðið er þó enn í fullri notkun fyrir GSM-þjónustu og bendir Síminn m.a. á það í sam- ráðsskjölunum, sem Fjarskiptastofa hefur birt, að Síminn veitir GSM- þjónustu á 448 sendistöðum og rúm 10% af talþjónustu viðskiptavina Símans eru enn um GSM-kerfið. Eru tæki í kerfum Símans sem ein- göngu styðja GSM-þjónustu enn tæplega 20.000 talsins. Því sé eðli- legt að setja stefnuna á að útfösun GSM-þjónustunnar verði samræmd hjá fjarskiptafyrirtækjum og þess- ari þjónustu verði ekki lokið fyrr en á árinu 2025. Tekur Fjarskiptastofnun undir það en segir að farnetsfyrirtækin þrjú þurfi að standa jafnt að vígi í því verkefni. „FST er tilbúin til að funda með farnetsfyrirtækjunum fljótlega til að skipuleggja útfösun á eldri farnetsþjónustu og hvernig aðilar geta allir unnið saman til að gera þá útfösun skilvirka og hag- kvæma. Náist slíkt samkomulag milli aðila sér FST fyrir sér að end- urnýja heimildir Símans og Sýnar til viðbótartíðna á 900 MHz tíðni- sviðinu til ársins 2025 samhliða kynningu á samræmdri og sameig- inlegri útfösunaráætlun farnets- fyrirtækjanna þriggja,“ segir í niðurstöðu Fjarskiptastofnunar eft- ir samráðið. Tryggja öryggishagsmuni Mikil umfjöllun um tíðniafnot fyrir neyðarfjarskipti og þjóðar- öryggi átti sér stað í samráðinu og hvort halda eigi hluta af 700 MHz tíðnisviðinu eftir fyrir neyðarfjarskipti. Það er talið mjög verðmætt og mikilvægt fyrir rekstur háhraðafarneta. Fram kemur að Síminn hf. og Nova hf. telja að ekki eigi taka 700 MHz frá fyrir neyðar- fjarskipti eingöngu. Neyðarlínan telur hins vegar að úthlutun á þessu tíðnisviði til fjarskipta- fyrirtækja með kvöð um forgang fyrir neyðarfjarskipti sé ekki nægileg ráðstöfun til að tryggja öryggishagsmuni. Sömu sjónarmið koma fram í svörum dómsmála-, samgöngu- og utanríkis- ráðuneytisins. „Er það álit þess- ara aðila að nægjanlegt öryggi þessar þjónustu til framtíðar litið sé ekki tryggt með því að úthluta tíðniheimild á 700 MHz tíðnisvið- inu til almenns farnetsrekanda með forgang fyrir neyðarfjar- skipti, eins og Fjarskiptastofa hafði í hyggju. Tíðnisvið fyrir neyðarfjarskipti þurfi að vera á forræði íslenska ríkisins eða aðila í eigu þess,“ segir í umfjöllun Fjarskiptastofu, sem telur eðlilegt að taka mið af þessum sjón- armiðum og ætlar að efna til ann- ars samráðs um þessi mál. omfr@mbl.is Krafist 100% háhraðanets á vegum - Talið tímabært að hætta fljótlega rekstri á eldri farnetstækni og loka GSM-þjónustunni og leggja niður 3G innan fárra ára - Telja að tíðnisvið fyrir neyðarfjarskipti þurfi að vera á forræði ríkisins Morgunblaðið/Eggert Viðgerð Miklar truflanir urðu á fjarskiptum í óveðrinu í desember 2019 sem leiddi í ljós að almenna farnetið er mikilvægt öryggistæki fyrir almenning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.