Saga


Saga - 2018, Blaðsíða 77

Saga - 2018, Blaðsíða 77
Íslandi til prests í Skálholti sem hét Jón Einarsson og talaði gegn dýrkun á dýrlingum og banni við giftingum presta. Ögmundur reiddist og greindi skoðanir Jóns sem „villu Lutheri“. Þó tekur Jón Egilsson fram að Ögmundur „dáðist þó mjög að þessum síra Jóni, og sagðist þó ekki vilja hafa hann hér í Skálholti, svo að þessi villa hún kæmi ekki héðan, en sökum vináttu þá veitti hann honum Odda“.45 Hér ýjar Jón að því að Ögmundur hafi verið umburðar- lyndur gagnvart þeim sem höfðu aðrir skoðanir en hann; honum finnst andstæður meðal kennimanna fyrir siðaskiptin ekki hafa rist djúpt. Síðan segir Jón frá því hvernig Gísli Jónsson, Oddur Eyjólfsson og Oddur Gottskálksson urðu sammála um hinn nýja skilning á meðan þeir voru í þjónustu Ögmundar biskups, sem amaðist við öllu slíku en virðist þó hafa látið makk þeirra óátalið. Frásögn Jóns styður þann skilning að siðbótarhreyfingin hafi ollið úlfúð á milli kynslóða þar sem ungir menn gengu henni á hönd en hinir eldri voru tregari til. Eins og Hjalti Hugason bendir á þá hefur „(í) sum - um tilvikum … sálarangist siðbótartímans … birst sem vonbrigði eldri kynslóðar yfir villu hinnar yngri“.46 Um afstöðu Gissurar Einarssonar segir Jón hins vegar ekki ann - að en að hann hafi verið valinn af Ögmundi biskupi, tekið vígslu í kaupmannahöfn en tekið við Skálholti 1540: En þó hann væri þar kominn, en hinn í Skálholti, þá fóru allir til fundar við biskup Ögmund, hafði hann svosem öll ráð, en öktuðu hinn lítið eða ekki, allra mest af því hann kom með siðskiptin, og sá herra Gizur það, að svo lengi sem biskup Ögmundur væri í landi eða á lífi, mundi aldri guðs orð fara fram, eður þeir siðir …47 Hér kemur sem sagt fram að tvennt veldur andstöðu Gissurar við Ögmund, áhyggjur af eigin kennivaldi sem biskup og mismunandi afstaða til siðaskiptanna. Þegar Jón segir frá handtöku Ögmundar er hin sársaukafullu siðaskipti 75 45 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 75. Frásögn Jóns Egilssonar er ekki traust hvað þetta varðar þar sem Jón Einarsson virðist þegar hafa verið orðinn prestur í Odda þegar hann flutti „kyndilmessuræðuna“, sjá Tryggvi Þórhalls - son, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin (Reykjavík: Börn höfundar 1989), bls. 5–25. Helgi Þorláksson telur frásögnina ónákvæma og jafnvel seinni tíma til- raun til að skýra ágreining Jóns Einarssonar við Ögmund biskup, sjá Saga Íslands VI, bls. 46. 46 Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist“, bls. 77. 47 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 68. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.