Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 54

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 „Félagi 2020“ er skúlptúr sem ég hef verið að hugsa um í þó nokkur ár. Ég bjó persónuna fyrst til árið 1999 og ímyndaði mér aldrei að hún ætti mikla framtíð fyrir sér; hún var fyrst og fremst afsökun til að búa til mitt fyrsta upplagsverk. En næstu tvo áratugi breyttist félaginn í eitthvað sem líktist systkini og hefur öðlast sitt eigið líf. Þessi persónuleiki í sínum ýmsu myndum hefur einnig orðið leið fyrir mig til að koma hugsunum mínum og athugasemdum á framfæri. Undir lok ársins 2019 langaði mig til að búa til verk, sem myndi heiðra 20 ára sam- fylgd mína með Félaganum. Ég komst að nið- urstöðu um það hvernig „Félaginn 2020“ ætti að líta út á fystu dögum faraldursins 2020 og stellingin höfðaði til mín. Persónan liggur á grúfu á jörðinni og ofan á henni hvílir þungi alls þess sem hvílir á huga mér. Ég vona að áhorfendur geti líka sleppt takinu á hugsunum sínum, kvíða og tilfinningum inn í þetta rými. Að sama skapi og styttan ber þessa byrði stendur hún einnig fyrir hlé, sem er mikil þörf fyrir – augnablik til þess að safna kröftum á ný áður en staðið er á fætur og lífið heldur áfram. Tilvera „Félagans 2020“ er á mörkum þess, sem gerst hefur á undanförnum 20 árum og þess sem koma skal. Ég held að það sé í lagi að viðurkenna að stundum féllum við kylliflöt á andlitið – og gætum haldið áfram að gera það – þegar við tókumst á við erfiðleikana, sem munu smitast yfir í árið 2021. En ég sæki bjartsýni í þá hugmynd að stutt hlé geti líkt og hjá Félaganum verið leið til þess að byggja upp þrautseigju áður en áfram er haldið. © 2021 KAWS KAWS, Félagi 2020, 2020, brons og málning, 45,6 x 240,0 x 121,6 cm, upplag þrjú eintök. ©KAWS/Ljósmynd Jonty Wilde Þessi skúlptúr veitir margþráð tækifæri til að safna krafti á ný – og endurnýja sig – þegar við búum okkur undir að takast á við það sem er í vændum á árinu fram undan. KAWS, einnig þekktur sem Brian Donnelly, er listamaður búsettur í New York. En ég sæki bjartsýni í þá hugmynd að stutt hlé geti líkt og hjá Félaganum verið leið til þess að byggja upp þrautseigju áður en áfram er haldið. HORFUR Í HEIMI: ÁRIÐ Í GEGNUM LINSU LISTAMANNSINS ’’ Félagi til að bera byrðar okkar Listamaðurinn Brian Donnelly, þekktur sem KAWS, í vinnustofu sinni í Brooklyn. Yael Malka/The New York Times

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.