Saga


Saga - 2018, Page 76

Saga - 2018, Page 76
upsins, kenniföður síns, og veraldlegra yfirvalda. Jón virðist gera greinarmun á þeim breytingum sem urðu á kenningum kirkjunnar annars vegar og hins vegar auknu valdi veraldlegra yfirvalda á kostnað kirkjunnar. Líta má á þetta sem tilraun Jóns til að gera upp sársaukafullt tímabil í sögu kirkjunnar og hans eigin fjölskyldu, við „tvísýna tíma með spennu, átökum, ógnaratburðum, guðfræðilegri og trúarlegri glímu, tilfinningalegu umróti og sálarangist sem [hafði] áhrif … á næstu kynslóð á eftir“.42 Jafnframt hófst mótun hins menn - ingarlega minnis um þessa tíma þar sem sporgöngumenn Jóns til- einkuðu sér mikilvæga þætti í sögusýn hans. Víða má sjá viðleitni hjá Jóni Egilssyni að slétta yfir andstæður sem voru á milli kaþólsks siðar og hins lúterska og láta sem að í raun og veru hafi ekki verið mikill munur á þessu tvennu. Þar þarf ekki að vera um meðvitaða viðleitni að ræða heldur er þetta frekar til marks um að Jón hafi haft samúð með kirkjunnar mönnum bæði fyrir og eftir siðaskiptin. Jón heldur því til dæmis fram að Stefán Jónsson, frændi hans, hafi amast við starfsemi aflátssala sem kom til Íslands um 1513.43 Þegar litið er til annarra samtímaheimilda sést að Jóni skjátlaðist ekki einungis um hvenær aflátssalinn var á Íslandi (1503, frekar en 1513) heldur hitt, sem skiptir meira máli, að Stefán biskup virðist hafa stutt hann með ráðum og dáð og að aflátssalar komu einnig til Íslands á dögum Ögmundar og nutu stuðnings hans.44 Hér er erfitt að fullyrða hvort Jón var meðvitaður um að hann fór hér með rangt mál en svo þarf þó ekki að vera þar sem skrif hans eru ekki byggð á rannsóknum á ritheimildum heldur endur varpa þau því viðhorfi til sögunnar sem var ríkjandi í um hverfi Jóns. Að mati hans og annarra sem deildu hans sýn á fortíðina þá hlutu hinir íslensku kaþólsku biskupar að hafa verið andvígir afláts- sölu því að þeir voru í grundvallaratriðum svipaðir hinum lútersku eftirmönnum sínum. Lýsing Jóns á biskupstíð Ögmundar Pálssonar bendir til þess að þessi tilgáta eigi við rök að styðjast. Jón lýsir viðureign Ögmundar við fylgismenn Lúters innan íslensku kirkjunnar ítarlega og er samúð hans greinilega með hinum ungu mönnum sem risu gegn kennivaldi biskupsins. Hann rekur upphaf þessarar hugmynda á sverrir jakobsson74 42 Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist“, bls. 80. 43 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 50. 44 Sjá Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi I. Jón Arason (Reykjavík: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar 1919), bls. 191–196. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.