Saga


Saga - 2018, Page 79

Saga - 2018, Page 79
Hið sama gildir um eftirmann Gissurar Einarssonar, Martein Einarsson. Jón Egilsson segir frá herferð Jóns Arasonar í Skálholt og aftöku hans og sona hans þar árið 1550 en síðar, þegar hann greinir frá veikindum Marteins, bætir hann við að „þótti mönnum svo sem vitneskja nokkur þar til, sem það væri ströffun fyrir aftöku þeirra fegðanna, fyrst það vildi svo til“.51 Virðist hann líta á valdaskeið Gissurar og Marteins sem hnignunarskeið og tekur fram að um þennan allan áður greindan tíma varð svo mikil presta fæð, því enginn vildi vígjast, því þeir sem að áttu foreldrana (á) lífi bönnuðu þeim það, en þeir vígðust sem engan áttu að; varð þá einn prestur (að) hafa iij eða iiij kirkjur, og urðu að vígja hvern sem þeir náðu, þegar hann var með nokkru móti þar lærður til, að hann læsi.52 Þessi prestaskortur er greinilega forsenda þess að Jón sjálfur fékk prestvígslu einungis 23 ára gamall en hann tengir það þó ekki sam - an sjálfur. Að þessu leyti má segja að tímasnið Biskupaannála sé hringlaga þar sem segir fyrst frá velmektarskeiði kirkjunnar á dögum Stefáns Jónssonar og Ögmundar Pálssonar, svo hnignunarskeiði undir stjórn Gissurar Einarssonar og Marteins Einarssonar, en að lokum endur- reisn hennar undir forystu Gísla Jónssonar. Hins vegar marka siða - skiptin einnig rof í tíma þar sem kirkjan missir fyrri stöðu sína í samfélaginu. Jón Egilsson er þó fáorður um breytingarnar sem urðu frá fyrri siðum. Samkvæmt honum snerust þær einkum „um hjóna- band prestanna, og öll pápisk helgihöld skyldi af leggja, framar en í ordinantíunni standa, og söng með öllum ceremonium þar eptir hegða“.53 Siðaskiptasaga hans fjallar fyrst og fremst um átök ein- staklinga þar sem Jón hefur greinilega samúð með þeim sem urðu undir, ekki síst Ögmundi frænda sínum. Páll Eggert Ólason hafði mikið álit á Jóni Egilssyni og taldi hann aldrei fara vísvitandi með ósannindi enda þótt sums staðar hefði hann rangt fyrir sér „um smávægilega hluti“ sem sjá mætti af traust- ari heimildum: „[Á] frásögn hans er sá blær sanninda, hispursleysis hin sársaukafullu siðaskipti 77 51 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 104. 52 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 85. Þessi hugmynd um hrun presta- stéttarinnar í kjölfar siðaskipta virðist ekki eiga við rök að styðjast. Í mesta lagi fjórðungur presta í Skálholtsbiskupdæmi mun hafa lagt niður störf, sjá nánar Hjalti Hugason, „Seigfljótandi siðaskipti. Viðhorf og staðalmyndir í siðaskipta- rannsóknum“, Ritið 1 (2018), bls. 165–197, einkum bls. 186–189. 53 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 105. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.