Saga - 2018, Síða 70
Frásögn Jón Egilssonar tekur eðlisbreytingu þegar hann hefur
frásögn af frænda sínum, Stefáni Jónssyni, en sá varð biskup í Skál-
holti 1491 (en 1494, að sögn Jóns). Ýmsar frásagnir af Stefáni eru jafn
þjóðsagnakenndar og sögur af fyrri biskupum en við þær bætast frá-
sagnir sem studdar eru af heimildarmönnum sem Jón hefur sjálfur
rætt við. Þetta má til dæmis sjá í frásögn af plágunni sem geisaði á
Íslandi 1494–1495 en Jón vísar þar í fólk sem lifði af pláguna og hann
ræddi sjálfur við. Mikilvægustu umskiptin eru þó að Jón fer í auknum
mæli að styðjast við minningar afa síns, Einars Ólafssonar, varðandi
atburði sem gerðust á dögum Stefáns, eða snemma á sextándu öld.
Sérkennilegt er að Jón styðst hvorki við skjöl né ritaðar frásagnir held-
ur hefur hann „fært allt í letur eftir minni, sjálfs sín um það, er hann
hafði lifað sjálfur, en munnlegum frásögnum annarra manna í æsku
hans og síðar um þá viðburði, er voru fyrir daga hans“.29 Frásögn
hans er því byggð á munnlegri geymd og upprifj un á fortíðinni í sam-
félagi Jóns fremur en hans eigin úrvinnslu úr heimildum.
Þegar rýnt er í Biskupaannála Jóns Egilssonar sem dæmi um
menningarlegt minni má sjá að annálarnir endurspegla ekki raun-
verulegar minningar eldri samtíðarmanna Jóns fyrr en í fyrsta lagi
110 árum áður en annálarnir eru skráðir. Að frátaldri plágunni miklu
gerast elstu atburðir sem verulegar sagnir eru af um 80–100 árum
áður en annálarnir voru ritaðir. Þetta er í samræmi við þróun menn-
ingarlegs minnis eins og því er iðulega lýst í ritum fræði manna á
borð við Jan Vansina, Jan Assmann og Aleidu Assmann.30 Jón Egils -
son hafði fáar og óljósar hugmyndir um sögu Skálholtsstaðar sem
ná lengra aftur en eina öld áður en hann skráði Biskupaannála. Af
þessu má svo draga víðtækari ályktanir um áreiðanleika sagna á
öðrum tímum þar sem höfundarnir höfðu ekki við annað að styðjast
en eigið minni og fróða heimildarmenn. Þar höfum við þó sjaldnast
samanburð við eldri ritheimildir til þess að sýna fram á óáreiðan -
leika hins sögulega minnis þannig að dæmi Jóns Egilssonar er mjög
upplýsandi hvað það varðar.
sverrir jakobsson68
29 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV, bls. 49.
30 Jan Vansina, Oral Tradition as History (Oxford: James Currey 1985), bls. 23–24.
Sjá einnig Assmann, „kollektives Gedächtnis und kulturelle Identität“,
Assmann, „Memory, Individual and Collective“.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 68