Saga - 2018, Qupperneq 101
yfirhöfuð verða tekjur hinna 180 sóknarkirkna af fiskveiðum að
teljast litlar. Jafnvel kirkjur í frægum útgerðarplássum, eins og á
Stokkseyri, Hvalsnesi og Hóli í Bolungarvík, hafa engar sérstakar
tekjur af útveginum. Aðeins 40 kirkjur í strandsóknum reynast hafa
beinar tekjur af útgerð á fjórtándu öld. Sumar höfðu tekjur í fleiri en
einum flokki en 24 kirkjur áttu skip og/eða skipsuppsátur (hafði
fjölgað í 54 á sextándu öld), 12 kirkjur áttu vertolla, 11 kirkjur fisk-
tolla af bændum og tvær kirkjur áttu fisktíundir.
Hvaltíundir voru goldnar til Saurbæjar á Rauðasandi, Árness og
kaldaðarness á Ströndum, Grímseyjarkirkju og Þönglabakka í Fjörð -
um86 en fisktíunda er aðeins getið á tveimur stöðum eða þremur. Í
Vestmannaeyjum virðist hafa verið goldin tíund af öllum afla og fór
hún til greiðslu prestkaups en kirkjutíundin var hin hefð bundna
íslenska tíund, greidd af fasteignum.87 Selárdalskirkja átti tíunda
hvern ávalan fisk sem dreginn var á land í kópavík og má líta á það
sem tíund þó það sé kallað tollur í Vilchinsmáldaga.88 Loks er fisk -
tíundar getið í viðbótarklausu við máldaga Strandar kirkju í Selvogi
frá 1397.89 Þar er greidd ákveðin upphæð90 fyrir „skreiðartíund, sér-
deilis fyrir heitfiska svo margir sem þeir verða.“ Heitfiskur mun
hafa verið sá fiskur sem fyrstur var dreginn í hverjum róðri og er
einnig kallaður Maríufiskur.91 Hvort sem hann taldist hluti af fisk -
tíundinni eða var til viðbótar við hana sýnir þetta að Strandarkirkja
hefur haft tekjur af útgerð í Selvogi á fjórtándu öld. Þessi viðbótar -
klausa sýnir að fisktíund gat komist á án þess að eldri máldögum
væri breytt til samræmis, en ekkert bendir til að það hafi gerst víða.
Á seinni öldum var það útbreiddur skilningur að ekki þyrfti að
tíunda hlunnindi og afla en þessi dæmi sýna að á miðöldum var það
ekki algilt. Almenna reglan var þó, þá eins og síðar, að tíund var
lögð á eign en ekki tekjur, aðallega jarðeignir og búfé. Tíund átti á
sama hátt að greiða af fiskiskipunum en yfirleitt ekki af afla þeirra,
hvar reru fornmenn til fiskjar? 99
86 DI II, bls. 407, 441–443, 443–445, 617–618; DI III, bls. 192–193.
87 DI II, bls. 66, sbr. DI VI, bls. 757–758.
88 DI IV, bls. 148–149, sbr. DI III, bls. 91–92; DI VII, bls. 278–279; DI XV, bls. 580–
583; Jarðatal á Íslandi. Útg. J. Johnsen (kaupmannahöfn 1847), bls. 190.
89 DI IV, bls. 100–101.
90 Ekki er ljóst hvort upphæðina beri að skilja sem uppgjör — greiðslu fyrir
tíundir sem kirkjueigandi hafði innheimt í nafni kirkjunnar en notað sjálfur —
eða kaup á réttinum til að innheimta tíundina.
91 Lúðvík kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir IV, bls. 134–135.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 99