Saga


Saga - 2018, Page 105

Saga - 2018, Page 105
áttu vertolla: Skeggjastaðir, Ingjaldshóll, Árnes og kaldaðarnes, en af máldögum Presthóla og Svalbarðs í Þistilfirði verður ekki greint hvort tollarnir voru greiddir af vermönnum eingöngu (þ.e. ver - tollar) eða bændum (fisktollar), eða hvorum tveggja sem virðist lík- legt. Fisktollarnir fylgja greinilega helstu útgerðarsvæðum við norður - ströndina og má hafa til marks um mikilvægi sjávarútvegs í þeim sveitum. Eins og osttollar, sauðatollar og eyristollar annars staðar virðast þetta hafa verið aukatollar, til viðbótar við þær tekjur sem allar kirkjur höfðu (þ.e. tíundir, ljós- og heytolla), en vera má að í a.m.k. sumum af þessum 11 sóknum hafi fisktollarnir verið lagðir á til að vega upp rýrar tekjur af hinum hefðbundnu gjöldum. Mest ber á fisktollum í Strandasýslu en annars eru þeir bundnir við annnesin: Rauðasandshrepp, Tröllaskaga, Tjörnes, Melrakkasléttu og Langa - nes strönd; og á Tjörnesi voru þeir aðeins greiddir úr þeim hluta Húsavíkursóknar sem var við sjávarsíðuna — bændur í Reykja - hverfi svöruðu lambaeldi. Þessu var öfugt farið í Ólafsfirði en þar greiddu allir bændur fisktoll og hafa þá væntanlega upp til hópa stundað sjávarútveg þó flestar jarðir í sókninni liggi ekki að sjó. Hvort sams konar fisktollur var innheimtur í Siglufirði verður ekki fullyrt því máldagar Sigluneskirkju hafa ekki varðveist. Upphæð fisktollanna er ekki alltaf tilgreind en þar sem frá henni er sagt er hún allbreytileg. Bændur í Ingjaldshóls- og Saurbæjarsóknum greiddu mest eða vætt skreiðar hver — um 35 kíló — en bændur á Tjörnesi greiddu aðeins fjórðung, átta sinnum minna. Í Strandasýslu greiddu bændur ýmist hálfa vætt eða þriðjung úr vætt og má vera að upphæðin endurspegli mismikið vægi fiskveiða. Í Húsavíkur mál - daga er tekið fram að fisktollinn eigi að greiða að hausti sem bendir til að þar, eins og í Fjörðum, hafi mest verið róið um sumar og haust. Útgerð á vegum kirknanna sjálfra sýnir talsvert aðra dreifingu um landið en tekjur þeirra af fiskveiðum annarra. Þess er ekki endi- lega að vænta að vergagna sé getið í máldögum ef kirkja átti land að sjó og uppsátur innan þess. Engu að síður er sláandi að milli Þistil - fjarðar og Hornafjarðar átti um það bil önnur hver kirkja í strand- sóknum vergögn en hlutfallið var tíu sinnum lægra við norður- ströndina, milli Melrakkasléttu og Hornstranda og sjö sinnum lægra við suðurströndina, milli Hornafjarðar og Reykjaness. Við vestur- ströndina var það fjórum sinnum lægra en fyrir austan. Ef fjórtándu aldar máldagarnir eru bornir saman við máldaga frá sextándu öld sést að mikil aukning varð á því tímabili í útgerð á vegum kirkna á Austfjörðum (úr 12 kirkjum í 20) og Vestfjörðum (úr átta kirkjum í hvar reru fornmenn til fiskjar? 103 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.