Saga - 2018, Side 97
skreið fara vaxandi. Þannig bendir Gunnar karlsson á að skreiðar-
flutningar eru fremur nefndir í yngstu Íslendingasögum en hinum
eldri.65 Það sama hafði Björn Þorsteinsson nefnt.66 Hann bendir
einnig á þrjár kirkjur í Vestamannaeyjum í lok þrettándu aldar, telur
raunar víst að þar hafi „ávallt verið aðalverstöðin hér við land.“67
Annar vitnisburður um vaxandi sjósókn og útgerðargróða á fjórt-
ándu öld tengist hins vegar Snæfellsnesi, Breiðafirði og Vestfjörðum.
Heimildir eru „fátæklegri um Faxaflóasvæðið og Suðurnes“ þar til
um eða eftir 1400, en auðmenn fimmtándu aldar „sátu flestir við
verstöðvar um vestanvert landið.“68
Á fjórtándu öld fjara frásagnarheimildirnar út en skjöl taka við
sem lykilheimildir, og reisir Björn athugun sína mest á þeim. Henni
til fyllingar má fylgja eftir athugun Gunnars karlssonar á heimilda-
notkun Lúðvíks kristjánssonar í verstöðvatalinu, nú ekki hvernig
hann vitnar til fornsagna heldur Fornbréfasafnsins. Til þess vísar
hann 26 sinnum, þar af aðeins þrisvar um Sunnlendingafjórðung
hinn forna, en til hans töldust verstöðvar Suðvesturlands, frá Vest -
mannaeyjum til Akraness. Vestfirðingafjórðungur, frá Mýrum til
Stranda með verstöðvum Snæfellsness, Breiðafjarðar og Vest fjarða,
fær hins vegar tólf vísanir, Norðurland fimm, Austurland sex.69
Þetta eru auðvitað lágar tölur, en svo langt sem þær ná benda þær
ekki til þess að vetrarvertíðin á Suðvesturlandi hafi átt neinn megin -
þátt í að mæta eftirspurninni eftir skreið til útflutnings. Það eru
heimildir um kaupskipaferðir og um umsvif Englendinga og síðar
Þjóðverja sem hafa má til marks um skreiðarútflutning frá Vest -
manna eyjum, Grindavík, kollafirði og Hvalfirði. En útflutnings-
skreið var líka verkuð á Norðurlandi ef marka má viðskipti Jóns
Vilhjálmssonar Hólabiskups við enska skútumenn 1431. Hann
keypti af þeim hálft skipið „fyrir gjafverð“ að mati Björns Þorsteins -
hvar reru fornmenn til fiskjar? 95
höfundur sér fyrir sér kornrækt í eyjunum, þar sem jarðvegur er frjósamur af
fugladriti og handhægt að bera fiskislóg á akrana, eða honum finnst eðlilegt
að farmenn sæki í verstöðvar til að kaupa skreið — og borgi þá með mjöli. Það
væri þá einhver elsti vitnisburður um fisk sem útflutningsvöru frá Íslandi.
Mjöl og skreið mátti víðar fá á sömu stöðum, t.d. var mjöl og skreið flutt úr
Engey „en sumt keypt á Akranesi.“ (Sturl I, bls. 397).
65 Gunnar karlsson, Lífsbjörg Íslendinga, bls. 174.
66 Björn Þorsteinsson, Íslensk miðaldasaga (Reykjavík: Sögufélag 1978), bls. 249.
67 Sama heimild, bls. 248.
68 Sama heimild, bls. 248–250, 294.
69 Lúðvík kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir II, 38–84.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 95